Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jónína Bene-diktsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 5.
október 1943. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans við
Kópavog 29. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar eru hjónin
Benedikt Kristinn
Franklínsson, f. 17.
maí 1918 á Litla-
Fjarðarhorni í
Strandasýslu, og
Regína Guðmunds-
dóttir, f. 12. mars
1918 í Flatey á
Breiðafirði. Systkini Jónínu eru:
Ásdís, f. 21. ágúst 1947, Andrea
Eygló, f. 6. apríl 1951, d. 11.
ágúst 2003, og Guðmundur, f. 6.
apríl 1951.
Jónína giftist Svavari Gestssyni
árið 1964 og eignaðist með hon-
um þrjú börn. Þau eru: 1) Svan-
dís, f. 24. ágúst 1964, á börnin
Odd, f. 7. desember 1984, og
Auði, f. 30. desember 1986, með
Ástráði Haraldssyni, fyrri manni
sínum. Með Torfa Hjartarsyni,
manni sínum, á Svandís Tuma, f.
15. desember 1996, og Unu, f. 23.
júní 2000. 2) Benedikt, f. 10.
ágúst 1968, á börnin Rafn, f. 16.
júlí 1992, Svavar, f. 17. september
1998, og Baldur, f. 29. júlí 2002
með Maríu Ingibjörgu Jónsdótt-
ur, konu sinni. 3)
Gestur, f. 27. desem-
ber 1972, á Svavar
Tómas, f. 24. júlí
1995, með Ölmu
Lísu Jóhannsdóttur,
en börnin Bergþóru
Sóleyju, f. 3. apríl
1999, og Jónínu
Katrínu f. 14. febr-
úar 2004 með konu
sinni Halldóru Berg-
þórsdóttur.
Samferðamaður
Jónínu frá árinu
1996 er Bragi Krist-
jónsson.
Á æskuárum sínum bjó Jónína
á Selfossi en eftir 1960 lengst af í
Reykjavík.
Jónína lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík vor-
ið 1963 og síðan kennaraprófi frá
Kennaraskóla Íslands 1967. Hún
stundaði einnig söngnám hjá
Guðmundu Elíasdóttur um nokk-
urra missera skeið.
Jónína gegndi ýmsum störfum
eftir að skóla lauk, var kennari á
Selfossi, læknaritari á Kleppsspít-
ala, en var síðustu árin lána-
fulltrúi hjá Lífeyrissjóðnum
Framsýn, áður Lífeyrissjóði
Dagsbrúnar.
Útför Jónínu verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Á lognbjörtu vorkvöldi hallaði hún
sér til hinztu hvíldar umvafin börnum
sínum, þessi yndislega mannvera sem
öllum gerði gott. Og lóan söng við
gluggann hennar á líknardeildinni við
voginn.
Jónína Benediktsdóttir dó þakklát,
þrátt fyrir skelfilega ótímabæran
dauða. Hún var þakklát fyrir lífið sem
hafði gefið henni svo margt: Jónínu
ömmu í Flatey, foreldrana sem gáfu
henni lífið, systkini sín og börnin sem
hún elskar og elska hana alla tíð og
ekki sízt barnabörnin, sem hún rækt-
aði af uppbyggilegri elskusemi – og
svo fyrir alla þá skemmtan og yndi,
sem nærvera sálar getur gefið.
Eg kynntist henni fyrir rúmum 10
árum og nokkrum misserum síðar
vorum við alltíeinu orðin kærustupar
í fjarbúð. Við lifðum ekki hefðbundnu
sambúðarlífi, en vorum saman flest-
um stundum.
Við og Ásdís systir heimsóttum for-
eldra þeirra, Regínu og Benedikt, á
Selfoss flestar helgar. Þangað hópuð-
ust niðjar þeirra á gleði- og samstöðu-
samkomur og til súkkulaðidrykkju.
