Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT BÍLALEIGAN AKA Vagnhöfða 25 • 112 Reykjavík • Sími 567 44 55 • Fax 567 44 53 VIÐ HÖFUM ALLAR GERÐIR BÍLA 5-9 MANNA BRESK stjórnvöld staðfestu í gær að þau hygðust fresta þjóðaratkvæða- greiðslu um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins um óákveðinn tíma. Sagði Jack Straw, utanríkisráð- herra Bretlands, að meiningin væri að bíða með atkvæðagreiðsluna uns ljóst væri hver örlög stjórnarskrár- innar yrðu. Fréttaskýrendur segja á hinn bóginn að örlög plaggsins séu í reynd ráðin með ákvörðun Breta, hún feli í sér að dánarvottorð stjórnar- skrárinnar hafi endanlega verið und- irritað. Almenningur í Hollandi og Frakklandi hafnaði sem kunnugt er stjórnarskránni með afgerandi hætti í kosningum í liðinni viku. Leiðtogar stærstu ESB- ríkjanna, Frakk- lands og Þýska- lands, höfðu áður hvatt til þess að staðfestingarferl- inu verði haldið áfram, þrátt fyrir úrslitin í Hollandi og Frakklandi. Leiðtogafundur ESB fer fram í Brussel í næstu viku og er meiningin að ræða málið þar; raunar þykir ljóst að framtíðarstefna sambandsins, Evrópusamruninn sem slíkur, verður til umræðu á fundinum. Straw lýsti því yfir á breska þinginu að hann myndi ekki að sinni leggja fyrir þingið þá löggjöf er sam- þykkja þarf til að hægt verði að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnar- skrána; en gert hafði verið ráð fyrir að hún færi fram á næsta ári. Breskir ráðamenn leggja áherslu á að þetta þýði ekki að ekki verði hægt að leggja löggjöfina fyrir þingið síðar, og þann- ig halda þjóðaratkvæðagreiðslu í kjöl- farið, en þeir segja að rétt sé að bíða uns staðan skýrist. „Það verður hald- in þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórn- arskrána í þessu landi ef einhver stjórnarskrá verður til sem hægt er kjósa um,“ sagði talsmaður stjórn- valda. Það sé hins vegar ekki rökrétt að halda staðfestingarferlinu áfram, eins og ekkert hafi í skorist, eftir úr- slitin í Hollandi og Frakklandi. „Við sjáum engan tilgang í að stíga frekari skref á þessari stundu,“ sagði Straw. En ákvörðun Breta er sögð fela í raun í sér að stjórnarskráin sé end- anlega úr sögunni. Skiptir máli í þessu samhengi að Bretar taka við forystu í ESB um næstu mánaðamót. Þá skiptir og máli að allt bendir til þess að breskir kjósendur myndu hvort eð er hafna stjórnarskránni í þjóðaratkvæðagreiðslu. Talsmaður Íhaldsflokksins í utan- ríkismálum, Liam Fox, fór fram á að breska stjórnin aflýsti með öllu áformum um þjóðaratkvæðagreiðslu. Sagði hann rétt að bresk stjórnvöld tækju forystu í málinu og lýstu því yf- ir, sem allir vissu, að stjórnarskráin væri dautt plagg. Sagði hann að „póli- tísku risaeðlurnar“ í Evrópu væru „meira og meira úr tengslum“ við al- menning í löndum Evrópu. Enn einn naglinn í líkkistu stjórnarskrársáttmálans Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Jack Straw Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að fresta staðfestingu stjórnarskrár ESB SÚ ÁKVÖRÐUN breskra stjórn- valda að fresta staðfestingu stjórn- arskrársáttmála Evrópusambands- ins er ekkert áfall, það orð hefði á hinn bóginn mátt nota ef Bretar hefðu tekið af skarið á þessum tímapunkti og lýst því yfir að þar í landi yrði alls engin