Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 37 MENNING ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐIN á Siglufirði verður að þessu sinni haldin dag- ana 6.–10. júlí og er yfirskrift hátíð- arinnar Sagnir og ævintýri. Að venju koma fjöl- margir innlendir og erlendir lista- menn við sögu, námskeið verða haldin og fjöl- breyttir fyr- irlestrar í boði, að sögn Gunn- steins Ólafs- sonar, listræns stjórnanda hátíð- arinnar. Hátíðin hefst miðvikudaginn 6. júlí með því að Siglufjarðarskarð verður gengið. Að lokinni göngu verður grillveisla í skógræktinni í Skarðsdal. Setningartónleikar há- tíðarinnar verða í Bátahúsinu um kvöldið. Þar leikur hinn nafnkunni Einhyrningur eða Ensemble Uni- corn frá Austurríki ítalska dansa og söngva frá 14. öld á upprunaleg hljóðfæri. Milli laga lesa Theodór Júlíusson og Jóhanna Vigdís Arn- ardóttir leikarar erótískar kímni- sögur úr Tídægru eftir Boccaccio, en þær voru skrifaðar á sama tíma og tónlistin. Tónleikarnir verða endurteknir 7. júlí í Borgarleikhús- inu. Norsk þjóðlagatónlist er fjöl- breytt og af nógu að taka. Að þessu sinni verður á þjóðlagahátíðinni tónlist frá Ögðum og Þrændalögum í brennidepli. Astri Skarpengland, Elizabeth Gaver og Hans-Hinrich Thedens syngja og leika á harðang- ursfiðlur og gítar. Auk þess að koma fram á tónleikum halda þre- menningarnir námskeð í norskum söngvum og dönsum. Til mótvægis við norræna þjóð- lagatónlist kemur Hadji Tekbilek frá Tyrklandi og heldur bæði tón- leika og námskeið fyrir tónlist- arnema í tyrkneskri tónlist. Hann leikur á fjölbreytt þarlend hljóð- færi og hefur Steintrygg, eða þá Steingrím Guðmundsson og Sig- trygg Baldursson, sér til halds og traust. Á námskeiðinu geta nem- endur komið hver með sitt hljóð- færi því tónlistin verður útsett jafn- óðum fyrir þátttakendur. Fjögur ný verk frumflutt Fjögur ný verk verða frumflutt á hátíðinni. „Renata Ivan frá Ung- verjalandi frumflytur 18 hugleið- ingar um íslensk þjóðlög fyrir píanó eftir Ríkarð Örn Pálsson, Kamm- erkór Norðurlands flytur nýtt verk eftir Snorra Sigfús Birgisson á tón- leikum sínum í Siglufjarðarkirkju, Snorri Sigfús frumflytur sjálfur eigin útsetningar á íslenskum þjóð- lögum fyrir ungar píanóhendur og síðast en ekki síst verður í upphafi hátíðar framinn tónlistargjörningur í bræðsluverksmiðjunni Gránu sem hljómar líkt og draugagangur í verksmiðjunni það sem eftir lifir hátíðar. Gjörninginn fremja Davíð Þór Jónsson píanóleikari og Helgi Svavar Helgason og Sigtryggur Baldursson slagverksmenn,“ segir Gunnsteinn. Þjóðlagasveitin Islandica heldur að sögn Gunnsteins, allsérstæða tónleika í Bátahúsinu föstudaginn 8. júlí. Þar mun sveitin leita í sjóð siglfirskra kvæðamanna og vekja til lífsins á ný stemmur sem þeir kváðu um miðja 20. öld og varð- veittar eru í Stofnun Árna Magn- ússonar. Síðar sama kvöld heldur djasstríóið Flís útgáfutónleika á Kaffi Torgi þar sem það rifjar upp helstu lög Hauks Morthens. Tón- leikarnir eru jafnframt útgáfu- tónleikar tríósins. Í takt við lífið – Vertu þú sjálfur Laugardaginn 9. júlí er samfelld tónlistardagskrá frá morgni til kvölds. Hún hefst með kennslu í norskum dönsum og vikivaka og síðdegis verður Þjóðlagasveit Tón- listarskóla