Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍSLAND og íslenskar afurðir nutu mikillar athygli á RAMMYS 05 há- tíðinni sem fram fór í ráðstefnu- miðstöðinni í Washington DC síðast- liðið sunnudagskvöld. Íslensk veisluföng voru þar á borðum, þrenns konar réttir úr þorski frá Icelandic USA í forrétt, lambakjöt matreitt á þrenns konar hátt í aðal- rétt og „skyramisú“ eftirréttur úr ís- lensku skyri. Matreiðslumeistarinn Sigurður Hall átti heiðurinn af upp- setningu matseðilsins ásamt Hilmari B. Jónssyni matreiðslumeistara. Þá var íslenskt vatn, smjör, Nóa- konfekt, ostar og Viking-bjór einnig í boði. RAMMYS er árlegur hátíð- arkvöldverður samtaka veitingahúsa í höfuðborg Bandaríkjanna og nær- sveitum. Þar eru veittar margskonar viðurkenningar og m.a. tilkynnt um val á veitingahúsi ársins og veitinga- manni ársins, sem hlýtur að launum boð á Food and Fun hátíðina í Reykjavík. Kom það í hlut Sig- urgeirs Þorgeirssonar, fram- kvæmdastjóra Bændasamtaka Ís- lands, að tilkynna að Fabio Trabocchi, matreiðslumeistari á Maestro, hefði orðið fyrir valinu að þessu sinni. Hátíðarkvöldverðinn sóttu meira en 1.600 veitingamenn og fagfólk í veitingaþjónustu, auk annarra gesta. Meðal viðstaddra voru Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Margrét Hauksdóttir, eiginkona hans, Heba og Helgi Ágústsson, sendiherrahjón í Washington, Anthony A. Williams, borgarstjóri í Washington DC, og ýmsir frammá- menn og konur úr íslensku við- skiptalífi. Mikið er fjallað um þenn- an viðburð í fagtímaritum og í þáttum fjölmiðla um mat og mat- argerð. Þar hefur þátttöku Íslands víða verið getið, en Iceland Nat- urally, Icelandair og Whole Foods Market voru meðal helstu stuðn- ingsaðila hátíðarinnar. Eins og við eigum borgina „Það er eins og við eigum borgina þetta kvöld,“ sagði Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, þar sem hann var staddur í Washington Convent- ion Center. „Veitingahúsabransinn allur hér og Ísland er nafnið sem fólkið talar um og borðar matinn frá. Ég sé gríðarlegan árangur og gríð- arleg tækifæri í þessu. Mestur heið- urinn er sá að hetjur Íslands í dag, hér, eru íslenski bóndinn og íslenski sjómaðurinn. Það þykir mér sérlega vænt um. Heiður þeirra, bóndans og sjómannsins, liggur í þessu frábæra hráefni. Hugsa sér þann áhuga sem maður nú finnur, ekki bara fyrir ís- lenska lambinu og hestinum, heldur einnig okkar mjólkurafurðum hvort sem það er smjörið, osturinn eða skyrið. Þetta er stórkostlegt tæki- færi sem við þurfum að vinna í á næstu árum.“ Sigurgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtaka Ís- lands, taldi tvímælalaust að sú mikla athygli og almenna landkynning sem Ísland fékk þetta kvöld væri já- kvæð fyrir landið. „Þetta er jákvætt gagnvart ferðamennskunni og von- andi hjálpar þetta einnig til að selja þær afurðir sem við ætlum að reyna að selja hér,“ sagði Sigurgeir. Hann taldi og að þátttaka Bændasamtak- anna í átaksverkefninu Áformi kæmi bændum til góða. „Þetta er einn áfangi af mörgum á þeirri leið að koma stöðugleika á út- flutning á íslenskum landbúnaðar- afurðum,“ sagði Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforms, sem undanfarið ár hefur unnið að und- irbúningi hátíðarkvöldverðarins ásamt samtökum veitingahúsaeig- enda í Washington. „Það er grýtt leið að koma þessum vörum á mark- að á sanngjörnu verði. Þessi hátíð sýnir að við höfum náð fótfestu hér á þessum erfiða og krefjandi markaði. Næstu skref eru að velja vörur sem uppfylla skilyrði um sjálfbæra fram- leiðslu í matvælaiðnaði og kröfur vandlátra verslana og veitingahúsa.