Það var sungið og spilað og trallað og
kankast á og glaðzt. Á sumrin var
stundum dvalið á ættarsetrinu Ás-
garði í Flatey, þar var líka Bogga
móðursystir, sem lifir í hárri elli, líkt
og foreldrar hennar báðir.
Við fórum í rómantíska ferð til Par-
ísar, leiddumst um strætin, vorum
daglangt í Rodin-safninu og bjuggum
á litlu hanabjálkahóteli í latínuhverf-
inu. Gengum útum alla borg og fórum
í Saint Chapelle og byltingarsöfnin og
áttum yndis tíð.
Seinna til Prag á slóðir Habsborg-
ara og fórum á Bach-tónleika í 1000
ára gamalli kirkju á Kastalahæðinni,
leituðum líka uppi ekta sígaunakjall-
ara í miðborginni, þar sem fiðlan bæði
grét og dillaði sér. Upplifðum reynd-
ar 11. september í tékknesku sjón-
varpi, en það er önnur saga.
Þegar við kynntumst áttum við
bæði að baki hjónabönd sem endað
höfðu með erfiðu skipbroti. Þau skip-
brot reyndust okkur gott veganesti til
að byggja upp tillitssamt og náið sam-
band, þar sem að mörgu var að
hyggja.
Líf og orka og karakter Jónínu
snerist um börnin hennar og á sínum
tíma hvetjandi tillitssemi og skapandi
drenglyndi við þáverandi maka. En
það laut líka að samfélagslegu rétt-
læti og persónulegum drengskap,
sem hún lifði eftir með sann. Og svo
hafði hún óborganlega sniðugan og
snúinn húmor, sem smitaði alla nánd
hennar. Hún var gáfuð kona, víðsýn
og skemmtileg, fögur og fáguð. Litlu
hlutirnir í lífinu voru algjört sérsvið
hennar. Og svo elskaði hún söng og
trallíla.
Hún var elzta barn foreldra sinna
og hafði sem slík víðtækt sjálfskipað
prókúruumboð til ótal verkefna, sem
henni voru leynt og ljóst falin af fjöl-
skyldunni.
Hún starfaði lengstum sem tilsjón-
armaður lánamála hjá stórum lífeyr-
issjóði og naut þar algers trúnaðar og
hafði í senn uppbyggileg og fyrir-
byggjandi áhrif á andann um borð og
er virt og dáð af vinnufélögum og við-
skiptavinum.
Hún reyndi ævinlega að gera gott
úr öllum vandamálum, – í versta falli
leysti hún þau bara sjálf. En henni lét
einnig einkar vel að fela öðrum með
ýmislegum og undirfurðulegum hætti
að ráða fram úr þeirra eigin málum
og láta síðan sem hún hefði hvergi
komið þar nærri. Og hún vissi, að
elskan til annarra manna og að-
stæðna byrjar á því að ljá þeim eyra
og auga og hún ræktaði svo fallega
vináttu við manneskjur.
Og svo var hún líka sá fágaðasti
daðrari, sem eg hef á ævinni vitað.
Hún daðraði við lífið og þetta var líkt
og íþrótt og léttileg áskorun. Daður í
jákvæðum skilningi, sem örvar og
bætir mannlífið.
Og alltíeinu stöndum við ráðvillt á
svipþingi minninganna.
Þeir eru liðnir samvistardagar
tveggja ólíkra einstaklinga, sem ját-
uðu hvort öðru ást sína án annarra
formlegra bindinga og áttu líka svo
auðvelt að vera eitt í þögn.
Hún hverfur inní sumarið, þessi
elska, þegar fuglinn hennar er að
koma til Flateyjar og fólkið hennar,
gamalt og ungt, býst til hinnar árvísu
dvalar.
Og þótt við séum að rifna í sundur
af sorg, söknuði og eigingirni, þá vit-
um við, að dökk og falleg augu hennar
munu fylgja okkur inní framtíðina.
Bragi Kristjónsson.
Mamma var sjálfri sér til sóma.
