Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
BRÚÐUMEISTARINN Helga
Steffensen á 25 ára starfsafmæli í
Brúðubílnum á þessu ári. Í tilefni af
afmælinu verður afmælisveisla í allt
sumar og heitir leikrit júnímánaðar
einmitt Hann á afmæli í dag. Sýn-
ingar Brúðubílsins eru vel sóttar en í
upphafi voru sýningarnar fyrst og
fremst á gæsluvöllum borgarinnar.
„Í dag er þetta breytt, flest börn eru
á leikskólum og sýningarnar fara því
fram á gæsluvöllum og á útivist-
arsvæðum víðs vegar um borgina og
landið,“ segir Helga Steffensen
stjórnandi Brúðubílsins í 25 ár.
Brúðustjórnandi með Helgu síðustu
þrjú sumur og í ár er Vigdís Más-
dóttir og bílstjóri og tæknimaður
þeirra er Birgir Ísleifur Gunnarsson.
Þau þrjú vinna vel saman og að sögn
Helgu er það nauðsynlegt í svona
„litlu leikhúsi“. Leikhúsið starfar á
vegum ÍTR og aðgangur er ókeypis
á sýningarnar. Vinsældir Brúðubíls-
ins eru miklar og í fyrrasumar voru
áhorfendur í Reykjavík hátt í 12 þús-
und.
Bíllinn og brúðurnar vekja
hrifningu hjá fólki á öllum aldri
Helga segir að það sé alltaf jafn
skemmtilegt að sýna fyrir börnin og
á seinni árum hafa eldri kynslóðir
verið duglegri að mæta með börn-
unum sínum. „Það er gaman að sjá
börnin koma með foreldrum sínum
og oft koma afar og ömmur líka. Það
skemmta sér allir vel saman en þetta
er oft fyrsta leikhúsferð barnanna.“
Vigdís bætir við að henni þyki frá-
bært að sjá börn á öllum aldri
streyma að, þau yngstu koma nokk-
urra mánaða gömul með foreldrum
eða dagmæðrum. Hún segir að það
sé gaman að sjá andlit fólks ljóma
þegar það sér Brúðubílinn, hvort
sem það er á rauðu ljósi í Reykjavík
eða á fáförnum vegi úti á landi. „Fólk
þekkir greinilega bílinn af góðu einu
og viðbrögðin eru oft rosaleg, eins og
stórstjörnur séu að koma í bæinn,“
segir Vigdís hlæjandi.
Um þessa menningarstarfsemi
segir Helga: „Við erum með tvö ný
leikrit á hverju sumri, eitt í júní og
eitt í júlí. Inni á milli atriða er söngur
og uppákomur. Börnin taka þátt af
lífi og sál í sýningunni.“
Þegar spurt er um helstu stjörn-
urnar í Brúðubílnum stendur ekki á
svari hjá hópnum: „Lilla þekkja allir
og hann er elsta og vinsælasta brúð-
an.“ Í seinni tíð hafa nýjar „stjörnur“
bæst í hópinn og þar má nefna trúð-
inn Dúsk, Svarta Sval, Blárefinn og
úlfinn Úlla. „Það er nauðsynlegt að
hafa úlf og rebba til að skapa hæfi-
lega spennu,“ segir Helga en hún
semur leikritin sjálf og býr til brúð-
urnar. Markmiðið með sýningunum
er skýrt og Helga ljómar þegar hún
lýsir starfi sínu: „Brúðubíllinn er til
skemmtunar og fræðslu fyrir börnin,
vinátta og gleði er mikilvæg í leikrit-
unum. Vináttan og kærleikurinn er
stór þáttur í sýningunum.“ Aðdáun
Vigdísar og Birgis á Helgu leynir sér
ekki en þau segjast hafa lært mikið
um leikhús og siðfræði leikhússins
hjá henni. Vigdís komst inn í leiklist-
arskóla Íslands í vor og þakkar það
að miklu leyti reynslu sinni með
Brúðubílnum og Helgu.
Notkun brúða í leikhúsi nýtur
sífellt meiri vinsælda á Íslandi
Undirbúningur fyrir sýningarnar
er mikill en Helga byrjar strax eftir
áramót að semja og finna sögur,
kvæði og texta. Þegar dagskráin er
tilbúin hannar hún brúðurnar sem
hún segist alltaf hafa jafngaman af
en það tekur langan tíma að skapa
hverja brúðu. „Brúðulistin er æva-
forn list og það tekur tíma að læra að
stjórna brúðunni vel. Brúðan er
mögnuð að því leyti að hún sýnir
ekki svipbrigði en hreyfingarnar
skipta höfuðmáli. Brúðan er svo
spennandi því hún getur gert svo
margt sem við getum ekki gert og
sagt svo margt sem við leyfum okkur
ekki að segja,“ segir Helga um list-
greinina. Hún bætir við að und-
anfarin ár hafi virðing fyrir listgrein-
inni og skilningur farið vaxandi á
Íslandi en brúður og grímur eru æ
meira notaðar í íslenskum leik-
húsum.
