Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STJÓRNARSKRÁ Á LÍFI? Talsmenn stjórnar Evrópusam- bandsins sögðu í gær að ekki væri hægt að fullyrða að drög að stjórn- arskrá sambandsins væru dauð. Bretar ákváðu í gær að fresta fyr- irhuguðu þjóðaratkvæði um stjórn- arskrána en áður höfðu bæði Frakk- ar og Hollendingar fellt hana í þjóðaratkvæðagreiðslum. Tekin verður afstaða til framtíðar stjórn- arskrárinnar á leiðtogafundi ESB um miðjan mánuðinn. Vísa gagnrýni á bug Kínversk stjórnvöld höfnuðu í gær tillögum Bandaríkjamanna um að gerð verði rannsókn á blóðbaðinu á Torgi hins himneska friðar vorið 1989. Einnig vísuðu stjórnvöld í Pek- ing á bug gagnrýni Bandaríkja- manna á ástand mannréttindamála í Kína og sögðu að þeim væri nær að líta í eigin barm í þeim efnum. Hrygningarstofn stækkar Hafrannsóknastofnun hefur lagt til 198.000 tonna þorskafla á næsta ári. Það er 7.000 tonnum minna en á þessu ári. Viðmiðunarstofninn hefur þó vaxið síðustu fimm árin og er áætlaður 823.000 tonn á næsta ári. Ekið eftir reiðstígum Dæmi eru um að torfærumótor- hjólum sé ekið eftir hestastígum í nágrenni höfuðborgarinnar. Óttast hestamenn að stórslys geti hlotist af. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Forystugrein 22 Úr verinu 11 Viðhorf 24 Viðskipti 14 Umræðan 24 Erlent 15/16 Minningar 25/29 Heima 17 Dagbók 32/35 Akureyri 18 Víkverji 32 Austurland 18 Staður og stund 34 Landið 19 Menning 35/41 Suðurnes 19 Ljósvakamiðlar 42 Menning 20 Veður 43 Daglegt líf 21 Staksteinar 43 * * * Kynningar – Morgunblaðinu fylgir Bændablaðið. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #           $         %&' ( )***                          Öll ljóð Hannesar edda.is Hannes Pétursson er fyrir löngu viðurkenndur sem eitt helsta skáld 20. aldar. Í þessari fallegu bók má finna öll kvæði þessa ástsæla þjóðskálds, og fylgir bókinni ítarlegur inngangur um skáldið og ljóð hans eftir Njörð P. Njarðvík. KOMIN Í VERSLANIR! OLÍUFÉLAGIÐ Esso hækkaði verð á bensíni og dísilolíu um 1,80 kr. lítrann í gær vegna hækkana á heimsmarkaði undanfarna daga, fé- lagið lækkaði verð um 80 aura lítr- ann um síðustu mánaðamót, fyrir tæpri viku síðan. Flotaolía, flotadís- ilolía og svartolía hækkaði meira eða um 2,50 kr. lítrinn. Skeljungur til- kynnti einnig um svipaða hækkun í gær, en síðarnefndu tegundirnar hækkuðu um 1,50 kr. Algengt verð í sjálfsafgreiðslu á bensínstöðvum Esso, Olís og Skelj- ungs á höfuðborgarsvæðinu var 107,20 kr. lítrinn af 95 oktana bensíni og 54,20 kr. fyrir lítrann af dísilolíu, samkvæmt vefsíðum félaganna, en verðið með fullri þjónustu er um fimm krónum hærra. Hjá Atlantsol- íu var verðið 103,80 kr. og hjá Orkunni 103,30. Verðið hjá Ego og ÓB bensíni var 105,70 kr. samkvæmt upplýsingum á vefsíðum félaganna. Magnús Ásgeirsson hjá Olíufélag- inu hf., sagði að það væri ekki nóg með að hráolían væri að hækka held- ur gilti það sama um unnu tegund- irnar. Þannig hefði verðið á Rotter- dammarkaði hækkað um fjóra Bandaríkjadali fram eftir degi í gær og hækkunin á einni viku næmi 30 dollurum. Magnús sagðist telja að meginskýringin á þessari hækkun nú væri aukin eftirspurn eftir elds- neyti yfir sumarmánuðina sem hefði venjulega valdið hækkun á