Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING LEIKSÝNING Þjóðleikhússins Mýrarljós eftir Marinu Carr, í leik- gerð Eddu Heiðrúnar Backman, hlýtur flestar tilnefningar, ellefu talsins, til Grímunnar, íslensku leik- listarverðlaunanna í ár. Tilnefningarnar voru kynntar í Þjóðleikhúsinu í gær. Sýningin Héri Hérason fær sjö til- nefningar, Úlfhamssaga sex og Draumleikur og Híbýli vindanna fá fimm tilnefningar hvor. Þetta er í þriðja sinn sem Grímu- verðlaunin verða veitt og fer athöfn- in fram 16. júní næstkomandi í Þjóð- leikhúsinu. Sú nýbreytni verður tekin upp í ár fyrir tilstilli Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Íslands, að allir sem hljóta tilnefningu fá viðurkenning- arskjal undirritað af forsetanum. Sýning ársins: (Draumleikur)Leikfélag Reykjavík- ur) Héri Hérason (Leikfélag Reykjavík- ur) Híbýli vindanna (Leikfélag Reykja- víkur) Mýrarljós (Þjóðleikhúsið) Úlfhamssaga (Hafnarfjarðarleik- húsið) Leikstjóri ársins: Ágústa Skúladóttir (Klaufar og kóngsdætur) Benedikt Erlingsson (Draumleikur) Edda Heiðrún Backman (Mýrarljós) Stefán Jónsson (Héri Hérason) Þórhildur Þorleifsdóttir (Híbýli vindanna) Leikari ársins í aðalhlutverki: Atli Rafn Sigurðarson (Grjótharðir) Hilmir Snær Guðnason (Dínamít) Ingvar E. Sigurðsson (Svik) Ólafur Egill Egilsson (Óliver!, Svört mjólk) Rúnar Freyr Gíslason (Böndin á milli okkar) Leikkona ársins í aðalhlutverki: Arnbjörg Hlíf Valsdóttir (Svört mjólk) Ilmur Kristjánsdóttir (Ausa) Halldóra Björnsdóttir (Mýrarljós) Hanna María Karlsdóttir (Héri Hérason) Margrét Vilhjálmsdóttir (Dínamít) Leikari ársins í aukahlutverki: Björn Thors (Dínamít) Gísli Pétur Hinriksson (Grjótharðir) Jóhann Sigurðarson (Svört mjólk) Sigurður Sigurjónsson (Koddamað- urinn, Mýrarljós) Þröstur Leó Gunnarsson (Kodda- maðurinn) Leikkona ársins í aukahlutverki: Edda Arnljótsdóttir (Mýrarljós) Guðrún Gísladóttir (Mýrarljós) Halldóra Geirharðsdóttir (Draum- leikur) Kristbjörg Kjeld (Mýrarljós) Marta Nordal (Segðu mér allt) Leikskáld ársins: Ármann Guðmundsson, Sævar Sig- urgeirsson og Þorgeir Tryggvason (Klaufar og kóngsdætur) Birgir Sigurðsson (Dínamít) Hávar Sigurjónsson (Grjótharðir) Kristín Ómarsdóttir (Segðu mér allt) Kristján Þórður Hrafnsson (Böndin á milli okkar) Andri Snær Magnason, Gréta María Bergsdóttir og María Ellingsen (Úlfhamssaga) Dansverðlaun ársins: Auður Bjarnadóttir (Ern eftir aldri, Ef ég væri fugl) Erna Ómarsdóttir (Við erum öll Marlene Dietrich FOR) Halla Ólafsdóttir (Kólnandi kaffi) Helena Jónsdóttir (Open Source) Rami Béer (Screensaver) Rejo Kela (Úlfhamssaga) Danssýning ársins: Ern eftir aldri eftir Auði Bjarnadótt- ur (Þjóðleikhúsið) Græna verkið eftir Jóhann Frey Björgvinsson (Reykjavik Dance Festival) Open Source eftir Helenu Jóns- dóttur (Íslenski Dansflokkurinn) Screensaver eftir Rami Be’er (Ís- lenski dansflokkurinn) Við erum öll Marlene Dietrich FOR eftir Ernu Ómarsdóttur (Íslenski Dansflokkurinn) Barnaleiksýning ársins: Ávaxtakarfan eftir Gunnar Gunnsteinsson (ÍsMedia, Aust- urbær) Kalli á þakinu eftir Óskar Jónasson (Á þakinu, Leikfélag Reykjavíkur) Klaufar og kóngsdætur eftir Ágústu Skúladóttur (Þjóðleikhúsið) Landið vifra eftir Ágústu Skúladótt- ur (Möguleikhúsið) Litla stúlkan með eldspýturnar eftir Ástrósu Gunnarsdóttur (Flóð og fjara, Íslenska óperan) Leikmynd ársins: Börkur Jónsson (Héri Hérason) Gretar Reynisson (Draumleikur) Jón Axel Björnsson (Mýrarljós) Snorri Freyr Hilmarsson (Sweeney Todd, Úlfhamssaga) Vyutautas Narbutas (Híbýli vind- anna) Búningar ársins: Filippía Elísdóttir (Sweeney Todd) Helga Stefánsdóttir og Bergþóra Magnúsdóttir (Úlfhamssaga) Jón Sæmundur Auðarson (Héri Hérason) Þórunn Sveinsdóttir (Klaufar og kóngsdætur) Þanos Vovolis(Mýrarljós) Lýsing ársins: Björn Bergsteinn Guðmundsson (Úlfhamssaga) Björn Bergsteinn Guðmundsson