Sýningarnar á þessu 25 ára af-
mælisári eru tileinkaðar minningu
Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur
forsetafrúar en hún var æsku-
vinkona Helgu og tíður gestur á sýn-
ingum Brúðubílsins.
Brúðubíllinn fer á fulla ferð á
morgun. Fyrsti áfangastaður sum-
arsins er Austurbæjarskóli og for-
sýning á leikrit júnímánaðar byrjar
kl. 10. Frumsýningin verður í Ár-
bæjarsafni kl. 14. Hægt er að fylgj-
ast með ferðum Brúðubílsins um
borgina og landið á heimasíðu ÍTR:
www.itr.is.
Morgunblaðið/Þorkell
Birgir Ísleifur Gunnarsson, Helga Steffensen og Vigdís Másdóttir.
Mikil vinátta og kær-
leikur í Brúðubílnum
Leikhús | Helga Steffensen fagnar 25 ára starfsafmæli
Eftir Guðrúnu Birnu Kjartansdóttur
gudrunbirna@mbl.is
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
CIRKUS CIRKÖR 14.-17. JÚNÍ
Sirkusinn sem allir tala um!
KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren
Í samstarfi við Á þakinu
Su 12/6 kl 14 - UPPSELT
Su 12/6 kl 17
Lau 18/6 kl 14
Su 19/6 kl 14 - UPPSELT
Su 26/6 kl 14,
Lau 9/7 kl 14
Su 10/7 kl 14,
Su 17/7 kl 14
Su 24/7 kl 14
25 tímar
Dansleikhús/samkeppni
LR og Íd í samstarfi við SPRON
Fi 9/6 kl 20 - kr. 2.500
Einstakur viðburður
99% UNKNOWN - Sirkussýning
CIRKUS CIRKÖR FRÁ SVÍÞJÓÐ
Þri 14/6 kl 20,
Mi 15/6 kl 20,
Fi 16/6 kl 20,
Fö 17/6 kl 20
Aðeins þessar sýningar
Stóra svið
BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA
- gildir ekki á barnasýningar!
Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur
Fi 9/6 kl 20
Fö 10/6 kl 20 - UPPSELT
Lau 11/6 kl 20,
Þri 14/6 kl 20
Fi 16/6 kl 20
Lau 18/6 kl 20, Su 19/6 kl 20
Síðustu sýningar
UM ÞESSAR mundir
er haldin hér á landi
alþjóðleg víóluhátíð,
með tónleikum og
námskeiðshaldi og
voru tónleikarnir í
Salnum, sl. laugardag
hluti af þessum um-
svifum en þar komu
fram norski víóluleik-
arinn Lars Anders
Tomter, ásamt sam-
landa sínum, píanó-
leikaranum Gunillu
Sussmann, auk þess
sem Sigrún Eðvalds-
dóttir lék dúett í einu
verki með Tomter.
Fyrsta verkið var Adagio og
allegro, op.70, eftir Schumann. Það
sem að nokkru einkennir tónlist
Schumanns, er hversu tónferlið er
sönglegt og var þessi syngjandi
einstaklega fallega mótuð í hæga
þættinum, þar sem tónferlið söng
manni til, í hljómfallegum leik
Tomter. Sterkur leikur Gunillu
Sussmann í seinni kaflanum, svo
að hluta til yfirgnæfði leik Tomter,
er í raun rétt útfærsla, því annars
næst ekki það ris í tónmálið, sem
er að verulegu leyti bundið í píanó-
röddinni, enda er ekki rétt að líta á
hlutverk píanósins, sem einskæran
undirleik í verkum eins og þessum
tvíleik víólu og píanós.
Eftir þennan glæsilega flutning
var leikinn tvíleikur eftir Bjarne
Brustad (1895–1978) norskan
fiðluleikara, er lærði hjá Carli
Flesch og auk þess að starfa sem
hljómsveitarstjóri, fékkst við tón-
smíðar. Eftir hann liggja hljóm-
sveitarverk, m.a. tónaljóðið Atl-
antis, strengjasveitarverkið
Nature morte, einleikskonsertar
fyrir fiðlu, strengjakvartett og
margvísleg kammerverk aðallega
fyrir fiðlu og lágfiðlu.
Fjórar kaprísur fyrir fiðlu og
lágfiðlu (1931–32), eftir Brustad, er
músikantískt verk, skemmtileg og
fjörleg þjóðleg tónlist, er var sér-
staklega vel flutt af Tomter og Sig-
rúnu Eðvaldsdóttur, sem skiptu á
milli sín stefjaleiknum, með fal-
legri syngjandi í hæga þættinum,
geislandi dansgleði í þriðja þætt-
inum og einnig þeim fjórða, sem
var eins konar „faldafeykir“, dans-
gerð, þar sem allt ætlaði af göfl-
unum að ganga.