eldsneyt- isverði um miðjan maímánuð, en virtist vera síðar á ferðinni en áður. Verðið í vetur hefði hins vegar verið það hátt að þessi hefðbundna vor- hækkun væri síðar á ferðinni en venjulega. Almennt talað væri þetta tímabundin hækkun. Eldsneyti hækkar um tæpar 2 kr. REFSING 36 ára konu, sem stakk sambýlismann sinn í bakið með steikarhníf, var að mestu skilorðs- bundin með þeim rökum að mað- urinn hafði skömmu áður beitt hana ofbeldi og að þau búa enn saman. Af 15 mánaða refsingu voru 12 mánuðir skilorðsbundnir. Konan var ákærð og dæmd fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás enda stakk hún manninn í bakið við hægra herðablað þannig að hann hlaut stungusár á brjóstkassa og annað lunga hans féll saman. Í dómnum kemur fram að þegar þetta gerðist hafði mikið gengið á hjá þeim, þau höfðu bæði verið drukkin talsvert lengi og maðurinn beitt konuna verulegu ofbeldi dagana og vikurnar á undan. Maðurinn játaði m.a. að hafa barið hana svo illa nokkrum vikum fyrr að hún þurfti að leita á slysadeild og nokkrum andartökum áður en konan stakk hann í bakið sagðist hann hafa hótað henni ofbeldi, líkt og svo oft áður. Konan játaði að hafa stungið mann- inn í reiði en hún dró síðan úr og sagði að hún hefði ætlað að hræða manninn með hnífnum og þetta hefði gerst í ógáti. Eftir hnífstung- una kölluðu þau til kunningja sinn sem kvaðst hafa menntun í sjúkra- hjálp sem sagði að áverkinn væri einungis skráma, lagði dömubindi við sárið og sagði manninnum að leggjast út af. Hann leitaði á hinn bóginn út úr íbúðinni og sat við bif- reiðastæði þegar lögreglumenn komu á staðinn. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að konan hafði hlotið átta refsidóma fyrir tékkalagabrot, umferðarlagabrot, skjalafals og þjófnað. Auk refsingar var konan dæmd til að greiða allan sakarkostn- að og málsvarnarlaun verjanda síns, Jóns Höskuldssonar hdl. Sigríður Elsa Kjartansdóttir fulltrúi sótti málið af hálfu ríkissaksóknara. Pét- ur Guðgeirsson kvað upp dóminn. Refsing skilorðsbundin að mestu í hnífstungumáli Hafði gert verulega á hlut konunnar LEIKHÓPURINN Vesturport er nú staddur í Svíþjóð við æfingar hjá fjöllistahópnum Circus Cirkör, en þetta er liður í undirbúningi fyrir sýningu sem sýnd verður í Barbi- can Centre í London í október. „Við fórum til þeirra þegar við vorum að æfa Rómeó og Júlíu og þá kenndu þeir okkur nokkur trix. Nú ætlum við að læra ný trix,“ segir Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri, í samtali við Morgun- blaðið. „Fyrir mér er þetta í raun- inni líkamlegt leikhús á mjög háu plani.“ Hópurinn mun stunda æfingar af kappi fram á fimmtudag en þá mun hann halda aftur til Íslands. Nú standa hins vegar æfingar fyrir nýtt verk sem Vesturport er að setja upp sem heitir Vojtsek, eftir þýska 19. aldar leikritaskáldið Georg Büchner. „Líkamlegt leikhús á mjög háu plani“ ÓMAR Ragnarsson hlaut í gær við- urkenningu tíu íslenskra umhverfis- og náttúruverndarsamtaka fyrir að hafa skarað fram úr í vandaðri um- fjöllun um náttúru landsins og ein- lægan áhuga á umhverfismálum. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, veitti viðurkenninguna fyrir hönd samtakanna tíu við hátíð- lega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Í niðurstöðu valnefndar sem skip- uð var þeim Auði Sveinsdóttur landslagsarkitekt, Sveinbirni Björnssyni, fv. háskólarektor, og Guðrúnu Evu Mínervudóttur rithöf- undi, segir m.a. að Ómar hafi í ára- tugi verið óþreytandi við öflun myndefnis sem hefur kennt þjóðinni að meta fegurð og hrikaleik ís- lenskrar náttúru, jafnt eyðifjarða sem jökla og öræfa. Ómar hafi fært þjóðinni heim í stofu myndir af tröllslegum náttúruhamförum sem fæstir áttu kost á að sjá á eigin veg- um og gefið henni ógleymanlega sýn inn í samlíf einyrkja og náttúru og fornan sjálfsþurftarbúskap sem nú er að hverfa. Uppskera háð og spott Þá segir í niðurstöðu dómnefndar að Ómar hafi haft vakandi auga á hvers kyns náttúruspjöllum og kynnt þjóðinni, með dæmum frá öðr- um löndum, mikilvægi þjóðgarða fyrir útivist og friðun náttúru. Í ræðu sinni við athöfnina sagði Stefán Jón Hafstein, forseti borg- arstjórnar Reykjavíkur, m.a. að mis- gengi væri farið að sjást í íslensku samfélagi. „Misgengi valda, áhrifa, fjármagns til fræðslu – allt sem veld- ur því að rödd umhverfisverndar og náttúru lendir undir áróðri um ann- að,“ sagði Stefán og bætti við að orkufyrirtæki, áliðja og ráðuneyti sameinuðust um eina heimssýn sem þau rækju áróður fyrir með öllu sínu afli. Hvatti hann stjórnvöld til að virða það aðhald sem fólk sem heldur fram ólíkum sjónarmiðum heldur uppi. „Stjórnvöld eiga að kaupa sér aðhald, tryggja sér and- stöðu, umbuna þeim en ekki refsa sem halda fram öðrum sjónarmiðum en þeirra eigin. Það væri tákn um sannan lýðræðisþroska.“ Sagði Stefán náttúruverndarsinna nútímans í svipaðri stöðu og jafn- réttissinna fyrir 25–30 árum. „Háð og spott eru uppskera þeirra sem stíga fram, háð og spott og valdbeit- ing frá þeim er síst skyldi.“ Kreppa fjölmiðlafólks Í þakkarræðu sinni flutti Ómar Ragnarsson nokkur kvæði um nátt- úru landsins og gerði að umtalsefni sínu þær aðstæður sem íslenskt fjöl- miðlafólk býr við. „Það eru óvenju- legar aðstæður sem varpa ljósi á vanda íslenskrar fjölmiðlunar,“ sagði Ómar m.a. og bætti við að til- hneiging fjölmiðla til að forðast að fjalla um erfið mál og umdeild væri í raun afstaða í sjálfu sér. „Þessi til- hneiging leiðir til undanhalds frá upplýsingaskyldu fjölmiðla. Fjöl- miðlum ber skylda til að upplýsa um allt sem skiptir máli eða gæti skipt máli.“ Ómar sagði það grundvallarreglu sína að fjalla um viðfangsefni sín málefnalega og vanda alla umfjöllun. Hann sagði mikilvægt að sýna allar hliðar málanna og fara ofan í saum- ana. Þá lýsti hann næsta átakasvæði á sviði umhverfismála á Íslandi, sem hann taldi vera svæðið annars vegar við Þjórsárver og hins vegar allt svæðið milli Vatnajökuls og Mýr- dalsjökuls. Á þessum svæðum væru mörg virkjunaráform, en þau væru einnig gríðarlega mikilvæg út frá náttúruverndarsjónarmiðum. Ómar hefur þegar hafið vinnu við gerð heimildarmyndar um þetta svæði, en hún ber vinnuheitið „Katla og Grímsvötn kallast á“. Ómar fær umhverfisviðurkenningu Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is Ljósmynd/Friðþjófur Helgason Ómar Ragnarsson flutti með tilþrifum ljóðið Kóróna Íslands, þar sem hann lýsti Vatnajökli, Herðubreið og fleiri perlum hálendisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.