Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN A f að því er virðist sí- vaxandi magni við- skiptafrétta í ís- lenskum fjölmiðlum má draga þá ályktun að Íslendingar hafi mikinn og al- mennan áhuga á peningum og kaupsýslu. Það er auðvitað ekki undarlegt að menn hafi áhuga á peningum, en þar sem þessar fréttir virðast snúast að mestu um sömu mennina og sömu fjár- festahópana og kaup þeirra á fyr- irtækjum innanlands og utan má ætla að þessi almenni áhugi Ís- lendinga á peningum beinist nán- ar tiltekið ekki aðallega að þeirra eigin peningum heldur fyrst og fremst að peningum annarra. Þetta er dálítið athyglisvert þjóðaráhugamál vegna þess að áhugi á peningum annarra er í grundvallaratriðum annars eðlis en til dæmis annað, vel þekkt ís- lenskt þjóðaráhugamál, þar sem eru skáldskapur og bækur. Skáld- skapar annarra – og listaverka yf- irleitt – nýtur maður á virkan máta. Með lestrinum og listupplif- uninni öðlast maður sjálfur hlut- deild í því sem áhuginn beinist að. Það verður hluti af manni sjálfum í þeim skilningi að það vekur til- finningar, getur aukið skilning og þekkingu, jafnvel hamingju. Og megineinkenni góðs skáldskapar er að hann færir manni heim ein- hver sannindi. (Skáldskapur sem ekki gerir það er njótandanum einskis virði). Þess vegna er í rauninni auðvelt að skilja og út- skýra almennan áhuga á skáld- skap og öðrum listum, jafnvel þótt strangt til tekið sé um að ræða skáldskap og listsköpun annarra. Viðtakandinn – áhugamaðurinn – nær beinum tengslum við lista- verkið (ef um er að ræða almenni- legt listaverk, það er að segja) og mótar það sjálfur með því að upp- lifa það á sinn eigin máta. Hann ljær því sinn eigin skilning og þannig verður það hans eigið sköpunarverk. En getur maður náð slíkum tengslum við peninga annarra? Getur maður á einhvern hátt gert þá að sínum eigin peningum? Það blasir að minnsta kosti ekki við. Enda er líka sá grundvallar- munur á því að afla peninga og því að skapa list að sá sem aflar sér peninga leggur gífurlega mikið á sig til þess að koma í veg fyrir að aðrir komist yfir peningana sem hann hefur aflað, en sá sem skap- ar list leggur aftur á móti jafn mikið á sig til hins gagnstæða, það er að segja að koma listaverk- inu til annarra – og helst alla leið inn í huga þeirra, veita þeim skiln- ing á því. Peningamaðurinn á allt undir því að halda í það sem hann skapar en listamaðurinn á allt undir því að koma sköpunarverki sínu frá sér. Áhugi á peningum annarra er þess vegna mun líkari áhuga á íþróttum sem maður stundar ekki sjálfur – slíkur áhugi er jú líka al- mennur á Íslandi. (Það er alveg grundvallarmunur á því að hafa áhuga á að stunda íþróttir sjálfur og því að hafa áhuga á að fylgjast með öðrum stunda þær). Þessi líkindi með áhuga á peningum annarra og áhuga á íþróttaiðkun annarra bendir reyndar til þess að peninga- og kaupsýsluáhuginn sé, þegar öllu er á botninn hvolft, venjuleg afþreying. Þegar Björg- ólfur Thor (eða fyrirtæki sem hann á) kaupir farsímafyrirtæki í Langtbortistan er það eins og þegar Eiður Smári (og félagið sem hann leikur með) sigrar í leik við eitthvert annað félag. Það getur svo sannarlega verið spennandi að fylgjast með fót- boltaleik – og vísast er það á ein- hvern hátt meira spennandi ef Ís- lendingur er á vellinum – og á sama hátt er það spennandi að