Í klassískri tónlist var hljóm-
ferlið það sem að miklu leyti hélt
tónverki saman og þetta átti einnig
við í rómantískri tónlist, þó fjöl-
breyttari notkun breyttra hljóma
opnaði nýjar leiðir í tónferli, er
leiddi oftlega til þess að miðlægja
tónhugsunarinnar varð á stundum
óljós. Modernistar höfnuðu þessari
hljómrænu leiðsögn og þar með
viðteknum venjum um tónferli en á
síðari tímum hefur miðlægju-
hugmyndin birst með ýmsum
hætti og t.d. hjá Stravinsky,
Hindemith og Bela Bartók, hvarf
hún aldrei.
Í fjögurra kafla tvíleiksverki eft-
ir kóreska tónskáldið Isang Yun
(1917–1995) var tónmiðlægjan
ákaflega sterk en gaf
tónferlinu, sem var á
köflum sérlega „lag-
rænt“, sérkennilega
samheldni. Þá var
eftirtektarverk
hversu túlkun og
mótun margvíslegra
blæbrigða var af-
burða vel mótuð af
flytjendum. Saga
þessa tónsmiðs teng-
ist þeim átökum, sem
hafa tröllriðið Kóreu
en Yun, sem þá
dvaldist í Þýskalandi,
var rænt af leyni-
lögreglu Suður-
Kóreu, pyntaður og dæmdur til
dauða, fyrir skoðanir sínar. Al-
þjóðasamtök tónskálda fengu hann
leystan úr haldi og var honum leyft
að flytjast til Þýskalands, þar sem
hann starfaði til dauðadags. Það er
ef til vill sérkennileg andstæða lífs-
reynslu Yuns, að tónlist hans er
einstaklega mannhlý en jafnframt
dulúðug.
Meistaratök Tomters og Suss-
manns náðu hámarki í sónötu op.
36, eftir Vieuxtemps, frá árinu
1863 og meistaraverkinu, A-dúr
sónötunni, eftir César Franck, er
hann samdi 1880. Í þessum verk-
um tók í hnúkana og var flutning-
urinn í heild glæsilegur, þar sem
lék á ýmsu varðandi styrk, hraða
og fínleg blæbrigði, er aldeilis
blómstraði í sónötu Francks. Kan-
óninn í lokakafla A-dúr sónöt-
unnar, sem hefst á tónunum re-mí-
do-tí, la, so, er í raun furðuleg tón-
smíð, er segir nokkuð til um það,
að tíminn skiptir ekki máli, því að-
ferðin (kanón), varð upphafleg til á
miðöldum og átti sinn hápunkt hjá
J.S. Bach og er þarna, eftir að
hlaupið hafði verið yfir klassíkina,
lifandi leikur í rómantíkinni. Það
sama varð uppi á teningnum síðar
og varð „kanónisering“ reyndar
mikilvæg aðferð í módernism-
anum.
Það er ljóst að Lars Anders
Tomter er frábær víóluleikari. Það
leikur allt í höndum hans, tónninn
er sérlega fallegur og það sem er
mikilvægast, er að túlkun hans og
mótun tónmálsins eru borin uppi
af sterkri tilfinningu. Píanistinn
Gunilla Sussmann er kraftmikill
píanisti. Einnig kann hún að leika
sér ljúflega með mýkt og fínleg
blæbrigði, en tekur einnig oft
sterklega storminn í fangið. Sigrún
Eðvaldsdóttir lék með glæsibrag,
líflegar og músikantískar tóna-
leikflétturnar í glaðlegu verki
Bjarna Brustad, svo að þetta allt
var sannarlega glæsileg víólu-
veisla.
Glæsileg
víóluveisla
TÓNLIST
Salurinn
Lars Anders Tomter, Gunilla
Sussmann og Sigrún Eðvaldsdóttir
fluttu verk eftir Schumann, Isang
Yun, Vieuxtemps, Bjarne Brustad
og César Franck. Laugardagurinn
4. júní, 2005.
Víólutónleikar
Jón Ásgeirsson
Lars Anders Tomter
FÉLAGAR í Þjóðardansflokki Chile frumsýna
hér dansverkið Málaðir líkamar í Vina del Mar
um liðna helgi. Kveikjan að verkinu er skáld-
skapur Pablo Neruda en hópur suður-
amerískra listamanna annaðist líkamsmál-
unina. Sýnt verður víðsvegar í Suður-Ameríku
á næstunni, auk þess sem flokkurinn mun
koma fram á Feneyjatvíæringnum sem hefst í
vikunni.
Málaðir
líkamar
Reuters