Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hlíðasmára 11, Kópavogi
sími 517 6460
www.belladonna.is
Réttu stærðirnar
Sýnd kl. 10.10
DIARY OF A MAD BLACK WOMAN
ÓVÆNTASTA
GRÍNMYND ÁRSINS
Skráðu þig á bíó.is
Sýnd kl. 4 m. ísl tali
SJ. blaðið
Kvikmyndir.com
MORGUNBLAÐIÐ
Fréttablaðið
JENNIFER
LOPEZ
JANE
FONDA
MORGUNBLAÐIÐ
Fréttablaðið
SJ. blaðið
Kvikmyndir.com
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA I I Í
Sýnd kl. 5.20 , 8 og 10. 45 B.I 10 ÁRA
JENNIFER
LOPEZ
JANE
FONDA
FRÁBÆR GRÍNMYND
FRÁ LEIKSTJÓRA
LEGALLY BLONDE
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA I I Í
kl. 4, 7 og 10
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15
Sýnd kl. 5.50 og 8
AÐSÓKNARMESTAMYND ÁRSINS
AÐSÓKNARMESTAMYND ÁRSINS
9. júní Miðasala opnar kl. 15.30
FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ
LEIKSTJÓRA LEGALLY BLONDE
KINGDOM
OF HEAVEN
ORLANDO
BLOOM
HL mbl l
Sýnd kl. 5 og 8 B.I 16 ÁRA
Sýnd kl. 4, 5, 7, 8 og 10 B.I 10 ÁRA
x-fm
x-fm
AÐSÓKNARMESTAMYND ÁRSINS
AÐSÓKNARMESTAMYND ÁRSINS
Eitt af því sem upp úr stendurí hinni bráðvel heppnuðukvikmynd Dags Kára Pét-
urssonar Voksne mennesker er
frammistaða leikaranna. Dagur
Kári hafði áður sýnt það, bæði í
stuttmyndum sínum og Nóa albínóa,
að hann er ansi naskur þegar að því
kemur að finna réttu leikarana til að
leika persónurnar sem hann hefur
skapað. Nærtækast er að nefna því
til stuðnings að hann svo að segja
„uppgötvaði“ Tómas Lemarquis er
hann fól þessum svo til óreynda leik-
ara hið vandasama hlutverk Nóa, og
nú er Tómas við að hasla sér völl í
Frakklandi sem leikari og mun m.a.
fara með hlutverk í myndinni La
Maison de Nina sem frumsýnd verð-
ur síðar á árinu.
Leikaraliðið í Voksne mennesker
er danskt og fara þrír ungir og upp-
rennandi leikarar með veigamestu
hlutverkin. Þetta eru þeir Jakob
Cedergren og Nicolas Bro sem leika
vinina, slæpingjann Daniel og fót-
boltadómarann Afa, og Tilly Scott
Pedersen sem leikur Franc, af-
greiðslustúlku í bakaríi sem þeir
falla báðir fyrir.
Bro er orðinn nokkuð þekkt and-
lit í Danmörku, eftir að hafa leikið í
myndum á borð við Rembrant og
Reconstruction og sjónvarpsþátt-
unum Taxa og Rejseholdet sem báð-
ir hafa verið sýndir í Sjónvarpinu.
Cedergren hefur einnig sést í gesta-
hlutverkum í vinsælum sjónvarps-
þáttum á borð við Örninn og Nikolaj
og Julie en Pedersen er, líkt og
Tómas í Nóa, að þreyta frumraun
sína sem kvikmyndaleikari en hún
hefur fram að þessu starfað sem fyr-
irsæta í New York, þar sem hún býr.
Þegar ég hitti þau Bro og Ped-ersen í maímánuði á kvik-
myndahátíðinni í Cannes, þar sem
myndin var í Un Certain Regard-
dagskránni, voru þau greinilega
svífandi á bleiku skýi, rígmontin af
myndinni, enda hafði hún fengið ríf-
andi góðar viðtökur gagnrýnenda í
Danmörku og á hátíðarsýningunni í
Cannes.