Það var líka það veganesti sem hún
lagði helst inn hjá okkur öllum, að það
ætti maður alltaf að gera, vera sjálf-
um sér og öðrum til sóma. Það var
aldrei sagt hvernig það færi fram.
Það var ekki predikað um hvernig
það væri gert. Það var ekki þulið upp
hver uppskriftin væri. Leiðsögnin
fólst í fordæminu sem hún gaf með
því að sýna virðingu. Sýna virðingu
fyrir öllu og öllum, umhverfinu, nátt-
úrunni og manneskjunni.
Hennar kennsla gat falist í ábend-
ingu um hvernig það smáa og ein-
staka gæti skipt máli. Í skóginum
skipti hvert rjóður, hvert tré, hver
hrísla og hver kvistur máli, og gat
gefið manni miklu meira en nokkur
sá. En hún gat sýnt manni það. Hún
skýrði og varpaði ljósi á umhverfið,
náttúruna og mannfólkið; góða eigin-
leika og gott atgervi sem má finna í
hverri persónu.
Gildismatið var ekki bundið í form
eða festu. Það var gjarna það skrýtna,
það óreglulega, það sérstaka sem gat
skipt svo miklu meira máli. Henni
þótti vænt um háttalag eða brag sem
aðrir mátu lítils. Með væntumþykju
og umhyggju fyrir margbreytileikan-
um kenndi hún umburðarlyndi.
Kennslan fólst þannig í ábendingu
um lífssýn. Lífssýn sem snerist um að
laða fram það jákvæða með því að
sýna af sér jákvæðni. Með því að leyfa
því sérstæða að njóta sín og verða
dýrmætt. Með því að gefa af sér af ör-
læti og ósérhlífni.
Síðast en ekki síst kenndi hún
hversu mikilvægt er að þykja vænt
um allt og alla eins og þeir eru, án
kröfu um að þeir breytist. Henni þótti
vænt um hlutina með öllu sínu. Allir
þurfa að hafa sitt. Hún sýndi hversu
mikilvægt er að þykja vænt um og
virða óræktina og gallana í öllum og
öllu. Líka í sjálfum sér.
Seinustu ævidagana lifði hún í
æðruleysi gagnvart dauðanum, sátt
við lífið og það sem hún skildi eftir sig,
vitandi að hennar veganesti hefði skil-
að sér áfram til niðja og þeirra niðja,
til vina og þeirra vina. Hún gaf af sér
þar til yfir lauk, til allra sem vildu
þiggja.
Gestur og Benedikt.
Þegar ég með smáhjálp frá góðu
fólki lét af drambi mínu og ákvað að
kynnast Jónínu Benediktsdóttur fann
ég strax við okkar fyrstu kynni hvað
hún var frábær og hvað pabbi var lán-
samur að eignast í henni góðan félaga
og ástvin.
Og auðvitað var hún þrælheppin
líka að kynnast pabba því hann er
ljúflingur og þegar tvær ljúfar mann-
eskjur renna saman þá verður til fal-
leg og massív eind. Ég hefði viljað sjá
Jónínu lengur hérna á jörðinni en það
varð ekki raunin og ég veit að það eru
margir sem deila því með mér og
meira.
Fjölskyldu hennar votta ég mína
innilegustu samúð og þakka ykkur
öllum góð kynni.
Valgarður Bragason.
Jónína kom inn í líf Braga, bróður
míns, þegar þau áttu hvort um sig að
baki gjöfult líf. Þau áttu sín góðu og
fullorðnu börn og voru birg af lífs-
reynslu. Þau urðu ástvinir.
Elísabet dóttir mín sagðist hafa séð
Braga hoppandi niðri í bæ: Hann
hlýtur að vera ástfanginn, sagði hún.
Tu, sagði ég eins og sæmir konu af
ljósmæðraættum. En hvort hann var.
