Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ALMENNT útboð hlutafjár í Mosa-
ic Fashions hf. stendur yfir þessa
vikuna en til stendur að skrá hlutafé
félagsins í Kauphöll Íslands í síðasta
lagi 21. júní nk. Selt verður hlutafé
fyrir 1,2 milljarða og er það til við-
bótar nýseldu hlutafé fyrir 3,7 millj-
arða. Auk þess stendur til að afla 6
milljarða króna með útgáfu skulda-
bréfa, að því er fram kemur í út-
boðs- og skráningarlýsingu fyrir-
tækisins.
Í almenna útboðinu sem nú stend-
ur yfir er tæplega 91 milljón hluta til
sölu, eða um 3% heildarhlutafjár,
sem seljast á verðinu 13,6. Söluand-
virðið nemur því 1,2 milljörðum
króna. Í lokuðu útboði til stofnana-
fjárfesta um miðjan maí seldist
hlutafé fyrir 3,7 milljarða og nálgast
söluandvirði hlutafjárins því saman-
lagt nærri 5 milljarða króna. Í lok-
aða útboðinu voru seldar rösklega
272 milljónir hluta, eða um 9% heild-
arhlutafjár, á sama verði og nú.
Þessu til viðbótar mun fyrirtækið
afla um 6 milljarða króna með út-
gáfu skuldabréfa. Fjárflæðið frá
skulda- og hlutabréfum mun þar
með alls nema tæpum 10 milljörðum
króna, þegar reiknað hefur verið
með ýmsum kostnaði af útboðum og
endurfjármögnun. Þetta kemur
fram í útboðs- og skráningarlýsingu
Mosaic Fashions.
2% af Bretlandsmarkaði
Mosaic Fashions hf. er eignar-
haldsfélag Mosaic Fashions Ltd.,
sem aftur er móðurfélag fjögurra
tískuvörumerkja fyrir konur: Oasis,
Coast, Karen Millen og Whistles.
Helsti markaður fyrirtækisins er í
Bretlandi og Írlandi en ætlunin er
að víkka starfsemina út á alþjóða-
markaði.
Mosaic Fashions starfar á mark-
aði fyrir kventískufatnað. Í Bret-
landi nemur sá markaður um 52% af
öllum smásölumarkaði með föt í
Bretlandi og er metinn á um 1.900
milljarða króna (röska 16 milljarða
punda). Samanlagður ársvöxtur
kvenfatamarkaðarins var 3,2 til
3,7% á milli áranna 1999 og 2004.
Mosaic Fashions hefur nú u.þ.b. 2%
markaðshlutdeild á kvenfatamark-
aði í Bretlandi, að því er segir í lýs-
ingunni.
Stærsta vörumerki félagsins er
Oasis en þaðan koma 49% tekna
samstæðunnar. Næst stærst er Kar-
en Millen með fjórðungshlut, 17%
veltunnar eru frá Coast og 9% frá
Whistles.
Veltan 42 milljarðar
Vörumerkin fjögur voru í lok fjár-
hagsárs fyrirtækisins seld í 554
verslunum í Evrópu og Bandaríkj-
unum. Verslanir með sérleyfi voru
73 talsins í 15 löndum. Auk þess var
Oasis-deild í 34 stórverslunum í
Kína og 27 til viðbótar hafa síðan þá
verið settar á fót en starfsemi Oasis
í Kína er byggð á samstarfi Mosaic
Fashions við Maiden Fashions Ltd.,
sem hefur reynslu af smásölu í Asíu
og á hvort fyrirtæki um sig helm-
ingshlut.
Samkvæmt bráðabirgða-rekstrar-
reikningi Mosaic Fashions hf. nam
velta félagsins á síðasta rekstrarári,
sem lauk í enda janúar, 356 millj-
ónum punda, eða um 42 milljörðum
íslenskra króna. EBITDA-framlegð
var 13% en þegar tillit hefur verið
tekið til óreglulegra liða í reikning-
um félagsins er framlegðin 14,7%.
Eignir félagsins námu 20. maí sl.
311,5 milljónum punda, eða um 37
milljörðum króna. Skuldir námu
tæpum 200 milljónum króna. Mark-
miðið með skráningu hlutafjár eign-
arhaldsfélagsins í Kauphöll Íslands
er sagt vera að ná til breiðari hóps
fjárfesta, að auka seljanleika hluta-
bréfanna og verðmyndun auk þess
að gera hlutabréf félagsins áhuga-
verðari sem fjárfestingarkost. Ekki
er áformað að skrá hlutafé félagsins
í öðrum kauphöllum.