Þau eru eins ólík og hugsast get-
ur; hann grófgerður og mikill vexti,
reykjandi fílterlausan Camel, kóf-
sveittur í Miðjarðarhafshitanum,
ákafur og ör, viðræðufús með ein-
dæmum á meðan hún er fíngerð og
forkunnarfögur, hæglát og hlé-
dræg.
Þau segjast bæði vera einkar stolt
af myndinni og að hún skuli hafa
fengið inni á Cannes-hátíðinni. „Það
er alltaf gaman þegar dönsk mynd
kemst á svona stóra hátíð,“ segir
Bro. Íslendingurinn heggur að sjálf-
sögðu eftir þessu – dönsk mynd – og
spyr hvort þau líti nú ekki líka á
hana sem íslenska að hluta. „Jú,
reyndar, mikil ósköp. Hún er auðvit-
að líka íslensk. Dagur er íslenskur
og það leynir sér ekki. Miðað við
þær íslensku myndir sem ég hef séð
þá er myndin alveg eins mikið ís-
lensk og dönsk í mínum huga,“ leið-
réttir Bro sig, en þó ekki í neinum
afsökunartón.
En skiptir þjóðernið einhverju
máli?
„Já, það gerir það vissulega á
svona vettvangi; þegar komið er á
svona stóra alþjóðlega hátíð. Þá er
þetta farið að verða eins og HM í fót-
bolta og spurning um hvaða þjóðir
eru með í keppninni.“
Aðspurð hvort þau hafi greint ein-
hvern mun á að vinna með íslensk-
um leikstjóra þá segjast þau vissu-
lega hafa orðið þess vör á stundum
að þau væru ekki að vinna með
Dana.
Bro, sem er fæddur og uppalinn
Kaupmannahafnarbúi, segir að það
fari ekki á milli mála að sú mynd
sem dregin sé upp af borginni í
myndinni hafi fæðst í hugskoti
gestsins, einhvers sem ekki er frá
Kaupmannahöfn.
„Þetta ljóðræna, rómantíska sjón-
arhorn sem Dagur hefur fundið er
eitthvað sem við hin, sem höfum lif-
að þarna og hrærst allt okkar líf,
höfum einfaldlega ekki komið auga
á. Fegurð sem er of nálæg, beint fyr-
ir framan nefið á okkur en erum of
upptekin til að koma auga á. Það er
afrek út af fyrir sig að gera Kaup-
mannahöfn að rómantískri París,
svarthvít Kaupmannahöfn eins og
sú París sem þeir bjuggu til á tímum
frönsku nýbylgjunnar. Það þarf ein-
hvern utanaðkomandi til að hafa
auga fyrir slíku.“
„Dagur hefur alveg sérstakt auga
fyrir Kaupmannahöfn og dregur
upp mynd af borginni – alveg ein-
staklega fallega og rómantíska –
sem ég hef aldrei séð áður,“ segir
Pedersen sem á reyndar rætur að
rekja til Jótlands.
Bro segir Dag Kára grafa alveg
sérlega djúpt þegar hann leitast við
að segja sögu, nostri við hana og
gefi sér alltaf tíma til að finna rétta
tóninn. Það sé sérstaklega „kárískt“
í hans huga.
„Ég veit í sjálfu sér ekki hvort
þessi nálgun við kvikmyndagerðina
er eitthvað sérstaklega íslensk; en
hún er mjög norræn, sannarlega
finnsk. Sumar finnskar myndir hafa
greinilega verið gerðar með sama
hugarfari. „Bíddu, bíddu. Ekki
hætta að skjóta. Það liggur ekkert á.
Sjáum hvað gerist.“ Kári lítur þann-
ig inn á við fremur en út á við eftir
rétta efniviðnum en flestir aðrir
kvikmyndagerðarmenn sjá bara út-
litið, myndina sem slíka,“ segir Bro.