Þessi duli náungi, bróðir minn, sem
gætir þess, vegna gena og genginna
stunda, að sem allra fæstir átti sig á
því hvernig honum er innanbrjósts,
lifnaði við eins og blóm eftir dálítið
stranga vetur. Lífið hans þessi ár var
kærastan og þau áttu saman góðar
stundir, dedúuðu í Flatey, flöndruðu
til útlanda, sóttu leikhús, sinntu fjöl-
skyldum sínum eða létu sér líða vel
heima hjá hvort öðru.
Við Jónína þekktumst ekki þó við
hefðum lengi vitað hvor af annarri.
Ég kynntist henni ekki alveg strax,
kannski Bragi hafi verið feiminn.
Þegar við hittumst fann ég útgeisl-
unina og áhrifin sem hún hafði á fólk.
Há og grönn, augnfalleg og með grall-
aralegt, opið bros. Við frekari kynni
fannst mér hún glettin og umhyggju-
söm, blíð og töff, sneydd fjasi. Vin-
semdin milli okkar var áreynslulaus.
Það er aðall vináttunnar.
Daginn eftir að hún og fjölskyldan
fengu að vita að öll von væri úti, var
ég nýkomin erlendis frá og fór að
vitja hennar. Hugsaði á leiðinni: Hvað
segi ég við konu sem fékk að vita í
gær að hún mundi deyja innan vikna.
Hún lá þarna í rúminu, björt og
augun skær og rétti fram hendurnar:
Nei, ertu komin frá Arabíu, Jóhanna
mín. Var ekki ósköp gaman.
Það var mér ávinningur að fá að
verða henni samferða um hríð og ég
þakka fyrir mig.
Ég ber bróður mínum, börnunum
hennar, barnabörnum, tengdabörn-
um, systkinum og öldruðum foreldr-
um og öllum þeim mörgu sem þótti
vænt um hana einlægar samúðar-
kveðjur.
Jóhanna Kristjónsdóttir.
Ég sá hana fyrst, og gleymi því
aldrei, þar sem hún stóð ein við elda-
vélina í Flatey í botnlausum fíflagangi
með Svandísi og stelpurnar, vinkonur
hennar, Gunnu og Hildi, frammi í
stofu og kom henni svolítið í opna
skjöldu, ókunnugur gesturinn beint
úr Baldri og rataði ekki inn. Við urð-
um fljótt góðir vinir. Henni leið
hvergi betur en einmitt þarna, við ol-
íukynta vélina þar sem nafna hennar
hefur eflaust staðið bæði oft og lengi
þegar Nína og Atli frændi, nokkrum
árum eldri, voru börn í sumardvöl hjá
ömmu sinni. Atli samdi lög á kvöldin,
Nína lagði þau á minnið og fengu svo
ömmu Jónínu organista til að finna
við þau texta morguninn eftir. Þannig
varð til lag eftir Atla við Sofa urtu-
börn á útskerjum og við Drottn-
inguna í Sólheimum eftir Stefán frá
Hvítadal og fleiri lög sem færri
þekkja. Í þessu fallega eldhúsi við
mýrina í Flatey stóð Nína fullorðin
svo oft á sumrin og eldaði fiskisúpur
og lunda fyrir foreldra og systkini,
börn og tengdabörn og barnabörn
sem alltaf urðu fleiri eftir því sem árin
liðu. Og ég svona gæfusamur seinna
að fá vera með í ævintýrinu. Hún eld-
aði líka af sama fjöri dagana langa
fyrir smiðina sem á síðustu árum hafa
gert upp Ásgarð af stakri vandvirkni.
Það átak varð ekki síst fyrir hennar
atbeina og góða samvinnu við frænd-
fólkið úr Flatey. Þannig fetaði hún í
fótspor föður síns sem kom ungur
maður af Ströndum og hefur gert
húsinu til góða alla tíð síðan í meira en
hálfa öld allt til þessa dags.
