Morgunblaðið - 21.08.2005, Page 35

Morgunblaðið - 21.08.2005, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 35 UMRÆÐAN ÞAÐ mun hafa verið árið 1986, sem Björgólfur Guðmundsson og fleiri lykilstjórnendur Hafskips hf. voru settir í gæsluvarðhald, svo til í beinni útsendingu Sjónvarpsins. Undanfari atburðarins voru samræmdar að- gerðir fjölmiðla, svo sem Helgar- póstsins, alþingismanna og sam- keppnisaðila. Hafskipi stjórnuðu ungir og hugmyndaríkir menn. Voru sagðir handgengnir Albert Guð- mundssyni og félagar í Sjálfstæð- isflokknum. Helgarpósturinn komst yfir trúnaðarupplýsingar frá Haf- skipi og túlkaði allt sem neikvæðast gagnvart félaginu og stjórnendum þess. Alþingismenn höfðu hátt. Ólaf- ur R. Grímsson, varaþingmaður, fór þar fyrir og komust aðrir ekki með tærnar þar sem hann hafði hælana. Komst til mikilla metorða síðar. Verðugur launa sinna! Nú hófst lög- reglurannsókn og undirbúningur gjaldþrots Hafskips og viðskipta- banka þess. Lögreglurannsókn þessi var beinlínis svar við háværum kröf- um alþingismanna og því enginn vafi að um pólitíska aðför var að ræða. Málið talið það umfangsmikið að sér- stakur saksóknari var settur í það, Jónatan Þórmundsson prófessor við lagadeild HÍ. Hátt var reitt til höggs og hvellir miklir. Sakamálin koðnuðu samt niður og hin sérsetti saksóknari varð að segja af sér og er nú almennt talinn hafa unnið meira af striti en viti í þessu máli. Helgarpósturinn seldist sem aldrei fyrr að sögn Gunn- ars Smára, „fjölmiðlamógúls“. Enda margir forvitnir. Nú verður þessi saga ekki lengri sögð hér, enda al- kunn. Það er hins vegar til að taka, að upp úr aldamótunum varð til stór- veldi í íslensku viðskiptalífi. Baugur hf. Skráð, þá, í Kauphöll Íslands. Einhverjir kæra forsvarsmenn fé- lagsins og nú hafa verið birtar ákær- ur á hendur forstjóra þess og fleir- um. Forstjórinn og fyrrnefndur Gunnar Smári telja að um pólitískar ofsóknir sé að ræða líkt og í Haf- skipsmálinu. Ákærði, forstjóri Baugs Group, veitir viðtal á virtri breskri sjónvarpsstöð og gefur hinu íslenska dóms- og stjórnkerfi falleinkunn. Forseti Íslands mætir í sama þátt og mærir þann góða dreng JÁJ. Pró- fessor Jónatan Þórmundsson gefur strax út lögfræðiálit, þar sem ákærur allar séu, að hans mati, afar fáfengi- legar. Nú leita ýmsar spurningar á huga almúgamanns, sem er skatt- greiðandi á Íslandi og verslar í Bón- us. Er það t.d. tilviljun að aðalákær- endurnir í Hafskipsmálinu, svo sem Forseti Íslands, Gunnar Smári og Jónatan, skuli nú vera helstu verj- endur hinna ákærðu kaupsýslu- manna? Hafa þeir lært af reynslunni og hyggjast sýna yfirbót á þennan máta? Allt er þetta mál hið furðuleg- asta og auðvitað vonum við öll að Jón Ásgeir og félagar reynist saklausir. Fyrst þeir krossfestu þig Kristur /hvað gera þeir þá við ræfla eins og mig? spurði skáldið. Og ef „hags- munaaðilar“ gátu 1984–86 fengið blaðamenn, stjórnmálamenn og rétt- arkerfið til aðfarar á keppinaut – hvað er þá hægt núna? Og hverja er verið að kvekkja með aðdróttunum um núverandi spillingu í íslensku stjórnar- og réttarkerfi, á erlendum vettvangi og letja erlenda fjárfesta hingaðkomu? Geta menn enn ekki sætt sig við að ekki tókst að knésetja Hafskipsmenn að fullu og öllu? Síð- asta spurning: Hvar eru rannsókn- arblaðamenn og sagnfræðingar? Hefur þögnin verið keypt? Hætti Páll Magnússon á 365 vegna þess að hann fékk ekki að birta ákæruskjal, sem Stöð 2 hafði