Grunnur til frekari vaxtar
Hvað varðar fjármögnunarhliðina
er tilgangurinn að fá fjármagn til að
bæta starfsemi Mosaic Fashions eft-
ir nýleg kaup samstæðunnar á Kar-
en Millen og Whistles og að skapa
grunn til frekari vaxtar á alþjóða-
vettvangi.
Oasis virðist hafa hvað mest tæki-
færi til vaxtar, bæði innan Bretlands
og utan. Og eru vonir sérlega
bundnar við vöxt í Kína í samstarfi
við Maiden Fashions.
Lögð er áhersla á það í skráning-
arlýsingunni að dreifing eignasafns-
ins í Mosaic Fashions felist í því að
vörumerkin hafi mismunandi mark-
hópa meðal kvenna m.t.t. til verðs,
gæða vörunnar og aldurs viðskipta-
vina. Og eins og venja er til, er varað
við þeim þáttum sem skapa áhættu í
rekstri fyrirtækisins og meðal þess
sem nefnt er að geti haft áhrif á sölu
kvenfatnaðar eru ytri þættir á borð
við veðurfar, verðbólgu, breytingar
á lánaframboði og atvinnuleysi. Á
meðal helstu innri áhættuþátta eru
hörð samkeppni á markaði, mistök í
innkaupum eða hönnun fatnaðar á
skjön við tísku og eftirspurn.
Hluthafar í Mosaic Fashions hf.
voru 115 talsins í lok maí. Þar af áttu
tíu stærstu hluthafarnir 87% hluta-
fjár en með 3,1% þynningu hlutafjár
eftir almenna útbðoðið verður hlut-
ur tíu stærstu um 84%.
Baugur með stærstan hlut
Stærsti hluthafinn verður eftir
sem áður BG Holding (sem er í eigu
Baugs Groups) með tæpan 37% hlut,
Kaupþing banki mun eiga 10% og
forstjórinn Derek Lovelock 8%.
Lovelock og aðrir æðstu stjórnend-
ur fyrirtækisins hafa reyndar skuld-
bundið sig til að selja ekki hluti sína
í fyrirtækinu fyrr en í fyrsta lagi 12
mánuðum eftir skráningu þess í
Kauphöllina en sex helstu stjórn-
endur Mosaic eiga samanlagt 19,3%
hlutafjár. Alls eiga starfsmenn fyr-
irtækisins eftir almenna útboðið
34,7% hlut í því og er þá meðtalinn
hlutur sérstaks starfsmannasjóðs og
hlutir Karen Millen og Kevin Stan-
ford, sem áður áttu Karen Millen
verslanirnar og eru starfandi hjá
Mosaic.
Þess má geta að stjórn félagsins
skipa þau Þórdís Sigurðardóttir frá
Háskólanum í Reykjavík, Derek
Lovelock forstjóri, Richard Glan-
ville fjármálastjóri, Gunnar Sigurðs-
son hjá BG Holding og Stewart
Binnie sem er stjórnarformaður.
Segist fyrirtækið taka mið af tilmæl-
um um góða stjórnarhætti fyrir-
tækja og sé stjórn félagsins því
þannig skipuð að meirihluti hennar
sé óháður fyrirtækinu og tveir
stjórnarmenn, Binnie og Þórdís, séu
óháðir stærstu hluthöfum.
Hlutafjárútboðið er í höndum KB
banka og stendur til föstudags.
Verður tilkynnt um niðurstöðu út-
boðsins samdægurs en fjárfestar
geta að lágmarki skráð sig fyrir hlut
að andvirði 100 þúsund krónur.
Mosaic hf. aflar tíu
milljarða í peningum
Áformað er að gefa út skuldabréf fyrir sex milljarða
! "#$%
&
'#"
() *+ ", "$-" #
.!/
"$-*-#$%
0 1" #$% 2
3 *#
' 4 &( 5*
&! 6/ #"*$%4
& #* % #$%
'/ 278 9 #$% 2
/ . *4#$%
" ,$%4 #:# </
"=4 >'? >$9 ?-*
%##
#
#
!#
"#
#
#
$#
#
#
#
#
#
!#
"#
#
@A+ A+B%
A+B%
B+ B+ @+ +B%
+B%
+;%
"#$%
&
'
()
%
&
C/" # / #"=
#"$- D *
% !