Það er eitthvað sem tengir, að mér
finnst, íslenska húmorinn og þann
finnska, sem er frábrugðinn danska,
sænska og norska húmornum. Hann
er skrýtnari, óvæntari. Alveg eins
og húmor Dags Kára.“
Jafnvel þótt Bro finnist Nói albín-
ói segja frá mjög framandi og ís-
lenskum veruleika og Voksne
mennesker kunnuglegum Kaup-
mannahafnarveruleika þá segist
hann sannarlega sjá þarna sterk
tengsl á milli: „Ég sé þetta sem tví-
burasögur. Báðar eru um unga ut-
angarðsmenn á skjön við umhverfi
sitt.“
„Húmorinn er líka svipaður og
báðar taka mjög krappa dramatíska
beygju,“ bætir Pedersen réttilega
við.
„Og í báðum myndum skiptir
umhverfið öllu máli, er ein af höf-
uðpersónum myndarinnar og ör-
lagavaldur; fjöllin í Nóa og hús-
veggirnir í Voksne mennesker. Það
er líka áberandi í báðum myndum
hvernig hann leitar uppi andstæður
í myndmálinu; lítið hús og stórt fjall
í baksýn, lítið hús og stórbygging í
baksýn.“
Bro hefur þekkt Dag Kára síðaná skólaárum þeirra í Kaup-
mannahöfn, þar sem Dagur Kári
lærði leikstjórn og Bro leiklist. Skól-
arnir okkar eru hlið við hlið og við
áttum það til að vinna stundum sam-
an því ég í nokkrum af skólaverk-
efnum hans.
Pedersen býr í New York og seg-
ist hafa komist í samband við Dag
Kára á síðasta ári, Anja Philip, sem
aðstoðaði Dag Kára við að skipa í
hlutverkin, hefði bent honum á
hana og þau hefðu svo átt fund þeg-
ar Nói var frumsýnd í New York og
hann ráðið hana í hlutverkið eftir
það. „Ég hef aldrei leikið áður í
kvikmynd, kláraði skólann í New
York fyrir einu og hálfu ári og hef
leikið í nokkrum leikritum þar síð-
an, en þökk sé Degi þá hef ég nú
komist í kynni við danska kvik-
myndabransann.“
Að fá stórt hlutverk í danskri
mynd er líka eitthvað sem ekki ber
að vanmeta því þótt framleiddar séu
að jafnaði fleiri myndir þar en á hin-
um Norðurlöndunum er ekki hlaup-
ið að því fyrir leikara að komast að.
Aðspurður tekur Bro undir það
þegar þau eru spurð hvort hringur
danskra kvikmyndaleikara sé ekki
óvenju lítill og þröngur.
„Það finnst mér. Það mætti vera
meiri endurnýjun. Alltaf sömu leik-
ararnir sem landa stóru og góðu
hlutverkunum; eins og enginn þori
að veðja á nýja leikara. Ekki nóg
með það heldur fá þeir líka öll hin
verkefnin; að leika í auglýsing-
unum. Það er ekki leikurunum að
kenna heldur framleiðendum. Það
er gríðarleg samkeppni milli kvik-
myndaleikara í Danmörku, enda
eru þetta tveir aðskildir heimar;
kvikmyndaleikarar og sviðsleik-
arar.“
Bro og Pedersen eru sammála um
það hafi verið mjög skemmtileg
reynsla að taka þátt í gerð mynd-
arinnar: „Súper gaman,“ eins og
Bro orðar það og bæði segjast meira
en til í að vinna aftur með Degi
Kára.
Að fullorðnast í „kárísku“ Köben
’Þetta ljóðræna, rómantíska sjónarhorn semDagur hefur fundið er eitthvað sem við hin,
sem höfum lifað þarna og hrærst allt okkar líf,
höfum einfaldlega ekki komið auga á.‘
AF LISTUM
Skarphéðinn Guðmundsson
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Dagur Kári, Nicolas Bro og Tilly Scott Pedersen við óvenjulegar aðstæður; umvafin skýjum klæddri Cannes.
skarpi@mbl.is
Voskne mennesker er sýnd í
Háskólabíói.