“ Ísland í brennidepli á hátíðarkvöldverði samtaka veitingahúsa í Washington DC Íslenski sjómað- urinn og bóndinn hetjur dagsins Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Morgunblaðið/Guðni Icelandair stóð fyrir happdrætti um Íslandsferð meðal veislugesta á árshátíð veitingahúsaeigenda í Washington DC og var dregið á staðnum. F.v. kynnar kvöldsins, sjónvarpsfólkið Sue Palka og James Adams, Baldvin Jónsson, fram- kvæmdastjóri Áforms, Jón Haukur Baldvinsson, sölustjóri Icelandair í Bandaríkjunum, með happdrættismiðana, Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. URRIÐAVEIÐIN í Laxá í Þingeyj- arsýslu hefur verið mjög góð. „Veiði- menn finna fisk víða og mikið af hon- um,“ segir Hólmfríður Jónsdóttir, staðarhaldari í Mývatnssveitinni. „Menn eru yfirleitt með fallega veiði. Það eru yfir 800 fiskar skráðir í veiðibók, veitt og sleppt. Það er mjög fínt.“ Hólmfríður segir þessa byrjun lík- lega svipaða og í fyrra. „Menn eru duglegri núna við að skrá fiskana sem þeir sleppa. Við höfum verið hörð við veiðimenn og gætt þess að þeir skrái allt. Veiðimálastofnun vill fá þessar upplýsingar. Eins eiga menn að vera duglegir við að lengd- armæla og vigta.“ Veiði hófst á Hraunssvæðinu í Að- aldal fyrir viku. Veiðimenn sem hófu veiðar létu vel af sér og náðu um 30 urriðum. Þeir sem voru við veiðar á sunnudag fengu síðan 46 fiska, flesta á bilinu eitt til tvö pund en þeir stærstu voru um fjögur. Nýir leigutakar í Kjósinni Hópur manna hefur keypt Lax ehf., félagið sem leigir Laxá í Kjós, af Shackelton í Bretlandi. Fyrir hópnum fara Gísli Ásgeirsson og Jón Þór Júlíusson, en saman eiga þeir fyrirtækið Laxfoss sem er nýr leigu- taki Svalbarðsár, auk þess sem Jón Þór leiðir Hreggnasa ehf., sem er með Úlfarsá og Grímsá á sínum snærum. Gísli er nýr stjórnarformaður Lax ehf., tók við af Orra Vigfússyni, og segir hann nýju eigendurna vera ís- lenska. „Reksturinn verður óbreytt- ur í sumar. Af núverandi leigusamn- ingi er eitt ár eftir og viðræður eru í gangi við bændur um framleng- ingu.“ Þá segir Gísli að í athugun sé að byggja nýtt og glæsilegt veiðihús, sem yrði þá staðsett nærri núver- andi svefnskálum í Kjósinni. End- anleg ákvörðun hefur ekki verið tek- in um þær framkvæmdir. Erlent fyrirtæki, Frontiers, hefur selt bestu veiðidagana, mestmegnis útlendum veiðimönnum, en SVFR hefur annast sölu á öðrum leyfum í ána. „Þeir eru með samning við Lax ehf. sem er útrunninn árið 2007. Það verður að koma í ljós hvert fram- haldið verður,“ segir Gísli. Laxveiðin hefst í Kjósinni á föstu- daginn kemur en síðustu vikur hefur slangur af fiski sést í ánni. Keyptu alla daga í Galtalæk Hópur veiðimanna hefur tekið sig saman og keypt alla veiðidagana í Galtalæk í sumar. „Þessi samningur er góður fyrir alla aðila,“ segir Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á. „Við getum komist að með útlendinga, þegar á þarf að halda, en margir hafa gaman af að fara þarna í einn og einn dag. Þetta er flókin veiði og viðkvæm.