Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 26
✝ Vigdís Björns-dóttir fæddist á
Kletti í Reykholtsdal í
Borgarfirði 14. apríl
1921. Hún lést 28. maí
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Andr-
ína Guðrún Kristleifs-
dóttir, f. á Stóra-
Kroppi í Reykholts-
dalshreppi í Borgar-
firði, 4. janúar 1899,
d. 18. desember 1985
og Björn Gíslason, f. í
Hvammi í Norðurár-
dalshreppi í Mýra-
sýslu 24. desember
1893, d. 10. júlí 1970. Systkini Vig-
dísar eru: Andrína Guðrún, f. 2.
október 1923, d. 4. nóv 1996, Ást-
ríður Elín, f. 25. október 1928,
Nanna, f. 2. mars 1931, d. 13. maí
2000, Kristín, f. 9. apríl 1934, Gísli,
f. 15. apríl 1935, d. 27. apríl 1991,
og Kristfríður, f. 3. júní 1940.
Fyrri eiginmaður Vigdísar var
Rögnvaldur Sveinbjörnsson, f. á
Hámundarstöðum í Vopnafirði 25.
apríl 1910, d. 1. des 1967.
Eiginmaður Vigdísar er Tómás
Helgason, f. í Hnífsdal 21. apríl
1918, en þau gengu í hjónaband 19.
október 1976. Foreldrar hans voru
Helgi M. Tómásson,
f. í Brekku í Mýra-
hreppi í V-Ísafjarðar-
sýslu 7. sept 1877, d.
28. apríl 1948 og
kona hans Bjarnveig
Jónsdóttir, f. á
Kirkjubóli við Skut-
ulsfjörð í N-Ísafjarð-
arsýslu 21. febrúar
1884, d 14.5.71.
Systkini Tómásar
eru Sigríður, f. 31.10.
1909, d. 30.12. 1910,
Jón, f. 25.3. 1912, d.
28.3. 1933, Pálína f.
21.4. 1918, d. 27.12.
2003, Sigríður Jensína, f. 15.6.
1921, og Sólveig f. 13.12. 1927, d.
30.9. 2000.
Vigdís lauk kennaraprófi frá
Kennaraskóla Íslands 1941 og var
kennari við Laugarnesskólann í
Reykjavík til 1964. Hún nam hand-
ritaviðgerðir og starfaði við þær í
Þjóðskjalasafni frá 1963-1979. Frá
1981-1987 var hún gæslumaður við
Ásgrímssafn í Reykjavík. Síðastlið-
in 2 ár var Vigdís á Droplaugar-
stöðum í Reykjavík.
Útför Vigdísar verður gerð frá
Fosskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Hún Dísa mín er látin. Í meira en
áratug hefur Alzheimersjúkdómur-
inn herjað á hana.
En aldrei tókst honum að ræna
þessa yndislegu konu ljúfmennsk-
unni sem einkenndi hana alla tíð.
Hún var hvers manns hugljúfi og
brosið hennar lýsti upp umhverfið.
Síðustu tvö ár var hún á Drop-
laugarstöðum en fram að því heima
en frá 1998 fór hún í dagvistun á
Vitatorgi. Tómás eiginmaður henn-
ar annaðist hana af stakri um-
hyggju og kærleika.
Dísa er móðursystir mín. Við
börnin þeirra Rúnu og Magga sex
að tölu höfum öll verið hjá henni á
Hofteignum um lengri eða skemmri
tíma á okkar námsferli. Við áttum
heima í Neskaupstað og því var
þetta okkur ómetanlegur styrkur.
Fyrsta íbúðin mín var í risinu hjá
Dísu og þar var ég þegar ég eign-
aðist fyrstu tvö börnin mín. Þá var
amma Andrína einnig komin til
hennar. Mig langar til að kveðja
Dísu mína með óendanlegu þakklæti
fyrir allt. Dýrmætar minningar á ég
um fjölda tónleika sem hún bauð
mér á, leikhúsferðir, utanlandsferðir
og endalausa umhyggju. Hún prjón-
aði dýrindis peysur á mig og börnin
mín og lét sig ekki muna um að
prjóna á mig stúdentsdragt sem var
hreinasta listaverk. Hún var óþreyt-
andi að leggja mér og fjölskyldu
minni lið á hvern þann hátt sem hún
gat. Innilegar samúðarkveðjur kæri
Tómás og guð blessi þig.
Hennar er sárt saknað. Blessuð
sé minning hennar.
Guðrún.
Það eru eingöngu bjartar minn-
ingar sem tengjast vinkonu minni
Vigdísi Björnsdóttur. Fallega heim-
ilið hennar á Hofteignum og síðar á
Grandaveginum, handavinnan
hennar, listaverkin á veggjunum,
blómin og tónlistin sem hljómaði
um húsið, hlýtt viðmót og góðar
veitingar. Einstök heiðríkja og ró
stafaði frá þessari hlédrægu og
traustu konu.
Á miðjum aldri, eftir farsælan
feril sem handavinnukennari, söðl-
aði hún um og lærði handritavið-
gerðir í Englandi hjá færustu sér-
fræðingum á þessu sviði. Til
námsins hlaut hún styrk frá Kven-
stúdentafélagi Íslands og er erfitt
að hugsa sér verðugri styrkþega.
Að náminu loknu varð hún fyrsti
forvörður handrita á Íslandi. Seinna
gerði hún við Skarðsbók á British
Museum, undir handleiðslu fyrrver-
andi kennara síns.
