Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 17
Mývatnssveit | Senn fara ungar að skríða úr eggjum og því er best aðláta fuglinn hafa frið með sitt héðan af. Þær stöllur Elísa- bet Kristjánsdóttir landvörður og Athena Neve gengu fram á hreiðurheiðagæsar þar sem þær voru á ferð um víðáttur Möðru- dals um helgina. Þær dást að eggjunum en láta þau óhreyfð. Í fjarlægð sér á Geldingafell og Vegahnjúk. Ljósmynd/BFH Ungar fara að skríða úr eggjum Hreiður Akureyri | Austurland | Landið | Suðurnes Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Bygging nýs húss fyrir Byggðasafn Garðsins er á lokastigi. Safnið hefur haft aðstöðu í gömlum útihúsum vita- varðarins á Garðskaga en fær nú veg- legri umgjörð í nýju húsi. Byrjað er að setja upp nýja sýningu í safninu og verður spennandi að sjá útkomuna þeg- ar safnið verður opnað í byrjun júlí. Á efri hæð safnhússins verður opnaður veitingastaður á sama tíma. Safnið og veitingastaðurinn eru liður í þeirri við- leitni bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs að efla ferðaþjónustu í bænum. Fjöldi fólks kemur út á Garðskaga en þar hefur litla þjónustu verið að fá til þessa. Ekki er langt síðan þar kom hreinlætisaðstaða og upplýsingaskilti um helstu fuglategundir. Þegar veit- ingastaðurinn verður opnaður geta gestir Garðskagans sest niður til að fá sér kaffibolla og aðrar veitingar. Auglýst var eftir tillögum að nafni veit- ingastaðarins og verða úrslit úr sam- keppninni tilkynnt á næstunni. Mér finnst einsýnt að það verði tengt staðn- um, Garðskaga, eða Skagagarðinum fræga sem Garðurinn dregur nafn sitt af, og er þarna í næsta nágrenni.    Útskálar eru nánast helgur staður í huga Garðbúa. Það finnst greinilega þegar rætt er um gamla íbúðarhús prestsetursins sem hefur verið óíbúð- arhæft og í niðurníðslu árum saman. Fjöldi áætlana hefur verið gerður um lagfæringar þess og endurbyggingu í upprunalegri mynd en aldrei orðið neitt úr. Það er von að íbúarnir séu orðnir svartsýnir á að nokkurn tímann verði úr þessu bætt. Nú hefur duglegt fólk undir forystu Jóns Hjálmarssonar safnaðarformanns komið málinu af stað enn einu sinni. Stefnt er að uppbyggingu hússins sem Menningarseturs þar sem lögð verður áhersla á sögu Útskála og annarra prestsetra í landinu. Þar virðist fundinn tilgangur og vonandi tekst að ljúka verkinu að þessu sinni. Garðurinn er eins og augnstunginn með húsið eins og það er nú. Úr bæjarlífinu GARÐUR EFTIR HELGA BJARNASON BLAÐAMANN Hákarlavertíðin hjáRíkharði Lúð-víkssyni í Ólafs- firði hófst í vikunni en þá kom hann á bát sínum Kópi ÓF til heimahafnar með hákarl sem vó um það bil tonn. „Þessi var rækilega fastur og átti greinilega ekki að sleppa,“ sagði Ríkharð. „Við lögðum fyrir nokkru og þessi kok- gleypti öngulinn.“ Öng- ullinn er stór og keðjan sem bundin er við hann er sterk. Faðir Ríkharðs, Lúðvík, var með í þessari veiðiferð. Ríkharð vonast til að vertíðin verði góð að þessu sinni. Það bar ekki á öðru en að hákarlinn hefði komist í feitt, því þegar hann hafði verið skorinn komu í ljós nokkrir vænir þorskar og ýmislegt fleira sem börnin höfðu gaman af að skoða. Rík- harð hefur atvinnu af því að verka háharl og selja en hann sagði að senni- lega myndi þessi mynd- arlegi hákarl ekki komast í munn Íslendinga fyrr en eftir svona tæp tvö ár eða með öðrum orðum á „þar næsta þorrablóti“. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Stór skepna Það er ekki oft sem hákarl sést á bryggj- unni nú orðið og því höfðu börnin ómælda ánægju af því að sjá skepnuna og ekki síst þegar hún var skorin. Þessi kokgleypti öngulinn Ekið var á hryssuMagnúsar Ólafs-sonar og varð að aflífa hana. Magnús vildi bætur frá tryggingafélagi bílsins. Eitthvað var þrátt- að um greiðslur og sagði Jón Sigurðsson umboðs- maður að Níels væri með málið. Í símtali við Níels sagði Jón síðan að nið- urstaða yrði að nást, ann- ars fengi Níels á sig níð- vísu frá Magnúsi. Magnús orti: Eftir svari ennþá bíð alltaf hjá mér skapið harðnar. Brátt ég yrkja neyðist níð um Níels, Jón og tryggingarnar Ekki liðu margir dagar áður en greiðsla kom fyrir hryssuna. Þá orti Magnús: Bætt nú hefur Trygging tjón tel því nauðsyn ríka. Þér að senda þakkir Jón og þessum Níels líka. Friðrik Steingrímsson yrkir: Ýmsir þeir er stökkva í stríð standa völtum fótum, en ef Magnús yrkir níð á hann rétt á bótum. Af tryggingum pebl@mbl.is Húnavellir | Landsbyggðin á stöðugt í vök að verjast gegn óblíðum lögmálum efna- hagslífsins, segir í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi samtakanna Landsbyggð- in lifir á Húnavöllum um helgina. Fyrirtæki eru lögð niður og fjárfest er í nýjum út frá hagsmunum fárra sem ráða yfir fjármagni, en ekki út frá vilja eða ósk- um íbúanna í hinum dreifðu byggðum. Al- þingismenn og ríkisstjórn hafa ekki megn- að að efla atvinnutækifæri til að vega á móti vaxandi misvægi, og í raun hafa að- gerðir þeirra leitt til þess að fækka at- vinnutækifærum á landsbyggðinni, segir í ályktuninni. Í umræðum um samgöngumál verða þær raddir nú háværari að veita eigi fjár- muni úr sameiginlegum sjóðum þjóðarinn- ar út frá höfðatölu. Í stað þess að meg- inatriðið þarf að vera að tengja byggðirnar saman til að skapa betri lífs- skilyrði um allt land. Svar okkar er, segir í ályktuninni: Það er sameiginlegt markmið okkar allra, í þéttbýli og dreifbýli, að okk- ur sé kleift að búa þar sem okkur fýsir að búa, og trúum við því að til þess megi skapa efnahagslegar og félagslegar for- sendur. Landsbyggðarfólk á þá sameiginlegu hagsmuni með íbúum þéttbýlis að öll vilj- um við búa í lífvænlegu samfélagi þar sem vilji okkar er virtur. Slík markmið tryggir enginn fyrir okk- ur, við verðum að vinna að þeim sjálf með eigin frumkvæði og samstöðu. Í vök að verj- ast gegn lög- málum efna- hagslífsins Ólafsfjörður | Á fundi bæjarráðs Ólafsfjarð- ar var samþykkt að leggja til við bæjar- stjórn að ráða Þórgunni Reykjalín Vigfús- dóttur í stöðu skólastjóra Grunnskóla Ólafsfjarðar en hún var eini umsækjandinn um stöðuna. Einnig var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að ráða Magnús G. Ólafs- son í stöðu skólastjóra Tónskóla Ólafsfjarð- ar til eins árs en hann var eini umsækjand- inn um stöðuna. Tvær umsóknir bárust um stöðu aðstoðarskólastjóra Grunnskóla Ólafsfjarðar en umsækjendur eru Jóna Vil- helmína Héðinsdóttir og Bjarkey Gunnars- dóttir. Bæjarráð samþykkti að vísa umsókn- um um stöðu aðstoðarskólastjóra til fræðslunefnda til umsagnar. Ráðin skólastjóri ♦♦♦ Mínstund frett@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.