Á veturna var hún barn á Selfossi
og átti lengi heima í öðru gömlu og
góðu húsi, gamla bankahúsinu, seinna
unglingur í Nesi við ána sem aldrei
sefur en svæfir svo vel þá sem á bakk-
anum búa. Við ána fæddi hún börnin
sín þrjú, Svandísi fyrsta, svo Benna
og síðast Gest, lét líða fjögur ár á milli
og fór alltaf heim til foreldra að eiga
börnin. Svavar svona ungur fyrst og
eldmóðurinn þvílíkur að hann var
sendur á heilsuhælið í Hveragerði til
að sofa. Nína klettur á bak við sinn
mann og hjálpaði honum oft að finna
rétta kúrsinn þegar mikið lá við í póli-
tískum ólgusjó, missti aldrei sjónar á
prinsippunum. Til Nínu leitaði fólk
eftir ráðum og dáð, hún hafði reisn og
víða sýn sem leiðir allt á betri veg.
Um það vitna systkini hennar, vinir
og vinnufélagar, líka systkini Svav-
ars, stóri bróðir kom vestur í Dali
með þessa ótrúlegu stúlku og hún
varð um leið vinur þeirra allra. Líka
Dúnu og Gests sem hafði víst svo
góða nærveru eins og hún sjálf.
Nína með okkur Svandísi í Dan-
mörku þrjár vikur í jafn mörgum
sumarhúsum með Odd og Auði við
gelgjumörkin og Tuma lítinn. Bragi
nýkominn til sögunnar og var með
okkur líka í nokkra daga spriklandi
kátur. Nína í Tívolí og Legolandi, á
Kóngsins Nýjatorgi, dimmum skóg-
arbotni og skjannabjörtum Jótlands-
odda, bláoddanum, með tærnar í
sjónum og höf á báðar hendur. Lét
Odd og Auði gefa sér snafs á fyrir-
fram ákveðnu bili, aftast í bílnum til
að slá á bílhræðslu á hraðbrautum.
Með stjörnurnar í augunum sem við
sjáum oft í Tuma og óræktarblettinn í
sálinni sem öllu skiptir og segir frá í
ljóði eftir Þuríði og Atli samdi lagið
við og færði henni viku áður en hún
lést.
Fórum líka til Vyborg í ráðhúsið
sem er ekki lengur ráðhús til Dóróteu
Bornemann sem átti bæjarstjóra fyr-
ir pabba þegar Napóleón var og hét
áður en hún fór til Íslands með Oddi
Hjaltalín lækni sem lauk ekki prófi og
drakk og átti Guðrúnu sem átti Sig-
urborgu sem átti Jónínu og sátu báð-
ar í örlagaskipinu Gusti hans Ólafs í
Bár og seinna Eyjólfs úti á Grýluvogi,
lítil stúlka í dönskum búningi og átti
Regínu sem átti Nínu sem átti Svan-
dísi sem átti Auði stóru systur og Unu
litlu systur. Lóðbeinn kvenleggur
hele vejen. Og kunnu held ég allar að
baka Fígaró-tertu líka þeirri sem
mamma Önnu Ancher á Skagen gaf
gestum. Lastaðu ekki laxinn, kvað
Bjarni um Odd. Hún hallaði aldrei
orði á nokkurn mann og lagði gott til
allra hluta, segir Regína um Nínu.
Systkinin þrjú með Nínu á spítala
eftir að dómur féll í apríllok. Ýttu öllu
til hliðar, skiptu með sér vöktum, allt-
af glöð í bragði og viku ekki frá henni
nema á kvöldin fyrir Braga. Samstíg
eins og eitt. Ótrúleg. Svavar kom
strikið frá Svíþjóð miklu betri en eng-
inn og Guðrún líka. Gestur og Dóra
flýttu brúðkaupi og allir lögðust á ár-
ar. Fjöldinn allur af góðu fólki. Nína
sterkust af öllum, hnarreist eins og
hrífuskaft í íslenska búningnum sem
henni þótti svo vænt um. Allir komu
öllum svolítið á óvart, sjálfum sér
mest. Vor í lofti, brúðkaupið tær gleði
og dauðinn óumflýjanlegur.
