Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 27
MINNINGAR
✝ Kristján BellóGíslason fæddist
í Vestmannaeyjum 1.
febrúar 1912. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Sunnuhlíð
31. maí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Gísli Þórðar-
son, sjómaður og
bóndi, f. 8.12. 1877,
d. 7.11. 1943, og Guð-
leif Kristjánsdóttir
húsmóðir, f. 13.10.
1886, d. 22.1. 1917.
Systkini Kristjáns
eru Haraldur, f. 24.4.
1907, d. 24.11. 1989; Sigríður Stef-
anía, f. 1.4. 1908, d. 10.3. 1995; Sig-
ríður Guðlaug, f. 6.8. 1909, d. 19.9.
1971; Fanney, f. 16.12. 1914, búsett
í Kópavogi; Soffía, f. 31.12. 1915,
d. 14.8. 2003.
Eiginkona Kristjáns er Halldóra
Stefánsdóttir, f. á Raufarhöfn 6.8.
1922, húsmóðir og verkakona.
Foreldrar hennar voru hjónin
Stefán Guðmundsson verkamaður
Aron og Rakel Rós. 5) Stefán Rúnar,
f. 2.4.1957, sambýliskona Agla B.
Róbertsdóttir. Stefán á dótturina
Sonju með fyrri eiginkonu sinni
Lindu Hreiðarsdóttur.
Barn Kristjáns með Kristjönu Al-
bertu Hannesdóttur er Vera Fann-
berg, f. 10.7. 1932. Hennar dætur
eru Anna Ingibjörg, Steinunn Krist-
jana og Kristbjörg Sigríður. Barn
Halldóru með Árna Pétri Lund er
Árni Pétursson, f. 28.10. 1938, maki
Svanhildur Ágústa Sigurðardóttir.
Þeirra dætur eru Halldóra Margrét,
Þóra Guðrún, Svava, Sif og Alma
Dögg.
Kristján hlaut almenna menntun
þess tíma en vann síðar við sveita-
störf, sjómennsku, vörubílaakstur
og síðar leigubílaakstur, fyrst á
Litlu bílastöðinni og frá 1946 til
1990 á Hreyfli félagi nr. 203. Krist-
ján og Halldóra voru frumbýlingar í
Kópavogi en þangað fluttu þau úr
Reykjavík 1946. Fyrstu árin voru
þau búsett við Digranesveg en fluttu
1954 að Hátröð 8. Síðan 1988 bjuggu
þau í Vogatungu 101 þar sem Hall-
dóra býr enn.
Kristján dvaldi á Hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð frá árinu 2000.
Kristján verður jarðsunginn frá
Kópavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
og Arnþrúður Mar-
grét Hallsdóttir, hús-
móðir og verkakona,
voru búsett á Raufar-
höfn og eru þau bæði
látin. Börn þeirra
Kristjáns og Halldóru
eru:1) Gísli Þröstur, f.
1.10. 1943, sambýlis-
kona Oddný Sigríður
Gestsdóttir. Börn
Gísla og fyrri konu
hans eru Jóhanna
Birna, Kristján Rafn,
Haraldur Freyr og
Arnar Þór. 2) Guðleif
Kristjánsdóttir, f.
29.1. 1945, maki Helgi H. Eiríks-
son, börn þeirra eru Halldóra
Kristín, Eiríkur Þór og Ívar Örn.
3) Arnþrúður Margrét, f. 7.2. 1947,
maki Hafsteinn M. Guðmundsson,
þeirra dætur eru Erna Rós, d. 24.3.
2002, Soffía Heiða, Kristín Halla,
Haddý Anna og Eva Dögg. 4)
Guðni Svavar, f. 20.11. 1954, d. 7.8.