Akraness með tónlistar- og ljóðadagskrá í Bátahúsinu. „Sveitin hefur vakið mikla athygli fyrir að blanda saman bráðfjörugri írskri tónlist við djúpvitur ljóð um lífið og tilveruna, ætluð ungu fólki. Flutningurinn nefnist: Í takt við líf- ið – Vertu þú sjálfur. Hann minnir einna helst á leiksýningu þar sem fiðluleikur, söngur, talkór og mynd- ir falla saman í eina órofa heild,“ segir Gunnsteinn. Síðar sama dag syngur Hlöðver Sigurðsson tenór ljóðaflokkinn um Malarastúlkuna fögru eftir Franz Schubert í nýrri íslenskri þýðingu Guðmundar Hansen. Meðleikari Hlöðvers á píanó er Antonia Hevesi frá Ungverjalandi. Um kvöldið verður uppskeruhátíð í Bátahúsinu þar sem afrakstur námskeiða verð- ur sýndur og brugðið á leik með South River Band, ættuðu frá Syðri-Á í Ólafsfirði. Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði lýkur með tvennum tónleikum sunnudaginn 10. júlí. Á þeim fyrri leika Eva Zöllner, Þýskalandi og Kristján Orri Sigurleifsson tónlist fyrir harmónikku, kontrabassa og rafhljóð og nefnist dagskráin Leyndir sálmar. Þar verður m.a. flutt samnefnt verk eftir Úlfar Inga Haraldsson. Botninn í hátíðina slær síðan Sin- fóníuhljómsveit unga fólksins undir stjórn bandaríska hljómsveit- arstjórans Roberts Gutters. Tón- leikarnir nefnast Sagnir frá Nýja heiminum. Á fyrri hluta tón- leikanna verða leikin verk eftir Copland og Gershwin og Dvorsjak. Einleikari í Rhapsody in blue eftir Gershwin verður Víkingur Heiðar Ólafsson á píanó en bræðurnir Matthías og Jóhann Nardeau leika einleik á enskt horn og trompet í Þögulli borg eftir Copland. Loks leikur hljómsveitin 9. sinfóníu Dvorsjaks, Frá Nýja heiminum. Hljómsveitin endurtekur tón- leikana mánudaginn 11. júlí í Nes- kirkju í Reykjavík. Dansað, sungið og gengið til grasa Gunnsteinn segir að allt frá því að Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hóf göngu sína Menningarárið 2000 hafi námskeiðahald þótt ómissandi þáttur í dagskránni. „Þau eru ætluð öllum almenningi, tónlistarnemum sem og börnum svo flestir ættu að finna þar sitthvað við sitt hæfi. Námskeiðin eru ýmist allan eða hálfan daginn og eru bæði á sviði tónlistar, handverks og sagnalistar. Auk námskeiðanna í tyrkneskri og norskri tónlist verður kenndur rímnakveðskapur, hreyfileikir og rytmaspuni, unnið úr textíl og roði, kennd flókagerð og silfursmíði, gengið til grasa og matreitt úr þeim, kennt að tálga í tré að ógleymdu sérstöku námskeiði í því hvernig á að segja sögur. Þá verður boðið upp á senjordansa fyrir eldri borgara, barnadansar og leikir verða fyrir yngstu gestina, leiklist- arnámskeið fyrir stálpaða krakka og slagverksnámskeið fyrir ung- linga. Barna- og unglinga- námskeiðin eru ókeypis fyrir börn fullorðinna þátttakenda. Loks verða haldin tvö hádegiserindi á hátíðinni. Mikael Posch frá Aust- urríki segir frá tónlist á tímum Boccaccios og dr. Vésteinn Ólason fjallar um sagnadansa og Kolfinna Sigurvinsdóttir kennir mönnum sporin.“ Tónlist | Þjóðlagahátíðin á Siglufirði haldin dagana 6.