Nína var hjá Svandísi þegar þau
Ástráður áttu Odd og Auði á Fæðing-
arheimilinu og líka þegar Tumi og
Una litu dagsins ljós í blokkinni góðu
við Hjarðarhagann. Þau voru svo hjá
henni þegar hún kvaddi þennan heim
á björtu og stilltu vorkvöldi eins og
þau verða fallegust á Íslandi, í fjör-
unni við Kópavog og hlupu inn og út
eins og sumarbörn í Flatey. Líka
Rafn, Svavar Tómas og Bergþóra
Sóley. Oddur og Auður. Systkinin
þrjú og tengdabörnin, Torfi, Dóra og
Maja. Bragi. Svavar litli kom daginn
eftir með langafa og langömmu, Ás-
dísi, Gumma og Olgu. Allir nema
Baldur ennþá minni og Jónína Katrín
pínulitla sem nú ber nafnið ein á völt-
um fótum, full af lífi og forvitni. Nína
var nefnilega göldrótt og í kringum
hana urðu alltaf töfrastundir. Sá sem
kann að lifa, kann að deyja.
Torfi Hjartarson.
Þegar þær fréttir berast manni að
Jónína Benediktsdóttir, eða Nína
eins og hún var jafnan kölluð af fjöl-
skyldu og vinum, sé öll leitar margt á
hugann. Fyrir það fyrsta hversu ótrú-
lega hröð framvinda sjúkdómsins var
sem leiddi hana til dauða, að þessi
frísklega manneskja skuli nú öll að-
eins nokkrum vikum að kalla eftir að
mein hennar var greint að nýju.
Sannast enn hið fornkveðna að eng-
inn veit sína ævina fyrr en öll er. Stutt
banalega má þó auðvitað kallast
huggun harmi gegn ef baráttan er
hvort eð er fyrirfram töpuð.
Ég kynntist Nínu gegnum stjórn-
málin og samstarfið við þáverandi
eiginmann hennar Svavar Gestsson
og reyndar, bæði þá og síðar, einnig
gegnum samstarf við börn hennar,
tengdason og nú síðast barnabörn.
Heimili þeirra Svavars og Nínu stóð
okkur samstarfsfólki þeirra og vinum
alltaf opið á nóttu sem degi og það var
oft sem þurfi að ræða málin í þá daga.
Ég minnist sviptingatíma allt frá
mánuðunum áður en Svavar tók við
formennsku í Alþýðubandalaginu
1980, einnig á árunum 1985 og 1987
og um haustið 1988. Alltaf var Nína
einhvers staðar nálæg með gam-
anyrði á vörum til að létta andrúms-
loftið en einnig eiturskarpar athuga-
semdir sem iðulega afgreiddu
viðkomandi mál þegar það átti við.
Það er stundum sagt, og verulega
með réttu, að hinir eiginlegu þolend-
ur stjórnmálavafsturs séu fjölskylda
og aðstandendur þeirra sem í slíku
standa. Það má örugglega til sanns
vegar færa með Nínu. Hennar líf og
fjölskyldunnar var á löngu ævibili
undirlagt meira og minna af stjórn-
málum. Ég minnist þess þó aldrei að
hún hafi kveinkað sér undan því hlut-
skipti, enda sjálf rammpólitísk og
áhugasöm um þjóðmál. Nína var
glöggskyggn á menn og málefni og ég
er ekki frá því að hún hafi verið meiri
mannþekkjari en eiginmaðurinn og
að það hafi stundum sannast eftir á.
Eftir að leiðir Nínu og Svavars
skildu fækkaði fundum okkar en allt-
af rákumst við þó saman af og til og
það var jafnan hressandi. Ég og fjöl-
skylda mín þökkum henni samveru-
stundirnar og vináttuna og vottum
aðstandendum samúð. Blessuð sé
minning Nínu.
Steingrímur J. Sigfússon.
JÓNÍNA
BENEDIKTSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar um Jón-
ínu Benediktsdóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga. Höfundar eru: Sonja, Þóra
Grétarsdóttir, Hrefna og Oddný og
samstarfsfélagar.