Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 21
Það var ekki hægt að neitaþessu starfi,“ segir GautiLaxdal læknir sem tók viðstarfi liðslæknis IFK
Gautaborg knattspyrnuliðsins í
byrjun þessa árs. Blåvitt eins og lið-
ið er kallað í daglegu tali með
vísan í liti félagsins, er
annað aðalliðanna í
Gautaborg og eitt
stærsta liðið á Norð-
urlöndunum árum
saman. Það er iðu-
lega í toppbarátt-
unni í sænska bolt-
anum og hefur
einnig hampað Evr-
ópumeistaratitli.
Gauti er sjálfur
reyndur knatt-
spyrnumaður og spilaði með
Fram og KA í tíu ár áður en hann
flutti til Gautaborgar í sérnám í
bæklunarlækningum árið 1999.
Hann hefur nú lokið sérnáminu og
er langt kominn með doktorsnám
sem hann býst við að ljúka á næsta
ári.
Fyrirrennari Gauta í læknisstarf-
inu hjá þessu sænska toppliði er
Leif Swärd sem nú er liðslæknir
enska landsliðsins í knattspyrnu.
Því vaknar spurningin um hvort
Gauti hyggi á frama innan fótbolta-
lækninganna? „Það held ég nú
ekki,“ segir læknirinn hógvær í
sænskri hellirigningu úti á æf-
ingasvæði Blåvitt. Mest langar hann
að hafa áfram marga bolta á lofti,
þ.e. sinna rannsóknum og lækn-
isstörfum bæði á sjúkrahúsi og á
einkastofu og hugsa um fótbolta-
mennina.
Gauti starfar á bæklunardeild
Östra sjúkrahússins og einnig á
einkastofunni IFK kliniken sem áð-
ur tengdist liðinu. Nú koma þangað
sjúklingar sem vísað er þangað frá
tryggingafélögum en einnig fólk
með íþróttameiðsli. Leiðbeinandi
Gauta í sérnáminu og doktorsnám-
inu er Jón Karlsson, íslenskur bækl-
unarlæknir, sem einnig hefur komið
nálægt IFK Gautaborg liðinu. Í
gegnum hann komst Gauti í kynni
við Leif Swärd sem bað hann að
taka við læknisstarfinu hjá Blåvitt.
Íþróttalækningar
alltaf markmiðið
Leikmennirnir hlaupa um renn-
blautan og hálan æfingavöllinn
þennan laugardagsmorgun í maí, en
fyrir utan völlinn skokkar einn
meiddur. „Við skulum kíkja aðeins á
Håkan,“ segir Gauti og gengur til
mannsins sem í ljós kemur að er að-
almaðurinn í liðinu, Håkan Mild.
Hann hefur það sæmilegt en tekur
því rólega ásamt sjúkraþjálfaranum
á þessari æfingu. Íslenski leikmað-
urinn í IFK Gautaborg, Hjálmar
Jónsson, hefur líka átt við meiðsl að
stríða og kinkar brosandi kolli þegar
hann er spurður hvort það sé ekki
þægilegt að hafa íslenskan lækni.
Íþróttalækningar hafa alltaf höfð-
að til Gauta og hann segist hafa
ákveðið að sérhæfa sig í þeim áður
en hann byrjaði í læknisfræðinni.
Fótboltaáhuginn sameinar svo starf
og áhugamál því það eru ekki marg-
ir tímar í sólarhringnum eftir hjá
Gauta þegar allt er tínt til. Fjöl-
skyldan, eiginkonan Ingibjörg
Kristín Ferdinandsdóttir kenn-
aranemi, og börnin, Róbert Orri 7
ára, Hafsteinn Hugi 4 ára og
Edda Laufey 14 ára sem
býr í Uppsölum, á allan
afgangstíma og
reyndar standa
flutningar til Ís-
lands fyrir dyrum.
Gauti mun sinna
knattspyrnumönn-
unum í Gautaborg
áfram í reglulegum
ferðum frá Íslandi
til Svíþjóðar.
Liðslæknis-
starfið gengur m.a.
út á að vera til taks fyrir
knattspyrnumennina með alls kyns
læknisþjónustu. Hann er viðstaddur
alla heimaleiki liðsins og sér þá líka
um liðið sem er í heimsókn, og svo
kíkir hann stundum á æfingar. Gauti
segir afar mikilvægt að hafa góðan
sjúkraþjálfara og nuddara eins og
IFK Gautaborg hafi á að skipa og
m.a. þess vegna geti hann sinnt
læknisstörfunum að nokkru leyti úr
fjarlægð.
ÍÞRÓTTIR | Gauti Laxdal starfar sem liðslæknir knattspyrnuliðsins IFK í Gautaborg í Svíþjóð
Læknirinn sameinar starf og áhugamál
Morgunblaðið/Steingerður Ólafsdóttir
Gauti Laxdal segir að starfið gangi út á að vera til taks fyrir knattspyrnumennina með alls kyns læknisþjónustu.
Eftir Steingerði Ólafsdóttur
steingerdur@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 21
DAGLEGT LÍF
Kíktu á neti›
www.das.is
Hringdu núna
561 7757
-dregi› í hverri viku
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
D
A
S
27
49
9
5
/2
00
5
Drögum í kvö
ld
Ford Mustang
Aðalvinningur
árgerð 2005 - í hverri viku í júní
3 milljónir í skottið að auki ef þú átt tvöfaldan miða
ÞAKRENNUKERFI
á öll hús – allsstaðar
Dalvegi 28 – Kópavogi
Sími 515 8700
BLIKKÁS –