“ Hann segir kaupendur veiðileyf- anna reynda veiðimenn sem hafi tek- ið ástfóstri við Galtalæk. „Þeir vilja tryggja að öllum veiddum fiski sé örugglega sleppt aftur, farið vel með fiskinn og lækinn.“ Brögð hafa verið að því að veiðimenn hafi ekki virt reglur um að veiða og sleppa. Galta- lækur fóstrar lítinn en öflugan urriðastofn. Nýir menn í Kjósina Morgunblaðið/Einar Falur Birgir Snæbjörn Birgisson togast á við vænan lax á Fossbrúninni í Laxá í Kjós. Íslendingar hafa keypt fyrir- tækið Lax ehf., sem leigir ána, af breska fyrirtækinu Shackelton. veidar@mbl.is LYNNE Breaux er framkvæmda- stjóri samtaka veitingahúsa á stór Washington DC svæðinu. Meira en 500 veitingahús eiga aðild að sam- tökunum. Árlegur hátíðarkvöld- verður samtakanna er einskonar hápunktur starfs samtakanna og um leið einn stærsti einstaki við- burðurinn innan gjörvalls veitinga- húsageirans í Bandaríkjunum. Í fyrra var þemað „rauð og heit“ veitingahús og segir Lynne því hafi þótt eðlilegt að leggja áherslu á hafa þemað svalt (cool) við hátíð- arkvöldverðinn í ár. Það að fá Ís- land til liðs við að halda hátíð- arhaldið hafi verið óvænt ánægja. „Við elskum að vinna með Ís- landi,“ segir Breaux, en hún hefur átt mikið samstarf við Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóra Áforms, við undirbúning hátíð- arkvöldverðarins. „Það hefur verið ákaflega gefandi, styrkjandi og ánægjulegt samstarf. Þegar þemað var rautt og heitt voru skreytingar í salnum rauðar en í ár eru þær kaldbláar og minna á ís. Þetta er táknrænt fyrir það sem er að gerast innan veitingageirans í Washington DC. Það er virkilega svalt.“ Öflug markaðssetning Íslands og íslenskra afurða á Washington DC svæðinu átti tvímælalaust þátt í vali á þema ársins 2005 fyrir hátíð- arkvöldverðinn, að sögn Breaux. Hún bendir á að Washington DC sé höfuðborg Bandaríkjanna og það sé þýðingarmikið fyrir íslenskar af- urðir að fá svo mikla athygli þar. „Okkur er mikil ánægja að fá að vekja athygli á íslenskum afurðum, því þær eru frábærar,“ sagði Breaux. „Ég verð að segja að ég dá- ist að íslenska lambinu. Ég get ekki sagt að ég hafi verið mikill aðdá- andi lambakjöts hér áður, en ís- lenska lambið frá Whole Foods er eina lambakjötið sem ég borða. Ég kann vel að meta villibráð og ým- islegt annað, en íslenska lambið hefur svo ferskt bragð!“ Lynne Breaux heimsótti Ísland í ágúst síðastliðnum og segir að sér þyki lífsgleðin jafnáþreifanleg á Ís- landi og í New Orleans þar sem hún ólst upp. Henni þótti slæmt að hafa ekki fengið að dvelja jafn lengi í Bláa lóninu og hana lysti og hana langar þangað aftur. „Það var mér ómetanlegt að koma til Reykjavíkur á liðnu sumri og kynnast Íslandi. Ég öðlaðist meiri skilning á landinu og naut ótrúlegrar gestrisni Íslendinga. Mér fannst ég skynja að landið væri ótrúlega fágað og um leið hrjóstr- ugt. Það er yndisleg blanda.“ Ísland er fágað og hrjóstrugt Morgunblaðið/Guðni Lynne Breaux er framkvæmda- stjóri samtaka veitingahúsaeigenda í Washington í Bandaríkjunum. STANGVEIÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.