Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þ
að er engin frétt fyrir mig að það
mælist léleg nýliðun í dag,“ segir
Kristinn Pétursson, fram-
kvæmdastjóri og fiskverkandi á
Bakkafirði um þau ummæli sjáv-
arútvegsráðherra að niðurstöður togararallsins
í ár bentu til þess að nýliðun í þorskstofninum
væri léleg hvað varðaði árganga 2001–2004.
„Það er einfalt mál að þorskinn vantaði mat en
rækjustofninn var orðinn 30 prósent af því sem
hann var í fyrra haust og loðnan var að fara á
nýjar slóðir. Hvað átti aumingja fiskurinn að éta
annað en sjálfan sig?,“ segir Kristinn en hann
telur að léleg nýliðun sé afleiðing af of lítilli
veiði. „Hér er um að ræða enn eina staðfest-
inguna á því að hugmyndafræðin fyrir þessari
aflastofnstærð byggist ekki á vísindalegum for-
sendum. Það þarf að endurmeta líffræðilega
þáttinn í þessari stjórnun en hann virðist ein-
faldlega vera rangur.“
Að sögn Kristins gengur núverandi aðferð
þvert á gang náttúrunnar. „Það er líkt og menn
neiti því að náttúran vilji ekki þessa aðferð. Ef
menn ætla sér að ná árangri í stjórnun er það
skilyrði að þeir skilji náttúruna og séu ekki að
vinna á móti náttúrulögmálunum. Í dag virðist
það vera þannig að unnið sé á móti grundvall-
arlögmálum náttúrunnar. Þegar þorskstofninn
hefur verið sem minnstur hefur verið talað um
að hættuástand ríki. Þá var staðreyndin sú að
það var að koma góð nýliðun. Síðan þegar stofn-
inn stækkar kemur ekki góð nýliðun. Þarna
reka menn hausinn í vegginn hvað eftir annað.“
Að mati Kristins er veitt 100.000 tonnum of
lítið á ári og vill hann auka veiðina um 100.000
tonn á ári. „Þegar Hafrannsóknastofnun segir
ofmat þá stenst sú aðferðafræði ekki. Þeir hafa
reiknað þessa ofveiði í 25 ár og það er frávik upp
á 100.000 tonn á ári. Þetta gerir 2.500.000 tonn.
Þeir eru að reyna að þvinga náttúruna til þess
að gera eitthvað sem hún getur ekki. Afrakstur
hafsins ræðst að mínu áliti af því hversu mikil
fæða er til en það er það sem takmarkar stærð
stofnsins.“
Erfitt að opna umræðuna
Kristinn segist afar ósáttur við það hvað um-
ræðan um líffræðilega þáttinn sé lokuð og telur
erfitt að opna umræðuna og fá þetta rætt opin-
skátt. „Það er alltaf einhver feluleikur í gangi.
Ég veit að ráðherra er fullur af vilja til þess að
reyna að opna málið en einhvern veginn reynist
það mjög erfitt. Þannig á að gefa þeim mönnum
sem hafa gagnrýnt þessa aðferðafræði tækifæri
til þess að tjá sig. Þessu fólki hefur verið haldið
niðri í umræðum um hinar líffræðilegu for-
sendur. Það vantar alla samkeppni í sjón-
armiðin,“ segir Kristinn og bætir við að á þessu
sviði ríki alþjóðleg einokun sem sé stjórnað af
Alþjóða hafrannsóknarráðinu.
Ýmislegt hefur áunnist
„Ég er sammála Árna um það að það hefur
ýmislegt áunnist undanfarið, til dæmis viðhorf
sjómanna til umgengninnar við auðlindina. Það
hefur breyst í kjölfarið á þessu kerfi,“ segir
Árni Bjarnason, formaður Farmanna- og fiski-
mannasambands Íslands. „Annars finn ég engin
djúp ný sannindi eða neitt nýtt sem kemur fram
í ræðunni hjá Árna [Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra].“
Léleg nýliðun á áratugnum 1985–1996 varð
ráðherra að umræðuefni, og Árni segir að það
sé einfaldlega staðreynd. „Þannig var það, en
hvers vegna það gerðist treysti ég mér ekki til
að segja til um.“
Sjávarútvegsráðherra sagði m.a. í ræðu sinni
að í raun hefði aldrei tekist að ná settu mark-
miði um samdrátt í þorskveiðum, og oft hefði
munað talsvert miklu. Árni segir að þó það sé
rétt þurfi að velta því fyrir sér hvort það sé aðal
áhrifavaldurinn á stofnstærðina. „Ég held að
það séu fjölmargar ástæður sem hafa meira
með náttúruna að gera heldur en hvort við höf-
um veitt 10 þúsund tonnunum meira eða minna
eitthvert árið. Ég held að það skipti ekki öllu
máli.“
Árni segir að ástæður tengdar náttúrunni,
svo sem nýliðun og fæðuframboð, hafi mikið að
segja og bætir við að hann telji hvalastofninn,
sem stækki með hverju árinu, vera vanmetinn
þátt, hvað sem öllum ferðamönnum líði.