Vigdís lagði einstaka alúð við öll
sín störf og var sífellt að bæta við
menntun sína, á sviði forvörslu,
tungumála og annarra áhugamála.
Mér er einkar minnistæð ferð sem
við fórum saman til Ítalíu. Í Flórens
féllum við fyrir Botticelli í Uffizi og
nutum tónleika í gamalli kirkju. Við
heimsóttum líka viðgerðastofu
Landsbókasafnsins í Flórens. Þar
var tekið á móti Vigdísi, sem væri
hún þjóðhöfðingi, og við leiddar í
sannleikann um galdur forvörslunn-
ar. Vigdís var frábær ferðafélagi og
þrátt fyrir að ferðalagið hafi stund-
um verið henni erfitt vegna fötlunar
sem hún átti við að stríða, kvartaði
hún aldrei og komst allt sem hún
ætlaði sér.
Vigdís var búin einstakri mann-
gæsku og hafði þann kost að ná því
besta fram í hverjum manni. Mikið
var gaman að hlæja með henni og
njóta hennar góðu kímnigáfu. Ég
held að öllum hafi liðið vel í návist
Vigdísar. Hún var mjög barngóð og
þegar frændsystkini hennar uxu úr
grasi dvöldu sum þeirra á heimili
hennar og Rögnvaldar og síðar
Tómásar, þegar þau voru við nám í
Reykjavík og var Vigdís þeim sem
besta móðir. Andrína móðir hennar
bjó einnig á Hofteignum hjá þeim
Tómási síðustu æviárin.
Vigdís ræktaði samband sitt við
fjölskyldu og vini af alúð. Margar
fallegar gjafir bera þess vitni,
gjarnan hlutir sem hún saumaði eða
prjónaði af stöku listfengi.
Það var mannbætandi að eiga
hana að vini.
Tómási og öðrum aðstandendum
votta ég samúð mína.
Björg Þorsteinsdóttir.
VIGDÍS
BJÖRNSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar um Vig-
dísi Björnsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Höfundar eru: Magnús B. Jónsson
og Steinunn, og kveðja frá Þjóð-
skjalasafni.
26 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR VILMUNDARDÓTTUR,
Steinnesi,
Austur-Húnavatnssýslu.
Jósef Magnússon,
Vilmundur Jósefsson, Þórhildur Lárusdóttir,
Magnús Jósefsson, Líney Árnadóttir,
Sigrún Lóa Jósefsdóttir, Grétar Geirsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
sonar, tengdasonar og mágs,
BENEDIKTS MÁS AÐALSTEINSSONAR,
Holtagerði 65,
Kópavogi.
Jóhanna Davíðsdóttir,
Aðalsteinn Árni Benediktsson,
Íris Benediktsdóttir,
Snjólaug Benediktsdóttir,
Anna B. Sigmundsdóttir,
Steingrímur Davíð Steingrímsson, Guðrún Veturliðadóttir,
Steingrímur Davíðsson, Kristín Alexíusdóttir,
Gunnhildur Davíðsdóttir, Jón Hannes Stefánsson.
Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vináttu við fráfall ástkæra sonar míns, föður
okkar, tengdaföður, bróður og mágs,
JOCHUMS MAGNÚSSONAR.
Guð blessi ykkur.
Júlía Jónsdóttir,
Sigríður Karen Jochumsdóttir, Jón Símonarson,
Marís Þór Jochumsson, Johanna Segler,
Jóhanna Júlía Jochumsdóttir, Shamim Taherzadeh,
Margrét Rósa Jochumsdóttir,
Þorvaldur Jakob Jochumsson, Lisa Kristina Lindefeldt,
Guðrún Þóra Magnúsdóttir, Sigurður Gizurarson,
Sigrún Magnúsdóttir, Stefán Brynjólfsson,
Valgerður Magnúsdóttir, Sölvi Ragnarsson,
Sigurður Friðrik Magnússon, Hafdís H. Bárudóttir,
Stefán Gísli Stefánsson, Guðmunda Egilsdóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
BJÖRG HJÖRDÍS RAGNARSDÓTTIR,
Efstahjalla 21,
Kópavogi,
sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópa-
vogi miðvikudaginn 1. júní, verður jarðsungin
frá Hjallakirkju í Kópavogi miðvikudaginn 8.
júní.
Athöfnin hefst kl. 15.00.
Tómas Ó. Tómasson,
Ragnar Tómasson, Sigurveig Björnsdóttir,
Ólafur Ingi Tómasson, Anna Pálsdóttir,
Unnur Ósk Tómasdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
ÖNNU FRÍÐU STEFÁNSDÓTTUR,
Grund,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á
Sjúkrahúsi Vestmannaeyja og á Hraunbúðum í
Vestmannaeyjum fyrir ómetanlega aðstoð. Guð blessi ykkur öll.
Stefán Örn Jónsson, Björk Elíasdóttir,
Ragnheiður Lára Jónsdóttir, Karl Harðarson,
Helena Jónsdóttir, Jón Bragi Arnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.250 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is
MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM
OG FYLGIHLUTUM
Sendum myndalista
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs
sambýlismanns míns, föður okkar, fósturföður,
tengdaföður og afa,
VALDIMARS I. ÞÓRÐARSONAR
múrarameistara,
Espigerði 20,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Pála Jakobsdóttir,
Íris Mjöll Valdimarsdóttir, Magnús B. Baldursson,
Skúli Jakobsson,
Kristinn Jakobsson, Hildur Birgisdóttir
og barnabörn.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is
(smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn
minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests
er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar