Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 23 MIKIL umræða hefur verið um frumvarp til laga um breytingu á fjarskiptalögum sem samþykkt var sem lög frá Alþingi á síðasta degi þingsins. Nokkur ákvæði laganna hafa staðið upp úr í þess- ari umræðu og gagnrýni helst beinst að þremur ákvæðum þeirra sem gerð verða að umtalsefni hér í þessari gein. Þar er um að ræða ákvæði um geymslu gagna, um skráningu símakorta í farsíma- frelsi og um upplýsingar til lög- reglu um símanúmer og IP-tölu. Þá hefur brugðið fyrir umræðu um heimild lögreglu til hlerunar vegna rannsóknar afbrota. Áður en lengra er haldið er rétt að nefna að meginástæða endur- skoðunar fjarskiptalaga nú var að tryggja lagastoð vegna gerðrar fjarskiptaáætlunar. Fjar- skiptaáætlun var samþykkt á Al- þingi hinn 11. maí sl., um leið og hinar umdeildu breytingar á fjar- skiptalögunum. Gerð fjar- skiptaáætlunar er mjög mikilvæg fyrir uppbyggingu og þróun fjar- skipta hér á landi. Með sam- ræmdri stefnumótun á þessu sviði vilja stjórnvöld stefna að því að auka samkeppnishæfni landsins og stuðla að framþróun í atvinnu- lífi öllum almenningi til hagsbóta. Nú þegar erum við í fremstu röð og fremst viljum við vera. Það má með sanni segja að samþykkt Fjarskiptaáætlunar marki tíma- mót, ekki síst fyrir atvinnulífið (og einstaklinga), menntastofn- anir og hinar dreifðu byggðir. Netið er öflugasta upplýs- ingatæki samtímans Netið er orðið eitt öflugasta upplýsingatæki samtímans. Það tengir byggðir, sameinar fólk og er meginleiðin að upplýsinga- samfélaginu, auk þess sem upp- lýsingatækni, þ.m.t. fjar- skiptatækni, er ein af uppsprettum aukins hagvaxtar hér á landi sem og í Evrópu. Til að raska ekki þessari þróun verð- ur að tryggja öryggi netsins þannig að almenningur og fyr- irtæki geti á það treyst í við- skiptum og daglegu lífi. Aukin áhersla hefur verið lögð á öryggi net- og upplýsingakerfa í starf- semi Póst- og fjarskiptastofnunar, auk þess sem Íslendingar hafa meðal annars í þessari viðleitni gerst aðilar að Net- og upplýs- ingaöryggisstofnun Evrópu (European Network and Inform- ation Security Agency), nýrri stofnun Evrópusambandsins, sem hefur það eitt á sínu verksviði að tryggja og bæta öryggi net- og upplýsingakerfa í álfunni. Evr- ópusambandið hefur lagt ríka áherslu á mikilvægi þess að tryggja öryggi Netsins enda er það ekki hugsað sem athvarf eða skjól fyrir glæpastarfsemi né gettó fyrir stjórnleysingja. Allt þetta leiðir til þess að tryggja þarf eins og unnt er að hægt sé að koma böndum á glæpa- og skemmdarstarfsemi á eða í gegn- um Netið. Eins og alltaf þegar leitast er við að tryggja öryggi al- mennings með aukinni löggæslu og eftirliti takast á andstæð sjón- armið sem ganga oft á grundvall- arréttindi eins og persónuréttindi, friðhelgi einkalífs og önnur grundvallarmannréttindi. Lög- gjafinn verður að vega og meta þessa hagsmuni og finna hæfilegt jafnvægi. Hversvegna breytingar? Ég hef verið spurður að því hvers vegna fjarskiptaráðherrann hafi beitt sér fyrir umræddum breytingum í þágu verkefna lög- regluyfirvalda. Það er því rétt að gera nokkra grein fyrir áð- urnefndum breytingum á fjar- skiptalögunum sem gagnrýndar hafa verið. Breytingarnar eru til- komnar að eindreginni ósk dóms- málayfirvalda og í kjölfar ábend- inga sem Ríkislögreglustjóri kom fram með eftir síðustu endur- skoðun fjarskiptalaga sem gildi tóku á árinu 2003. En einnig vegna gagnrýni í fjölmiðlum og á Alþingi, m.a. frá Jóhönnu Sigurð- ardóttur alþingismanni í ræðu á Alþingi í fyrra þar sem hún sagði fjarskiptalögin vernda barnaníð- inga og glæpamenn og hvatti mjög til breytinga á fjar- skiptalögum í takt við það sem nú hefur verið gert. Ræðu Jóhönnu má nálgast á slóðinn: http:// www.althingi.is/altext/130/03/ r30133252.sgml en umræðurnar í heild á