Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 39
553 2075☎ JENNIFER LOPEZ JANE FONDA DIARY OF A MAD BLACK WOMAN ÓVÆNTASTA GRÍNMYND ÁRSINS MORGUNBLAÐIÐ Fréttablaðið  SJ. blaðið  Kvikmyndir.com  Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 8 og 10.10 FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRA LEGALLY BLONDE FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA I I Í Sýnd kl. 6 og 9 B.I 10 ÁRA www.laugarasbio.is KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM  HL mbl l Sýnd kl. 10 B.I 16 ÁRA HL mbl EINSTÖK UPPLIFUN ÍSLENSK TÓNLIST Í 1000 ÁR kl. 6 og 8 Síðustu sýningar  SK.dv Ó.H.T. Rás 2 Sýnd kl. 6 SJ. blaðið  Kvikmyndir.com  MORGUNBLAÐIÐ Fréttablaðið     Frá framleiðendum Lock Stock & Snatch r fr l i t t Breskur glæpatryllir eins og þeir gerast bestir. Svartur húmor, ofbeldi og cool tónlist með Cult, Starsailor, FC Kahuna og Duran Duran.    Sýnd kl. 6 og 9 B.I 10 ÁRA kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I 16 ÁRA 400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningarmerktar með rauðu AÐSÓKNARMESTAMYND ÁRSINS AÐSÓKNARMESTAMYND ÁRSINS 9. júní Nýr og betri Miðasala opnar kl. 17.00 - BARA LÚXUS   Ó.Ö.H. DV x-fm x-fm AÐSÓKNARMESTAMYND ÁRSINS AÐSÓKNARMESTAMYND ÁRSINS MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 39 Nýr og girnilegur uppskriftavefur á mbl.is Hráefni 600-800 g kjúklingabringur, beinlausar 8-10 stk. vorlaukur 200 g sveppir 8 stk. sýrðar smágúrkur (gherkins) 4 dl rjómi 3 msk. tómatmauk (puré) 100-150 g rækjur 3-4 msk. matarolía salt og pipar Finndu uppáhalds uppskriftina þína á mbl.is Aðferð: Skerið bringurnar í strimla og snöggsteikið í heitri olíu. Bragð- bætið með salti og pipar. Skerið sveppi, vorlauk og smá- gúrkur í sneiðar og bætið á pönnuna, steikið áfram í 1-2 mín. Bætið þá rjóma og tómatmauki saman við og látið suðuna koma upp. Setjið rækjurnar saman við rétt áður en rétturinn er borinn fram. Bragðbætið með salti og pipar ef vill. Kjúklingastrimlar með rækjum (fyrir 4) CAFÉ Saint-Ex var valinn „grennd- arsamkomustaður ársins“ (Neigh- bourhood Gathering Place of the Year) á RAMMYS 05 hátíðinni í Washington DC síðastliðið sunnu- dagskvöld. Tveir Íslendingar, Magn- ús Stephensen og Jónas Guðjónsson, eru á meðal eigenda veitingastað- arins. RAMMYS 05 er árshátíð sam- taka veitingahúsa í Washington DC, Bandaríkjunum þar sem veittar eru viðurkenningar á ýmsum sviðum veitingahúsarekstrar og tilkynnt um þá sem þykja skara framúr á hinum ýmsu sviðum. Mike Benson er veitingamaður á Café Saint-Ex og framkvæmda- stjóri. Hann hefur langa reynslu af rekstri veitingahúsa og veit- ingaþjónustu auk þess að hafa verið atvinnuljósmyndari. Hann sagði að veitingahúsið væri nefnt eftir franska flugkappanum, landkönn- uðinum og rithöfundinum Antoine- Marie-Roger de Saint-Exupery, sem m.a. skrifaði söguna um Litla prins- inn. „Pabbi minn var flugmaður og afi minn einnig og vinir mínir eru í flug- bransanum,“ sagði Mike til skýr- ingar á nafngiftinni. „Saint-Exupery skrifaði fyrir börn með sérstökum tímalausum hætti sem maður sér ekki alla jafna. Hverfið sem við er- um í er að taka miklum breytingum, rétt eins og Evrópa gerði á þriðja, fjórða og fimmta áratug síðustu ald- ar. Allt passar þetta saman.