fylgjast með þegar fjárfestahópar reyna að koma höndum yfir fyr- irtæki. Og þegar íslenskur fjár- festahópur er að bera víurnar í er- lend fyrirtæki er það eins og að horfa á landsleik í fótbolta. (Eng- in tilviljun að þegar Íslendingar keyptu danska Magasínið urðu margir til að nefna að loksins hefði náðst hefnd fyrir hið fræga 12–0 tap). Kaupsýsla og fótbolti eiga líka það sameiginlegt að bjóða upp á einfaldan og afdráttarlausan mælikvarða á árangur – sigur eða tap, af eða á – sem hægt er að setja fram í tölum. Að því leyti er þetta tvennt líka gerólíkt skáld- skap, sem er alræmdur fyrir að vera ómælanlegur. Það er engin leið að segja til um hvort eitt skáld er betra en annað. (Sem best sést á því að það væri fárán- legt að tala um „skáldskap- arkeppni“ – þetta orð hefur áreið- anlega aldrei fyrr verið skrifað – því að það hljómar eins og þver- sögn; eins og að tala um „kvæntan piparsvein“). Að því leyti eru pen- ingar svo miklu einfaldara og áþreifanlegra áhugamál, jafnvel þótt maður eigi þá ekki sjálfur og viti fullkomlega að maður á ekki einu sinni möguleika á að koma höndum yfir þá. En kannski er þó enn ónefndur allra stærsti kosturinn við að hafa áhuga á peningum annarra: Mað- ur þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af þeim vegna þess að þeir snerta mann í rauninni ekk- ert. Að því leyti eru peningar ann- arra mun betri afþreying en manns eigin peningar. Það er hægt að fylgjast með peningum annarra úr öruggri fjarlægð – að lesa viðskiptafréttir fjölmiðlanna er eins og að sitja í áhorf- endastúku á fótboltavelli eða fylgjast með beinni útsendingu í sjónvarpinu. Maður gleymir eigin stund og stað og þreyta hvers- dagsins líður úr manni. Sönn af- þreying. Alveg þveröfugt við það sem hlýst af því að beina athyglinni að eigin peningum. Svo sannarlega engin afþreying fólgin í slíkum hugsunum. Peningar annarra Það er hægt að fylgjast með peningum annarra úr öruggri fjarlægð – að lesa viðskiptafréttir fjölmiðlanna er eins og að sitja í áhorfendastúku á fótboltavelli eða fylgjast með beinni útsendingu í sjónvarpinu. VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is HINN 1. júní sl. var mál Egg- erts Haukdal, fv. alþingismanns, enn á ný tekið til meðferðar fyrir dómi, að þessu sinni Héraðsdómi Suðurlands. Í lok dómþings þann dag var til- kynnt að dómur yrði kveðinn upp 22. júní nk. kl. 10 árdegis. Á umliðnum rúmum sex árum hefir Eggert verið dæmdur sex sinnum fyrir meintan fjárdrátt, þrisvar í undirrétti og jafnoft í Hæstarétti. Hinn 20. desember sl. skilaði dómkvaddur matsmaður, Jón Þór Halldórsson, löggiltur endurskoð- andi, skýrslu sinni í máli Eggerts Haukdal, sem leysir hann undan öllum sakargiftum. Þessi mats- gerð liggur nú fyrir, bæði í héraðs- dómi og Hæstarétti. Eggert hefir verið dæmdur fyr- ir að hafa dregið sér kr. 500.000 úr sjóði Vestur-Landeyjahrepps. Í þremur köflum, og samtals 15 undirliðum, rekur hinn dómkvaddi matsmaður gang mála vegna hins meinta auðgunarbrots Eggerts. Í III. kafla matsgerðarinnar, f-lið, er spurt: „Hefur Eggert auðgast á því að færsla að fjárhæð kr. 500.000 var færð á reikning hans? Mat: Nei, nauðsynlegt var að gera leiðréttingu vegna hinnar röngu opnunar ársins eins og áður hefur komið fram. Það liggur því fyrir að eins og málum var háttað hafi Eggert ekki auðgast á færsl- unni, heldur hafi hlutur hans verið lagfærður með henni. Aðferð end- urskoðandans við framkvæmd færslunnar er aftur á móti úr öll- um takti við rétt vinnubrögð og þau skapa aðstæður sem valda því að það hefði mátt draga þá ályktun að um auðgun hefði verið að ræða.