og Hörður Ágústsson (Mýrarljós) Halldór Örn Óskarsson (Héri Hérason) Lárus Björnsson (Draumleikur, Hí- býli vindanna) Rami Be’er (Screensaver) Tónlist ársins: Atli Heimir Sveinsson (Mýrarljós) Davíð Þór Jónsson og Helgi Svavar Helgason (Héri Hérason) Eivör Pálsdóttir (Úlfhamssaga) Hjálmar H. Ragnarsson (Öxin og jörðin) Pétur Grétarsson (Híbýli vindanna) Útvarpsleikrit ársins: Englabörn (Hávar Sigurjónsson) Hinn eini og sanni Henry Smart (Þórhildur Þorleifsdóttir) Líf (Bjarni Jónsson) Leiklist | Tilnefningar til Grímunnar, íslensku leiklistarverðlaunanna, kynntar í gær Mýrarljós hlýtur flestar tilnefningar Morgunblaðið/Árni Sæberg Draumleikur í leikgerð Benedikts Erlingssonar fær fimm tilnefningar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá sýningu Borgarleikhússins, Híbýli vindanna. Morgunblaðið/Golli Mýrarljós eftir Marinu Carr hlýtur flestar tilnefningar til Grímunnar í ár. FREKAR óvenjuleg danssýning, Pas de deux-netið, verður sýnd á Ingólfstorgi í kvöld. Þar hefur ver- ið sett upp 60 fermetra net sem notað verður sem danssvið. Norræna húsið býður til sýning- arinnar af því tilefni að 100 ár eru liðin frá sambandsslitum Noregs og Svíþjóðar. Það er norska danskompaníið Ellafiskumdanz sem sýnir verkið og dansarar eru Ella Christina Fiskum frá Noregi og Sudesh Adhana frá Indlandi en þau eru einnig höfundar verksins. Fiskum segir þessa sérstöku hugmynd koma frá Adhana. „Við vorum að vinna að verkefni á Ind- landi og ákváðum að setja upp sýningu saman. Hann spurði ein- faldlega hvort ekki væri tilvalið að prófa að dansa á neti og mér fannst það snilldarhugmynd,“ seg- ir Fiskum. Þau æfðu sig fyrst í stað á fiski- neti í fiskiþorpi á Indlandi en létu svo sérhanna fyrir sig net fyrir sýninguna. Fiskum segir hugmyndina sér- staklega skemmtilega þar sem þau séu ekki háð hinu hefðbundna dansgólfi og geti sett sýninguna upp nánast hvar sem er. Hingað til hafa þau sýnt verkið á nokkrum óvenjulegum stöðum; í kirkju og strengt netið yfir á í Noregi. „Við vorum nú svolítið hrædd að sýna þar sem netið var strengt yfir ána en jafnframt fengum við kraft og spennu út úr því. Það var ýmist flóð eða fjara á sýningunum sem gerði umhverfi verksins skemmti- legra,“ segir Fiskum. Verkið samanstendur af nútíma- dansi með svolitlum leik. Áreynsl- an er heilmikil að sögn dans- aranna því það er mjög ólíkt að dansa á neti og að dansa á gólfi. „Í byrjun þurftum við að gleyma nán- ast allri þeirri tækni sem við höf- um lært í dansi og byrja upp á nýtt. Ég hef dansað síðan ég var fimm ára gömul og þetta er erf- iðara en nokkuð annað sem ég hef reynt. En jafnframt er þetta líka mjög gefandi verkefni,“ segir Fiskum. Verkið krefst mikils jafn- vægis og styrks en gefur döns- urunum jafnframt nýja möguleika. Tónlistin líkist helst kvikmynda- tónlist sem lýsir andrúmslofti og skapi dansarana. Með klassískan bakgrunn Ella Christina Fiskum er með klassískan bakgrunn í dansi en hefur einnig samið dansverk og lært nútímadans. Sudesh Adhana er með klassískan dansbakgrunn að hluta til, ásamt því að hafa lært nútímadans og indverska sjálfs- varnarlist. Það tók Fiskum og Adhana sex til sjö mánuði að æfa verkið að fullu en í hvert skipti sem sýningin er sett upp finna þau nýja og betri tækni í dansinum. Sýningin var frumsýnd í Nýju- Delhi á Indlandi og Fiskum og Adhana hafa nú nýlokið sýning- arferð um Noreg. Fiskum segir móttökurnar hafa verið mjög góð- ar og að verkið hafi opnað hugi fólks fyrir nýjum dansaðferðum. Eins og áður sagði fer sýningin fram á Ingólfstorgi í kvöld og hefst hún klukkan 21. Fannst tilvalið að dansa á fiskineti Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Sudesh Adhana frá Indlandi og Ella Christina Fiskum frá Noregi. Dans | Norræna húsið býður til danssýningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.