Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í raun má segja að Snorri og hiníslensku sagnaskáldin beritöluverða ábyrgð á því aðNorðmenn heimtuðu fullt sjálfstæði fyrir hundrað árum, enda urðu Íslendingasögurnar til þess að efla þjóðernisvitund Norðmanna til muna,“ segir Guttorm Vik, sendi- herra Norðmanna á Íslandi, yfir rjúkandi heitum kaffibolla í sendi- herrabústaðnum við Fjólugötu þar sem hann hefur ásamt Bertil Jobeus, sendiherra Svía á Íslandi, tekið á móti blaðamanni til þess að ræða samband landanna tveggja fyrir og eftir sambandsslitin 1905. Vik heldur áfram: „Íslendingasög- urnar höfðu löngu fallið í gleymsku, en fyrir tilstuðlan Árna Magnússon- ar voru skrif íslensku sagnaskáld- anna aftur hafin til vegs og virðingar og þýdd yfir á m.a. bæði sænsku og norsku. Þannig uppgötvuðum við Norðmenn að við ættum okkur sögu sem sjálfstætt konungsríki sem næði allt aftur til loka 8. aldar.“ Aðspurður segist Vik sannfærður um að breytingin sem fólst í sam- bandsslitunum hafi í sjálfu sér ekki verið tilfinnanleg. „Auðvitað skipti höfuðmáli að utanríkismálin færðust yfir á hendur Norðmanna, en hvað t.d. sjálfsvitund þjóðarinnar varðar þá ber þess að geta að undir nær 90 ára stjórn Svía höfðum við alltaf eig- ið tungumál. Raunar höfðum við mun meira sjálfstæði í sambandinu við Svíþjóð en verið hafði áður undir stjórn Dana. Þannig að að mínu viti var breytingin 1905 fyrst og fremst pólitísks sem og sálræns eðlis frem- ur en t.d. fjárhagslegs eðlis,“ segir Vik og rifjar upp að þjóðaratkvæð- isgreiðsla sem fram fór í Noregi 1905 hafi staðfest að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hafi verið fylgjandi sambandsslitunum, því að- eins 184 Norðmenn studdu áfram- haldandi ríkjasamband en afgangur þjóðarinnar studdi sambandsslitin. Sambandsslitin jákvætt skref Eitt af því sem vekur athygli manna er að sambandsslitin fóru friðsamlega fram, þannig var engu skoti hleypt af í tengslum við slitin og engu blóði úthellt. „Enda voru skynsamir einstaklingar við völd,“ segir Vik. Jobeus tekur undir með starfs- bróður sínum og segist sannfærður um að viljinn til að leysa ágreining á friðsamlegan hátt sé ákveðið þjóð- areinkenni hjá bæði Norðmönnum og Svíum. „Raunar birti sænska dagblaðið Dagens Nyheter fréttir, á þjóðhátíðardegi Norðmanna 17. maí sl., þess efnis að sagnfræðingar hefðu fundið gögn sem sýndu fram á að sænski herinn hefði verið reiðubúinn að ráðast á Noreg við sambandsslitin,“ segir Jobeus og heldur áfram: „Þess ber þó að geta að þetta voru engar nýjar upplýs- ingar, því sagnfræðingar hafa löngum vitað þetta. Eins ber að hafa í huga að þó sænski herinn hafi haft slíkar viðbragðsáætlanir í fórum sín- um þá er alveg ljóst að það var eng- inn pólitískur vilji fyrir hendi um að beita hervaldi. Sænski konungurinn var ávallt þeirrar skoðunar að sam- skipti landanna ættu að vera frið- samleg og að leysa bæri deilurnar með friðsamlegum hætti og þeirri skoðun deildu sænskir stjórnmála- menn,“ segir Jobeus og bendir á að nánast allir hafi gert sér grein fyrir því að það væri ekki spurning um hvort heldur hvenær Norðmenn myndu heimta fullt sjálfstæði. Spurður um viðbrögð almennings í Svíþjóð á sínum tíma við sam- bandsslitunum segir Jobeus trúlegt að einhverjum hafi fundist hlutirnir ganga nokkuð hratt fyrir sig. „En í sögulegu samhengi held ég að flestir sjái ríkjasambandsslitin sem já- kvætt skref þar sem það varð til þess að styrkja þingræðið í Svíþjóð til muna, en fram að þessum tíma hafði nánast allt formlegt vald verið á hendi konungs. Með sambandsslit- unum fengu stjórnmálaflokkarnir í Svíþjóð hins vegar aukið vægi og meiri völd.