þjóðarat- kvæðagreiðsla haldin um stjórn- arskrána. Þetta segir Volker Rühe, formaður utanríkismálanefndar þýska þingsins. Rühe var staddur hér á landi í gær í því skyni að ræða við ráða- menn um tillögur Þjóðverja, Bras- ilíumanna, Indverja og Japana um endurskoðun á starfsháttum og samsetningu öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna. Á blaðamannafundi sem haldinn var í þýska sendiráðinu við Lauf- ásveg sagðist Rühe telja mikilvægt að staðfestingarferlinu vegna stjórnarskrár ESB yrði haldið áfram. Menn þyrftu að fá tækifæri til að átta sig sem best á því hvaða hug Evrópubúar bæru til stjórn- arskrárinnar og hvað þeir teldu að mætti betur fara. „Við verðum að leggja nýtt mat á stöðuna [eftir þjóðaratkvæða- greiðslurnar í Hollandi og Frakk- landi],“ sagði Rühe. „Ef ég færi að tala við franskan stjórnmálamann og spyrja hverju þyrfti að breyta til að Frakkar samþykktu stjórn- arskrána þá gæti hann ekki svarað mér. Hið sama á við um kosninguna í Hollandi. Staðan er mjög flókin. Að hvaða leyti voru menn að lýsa skoðun sinni á stjórnarskránni sjálfri, hvaða aðrir þættir komu hugsanlega til þegar fólk gerði upp hug sinn? Allt slíkt þurfum við að skoða [á fundum leiðtoga ESB í sumar og haust]. En það er engin almenn kreppa á vettvangi ESB, sambandið virkar vel.“ Dró Rühe þó ekki dul á að úrslit- in í Hollandi og Frakklandi þýddu að kreppuástand varaði að því er varðar staðfestingu stjórnarskrár- innar. Og hann sagði að staðan væri mun alvarlegri en þegar Danir höfnuðu Maastricht-sáttmálanum 1992 og Írar Nice-sáttmálanum 2001; Holland og Frakkland hefðu jú verið stofnmeðlimir í ESB. Rühe vildi aftur á móti ekki taka undir að forsvarsmenn ESB væru að gera lítið úr afstöðu kjósenda er þeir ræddu um hvernig mætti breyta stjórnarskránni til að tryggja samþykki kjósenda. Þegar menn stæðu frammi fyrir því að kjósendur hefðu hafnað tilteknu máli væri eðlilegt að huga að því hverju þyrfti að breyta þannig að fólk gæti látið sér það vel líka. „Fólk notaði stjórnarskrárkosn- inguna sem tæki til að lýsa skoðun eða tilfinningum sínum, það er af þeim sökum nauðsynlegt að rýna dýpra í hlutina,“ sagði hann. Rühe vill ekki ljá máls á því að hollenskir og franskir kjósendur hafi verið að lýsa því yfir að þeir einfaldlega kæri sig ekki um frek- ari skref í átt að samruna. Og hann blés á vangaveltur ítalsks ráðherra, Roberto Maroni, um að réttast væri að taka líruna upp aftur í stað evr- unnar, sameiginlegs gjaldmiðils ESB. „Þetta er alger vitleysa, alger vitleysa. Ég nenni ekki einu sinni að tala um það,“ sagði Rühe. Verður ekki í framboði aftur Rühe hefur setið á þýska þinginu fyrir Kristilega demókrataflokkinn (CDU) frá 1976 og hann var varn- armálaráðherra í stjórn Helmuts Kohl 1992-1998. Nú bendir margt til að CDU komist aftur til valda eftir sjö ára stjórnarandstöðu, en þingkosningar fara líklega fram í haust. Rühe er hins vegar á útleið úr þýskum stjórnmálum en vildi á fundinum í gær ekki staðfesta að hann væri á leið til starfa í Brussel. Morgunblaðið/Þorkell Volker Rühe (lengst til vinstri) í Reykjavík í gær. Við hlið hans er þýski sendiherrann á Íslandi, Johann Wenzl, og þá dr. Michael Fuchs. Meta þarf stöð- una upp á nýtt Peking. AFP, AP. | Kínversk