Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Þyrlan lyftir sér eldsnöggt frá jörðu ogég sýp hveljur. Þyrlur taka lóðrétt afstað – ég þarf að muna það næst. Þaðer rigning, lágskýjað og dimmt yfir.Ísjakar mara í dökkgráu hafi og mér er hrollkalt. Ég þurrka móðu af rúðunni með lopavettlingunum og hvessi augun í gegnum lít- inn hring á glerinu. Kannski ég sjái ísbjörn. Þyrlan svífur yfir drungalega jaka. Hvert í ósköpunum er ég komin? Býr einhver hérna? Daginn áður flaug ég alla leið að Grænlands- ströndum – og aftur heim til Íslands. Flugvélin gat ekki lent vegna þoku. Það var huggun harmi gegn að okkur var boðið að gæða okkur á mat þeirra sem áttu flug frá Grænlandi og aftur heim. Ætli þeir hafi fengið eitthvað að borða fastir í 300 manna þorpinu Kúlúsúkk? Engir vegir til allra átta Þyrlan flýgur yfir fjörðinn til bæjarins Tasiil- aq, sem stundum er kallaður Ammassalik. Tasiilaq er stærsti bærinn á Austur-Grænlandi. Þar búa 1.800 manns. Strandlengja Austur- Grænlands er 2.600 kílómetrar en þar eru ein- ungis 7 þéttbýlisstaðir og heildaríbúafjöldi rétt um 3.500. Á Grænlandi eru engir vegir á milli bæja. Valið er um að sigla, fljúga, fara á hunda- sleða eða snjósleða. Í þyrlu í þokusúld, svífandi yfir ísjökum, verð- ur hugmyndin um skákmót hálffurðuleg. „Jafn- vel þokukennd,“ tauta ég glottandi og reyni að rifja upp mannganginn. Ég man hvernig hrók- urinn gengur og ákveð að stóla á hann lendi ég í alvarlegum skáksamræðum við Hróksliða. Hrafninn flaug „Pabbi, ég ætla að vinna þennan,“ segir ungur Íslendingur og horfir bergnuminn á stóran verðlaunabikar á áfangastað. Skákmótið er sett stuttu eftir að allir Íslendingarnir hafa skilað sér í hús. Hópurinn telur hátt í 50 manns. Þeir fyrstu komu fyrir fimm dögum. Í Tasiilaq hefur staðið yfir skákhátíð og Grænlandsmótið 2005 er hápunktur hennar. Skák var áður ekki þekkt á þessum slóðum. Einhverjir kunnu að tefla en almennt var skák- listin óþekkt og skákfélög og mót engin. Hróks- liðar með Hrafn Jökulsson í fararbroddi ákváðu að nema hér land. Hrafninn flaug til Grænlands og þremur skákmótum síðar tefla þar fjölmarg- ir. Í fyrra, sem nú, hefur félagsheimili Tasiilaq verið breytt í skákhöll. Þar sitja hlið við hlið stórmeistarar og grænlensk börn sem sum lærðu nýverið mannganginn. Börn og fullorðnir tefla saman, karlar og konur, Grænlendingar og Íslendingar. Tölva raðar saman þeim sem fengið hafa svipað mörg stig, þannig að álíka sterkt skákfólk teflir hvert við annað. Síðan eru veitt verðlaun í nokkrum flokkum; besta árangri á mótinu öllu, besta árangri í flokki grænlenskra barna og svo framvegis. Pólitísk leikflétta eða hvað? Hjá þeim sem slær inn úrslitin eftir hverja umferð er ys og þys. „Svartur vann á borði núm- er 14 – Skák og mát fyrir hvítan á borði 2 – Óvænt úrslit á fyrsta borði.