–10. júlí næstkomandi Til mótvægis við norræna þjóðlagatónlist kemur Hadji Tekbilek frá Tyrklandi til Siglufjarðar og heldur bæði tón- leika og námskeið fyrir tónlistarnema í tyrkneskri tónlist. Hann leikur á fjölbreytt þarlend hljóðfæri og hefur Steintrygg, eða þá Steingrím Guðmundsson og Sigtrygg Baldursson, sér til halds og trausts. Einhyrningurinn eða Ensemble Unicorn leikur ítalska dansa og söngva frá 14. öld á upprunaleg hljóðfæri. Erótík og Skarðsganga Gunnsteinn Ólafsson Allar nánari upplýsingar um Þjóð- lagahátíðina á Siglufirði er að finna á www.siglo.is/festival. KVENNAKÓR Garðabæjar hélt allvel sótta vortónleika í Seltjarnarneskirkju á sunnu- dag. Hinn bráðum fimm ára gamli kór hyggur á söngför til Tékklands í miðjum júní og hafði því fjögur lög eft- ir Dvorák á prógramm- inu, Mórav- íska (s.s. Mœrska) dúetta Op. 32 við píanóund- irleik. Af þeim voru miðlögin tvö, Sá von- svikni og Ástarjátning, líflegust; skemmtileg lög með sterkum þjóðlagakeim. Annars var 20 atriða dag- skráin afar fjölbreytt, og tón- leikaskráin til fyrirmyndar vel upp sett, þar sem útsetjenda var ávallt getið, en á því vill oft verða misbrestur. Litlu börnin leika sér í laufléttri raddsetn- ingu Hildigunnar Rúnarsdóttur var efst á blaði og með því fal- legasta sem kórinn söng, því seinna vildi stundum dofna yfir sönggleðinni og jafnvel votta fyrir sigi í tónstöðu. Kom það frekar á óvart, þar sem sáralítið bar á sigi á vortónleikum kórs- ins í fyrra. Hið nýja lag Tryggva Baldvinssonar, Vorgleði, jafn- aðist ekki á við smell hans Krumma, enda lagferlið venju- legra og jafnvel svolítið væmið. Ave Maria (Eyþór Stefánsson) var frekar dauft, en Lindin í fal- legri raddsetningu Guðmundar Norðdahl naut hins vegar góðs af ágætum einsöng stjórnand- ans. Gömul vísa um vorið (Gunnsteinn Ólafsson) kom ágætlega út, þó ekki væri hér reynt við 20 ára gömlu „sveiflu“- útgáfu MK kvartettsins. Kröfu- meira var Ég er heimsins ljós eftir Nystedt mæddi á hæð 1. sóprans en tókst samt vel, enda furðuhreint í inntónun. Tantum ergo Op. 65,2 eftir Fauré var stutt en fallegt, og Mœrsku dúettar luku fyrri hálfleik. 39 kvenna kórinn (14-14-11 í S I, S II & A) fór á tónrænt heimsflakk eftir hlé. Fyrst með Two Eastern Pictures eftir Gustav Holst; bráðfersk lög með framandi keim, einkum hið seinna í mollblendnum lýd- ískum tónstiga, enda textarnir frá Indlandi. Enn exótískari voru Þrjú þjóðlög fyrir kvenna- kór og hörpu úr tónlistararfi nýsjálenzkra Maóra, Indónesa og Japana (hið kunna Sakura); öll tært sungin og kliðmjúkt hljómandi við hörpuleik Marion Herrera er tókst að hugtengjast silkistrengdum kótó-sítra í síð- asta laginu. Eftir hæfilega angurvært haustlag frá Úkraínu, og nokkru bjartara frá Rússlandi er hefði þolað ögn meiri söng- gleði, lauk kórinn dagskrá sinni með nýlegu verki við orgelund- irleik hins ágæta píanista síns, Cantate Domino eftir Rupert Lang (f. 1948). Tókst kórnum mjög vel upp í þessu nokkuð kröfuharða hálfmóderníska stykki, og virtist honum í heild fátt að vanbúnaði til utanfarar. Helzt mætti hann þó brosa að- eins meira. Slíkt heyrist nefni- lega – ekki síður en það sést. Kvennakór á faralds- fæti TÓNLIST Seltjarnarneskirkja Vortónleikar Kvennakórs Garða- bæjar. Helga Laufey Finnbogadóttir píanó, Marion Herrera harpa. Kór- stjóri: Ingibjörg Guðjónsdóttir. Sunnudaginn 5. júní kl. 17. Kórtónleikar Ingibjörg Guðjónsdóttir Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.