“ Mike segist hafa fengið skreyt- ingar og hugmyndir að innréttingum á Saint-Ex frá vinstri bakka Signu í París, úr latínuhverfinu. „Þar sérðu hús með veitingastað á efri hæð og djassklúbb í kjallaranum. Þannig hefur það verið áratugum saman. Við einfaldlega hermdum eftir því.“ Í kjallara Saint-Ex er einmitt starfræktur dansstaðurinn Gate 54 sem er innréttaður líkt og gamalt flugskýli. Mikil tréskrúfa af hreyfli tvíþekju sem afi Mikes flaug í fyrri heimsstyrjöldinni skipar heið- urssess uppi á vegg á veitingastaðn- um. Café Saint-Ex er fjölþjóðlegt fyr- irtæki, að sögn Mikes. Sjálfur er hann af finnskum og bandarískum ættum og tveir meðeigendanna eru íslenskir. „Þetta er mjög Íslands- vinsamlegt fyrirtæki og eitt af sára- fáum veitingahúsum í Washington DC þar sem þú kemur auga á ís- lenska fána, límmiða frá Icelandair, mynd af Samma í Jagúar og hljóm- sveitinni Gus Gus. Það má segja að þetta veitingahús sé fremur hallt undir Ísland,“ sagði Mike og brosti sínu breiðasta. Magnús Stephensen, hluthafi í Café Saint-Ex og einnig fram- kvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Avion Group, segist hafa flutt til Washington DC 1998 og hitt Mike Benson fljótlega eftir það á bar í Adams Morgan hverfinu. Magnús fékk Mike til að taka fyrir sig mynd- ir bæði meðan hann starfaði hjá Ice- landair og vegna annarra verkefna, en Mike hefur starfað mikið sem ljósmyndari. „Einhvern tíma kom þessi hug- mynd upp að opna bar. Við veltum þessu lengi fyrir okkur. Svo varð að samkomulagi að hann myndi reka barinn, en við hinir myndum fjár- magna hann. Svona varð upphafið,“ sagði Magnús. Hann sagði að auk þeirra Mikes og Jónasar væru örfáir smærri hluthafar í fyrirtækinu. Þeir félagar, Mike, Jónas Guð- jónsson og John Snellgrove reka einnig fyrirtækið Arctic Imports, sem flytur Viking- og Thule-bjór til Bandaríkjanna. „Mike hefur oft komið til Íslands og er mikill aðdá- andi Viking-bjórsins,“ sagði Magn- ús. „Því var varpað fram yfir bjór- glasi eitthvert kvöldið hvers vegna Viking-bjór fengist ekki í Ameríku? Þá fórum við í málið og nú flytur fyr- irtækið inn Viking-bjór frá Víf- ilfelli.“ Morgunblaðið/Guðni Stoltir eigendur og stjórnendur á vinalega Café Saint-Ex: Jónas Guðjónsson, Mike Benson og Magnús Stephensen. Veitingahús | Café Saint-Ex í Washington DC Íslendingastaður vin- sælastur í Washington www.saint-ex.com Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is FIMM hundruð miðar ruku út á tveim tímum þegar forsala hófst á tónleika bandaríska hipp-hopp listamannsins heimsfræga Snoop Dogg í Egilshöll 17. júlí nk. Sérstök forsala á miðum á tón- leikana hófst í gærmorgun. Fimm hundruð miðar voru þá í boði og var einungis hægt að kaupa þá á Netinu í gegnum miðasölukerfið midi.is. Að sögn skipuleggjanda tónleikanna Ísleifs Þórhallssonar hjá Event ehf. reyndist vera svo mikið álag á miðasölukerfinu þegar miðasalan átti að hefjast kl. 10 að þetta annars öfluga kerfi gaf sig um stundarsakir. En miðarnir ruku út og voru farnir, fimm hundruð talsins, upp úr hádegi. Almenn miðasala hefst í dag kl. 10 í versl- unum Skífunnar, BT á Akureyri og Selfossi, á Event.is og í síma 575-1522. Ólíkt öðrum tónleikum í Egilshöll verður eitt miðaverð, 5.900 krónur, og talsvert færri mið- ar verða í boði en venjulega því ein- ungis verður notaður helmingur af því svæði sem höllin rúmar. Tónlist | Miðasala á Snoop Dogg fór vel af stað Fimm hundruð mið- ar á tveimur tímum Snoop Dogg á sér marga aðdá- endur á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.