“ Lítil stúlka í rauðum regngalla og með fléttur í hárinu horfir forvitin á skákklukku og teygir sig eftir peði. Á bekk við vegginn fylgjast nokkr- ir heimamenn með börnum sínum að tafli. Össur Skarphéðinsson, alþingismaður og Hróksliði, lendir á móti 10 ára dóttur sinni, Birtu. Eftir dá- góða stund áttar hann sig á að hann hefur óvart ýtt á klukkuna við hliðina alla skákina og hans eigin tími því haldið áfram að ganga. Stuttu síð- ar rekst ég á Birtu skælbrosandi. Hún vann. „Maður gerir mistök í skákinni – eins og í pólitíkinni,“ segir Össur og fórnar höndum. Nokkru seinna geng ég fram á þau feðgin þar sem Össur stendur einbeittur við sviðið og flétt- ar hár Birtu. „Þú kannt að flétta, sé ég. Er þetta pólitísk leikflétta, eða hvað?“ segi ég og finnst ég sér- deilis sniðug. Össur svarar að þarna sé þvert á móti á ferðinni flókin skákflétta. Ísbjarnarhjarta handa Íslendingum Skákirnar eru misfljótar að klárast. Græn- lensk og íslensk börn skoppa um salinn, hoppa út og upp á kletta, hlaupa í hringi og æfa sig að tefla. Sumir skottast út í kjörbúð. Þar fæst kók og kex en ég rek augun í svínshjörtu á tilboðs- verði, kílóið á einungis 13,5 danskar krónur. Á auglýsingatöflunni hangir hvítur miði: „Lige- som sidste år afholder vores Islandske venner en skakturnering den 13.–14. august. Alle kan være med.“ Ungum Íslendingi gengur vel á skákmótinu og er kominn þeim megin í salinn þar sem þeir stigahæstu eigast við. – „Í seinustu skákinni minni lét ég samt hinn fá tvo menn. Ég gaf honum drottninguna og hrókinn,“ segir hann kátur og það glampar í bláu augun. – „Af hverju?“ – „Nú af því að það er miklu skemmtilegra fyrir hann!“ svarar hann skælbrosandi. „Ég vann samt!“ Við útidyrnar spjalla íslenskar konur. „Ég smakkaði ísbjarnarkjöt í gær, já og ísbjarnar- hjarta,“ segir ein. Önnur fullyrðir að af ísbjarn- arkjötinu hafi verið lýsisbragð en minna af hjartanu. Sjálf prófa ég kjötið í heimahúsi og finnst það fínt. Kannski er Bearnaise-sósan með blessuðum ísbirninum athyglisverðust. „Ég er rosalega fullur“ Að loknum fyrri keppnisdegi etja Hróksliðar og heimamenn kappi í fótbolta. Hrafn Jökulsson er liðsstjóri íslenska liðsins og jafnframt dómari. Vanhæfur? Líklega bara allt í öllu – prímus mótor. Ég geng upp á klett með útsýni yfir völl- inn og sest hjá miðaldra manni sem fylgist með leiknum. Hann brosir út að eyrum og handfjatl- ar stóran saftbrúsa með rauðgulu glundri í. – „Ég er rosalega fullur í kvöld,“ segir hann. – „Já, einmitt. Af hverju annars?“ – „Af því að ég er alltaf fullur,“ svarar hann. Morgunblaðið/Sigríður Víðis Í Tasiilaq, stærsta bæ Austur-Grænlands með 1.800 manns, kúra tréhús við bláan sjó og hvíta ísjaka. Til að komast á staðinn þarf að fara frá flugvellinum í Kúlusúkk með þyrlu eða siglandi á bát. Pabbi, ég ætla að vinna þennan! Skákfélagið Hrókurinn vinnur að útbreiðslu skáklistarinnar um heiminn. Sigríður Víðis Jónsdóttir fylgdist með skákhátíð og alþjóðlegu skákmóti á Grænlandi, sigldi um á milli ísjaka og borðaði ísbjarnarkjöt. Listasýning á hafi úti. Þegar ísjakarnir bráðna verða til alla vega skúlptúrar. Er þarna ef til vill stærsta listasafn í heimi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.