stjórnvöld hafna með öllu kröfu Bandaríkja- stjórnar um að þau láti rannsaka at- burði sem leiddu til þess að kínverski herinn sendi skriðdreka gegn mót- mælendum á Torgi hins himneska friðar í Peking, árið 1989. Ennfrem- ur vísa þau á bug gagnrýni Banda- ríkjamanna á meint mannréttinda- brot í Kína og benda þeim á að líta sér nær í þeim efnum. Á laugardag voru 16 ár liðin frá því að kínverski herinn réðst gegn stúd- entum sem höfðu safnast saman til mótmæla á Torgi hins himneska frið- ar, og myrti hundruð eða þúsundir úr þeirra hópi. Um liðna helgi gagn- rýndu bandarísk stjórnvöld þau kín- versku fyrir að hafa enn allt að 250 manns í haldi í tengslum við at- burðina á Torgi hins himneska frið- ar, og kröfðust þess að gerð yrði grein fyrir þessu fólki og öðru því sem átti sér stað þennan dag. Sean McCormack, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, hvatti stjórnvöld í Peking til að gera að fullu grein fyrir þeim „þúsundum sem voru myrt, hurfu eða voru tekin höndum,“ og að leysa úr haldi þá sem eru „í fangelsi fyrir engar sakir.“ McCormack sagði að Kínverjar skyldu taka þá stefnu að „endur- skoða atburðina á Torgi hins him- neska friðar“ og gefa borgurum landsins „tækifæri til að blómstra með því að veita þeim fullt frelsi til að hugsa, tala, koma saman og biðja.“ Kong Quan, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, brást í gær hart við gagnrýni Bandaríkjamanna og sagði að kínversk stjórnvöld mót- mæltu því að þeir notuðu hugtakið mannréttindi sem afsökun fyrir því að „skipta sér af innanríkismálum annarra þjóða.“ Bandaríkjamenn skyldu heldur huga að því hvernig þeirra eigin málum væri háttað og gefa „alvarlegum mannréttindabrot- um“ í Bandaríkjunum meiri gaum. Þá ítrekaði Kong afstöðu kín- verskra stjórnvalda til atburðanna á Torgi hins himneska friðar árið 1989, það er að segja að framganga hersins hefði verið réttlætanleg til að við- halda „félagslegum stöðugleika“ og „tryggja framfarir“ í landinu. Bandaríkjamenn líti í eigin barm Kínverjar vísa á bug gagnrýni vegna atburðanna 1989 TUGIR þúsunda manna tóku þátt í mótmælum gegn forsetanum Carl- os Mesa í La Paz í gær og höfnuðu þannig ákalli forystumanna kaþ- ólsku kirkjunnar um að mótmæl- unum yrði hætt. Helsta krafa mót- mælenda er sú að þjóðnýting á gasi og olíu verði algjör. Reuters Áfram óeirðir í Bólivíu Grunaður um aðild að morð- inu á van Gogh Haag. AFP. | Rússneskur borgari, sem handtekinn var í Frakklandi vegna gruns um aðild að morðinu á hollenska kvikmyndaleikstjóranum Theo van Gogh, var í gær fram- seldur til Hollands. Hinn handtekni heitir Bislan Ismajlov og er talinn tengjast tétsénskum íslamistahóp- um. Annar rússneskur borgari frá Tétsníu, sem nefndur er Marat J, var handtekinn í Hollandi í apríl og er hann eins og Ismajlov talinn hafa tengst morðingja van Goghs, Mo- hammed Bouyeri. Van Gogh var harður gagnrýn- andi ofstækisfullra múslíma og Bouyeri myrti hann á götu í nóv- ember sl. Nokkrum mánuðum fyrr hafði mynd van Goghs, Submission (undirgefni), verið sýnd í hollenska sjónvarpinu. Þar er lýst kúgun sem konur sæta af hálfu múslíma í mörgum löndum. Töldu margir múslímar að um guðlast væri að ræða í myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.