„Ættum að geta lært af 20 ára mistökum“
„Furðuleg röksemdafærsla en hvað eiga
menn að gera þegar þeir eru komnir í þrot?“
segir Jón Kristjánsson fiskifræðingur um um-
mæli sjávarútvegsráðherra. „Það er ásætt-
anlegur árangur að mati ráðherra að stofninn
skuli nú vera álíka stór og þegar kvótakerfið var
sett á.“
Jón segir að það virðist gleymt að árið 1983
varð aflinn arfaslakur, aðeins 300 þúsund tonn
og sá minnsti í áratugi. „Þess vegna var kerfið
sett á, til verndunar þessum stofni. Nú gefur
stofninn af sér 200 þús. tonna veiði. Ásættanlegt
segir ráðherra. Því geta menn einfaldlega ekki
viðurkennt staðreyndir og reynt að leita nýrra
leiða?“
Jón telur að það sé ekki endilega kerfinu um
að kenna því veiðiráðgjöfin sé líffræðilega röng.
„Það er rangt að friða fisk sem sveltur, í þeirri
von að stofninn stækki. Það gerist aldrei og við
ættum að geta lært af 20 ára mistökum. Því ekki
að skipta um ráðgjafa? Þá segir hann [sjáv-
arútvegsráðherra] að veiðin og stofnstærðin
ráðist eingöngu af nýliðun einstakra ára. Held-
ur hann að ástand stofnsins ráði engu þar um,
að nýliðun komi bara úr loftinu?“
Jón telur að ekki sé hægt að ætlast til mikillar
viðkomu í fiskstofni sem lifir á hungurmörkum,
svo mjög að hann étur sín eigin afkvæmi. „En
sumir virðast ekki vilja skilja svo einfaldan
hlut,“ segir Jón að lokum.
Veitt of mikið áratugum saman
„Það sem ráðherrann var að tala um, sem er
svo sem ekkert nýtt, er að við erum búin að vera
að veiða of mikið af þorski áratugum saman, og
afleiðingarnar af því eru að birtast, og hafa ver-
ið að birtast á undanförnum árum og áratug-
um,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ.
Hann segir að reynt hafi verið að byggja upp
þorskstofninn undanfarin ár, en engu að síður
hafi verið veitt langt fram úr því sem ráðlagt
hafi verið. „Það hefur fyrst og fremst verið gert
undanfarin ár vegna þess að smábátum var
leyft að veiða miklu meira heldur en skyn-
samlegt var. Við erum auðvitað bara að súpa
seyðið af því, auk þess sem ofmat á stærð þorsk-
stofnsins á síðasta áratug hefur einnig áhrif.“
Í ræðu sinni sagði Árni M. Mathiesen sjáv-
arútvegsráðherra að aldrei hefði tekist að halda
sig við sett markmið um samdrátt í þorsk-
veiðum. „Hann á sinn stóra þátt í því, að taka
ekki á umframveiðum smábáta sem eru stór-
skaðlegar. Það liggur í hlutarins eðli og búið að
benda á það árum saman. Það hefur blasað við
að það hefur verið veitt langt umfram, og það
vissu það allir, hann frekar bætti í það en hitt
með breytingum á fyrirkomulagi og annað
slíkt,“ segir Friðrik.
„Við þetta bætist að þrátt fyrir að verið sé að
byggja upp hrygningarstofninn, og hann sé um-
talsvert stærri en hann var fyrir nokkrum ár-
um, er samsetning hans mun óhagstæðari en
hún var,“ segir Friðrik. „Það er minna af eldri
fiski, sem gefur meira af sér, og afraksturs-
getan minnkar.“
„Of mikil áhersla er lögð
á veiðar eftir kílóavigt“
Arthur Bogason, formaður Landssambands
smábátaeigenda segir það ekki koma sér á
óvart að ekki hafi tekist að stækka þorskstofn-
inn eins og stefnt var að á sínum tíma. „Ég hef
til fjölda ára sagt að við værum að nota vitlausa
aðferðafræði við veiðarnar. Allt of mikil áhersla
er lögð á veiðar eftir kílóavigt í stað þess að fara
út í aðferðafræði sem felst í því að stýra eftir
veiðarfærum og svæðum,“ segir Arthur.