1984, maki Júlíanna Sóley Gunn-
arsdóttir, þeirra börn eru Davíð
Mig langar að setja niður á blað
nokkur minningabrot um hann pabba
minn sem ég var svo heppin að eiga í
60 ár. Fyrst man ég eftir okkur í
Kópavoginum en þar bjuggum við
fjölskyldan frá 1946, fyrst á Digra-
nesveginum og síðar á Hátröð 8. Að
alast upp í Kópavoginum á þessum
árum voru forréttindi. Þá var það
sveit í borg og þá á ég við sveit í
fyllstu merkingu þess orðs. Fá hús,
fullt af leyndardómum í móunum og
hægt að fara í ævintýraferðir í Digra-
nes, Fífuhvamm og Smárahvamm og
sulla í lækjum, vaða í fjörum og mikið
frelsi. Þá voru fá hús og allir þekktu
alla og í minningunni var alltaf sól og
gott veður. Þá unnu pabbar úti en
mömmur voru heima og hugsuðu um
börn og hús. Pabbi var leigubílstjóri
og vann alltaf mikið og alla daga vik-
unnar en kom alltaf heim í hádegis-
og kvöldmat og reyndi þá að stjórna
traffíkinni á heimilinu. Oft fannst mér
hann ansi fastur á meiningunni og
strangur, sérstaklega þegar ung-
lingsárin tóku við. Fannst mér hann
strangur á útivistartímanum og fékk
maður að heyra það óþvegið ef boðin
voru brotin.
En seinna hugsar maður til þess að
í starfi sínu varð hann vitni að mörgu
í næturlífinu og var að passa börnin
sín því hann var alltaf ástríkur og
góður pabbi sem sagði brandara og
mörg gullkornin eigum við frá hon-
um. Eins og þegar einn í fjölskyld-
unni átti það til að tala hátt og mikið
þá hafði pabbi orð á því að hann væri
„altalandi“ og þá var mikið hlegið.
Eitt var það sem pabbi elskaði
meira en flest annað og það var sveit-
in hans, Fljótshlíðin. Á hverju ári var
farið þangað. Fyrst brunað til Soffu
frænku og Inga í Fljótsdal en þar
bjuggu þau fyrst er ég man eftir
þessum ferðum en seinna í Deild.
Farið í Múlakot út að Stóra Dímon og
í Nauthúsagil þar sem trén uxu í ár-
gljúfrinu og farið í berjamó. Þessar
ferðir voru mikið ævintýri og á þeim
árum stórt ferðalag þar sem keyrt
var yfir ár, læki og miklar ófærur og
það var alltaf „sól og hiti“ í Fljótshlíð-
inni. Í þessum ferðum var óskaplega
gaman hjá öllum þó sérstaklega
pabba sem kominn var „heim“,
þekkti hverja þúfu og hvern bæ og að
mér fannst allt fólkið líka. Síðustu
ferðina fór hann fyrir tæpum tveimur
árum, þá orðinn mikið veikur en varð
ungur í annað sinn með stórfjölskyld-
unni í heimsókn í sveitinni sinni.
Pabbi missti móður sína fimm ára
gamall en þá bjuggu afi og amma í
Vestmannaeyjum. Leystist þá heim-
ilið upp og börnin fóru í fóstur, flest á
bæi í Fljótshlíðinni og undir Eyja-
fjöllin en pabbi fylgdi föður sínum að
mestu. Fann ég oft að þessi aðskiln-
aður við móður sína og systkini hafði
verið honum þungbær.
Pabbi hafði verið mjög heilsu-
hraustur alla ævi þar til hann varð
fyrir slysi í desember 1999 og fór
hann á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð
árið 2000. Leið honum þar vel eftir
aðstæðum og þar má eiginlega segja
að ég hafi kynnst honum aftur og orð-
ið honum nánari en áður, því reglu-
legar heimsóknir og samtöl í róleg-
heitunum færðu mig nær honum
aftur þar sem ég fór mjög ung að
heiman og stofnaði eigin fjölskyldu
og bjó í 20 ár á Rauðalæk í Rang-
árvallasýslu þangað sem þau mamma
heimsóttu mig oft. En ég átti mínar
bestu stundir ein með pabba á
Sunnuhlíð þar sem rabbað var um allt
og ekkert, mikið hlegið svo lengi sem
heilsa hans leyfði. Síðasta ár var hon-
um erfitt og var hann næstum hættur
að geta tjáð sig en alltaf sagði hann að
sér liði vel og tók hlutunum með
æðruleysi.
