Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Átta sagt upp hjá Hjartavernd
ÁTTA starfsmenn Hjartaverndar fengu upp-
sagnarbréf um síðustu mánaðamót og hafði
styrkur krónunnar gagnvart bandaríkjadal
mikið að segja um uppsagnirnar. Vilmundur
Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar,
staðfesti þessar fréttir í samtali við Morg-
unblaðið.
„Við vorum að segja upp nokkrum starfs-
mönnum fyrir mánaðamótin. Þetta voru átta
manns úr rannsóknaverkefnum sem eru
tímabundin verkefni og byggjast á rannsókn-
arstyrkjum,“ segir Vilmundur og bendir á að
Hjartavernd sé samtök sem rekin eru án
hagnaðar (e. Non-profit organization) og
starfsemin sé bundin við fjárhaginn hverju
sinni. Um áttatíu manns starfa hjá fyrirtæk-
inu eftir uppsagnirnar.
Sú staða var komin upp hjá Hjartavernd
að verkefni minnkuðu en auk þess segir Vil-
mundur að lágt gengi bandaríkjadalsins hafi
haft mikil áhrif. Meirihluti tekna Hjarta-
verndar komi frá bandarískum heilbrigðisyf-
irvöldum en það sé raunar afar sjaldgæft að
aðilar utan landsteina Bandaríkjanna fái slíka
rannsóknastyrki. Hið lága gengi til langs
tíma hafi svo einfaldlega haft þau áhrif á
Hjartavernd að sveigjanleiki í fjármálum hafi
horfið. Ekki hafi annað verið hægt en segja
upp starfsfólki, sem annars hefði haldið störf-
um sínum.
Lágt gengi bandaríkjadals hefur áhrif á tekjur rannsóknarverkefna
ÓLAFI Jóhannessyni
hefur verið boðið að
senda heimildamynd
sína Africa United í að-
alkeppnina á kvik-
myndahátíðinni í Karl-
ovy Vary í Tékklandi.
Hátíðin í Karlovy
Vary, sem í ár verður
haldin í 40. sinn, 1.-9.
júlí, þykir í hópi þýðing-
armestu kvikmynda-
hátíða í Evrópu.
Í myndinni er sagt frá knattspyrnuliðinu
Africa United sem skipað er innflytjendum
á Íslandi. Í fyrstu keppti liðið á áhuga-
mannamótum en árið 2003 skráði stofnandi
þess Zico Zakaria frá Marokkó það í þriðju-
deildarkeppnina. Lokalagið í Africa United
er flutt af Ruslönu, úkraínsku söngkonunni
sem sigraði í Evróvisjón-keppninni árið
2004. Gert er ráð fyrir að myndin verði
frumsýnd hér á landi næsta haust.
Africa United
keppir í
Karlovy Vary
Ólafur Jóhannesson
GUÐMUNDUR Hrafnkelsson lék
sinn síðasta landsleik í hand-
knattleik í gær er hann stóð í
marki íslenska liðsins gegn Sví-
um í Kaplakrika en þetta var
403. leikur markvarðarins sem
lék sinn fyrsta landsleik árið
1989. Guðmundur lék síðast með
landsliðinu í Aþenu á Ólympíu-
leikunum og vildu forráðamenn
Handknattleikssambands Íslands
kveðja Guðmund með viðeigandi
hætti á heimavelli. Áhorfendur
risu úr sætum og hylltu Guð-
mund er hann fór af velli eftir
15 mínútna leik en leikurinn
endaði með 36:32 sigri Íslands.
„Það var virkilega gaman að
kveðja landsliðið með sigri á
Svíum og satt best að segja þá
held ég að þetta hafi verið minn
fyrsti og eini sigur á þeim. Ég
kveð landsliðið mjög sáttur og
kem aldrei til með að gleyma
þessum tíma með því. Ég get
ekki séð annað en að ég skilji
við gott bú. Það er nóg af mönn-
um til að taka við af mér. Núna
tekur við nýr kafli hjá mér og
ég hlakka til að spila með ungu
strákunum í Aftureldingu. Mér
heyrist mikið vera að gerast hér
heima. Það verður leikið í einni
deild og það verður spennandi
að spreyta sig aftur hér á
landi,“ sagði Guðmundur eftir
síðasta landsleik sinn í gær. |
Íþróttir Morgunblaðið/Þorkell
„Minn eini sigur gegn Svíum“
Skil við gott bú
og nóg af mönn-
um til að taka við
virkjana sem eru í einkaeigu og
framleiða rafmagn inn á kerfi
RARIK. Aðeins eru tvö ár síðan
neðri virkjunin var tekin í notkun
og sú efri var tekin í notkun í fyrra.