“ Hugsunarháttur okkar áþekkur sem og gildi og viðmið Talið berst að nútímanum og því hvernig sambandi landanna sé hátt- að í dag. „Tilfinning mín er sú að samskipti og tengsl landanna tveggja hafi aldrei verið betri en nú um stundir,“ segir Jobeus fram að Svíar gætu í raun að sér betri nágranna en N og tekur Vik undir með „Framan af ríkti vissulega minnimáttarkennd hjá No um í garð Svía þar sem vi Svía sem nokkurs konar st ur sem væri stærri og dugle um sviðum,“ segir Vik og te að slík viðhorf séu hins hröðu undanhaldi. „Auðvi komið upp smávægilegir h samskiptunum, en samba anna er í grunninum það það þolir vel slíka hnökra,“ og bendir á að samgangur m anna tveggja sé afar mikill sem margir Norðmenn búa og öfugt. Aðspurðir segja og Jobeus líka mikinn á mennings í hvoru landi fyr fylgjast með því sem geri landinu. Nefnir Vik í því s þau miklu áhrif sem sjónva „Tengsl land- anna aldrei verið betri“ Guttorm Vik, sendiherra N herra Svía á Íslandi, segja ing á friðsamlegan hátt sé Þess er í dag minnst að 100 ár eru síðan ríkja- samband Noregs og Svíþjóðar var leyst upp. Af því tilefni ræddi Silja Björk Huldudóttir við Guttorm Vik, sendiherra Norðmanna á Íslandi, og Bertil Jobeus, sendiherra Svía á Íslandi, um samskipti þjóðanna tveggja í fortíð og nútíð. SAMBANDSSLITA Noregs og Sví- þjóðar er minnst með marg- víslegum hætti, bæði í Noregi sem og erlendis, en norska utanrík- isráðuneytið stendur á árinu fyrir uppákomum í Svíþjóð, Danmörku, Bretlandi, Rússlandi, Bandaríkj- unum, Frakklandi, Japan, Kína og Indlandi, svo nokkur lönd séu nefnd. Hérlendis stendur norska sendi- ráðið fyrir fjölda viðburða á árinu. Nefna má að í dag fer fram mál- þing í Norræna húsinu milli kl. 16 og 18 sem nefnist norrænt frum- kvæði til friðar. Af öðrum við- burðum hérlendis má nefna norska hönnunarsýningu sem verður opnuð á Hönnunarsafninu um miðjan júní, opinbera heim- sókn Valgerd Svarstad Ha kirkju- og menningarmála herra Noregs í byrjun júlí daga á Seyðisfirði um miðj ágústmánuð, flutning á Ma arpassíu eftir Trond Kver Hallgrímskirkju í lok ágús norska daga í Reykjavík s ast í lok september. Hægt skoða dagskrá norska sen ins í heild sinni á vef sendi á slóðinni: www.noregur.i Af öðrum viðburðum í t sambandsslitaafmælisins m að á föstudaginn kemur, 1 munu bæði norsku og sæn ungshjónin vígja nýja brú nefnist Svinesundsbroen o löndin tvö saman á hraðbr E6 milli Gautaborgar og Ó Afmælisins minnst me margvíslegum hætti VEIÐAR OG VÍSINDI Ummæli Árna M. Mathiesenssjávarútvegsráðherra á sjó-mannadaginn um að þorsk- stofninn í hafinu umhverfis Ísland hafi staðið í stað undanfarin 30 ár og lítið stækkað frá því að kvóta- kerfið var tekið upp árið 1983 hljóta að vekja fólk til alvarlegrar um- hugsunar. Í ræðu sjávarútvegsráð- herra kom fram að þorskstofninn hefði verið 839 þúsund tonn árið 1973. Í framhaldi af því hafi komið út hin svokallaða „svarta skýrsla“, sem hafi verið upphafið að viðleitni til að stjórna veiðunum. Þegar kvótakerfið var tekið upp var stofn- inn 803 þúsund tonn, en í fyrra mældist hann 854 þúsund tonn. „Þá má segja að við séum nú rúmum 30 árum síðar ennþá í sama farinu,“ sagði Árni. Tilgangurinn með stýringu fisk- veiða var ekki að hjakka í sama farinu, heldur að vinna vísindalega að því að stækka þorskstofninn á ný. Árið 1963 var þorskstofninn um 1,3 milljónir tonna og 1955 um 2,3 milljónir tonna. Slíkar tölur munu ef til vill ekki sjást á ný, en markmiðið var að nálgast þær. Morgunblaðið hefur til þessa haldið því fram að rétt væri að fylgja tilmælum vísindamanna um það hvernig rétt væri að haga fisk- veiðum. Um betri gögn væri ekki að ræða og því ekki á öðru að byggja. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir í Morgunblaðinu í gær að eins og stofnunin hafi margoft bent á hafi verið sótt of stíft í þorskstofninn og lengi veitt umfram ráðgjöf hennar. Ýmsar aðrar ástæður hafa verið nefndar fyrir því að illa hafi gengið að ýta undir stækkun stofnsins og má þar nefna brottkast. Það þýðir hins vegar ekki að líta fram hjá því að fiskveiðistefnan er komin í öng- stræti. Að standa í stað kann að vera betri árangur en náðst hefur víðast hvar í kringum okkur, en það er engu að síður ekki nógu gott. Það er því ærin ástæða til að fara ræki- lega yfir þær aðferðir, sem beitt hefur verið hingað til, og kanna rækilega hvort við höfum látið ónýtta möguleika eða leiðir til að efla vitneskju um viðgang fiski- stofnanna í hafinu og um leið glatað tækifærum til að ná árangri í fisk- veiðistjórnun. Á undanförnum árum og áratug- um hafa ýmsir orðið til þess að bera brigður á aðferðafræði og niður- stöður Hafrannsóknastofnunar án þess að hafa fengið hljómgrunn þeirra, sem móta fiskveiðistefnuna. Getur verið að ekki hafi verið hlust- að á þessar raddir af nægilegri sanngirni? Sjávarútvegur er enn helsta burð- arstoð íslensks efnahagslífs þótt aðrar greinar eflist jafnt og þétt. Forsenda öflugs sjávarútvegs er jafnvægi í lífríki hafsins og skyn- samleg fiskveiðistjórnun. Nú er ljóst að þær aðferðir, sem beitt hef- ur verið í rúmlega tvo áratugi hafa ekki skilað þeim árangri, sem von- ast var eftir. Það er því full ástæða til að staldra við og fara rækilega yfir þær forsendur, sem hingað til hafa verið gefnar, og eins að taka al- varlega athugasemdir og gagnrýni. Aðferðum við fiskveiðistjórnun ber ekki að breyta með offorsi. Hins vegar er ástæðulaust að gefa lítið út á kenningar annarra af þeirri ástæðu einni að þær stangist á við ríkjandi kenningar – ekki síst þegar ríkjandi kenningar skila ekki tilætl- uðum árangri. Vitaskuld má ekki slaka á vísindalegum kröfum, en máttur vísindanna er ekki síst fólg- inn í því að skoða alla möguleika og tilgátur með opnum huga. ARFLEIFÐ FRIÐAR OG SAMSTARFS Í hartnær tvær aldir hafa þjóðirNorðurlanda borið gæfu til að leysa ágreiningsefni sín með friðsam- legum hætti. Sambandsslit Noregs og Svíþjóðar, sem minnzt er í dag, eru eitt merkasta dæmið um það. Þótt mörgum sænskum ráðamönnum mis- líkaði stórlega uppsögn norska Stór- þingsins á konungssambandinu 7. júní 1905 og bæði lönd settu heri sína í viðbragðsstöðu, urðu sjónarmið friðarins ofan á bæði hjá Norðmönn- um og Svíum. Norðmenn halda í ár upp á 100 ára afmæli hins endurreista norska kon- ungdæmis. Bæði þeir og Svíar geta minnzt þess með stolti, að engu blóði var úthellt við sambandslitin. Sömu sögu er að segja af sambandsslitum Danmerkur og Íslands 39 árum síðar. Og milliríkjadeilur, sem komið hafa upp á milli norrænu ríkjanna allt frá upphafi 20. aldar, hafa verið leystar með samningum eða dómum, t.d. deila Noregs og Danmerkur um yf- irráð á Austur-Grænlandi og átök Svíþjóðar og Finnlands um stjórn Álandseyja. Oft var ófriður á Norðurlöndum fyrr á öldum. Norðurlandaþjóðunum lærðist hins vegar í tímans rás að það er miklu fleira, sem sameinar þær en sundrar; sameiginleg saga, menning og málskilningur. Samstarf Norður- landanna er einstakt meðal ríkja heims; nánara samfélag þjóða er tæp- ast að finna, enda ber okkur Norður- landabúum að hlúa að norrænu sam- starfi sem við framast getum. Í ljósi þessarar sögu er vel við hæfi að Noregur, Svíþjóð og Ísland efni í dag til málþings um „norrænt frum- kvæði til friðar“, þar sem m.a. verður rætt um viðleitni norrænu ríkjanna til að stilla til friðar í deilum annars staðar á hnettinum. Norðurlandabú- um ber raunar skylda til að miðla mikilvægri reynslu sinni af friði og samstarfi í stað átaka til annarra. Einn lykillinn að farsælu samstarfi Norðurlandanna er sú virðing, sem norrænu þjóðirnar hafa sýnt menn- ingu og sérkennum hver annarrar – „sá er öðrum beztur, er sjálfs sín not- ið fær,“ eins og Tómas Guðmundsson orti í kvæði sínu um Norðurlanda- hugsjónina. Það er boðskapur, sem á fullt erindi við heimsbyggðina – og sem Norðurlandabúar eiga aldrei að gleyma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.