Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING GOSPELKÓR Reykjavíkur blæs til mikillar gospelveislu í Laug- ardalshöllinni laugardaginn 3. september næstkomandi. Þar mun kórinn koma fram undir stjórn Óskars Einarssonar ásamt fjölda tónlistarmanna. Sérstakur gesta- söngvari á tónleikunum verður Páll Rósinkrans. Hljómsveitina sem leikur undir skipa þeir Jó- hann Ásmundsson, Eyþór Gunnarsson, Halldór G. Hauks- son, Agnar Smári Magnússon, Ómar Guðjónsson, Sigurður Flosason, Óskar Guðjónsson, Kjartan Há- konarson, Samúel Samúelsson, Einar St. Jónsson og Jóhann Hjörleifsson. Það er tónleikafyrirtækið Con- cert sem sér um framkvæmd tón- leikanna í samvinnu við Gospel- kórinn. Miðasala er hafin og hefur farið afar vel af stað, að sögn Einars Bárðarsonar hjá Concert. Áhuga- samir geta enn nálgast miða á vefnum concert.is og í verslunum Skífunnar í Reykjavík og BT á Akureyri, Selfossi og Egilsstöðum. Gospelkór Reykjavíkur var stofnaður í tilefni Kristnihátíðar á þingvöllum árið 2000. Stofnandi kórsins, Óskar Einarsson tónlist- arstjóri Fíladelfíu, var tónlistar- stjóri Gospeltónleikanna á Þing- völlum. Kórinn hefur síðan haldið fjölmarga tónleika bæði í Reykja- vík og úti á landi og komið fram í sjónvarpi, útvarpi og sungið inn á geisladiska. Allur ágóði sem kórinn vinnur sér inn hvort sem er með tónleika- haldi eða öðrum uppákomum rennur til góðgerðamála ýmiss konar og hefur það verið markmið hans frá upphafi. Meðlimir í kórnum voru í upp- hafi átján talsins en eru nú um þrjátíu og koma úr hinum ýmsu kirkjudeildum á Reykjavíkur- svæðinu. Tónlist | Gospelveisla í Laugardalshöllinni Morgunblaðið/Kristinn Gospelkór Reykjavíkur á æfingu. Miðasala fer vel af stað BRESKA sendiráðið við Laufásveg í Reykjavík bauð til veislu síðastliðinn fimmtudag fyrir IFAW, Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin. Opnuð var ljósmyndasýning að viðstöddum gestum en margt var um manninn í boðinu. Meðal þeirra sem létu sjá sig var breski leikarinn Terence Stamp. Morgunblaðið/Jim Smart Clare Sterling, Robbie Marsland, Ellie Dickson og Joth Singh. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, Loretta Michaels, Clive Crook, Robert Wade, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Alpher Mehmet, sendiherra Breta á Íslandi. Dýravernd í sendiráðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.