“ Í ljós kemur sem sagt, að „að- ferð endurskoðandans við fram- kvæmd færslunnar er aftur á móti úr öllum takti við rétt vinnu- brögð … “ Vinnubrögð endurskoðenda í máli þessu eru með slíkum ólík- indum að grunsemdir hljóta að vakna um að ekki sé einvörðungu um handvömm að tefla. Sú spurning er einnig mjög áleitin hvers vegna öll þar til bær yfirvöld neituðu ítrekaðri beiðni um opinbera rannsókn málsins. Þessu galdramáli verða ekki gerð frekari skil að sinni. En allur þessi ótrúlegi málarekstur hefur bakað Eggerti Haukdal stórkost- legt fjárhagstjón, svo það eitt út af fyrir sig sé tekið með í reikning- inn. Árið 1998 krafði Endurskoðun- arskrifstofa KPMG Eggert um greiðslu milljóna af lögmætum skuldum Vestur-Landeyjahrepps. Þetta hefur staðið óbreytt á sjö- unda ár og bíður nú dóms 22. júní nk. Fyrrnefnt mat, sem áður var vitnað til, svarar einnig spurning- um hvað þessar greiðslur varðar. Þess skal getið sérstaklega að í tengslum við þetta mál Eggerts bíður þriðja endurupptaka í Hæstarétti vegna dóms um 500.000 króna fjárdráttinn. Sverrir Hermannsson Ótrúlegur málarekstur Höfundur er fv. alþingismaður. TILLÖGUR borgarstjórnar- flokks Sjálfstæðisflokksins um 20 þúsund manna byggð í Örfirsey, Ak- urey og Engey virðast djarfar og spennandi við fyrstu sýn. Þær standast hins vegar ekki nánari skoðun að mati F-list- ans í borgarstjórn. Brýnast að sameina sveitarfélög F-listinn telur það brýnasta verkefnið í skipulagsmálum höf- uðborgarsvæðisins að sameina sveitarfélögin sjö á svæðinu. Sé litið til þeirrar staðreyndar að þau eru eitt at- vinnusvæði og ein skipulagsleg heild er út í hött að gera ráð fyrir 20.000 manna byggð vestast á höfuðborg- arsvæðinu með gífurlegum tilkostn- aði og nánast óleysanlegum umferð- arvanda. Af tillögunum mætti ætla að höfuðborgarsvæðið byggi við landþrengsli Manhattaneyju eða kínverskrar stórborgar, þegar stað- reyndin er sú að mikið og gott bygg- ingarland er á höfuðborgarsvæðinu. Landfyllingar í tengslum við þessar skipulagshugmyndir myndu kosta um 20 milljarða króna eða milljón krónur á hvern íbúa Eyjabyggð- arsvæðisins. Mjög flókin og kostn- aðarsöm umferðarmannvirki myndu stórhækka þessa tölu. Óleysanlegur umferðarvandi Hjá borgarskipulagi liggja fyrir upplýsingar um að hægt sé að koma fyrir 5.000 manna byggð með land- fyllingum í Örfirisey og Akurey, sem umferðarkerfi vesturborg- arinnar þyldi. En 20.000 manna byggð á þessu svæði myndi kalla á umferðaraukningu, sem næmi allt að 60.000 bílum á sólarhring um vesturborgina og miðbæjarsvæðið. Sú aukning krefst umfangsmikilla og kostnaðarsamra aðgerða. Hring- braut þolir litla viðbótarumferð og ýmsar takmarkanir eru varðandi umferð um Mýrargötu og Geirsgötu. Líklegt má telja að mikil uppbygg- ing á landfyllingum kalli á greiða umferð- artengingu um gömlu höfnina, norðan við fyrirhugað Tónlistar- og ráðstefnuhús. Gömlu höfninni yrði þar með fórnað, sem kemur auðvitað ekki til greina. Sundabraut flýtt og byggð meðfram ströndinni F-listinn leggst gegn vegtengingu og íbúðarbyggð í Engey og