„Þá tel ég að sú stefna að vernda endalaust
smáfisk á þeirri forsendu að hann hljóti að vaxa
upp og verða stór og mikill þorskur sé grund-
vallarmisskilningur í sambandi við þessa líf-
fræði. Ég sé ekki að smáfiskaverndunin sé að
skila einhverju og eðlilegra væri að stefna að því
að veiða þverskurð úr fiskistofni í stað þess að
skipta sér lítið sem ekkert af því og láta ein-
hvern hluta af þessari köku óáreittan. Skyn-
samlegra væri að veiða mikið af smáfiski þegar
það árar þannig til að mikið er af honum, og öf-
ugt. Þannig ætti að taka sýni af stofnmynstrinu.
Þetta hefur ekki verið gert og ég tel að búið sé
að raska þessu mynstri með afskiptaleysi af
þessum málum undanfarna tvo áratugi.“
Arthur segist ekki viss um að mælitæki Haf-
rannsóknastofnunar sem er togararallið eða
skýrsla stofnunarinnar um ástand nytjastofna
og aflaráðgjöf sýni þann raunveruleika sem
menn búa við. „Staðreyndin er sú að víða eru
menn að veiða vel og fá afla á sóknarvinningum
sem er jafnvel óþekkt á stórum svæðum. Það
finnst mér ekki standast miðað við það að
þorskstofninn sé í jafnmikilli lægð og hann er
samkvæmt tölfræðinni. Ég tel því nauðsynlegt
að skoða hvort tölfræðinni ber saman við það
sem er að gerast á vettvangi. Ég hef heyrt í
mörgum sjómönnum sem eru hissa á því sem
þeir veiða miðað við það hvað lítið á að vera af
þorski.“
Þarf að draga úr þorskveiði
„Það er mjög erfitt að vinna út frá einhverju
sem maður veit ekki hvað er. Það er ljóst að það
hefur ekki tekist að byggja upp þorskstofninn.
Við höfum farið eftir ráðgjöf fiskifræðinga, alla-
vega síðustu árin, en manni finnst vanta eitt-
hvað inn í þá mynd sem við höfum af þorsk-
stofninum,“ segir Helgi Laxdal, formaður
Vélstjórafélags Íslands. Hann kallar á frekari
rannsóknir á því hvers vegna samdráttur í veið-
um hefur ekki þau áhrif að þorskstofninn
stækki. Helgi segir lélega nýliðun vera einn bút-
inn af þeirri heildarmynd af ástandi þorsk-
stofnsins sem þurfi að draga upp.
„Auðvitað vantar meiri nýliðun, en af hverju
vantar hana? Við höfum verið með ágætis
hrygningu og hrygningarstopp í 3–4 vikur á
hverju ári og farið í einu og öllu eftir ráðlegg-
ingum okkar vísindamanna. Þá er það sem
stendur eftir spurningin hvað við erum að gera
rangt. Það eina sem við ráðum við er okkar hlut-
ur, það sem við tökum úr hafinu. Annað er eitt-
hvað sem við ráðum ekki við. Þá liggur beinast
við að draga meira úr veiðinni, það er það eina
sem við höfum.“
Meira fjármagn í rannsóknir
Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjó-
mannasambandsins, sagðist telja eðlilegt að
meira fjármagn yrði sett í rannsóknir á þorsk-
stofninum.
„Það veitir ekkert af því. Menn þurfa til
dæmis að geta séð betur samspilið milli teg-
unda,“ sagði Hólmgeir og benti á að athuga
þyrfti sérstaklega áhrif loðnuveiða á þorsk-
stofninn, eins og Hafrannsóknastofnun væri
farin að gera. Veita yrði fjármagni í rannsóknir
ef áhugi væri á að byggja upp þorskstofninn, en
hann bætti við að ef til vill væri ekki áhugi á því.
„Kannski menn ætli bara að snúa sér að álver-
um,“ sagði Hólmgeir.
Endurmeta þarf líffræðilega þáttinn
Árni M. Mathiesen fjallaði um ástand þorskstofnsins og
lélega nýliðun á sjómannadaginn. Morgunblaðið leitaði eftir
viðbrögðum ýmissa aðila innan sjávarútvegsins.
Morgunblaðið/Alfons
á morgun
Ýtarleg umfjöllun
um tillögur Hafrannsókna-
stofnunar í Úr verinu
Ýsa var það, heillin