slóðinni: http:// www.althingi.is/ altext/130/03/ l30133242.sgml. Eftir vandlega yfirferð í samgönguráðuneytinu var ákveðið að verða við óskum um breyt- ingar á lögunum um leið og aðrir mik- ilvægir þættir fjar- skiptalaganna voru styrktir. Varðveisla gagna Til að bregðast við þessu var því ákveðið í 7. gr. laganna, að í þágu rannsókna opinberra mála og almannaöryggis verði fjar- skiptafyrirtæki gert að varðveita lágmarksskráningu gagna um fjarskiptaumferð notenda í sex mánuði. Þegar eru í fjar- skiptalögum ákvæði varðandi um- ferðargögnin, sem að mestu eru þegar geymd í dag, en sú heimild náði aðeins til þess að geyma gögn svo lengi sem reikningar yrðu véfengdir. Lenging geymslu- tímans miðar að því að tryggja að lögregla og ákæruvald hafi nægj- anlegt svigrúm til að upplýsa brot á netinu en leggja verður sér- staka áherslu á að þessi gögn eru ekki aðgengileg lögreglu nema að undangengnum úrskurði dómstóla í samræmi við skilyrði 86. og 87. gr. laga um meðferð opinberra mála, nr. 19/1991. Með ákvæðinu er aðeins verið að tryggja tilvist gagnanna en þeim ber síðan að eyða að sex mánuðum liðinum. Komið var til móts við at- hugasemdir við frumvarpið, m.a. frá Persónuvernd, og geymslu- tíminn styttur úr einu ári niður í 6 mánuði, en stofnunin taldi eins árs geymslutíma ekki samræmast meðalhófssjónarmiðum sem ber að viðhafa við meðferð persónu- upplýsinga. Hinn upphaflegi eins árs geymslutími byggðist á lægstu tímamörkum í sambæri- legri tillögu fjögurra ríkja ESB til framkvæmdastjórnarinnar varðandi geymslu fjarskipta- gagna. Fyrir liggur að ESB mun setja aðildarríkjunum viðmið að þessu leyti og skv. upplýsingum frá formanni fjarskiptanefndar ESB mun sú tillaga koma fram í sumar og mun væntanlega eins og aðrar reglur á sviði fjarskipta verða innleidd hér. GSM-frelsi Varðandi skráningu á GSM- frelsiskortum samkv. 8. gr. lag- anna er gert ráð fyrir heimild Póst- og fjarskiptastofnunar til að setja reglur um skráningu þeirra í samstarfi við Neyðarlínu, lög- reglu og farsímafyrirtæki í því skyni að stuðla að auknu öryggi við notkun farsíma. Um nokkurt árabil hafa slík kort í farsíma ver- ið seld án þess að skráning fari fram á kaupanda eða vænt- anlegum notanda þeirra. Kortin má kaupa víða, þar á meðal á bensínstöðvum og í söluturnum, og þau hafa númer sem ekki eru tengjanleg neinum notanda, nema notandinn óski sérstaklega eftir því. Þetta veldur vandkvæðum í rannsóknum lögreglu þegar tækin eru notuð til refsilagabrota. Má hér nefna ónæði og hótanir sem settar eru fram í tali eða með SMS-skilaboðum. Með óskráðum númerum er því mögulegt að stunda refsiverða hegðun í skjóli nafnleyndar. Í sumum löndum Evrópu er þetta ekki heimilt, t.d. í Noregi. Þá eru vandkvæði þessu samfara tengd hlustun lögreglu á símtölum, einkum í tengslum við rannsóknir fíkniefnabrota. Með ákvæðinu er gert ráð fyrir að verði skráningin tekin upp verði það gert í samráði við hags- munaaðila á þessu sviði. Upplýsingar vegna símanúmers og IP-tölu Fram að þessu hefur verið litið svo á af hálfu fjarskiptafyrirtækj- anna að upplýsingar um símanúmer (leyninúmer) og hver sé notandi IP-tölu (sem er einkenn- isnúmer hverrar tölvu) falli undir fjarskiptaleynd og með þær skuli fara sem aðrar upplýs- ingar um innihald fjarskipta. Af þessu hefur hlotist nokkur fjöldi mála sam- kvæmt upplýsingum lögreglu þar sem lögregla hefur leitað úrskurðar um það eitt hver sé notandi IP- tölu. Fallist er á að persónulegar upplýsingar séu bundnar við efni fjarskipta og í skrám yfir teng- ingar fjarskiptatækja hvert við annað eru engar slíkar upplýs- ingar bundnar við símanúmer eða IP-tölu eina sér. Með túlkun á ákvæðum 86. og 87. gr. laga um meðferð opinberra mála hafa ein- faldar upplýsingar um símanúmer og IP-tölu því verið lagðar að jöfnu við hleranir