Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 33 DAGBÓK Menningarhátíð Seltjarnarness verðurhaldin í fyrsta skiptið helgina 10.–12.júní. Að sögn Sjafnar Þórðardóttureinkennist dagskráin af fjölbreytni og virkri þátttöku Seltirninga og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Það er mikið líf á Seltjarnarnesi og mikil listastarfsemi sem fólk veit ekki um. Það er fólk á öllum aldri sem tekur þátt í hátíðinni, alveg frá leikskólabörnum upp í eldri borgara.“ Setningin fer fram á föstudaginn kl. 15 á Bóka- safni Seltjarnarness. „Sólveig Pálsdóttir formaður menningarnefndar setur hátíðina. Þá verður einn- ig opnuð myndlistarsýning leikskólabarna á Sel- tjarnarnesi og fyrsta eintak Myndlykils afhent. Bókin hefur að geyma úrval listaverka í eigu Sel- tjarnarnesbæjar. Ritstjóri Myndlykils er Ásdís Ólafsdóttir listfræðingur. Við opnunina verða til sýnis í fyrsta sinn handgerðar brúður Rúnu Gísla- dóttur en hún var bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2000,“ segir Sjöfn. Á föstudaginn verður opið hús í Mýrarhúsaskóla frá kl. 16 í tilefni af 130 ára afmæli skólans og þar verður til dæmis tónlistar- maraþon á vegum Auðar Hafsteinsdóttur fiðlu- leikara og bæjarlistamanns 2005. Vinnustofa Tolla að Austurströnd 5 verður opnuð kl. 17 og mun hljómsveitin Papar spila við opnunina. Leiklist- arfélag Seltirninga sýnir leikritið Blessað barna- lán eftir Kjartan Ragnarsson kl. 20. Sjöfn bendir á að húsið opnar kl. 18:30 fyrir leikhúsgesti sem vilja snæða léttan kvöldverð fyrir sýningu. Laugardagurinn hefst á Eiðistorgi þar sem menningarnefnd býður Seltirningum morgunverð kl. 10. Mikið verður um að vera allan daginn en kl. 14 hefst skemmtidagskrá við sundlaugina. Ung- lingar verða með uppákomur í Selinu, félags- miðstöðinni á Seltjarnarnesi, þar verður hoppu- kastali og danssýningar. „Jónmundur Guðmars- son bæjarstjóri vígir hjólabrettapall og hjóla- brettasnillingar leika listir sínar,“ segir Sjöfn um líflega dagskrána á laugardaginn. Seinna um dag- inn verða tónleikar og tónlistarklúbburinn Nes Café opnar um kvöldið í Félagsheimilinu. Þar koma fram 6íJAZZ, Monika Abendroth, Jazztríó Sunnu Gunnlaugs, Inga Stefánsdóttir, Ingvi Þór Kormáksson og JJ Soul Band. Hátíðinni lýkur á sunnudaginn með vígslu úti- listaverksins Kviku eftir Ólöfu Nordal við Kisuklappir en þær eru í fjörunni fyrir neðan há- karlaskúrinn við Norðurströnd. Sjöfn hvetur bæjarbúa og aðra gesti til að njóta dagskrárinnar. „Tilvalið er fyrir Seltirninga að nota tækifærið og skapa enn meiri hátíðar- stemmningu í bænum til dæmis með því að efna til götugrilla og draga fána að húni.“ Hátíð | Menningarhátíð Seltjarnarness helgina 10.–12. júní Seltirningar á öllum aldri taka þátt  Sjöfn Þórðardóttir er fædd 1972 í Reykjavík og er verkefnastjóri menning- arhátíðar Seltjarnarness. Hún lýkur stúdentsprófi á þessu ári og fer í haust í Háskóla Íslands í mann- auðsstjórnun. Hún hefur verið í Æskulýðs- og íþróttaráði Seltj. sl. 7 ár og er formaður foreldrafél. í Mýrarhúsaskóla. Maður hennar er Lárus B. Lárusson flugmaður hjá Icelandair og þau eiga tvö börn. Nokia-myndavélasími týndist SVARTUR Nokia-myndavélasími tapaðist í Nauthólsvík eða á leið- inni frá Nauthólsvík að Fossvogs- skóla mánudaginn 30. maí. Slökkt var á símanum. Skilvís finnandi hafi samband í síma 820 6379 eða 698 1400. Kvengullúr týndist KVENGULLÚR tapaðist á leið frá Skólavörðuholti niður Skóla- vörðustíg og Bankastræti niður í Lækjargötu á föstudaginn 3. júní. Skilvís finnandi vinsamlegast láti vita í síma 866 3292. Gæludýrabúr óskast gefins GÆLUDÝRABÚR fyrir kanínu og fugla óskast gefins. Upplýs- ingar í síma 662 5034. Kettlingar fást gefins 5 GULLFALLEGIR kettlingar, 8 vikna, fást gefins á góð heimili. Upplýsingar í síma 865 4850 eða 691 9231. Gulur og blár gári í óskilum GULUR og blár gári fannst á gamla Álfaskeiði 5. júní, eigandi vinsamlegast hringi í síma 555 1147 eða 849 0525. Finnst þetta þrælahald Í FRÉTTUM af nýafstaðinni Kínaferð forseta kom fram að þar væri fiskvinnsluverksmiðja rekin af íslensku fyrirtæki og að þar byggju fiskvinnslukonur á staðn- um, ynnu þar 7 daga vikunnar, 10 tíma á dag í 10 mánuði samfleytt. Þær fá fæði og húsnæði sem er innifalið í laununum þeirra. Það virðist enginn hér á landi hafa áhuga á þessu og forsetinn var að verja þetta, sagði að þetta væri lenska í þessu landi og svo væri þetta hagstætt fyrir okkur. Finnst engum athugavert við þetta? Mér finnst þetta þræla- hald. Ef svona væri farið með verkafólk hér á landi yrði allt klikkað, samanber Kínverjana sem flytja átti til vinnu við Kára- hnjúka, við betri aðstæður en þeir eiga að venjast, en á lágum laun- um miðað við það sem gerist hér- lendis. Finnst mér að þetta eigi að gilda fyrir íslensk fyrirtæki er- lendis. Þóra Gunnarsdóttir. Bíllykill týndist í miðbænum BÍLLYKILL tapaðist í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnu- dags. Þetta er Suzuki-lykill, á lyklakippu með nafninu Bryndís á. Finnandi vinsamlegast hafi sam- band í síma 692 5300. Hlutavelta | Þær Gabríella Bjarnadóttir, Sara Rós Finn- bogadóttir, Ásdís Björgvinsdóttir og Elínborg Þóra Bjarna- dóttir úr Hvaleyrarskólanum í Hafnarfirði söfnuðu kr. 12.558 til styrktar Barnaspítala Hringsins. Hlutavelta | Þessar duglegu stúlkur, Elín Sóley Sigur- björnsdóttir, Halla Lilja Ármannsdóttir og Ingunn Hlíðberg Jónasdóttir, héldu tombólu til styrktar Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum, og söfnuðu þær 7.881 kr. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 70 ÁRA afmæli. Í dag, 7. júní, ersjötug Sigríður Jóna Norð- kvist. Hún er með opið hús kl. 18–20 að Lindargötu 59, gengið inn frá Skúla- götu. Blóm og gjafir afþökkuð en vin- samlega látið MS-félagið eða Tip Top- félagsskapinn í Hinu húsinu njóta þess. Árnaðheilla dagbók@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.