Starfsfólkinu á Sunnuhlíð vil ég
þakka sérstaklega fyrir góða umönn-
un og nærgætni í hans garð. Hann
lagði mikið upp úr því að vera fínn og
vel til hafður og pössuðu þær alveg
fram á síðasta dag upp á að hann væri
rakaður, vel klipptur, hreinn og fínn
og þakka ég þeim fyrir það.
Þakka þér, elsku pabbi, fyrir að
vera þú. Þakka þér fyrir hvað þú
varst góður við börnin mín og barna-
börnin sem elska afa og langafa afar
heitt. Við fengum að hafa hann lengi
en söknum hans sárt.
Guðleif Kristjánsdóttir.
KRISTJÁN BELLÓ
GÍSLASON
Fleiri minningargreinar
um Kristján Belló Gíslason bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundar eru: Arn-
þrúður, Halldóra Kristín, Eiríkur
og Ívar, Soffía Heiða, Kristín Halla,
Haddý Anna og Eva Dögg.
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Sverrir
Einarsson
Bryndís
Valbjarnardóttir
Oddur
Bragason
Guðmundur
Þór Gíslason
Einsöngur
við útfarir og kistulagnir
Aðstoð við val á tónlist
Sigurður Skagfjörð
sími 861 7697
netfang: sigskag@simnet.is
Helluhrauni 10, 220 Hf.,
sími 565 2566,
www.englasteinar.is
Englasteinar
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Elsku sonur minn, stjúpsonur, bróðir, mágur,
barnabarn og frændi,
SKARPHÉÐINN KRISTINN SVERRISSON,
Ljósuvík 27,
Reykjavík,
sem lést af slysförum föstudaginn 27. maí,
verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju mið-
vikudaginn 8. júní kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Félag
krabbameinssjúkra barna, s. 588 7555.
Sverrir Jónsson, Rannveig Sigurgeirsdóttir,
Erla Jóna Sverrisdóttir, Andri Ottó Ragnarsson,
Erla Egilson,
Jón Guðmundsson
og fjölskyldur.
Látin er
ARNDÍS HANNESDÓTTIR
frá Hnífsdal,
síðast til heimiis að Austurbrún 4,
Reykjavík.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Aðstandendur.
HARALDUR EINARSSON,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn
29. maí sl.
Útför hefur farið fram að ósk hins látna.
Hjúkrunarfólki á Eir eru færðar þakkir fyrir
góða aðhlynningu.
Aðstandendur.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför eiginkonu minnar,
móður, tengdamóður og ömmu,
STEINGERÐAR HÓLMGEIRSDÓTTUR,
Víðilundi 20,
Akureyri,
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Krist-
nesspítala, Dvalarheimilinu Hlíð og Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri fyrir frábæra umönnun.
Guðlaugur Jakobsson,
Þorgerður J. Guðlaugsdóttir, Halldór Jónsson,
Valgerður K. Guðlaugsdóttir, Kristján Davíðsson
og ömmubörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ÖNNU CLÖRU SIGURÐARDÓTTUR,
Lindargötu 57,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir sendum við til lækna, starfs-
fólks á deild A-4 á Landspítala Fossvogi, séra
Pálma Matthíassonar og Varðar Leví Trausta-
sonar og frúar.
Þórir Erlendsson, Valgerður Jóhannesdóttir,
Guðmundur Erlendsson,
Marólína G. Erlendsdóttir, Björgvin Björgvinsson,
Olga Dagmar Erlendsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Skrifstofa Lundar verður lokuð í dag, þriðjudaginn 7. júní, frá
kl. 14.00 vegna útfarar GUNNARS GUNNARSSONAR.
Fasteignasalan Lundur.