!
& '( !
%
)*
) + "( ,
'&-)*
EF## / #"=+ AD # D $(
'(
&)
*+ B+ *
+,
#
D+ *
+,
#
+; *
+,
#
#*
+,
#
.( (
.( (
,
-
( %
!
+ (
+
( (
,
" '
(
#-.$ /
#-.$ /
%001%
23145
36105
%417
471%
22135
% . .-
#%
/
0
$%
1
#%
%)
Eftir Soffíu Haraldsdóttur
soffia@mbl.is
%
&
-'* '(&()
*+ 2
. #+-.
/01.-2
2.
)1
/0
+!1(&*2)
/
&( 1(&*2)
3 +4(1(&*2)
3*(#('!)
5-1(&*2)
51(&*2)
6!!" )
7*2%-3 )
74-*)
!" 6!!)
8( )
9- (! 2
)
:) ( ) " # "
:
(**(5 '( !
-(" )
;!!*()
3405
)
5! ( #*(6!!)
31()
2# )
<(#"&(()
! .#*() " # "
=>) ( )
:65)
:'
*( ?-:*#*(!!+
:4*#!
)(# (,!
) )
@(,---#!
4#)
A!*!
4#)
B&( (:" (-) " # "
6
45
*57##
/*!
*(" ) " # "
5! C, (#() " # "!
!!6!!) " # "$
@ ()
78(
+,5
DECF
:#!
+#! + (#
3( ,
- ('
,((+#! + (#
G HI
G
HI
G
HI
G
HI
G
HI
G
HI
G
HI
G
HI
G
HI
(+#! 2
-!!
@"&#& -!
7*2:
A#! 2
%! (
/@ J/
)*-*(!
5 4
+#! 2
/@ K+!!*' ()!4*)*
'(
/@ : ,
# -- (, (
4 *
" ) *(!
& !
/@ A - ,((+(* '(4-* ?-!
/@ /#" #
-
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● GENGI krónunnar hækkaði um
1,73% í miklum viðskiptum í gær.
Ástæðu hækkunarinnar má aðallega
rekja til 0,5 prósentustiga hækkunar
stýravaxta Seðlabankans fyrir helgi.
Gengisvísitalan byrjaði í 112,60 og
endaði í 110,65.
Hlutabréf lækkuðu í verði í Kaup-
höll Íslands, úrvalsvísitalan lækkaði
um 0,15% og er 4.075 stig. Bréf
Straums hækkuðu um 0,85%, bréf
Össurar um 0,65% og bréf Flögu um
0,4%. Bréf Actavis lækkuðu um
1,91% og bréf Marels um 0,88%.
Viðskipti með hlutabréf námu 582
milljónum.
Krónan styrkist
● ENDURFJÁRMÖGNUN SÍF hf. er nú
lokið en umsjónarbankar þess, KB
banki og Bank of Scotland, hafa selt
hluta láns félagsins til sjö banka og
fjögurra fjárfestingasjóða. Að sam-
bankaláni SÍF hf. standa því samtals
13 bankar og fjárfestingasjóðir.
Heildarlánsfjárhæð nú er liðlega 262
milljónir evra en upphafleg láns-
fjárhæð var 290 milljónir evra. Um
50% umframeftirspurn var eftir lán-
um SÍF hf. meðal þeirra banka sem
boðin var þátttaka í sambankaláninu
auk eftirspurnar af hálfu annarra
banka. „Þessi mikli áhugi banka á
að lána SÍF hf. er til marks um það
traust sem bankar hafa á félaginu og
framtíðaráformum þess. Í ljósi þess
að skuldsetning félagsins hefur
minnkað hraðar en ráð var fyrir gert
og mikils áhuga banka á að taka þátt
í sambankaláninu hefur verið ákveð-
ið að vaxtakjör SÍF hf. lækki nú þeg-
ar um 0,25% p.a. Auk þess eru
ákvæði um að vextir lækki í sam-
ræmi við minnkandi skuldsetningu,“
segir í tilkynningu félagsins.
Endurfjármögnun
SÍF lokið
=!L
:MN
D;A
D G+
G+
H
H
5@:C
O/P
BD BDB H+B
H+@
H
H
E/E
98P
BDB;
; H+B
+
H
H
75P
=
@ D;
H+
H+@
H
H
DECP O&Q<& !
BD;
DBA;
H+
G+
H
H