og aðrar að- gerðir lögreglu sem ganga sýnu lengra inn á persónuréttindi og friðhelgi einkalífs almennings, þrátt fyrir að grundvallarmunur sé þar á. Af þessu leiðir að lög- regla getur ekki fengið upplýs- ingar um leyninúmer og IP-tölu nema um sé að ræða brot sem varðar annað hvort 8 ára fangelsi eða að um ríka almanna- eða einkahagsmuni sé að ræða. Í tveimur nýlegum dómum Hæstaréttar var lögreglu synjað um upplýsingar um notanda IP- tölu á þessum grundvelli þrátt fyrir að það væri það eina sem þyrfti til að upplýsa verknaðinn. Við þessu varð að bregðast og því er með 9. gr. laganna tekin upp heimild til handa lögreglu til að afla upplýsinga frá fjarskiptafyr- irtækjum um hver sé eigandi ákveðins símanúmers og not- endur IP-talna, án úrskurðar dómara. Ef þetta ákvæði hefði ekki náð fram að ganga væri lög- reglu gert ókleift að aðhafast vegna brota á netinu nema í al- varlegustu tilvikunum. Síðan má deila um það hvort engu að síður hefði átt að skilyrða þennan aðgang lögreglu að síma- númeri eða IP-tölu við heimild frá dómstólum en setja vægari brota- viðmið. Ef það hefði verið gert hefði það engu að síður leitt til þess öll brot undir því viðmiði yrðu ekki upplýst. Þessi breyting á lögunum er í samræmi við norskar og danskar lagaheimildir. Með ákvæðum laganna eins og þeim er nú breytt er verið að gera greinarmun á eðli upplýs- inga, þ.e. annars vegar upplýs- inga sem lúta að innihaldi og hins vegar einfaldra upplýsinga um eiganda símanúmers eða IP-tölu, sem fela ekki í sér sérstakar per- sónuupplýsingar eða lúta að frið- helgi einkalífs en eru nauðsyn- legar lögreglu til að upplýsa brotastarfsemi á netinu. Hlerunarbúnaður Í umræðunni um lögin hafa ýmsir farið mikinn í blöðum og látið að því liggja að fyrirhuguð væri stórfelld og aukin heimild lögreglu til hlerunar símtala. Það á auðvitað ekki við nein rök að styðjast. Með ákvæðum um hler- unarbúnað í 2. gr. laganna var í engu verið að breyta fyrri fram- kvæmd, aðeins verið að styrkja lagaheimildina og kveða skýrar á um skyldu fjarskiptafyrirtækis varðandi aðgang að búnaði til hlerunar. Rétt er að taka fram að til þess að lögregla fái heimild til hlerunar símtala þarf eftir sem áður úrskurð dómara. Gætt er persónuverndar Þær breytingar, sem nú hafa verið gerðar á fjarskiptalögunum, eru í samræmi við 15. gr. per- sónuverndartilskipunar Evrópu- sambandsins og með þeim er í engu gengið inn á friðhelgi heim- ilisins eða vegið að 71. gr. stjórn- arskrárinnar, hvað þá að verið sé að brjóta gegn mannréttinda- sáttmála Evrópu. Sambærilegar heimildir er þegar að finna í lög- um lýðræðisríkja í kringum okk- ur. Þá má benda á að tillagan til framkvæmdastjórnarinnar um að geyma fjarskiptagögn í 12-36 mánuði kom frá einhverjum þekktustu lýðræðisríkjum Evr- ópu, þ.e. Frakklandi, Írlandi, Sví- þjóð og Bretlandi. Þá hefur því verið haldið fram að starfsmenn fjarskiptafyr- irtækja séu berskjaldaðri eftir lagabreytinguna en fyrir hana og að þeir verði tengdari lög- reglurannsóknum en fyrr. Þetta er alveg dæmalaus málflutningur, á sér enga stoð og bendir til al- gerrar vanþekkingar á því hvern- ig staðið er að þessum málum. Það hvernig sífellt er tönglast á að um sé að ræða atlögu að per- sónufrelsi og friðhelgi einkalífs og mannréttindum er aðeins verðfell- ing á þessum mikilvægu rétt- indum. Með lögunum er verið að huga að eðlilegum breytingum er lúta að heimildum lögreglu í því breytta tækniumhverfi sem við lifum í. Það er ljóst að með þeirri laga- breytingu, sem nú hefur verið gerð á fjarskiptalögum, er ekki verið að veita lögreglu heimild til að valsa um og skoða gögn borg- ara án dómsúrskurðar. Hörðustu andstæðingar þessara breytinga hafa haldið því fram að allt efni tölvupóstsendinga verði skráð og þar með innihald tölvupósta. Slíkt er auðvitað fráleitt. Þær upplýs- ingar, sem lögreglu verður heim- ilt að nálgast án dómsúrskurðar, eru aðeins upplýsingar um hver sé notandi IP tölu annars vegar og eigandi símanúmers hins veg- ar. Þessar upplýsingar eru þess eðlis að þær kalla ekki á sérstakt mat af hálfu dómstóla en forsenda þess að lögregla afli þessara upp- lýsinga er að það sé gert í þágu rannsóknar opinbers máls. Allar aðrar upplýsingar um umferð eða magn gagnasendinga, tengingar við aðra sem og gögn sem frá tölvu koma o.s.frv. getur lögregla ekki nálgast án atbeina dómstóla og er í engu verið að breyta lög- um að þessu leyti. Með þessum breytingum er verið að auka ör- yggi þeirra sem nota Netið og fjarskipti og senda skýr skilaboð um vilja löggjafans og stjórnvalda til þess. Verið er að bregðast við ákveðnum vanda en í engu verið að brjóta gegn friðhelgi einkalífs eða mannréttindum. Með ákvæð- inu er verið að verja möguleika almennings og fyrirtækja til að nýta Netið okkur öllum til hags- bóta. Það dettur vonandi engum í hug að Netið eigi að vera sérstakt athvarf fyrir brotamenn. Netið verður öruggara á eftir og per- sónuréttindi og friðhelgi verða betur varin en áður. Af fjarskiptum og frelsi Eftir Sturlu Böðvarsson ’Með lögunum er veriðað huga að eðlilegum breytingum er lúta að heimildum lögreglu í því breytta tæknium- hverfi sem við lifum í.‘ Sturla Böðvarsson Höfundur er samgönguráðherra. og tekur ekki ósk- Norðmenn ð honum. a ákveðin orðmönn- ið litum á óra bróð- egri á öll- ekur fram vegar á itað geta hnökrar í and land- sterkt að segir Vik milli land- auk þess a í Svíþjóð þeir Vik áhuga al- rir sig að ist í hinu samhengi arpið hafi haft sem nútímamiðill. „Hátt í 90% Norðmanna hefur aðgang að sænsk- um sjónvarpsrásum og fylgist með bæði fréttum og vönduðum sænsk- um sjónvarpsþáttum,“ segir Vik og tekur fram að vandfundið sé það barn í Noregi sem ekki hafi séð sænskt barnaefni unnið upp úr bók- um t.d. Astrid Lindgren um Emil í Kattholti eða börnin á Saltkráku. Eðlilega vaknar spurningin hvernig góð sambúð landanna tveggja, sem og hinna Norður- landanna, verði tryggð til frambúð- ar. Veltir blaðamaður upp þeirri spurningu hvort forsaga landanna sé ein og sér nægileg trygging þess að samskiptin verði jafngóð í fram- tíðinni. „Það hefur löngum verið ljóst að Norðurlandaþjóðirnar eru að mörgu leyti afar líkar. Við eigum auðvitað sameiginlega forsögu og búum að sterkum menningar- tengslum sem gerir það eflaust að verkum að hugsunarháttur okkar er áþekkur sem og gildi okkar og við- mið,“ segir Vik og tekur Jobeus und- ir með honum en bendir á að halda þurfi þessum góðu tengslum við með því m.a. að leggja áherslu á gildi sambands og samvinnu Norður- landanna í hugum unga fólksins. „Annað sem skiptir ekki síður máli fyrir sterkt samband Norður- landanna er að við getum skilið hvert annað þó að við tölum hvert okkar eigið tungumál. Auðvitað krefst það þess að Finnar og Íslend- ingar læri skandinavísk mál og vona ég svo sannarlega að þið haldið áfram að leggja áherslu á norræna tungumálakennslu því ég held að það skipti gríðarlega miklu máli fyr- ir sjálfsvitund okkar sem Norður- landaþjóðar að við getum rætt sam- an á eigin máli í stað þess að þurfa að skipta yfir á enskuna,“ segir Vik. Fyrir þá sem lesa vilja sér meira til um sambandsslitin má benda á grein Einar Hreinssonar sagnfræð- ings í síðustu Lesbók. Morgunblaðið/Þorkell Norðmanna á Íslandi, og Bertil Jobeus, sendi- ast sannfærðir um að viljinn til að leysa ágrein- é ákveðið þjóðareinkenni beggja þjóða. silja@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn augland, aráð- í, norska ðjan attheus- rno í st og em hefj- er að ndiráðs- iráðsins is. ilefni má nefna 10. júní, nsku kon- sem og tengir rautinni Óslóar. eð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.