Tækjabúnaður líklega
óskemmdur
Mikið rigndi í gær við Laugar-
vatn og nágrenni eftir mikla
þurrkatíð. Hugsanlegt er talið að
þurrkurinn hafi valdið því að brest-
ir hafi komið í efri stífluna og sök-
um þess hve stíflan var þurr hafi
rigningarvatnið getað grafið úr
henni. Hefði jarðvegurinn í stífl-
unni verið blautari hefði rigning-
arvatnið fremur seytlað inn í jarð-
veginn og ekki valdið tjóni.
Tveir af eigendum virkjananna,
þeir Snæbjörn Þorkelsson og Sig-
urður Jónsson, báru sig vel í gær-
kvöld og gerðu ekki ráð fyrir að
viðgerð tæki miklu meira en einn
mánuð. Þeir töldu að tækjabúnað-
ur hefði ekki orðið fyrir skemmd-
um.
Laugarvatn | Stífla brast í Sandá,
skammt frá Laugarvatni, um sjö-
leytið í gærkvöld og olli flóðbylgj-
an, sem myndaðist, skemmdum á
stíflu neðar í ánni og varð þetta til
þess að tvær virkjanir í ánni urðu
óvirkar. Mesta mildi var að ekki
varð slys á fólki því skömmu áður
hafði fólk verið að líta eftir lambfé
niður með ánni þar sem flóðbylgjan
fór um. Ekki er vitað til að fé hafi
farist en ein kind kom svamlandi
upp úr aurnum niðri við þjóðveg,
að sögn sjónarvotta.
Stíflurnar voru reistar vegna
Stífla brast í
Sandá við
Eyvindartungu
Morgunblaðið/Kári Jónsson
Snæbjörn Þorkelsson er uppi á leifum stíflunnar en Sigurður Jónsson
og Gústaf Gústafsson eru fyrir neðan og kanna skemmdir.
Mildi að enginn slasaðist í flóðinu
Til Þýska-
lands að leika
í Parsifal
BIRNI Thors leikara
hefur verið boðið að
taka þátt í uppsetningu
á óperunni Parsifal,
eftir Richard Wagner.
Óperan verður sýnd á
Wagner óperu-
hátíðinni nú í ágúst í
Bayreuth í Þýskalandi,
en leikstjóri hennar er
Christoph Schlingen-
sief, einn þekktasti og jafnframt umdeild-
asti sviðsleikstjóri Þýskalands.
Wagner óperan í Bayreuth er eitt þekkt-
asta óperuhús Evrópu og óperuhátíðin ein
sú kunnasta í óperuheiminum. Leikstjór-
inn, Christoph Schlingensief, var gestur
Listahátíðar í Reykjavík nú nýlega með
verkið Animatograph – house of obsess-
ion, sem sýnt var í Klink&Bank og tók
Björn Thors þátt í því verkefni ásamt fleiri
leikurum.
„Ég fer þarna inn sem leikari, ekki
söngvari – sem betur fer. Mér skilst að
hann vilji koma leikurum inn í sýninguna,
væntanlega til að fríska upp á hana og fá
fýsískari innkomu en alla jafna fæst hjá
óperusöngvurum. Okkur kom vel saman
hér heima og hann hefur greinilega séð
eitthvað í mínu fari sem honum fannst
hann geta notað í óperunni.“
Björn Thors
♦♦♦
STOLNUM vörubíl var í gærkvöldi ekið ut-
an í vegg Hvalfjarðarganga og lokuðust
göngin í um eina og hálfa klukkustund af
þeim sökum. Bílstjórinn hlaut minniháttar
meiðsl og að lokinni læknisskoðun var hann
fluttur á lögreglustöð.
Lögreglan í Reykjavík sagði í gærkvöldi
að svo virtist sem bílnum hefði verið ekið í
suðurátt og sunnanmegin í göngunum hefði
hann farið yfir á rangan vegarhelming og
þar skollið utan í gangavegginn. Atvikið
varð skömmu fyrir klukkan 21 en sam-
kvæmt upplýsingum lögreglu hafði bílnum
verið stolið af bæ sunnan megin ganganna
skömmu áður. Vörubíllinn var í fyrstu tal-
inn óökufær en síðan tókst mönnum að
tjasla nægilega upp á hann til að hægt væri
að aka honum upp úr göngunum. Göngin
voru opnuð fyrir umferð um klukkan 22.30.
Vörubíl ekið
utan í Hval-
fjarðargöng
♦♦♦