Viðey. Það er fyrst og fremst vegna fram- taksleysis borgaryfirvalda að þessar náttúruperlur á sundunum eru van- nýttar til ferðamennsku og útivist- ar. F-listinn styður hins vegar hóf- sama uppbyggingu á Örfiriseyjar- svæðinu innan þeirra marka sem umferðarmál vestur- og miðborgar Reykjavíkur ráða við með góðu móti. Flýta þarf lagningu Sundabrautar alla leið upp í Kollafjörð og að því sé fylgt eftir með uppbyggingu íbúðar- hverfa meðfram ströndinni. Mik- ilvægt er að þessari brýnu fram- kvæmd sé ekki stillt upp á móti löngu tímabærum mislægum gatna- mótum Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar, eins og R-listinn hef- ur gert. F-listinn styður þéttingu byggðar í Reykjavík og uppbyggingu vís- inda- og þekkingarsamfélags í Vatnsmýrinni og fagnar því flutn- ingi Háskólans í Reykjavík á svæð- ið. Borgaryfirvöld verða að þrýsta á samgönguyfirvöld um að nýir val- kostir fyrir flugvöll á höfuðborg- arsvæðinu verði þaulkannaðir, þannig að borgarbúum sé ekki stillt upp við vegg með því að velja á milli Vatnsmýrar og Keflavíkur. Síðast- nefndi kosturinn stenst ekki kröfur um nálægð sjúkra- og öryggisflugs við stofnanir, tengdar heilbrigðis- og öryggismálum. Sterk rök hníga að því að með flutningi innanlands- flugs til Keflavíkur legðist það nið- ur, sem leiddi til stóraukinnar um- ferðar og slysatíðni á vanbúnum þjóðvegum landsins. Heildarhagsmunir eru leiðarljós F-listans Eins og kemur fram á heimasíð- unni f-listinn.is er stefna borg- arstjórnarflokks Frjálslyndra og óháðra skýr í skipulagsmálum. Þar eru framtíðar- og heildarhagsmunir hafðir að leiðarljósi. Hvorki R- né D-listi vilja vinna bug á þeim hrepparíg á höfuðborgarsvæðinu, sem er forsenda margra skipu- lagsmistaka undanfarinna ára og óraunsærra hugmynda á borð við Eyjabyggð Sjálfstæðisflokksins. Eyjabyggðartillögur Sjálf- stæðisflokksins standast ekki Ólafur F. Magnússon fjallar um tillögur sjálfstæðismanna um borgarskipulag ’Af tillögunum mættiætla að höfuðborg- arsvæðið byggi við land- þrengsli Manhattaneyju eða kínverskrar stór- borgar.‘ Ólafur F. Magnússon Höfundur er oddviti borgarstjórn- arflokks F-listans. Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyrirmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því mið- ur eru umræddar reglur nr. 122/ 2004 sundurtættar af óskýru orða- lagi og í sumum tilvikum óskiljan- legar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppnislög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á honum. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauð- synlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Sker- um upp herör gegn heimilisofbeldi og kortleggjum þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyrirbyggja að það gerist. Forvarnir gerast með fræðslu almennings. Jóhann J. Ólafsson: „Lýðræð- isþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyrirmyndar og á að vera það áfram.“ Pétur Steinn Guðmundsson: „Þær hömlur sem settar eru á bíla- leigur eru ekki í neinu samræmi við áður gefnar yfirlýsingar fram- kvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleig- urnar.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöðunni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuðstaður framhalds- og háskólanáms í tónlist í landinu.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.