undir höndum? HALLDÓR BEN HALLDÓRSSON bankamaður á eftirlaunum. Afturbatagæjar Frá Halldóri Ben Halldórssyni: Grandavegur - Eldri borgarar - 3ja herb. íbúð 87 fm 3ja herb. íbúð á 6. hæð í lyftu- húsi fyrir eldri borgara ásamt stæði í bílskýli og sérgeymslu í kjallara. Íbúð- in skiptist í forstofu með skáp, parket- lagða stofu með útgangi á svalir, eld- hús, tvö herbergi, bæði með skápum, flísalagt baðherbergi og þvottaher- bergi. Mikið útsýni yfir fjallahringinn og sjóinn. Mikil sameign. Tvær lyftur. Húsvörður og ýmis þjónusta. Verð 27,5 millj. Þverás Vel staðsett 149 fm einbýlishús á einni hæð með innbyggðum 39 fm bílskúr á þessum eftirsótta stað. Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús með hvítum sprautulökk. innrétt og góðum borðkrók, 4 rúmgóð herbergi, stofu með aukinni lofthæð, baðherbergi, þvottaherbergi, geymslu og bílskúr. Eignin er í góðu ásigkomulagi jafnt að innan sem utan. Hús nýmálað að utan. Ræktuð lóð. Verð 36,9 millj. Dragavegur Glæsilegt 249 fm einbýlishús á fjórum pöllum m. innb. bílskúr á þessum fal- lega og gróna stað í Laugarásnum. Eignin skiptist m.a. í rúmgóða borð- stofu, eldhús með góðum innrétt. og góðri borðaðstöðu, stóra stofu m. út- gangi á skjólgóðar flísalagðar suður- svalir, sex herbergi, þar af eitt nýtt sem sjónvarpsherb., fataherb., flísalagt baðherb. auk gestasalernis og þvotta- herb. með sturtu. Aukin lofthæð á tveimur efstu pöllum hússins. Ræktuð glæsileg lóð með skjólveggjum og veröndum. Hiti í innkeyrslu og stéttum framan við hús. Óskað er eftir kauptilboðum í eignina. Miðborgin - Efri sérhæð Mjög falleg 227 fm efri sérhæð í hjarta miðborgarinnar ásamt 5 sér bílastæð- um á lóð. Hæðin skiptist m.a. í stofu, borðstofu, rúmgott eldhús, fjögur her- bergi og stórt flísalagt baðherbergi auk gestasalernis. Mikil lofthæð, stór- ar svalir til suðurs og fallegt útsýni úr stofum. Arinn í íbúð og innfelld lýsing í öllum loftum. Hús nýmálað að utan. Verð 55,0 millj. Sörlaskjól - 3ja herb. Falleg og þó nokkuð endurnýjuð 81 fm íbúð á 1. hæð í þríbýli auk tveggja sér geymslna á þessum eftirsótta stað. Nýlegar innréttingar í eldhúsi, samliggjandi skiptanlegar stofur, rúm- gott herbergi með nýlegum skápum og nýlega endurnýjað flísalagt bað- herbergi. Sameiginl. sólpallur með skjólveggjum. Verð 21,5 millj. Sumarbústaður - Borgarbyggð Fallegur 40 fm bústaður, staðsettur á kjarrivöxnum útsýnisstað í Borgar- byggð. Skiptist í stofu, eldhús, 2 her- bergi, hol og salerni. Nýtt eldhús, ný verönd um 140 fm kringum bústaðinn og nýtt parket á gólfum. Stutt í alla þjónustu. Verð 6,9 millj. Þorragata - Eldri borgarar - 4ra herb. íbúð með bílskúr Nýkomin í sölu björt og afar glæsileg 124 fm 4ra herb. íbúð á 3. hæð í lyftu- húsi með stórkostlegu útsýni ásamt 19,0 fm bílskúr og 6,5 fm sérgeymslu. Íbúðin skiptist í forstofu með skáp, stórar samliggjandi stofur, tvö herbergi, bjart eldhús með góðri gluggasetn- ingu, búr og flísalagt baðherbergi. Þvottaherbergi í íbúð. Svalir til suðurs, yfir- byggðar að hluta og er þar um 8 fm sólstofa. Vandaðar innréttingar. Parket og flísar á gólfum. Mikil sameign. Verð 43,5 millj. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. GRÆNIHJALLI 17 - FRÁBÆR EIGN SÖLUSÝNING Í DAG Á MILLI KL. 15 - 17 Guðrún Árnadóttir, lögg. fasteignasali. Upplýsingar gefur Brynjar Harðarson, gsm 840 4040. Stórglæsilegt raðhús á tveimur hæðum, sem á síðustu árum hefur verið endurnýjað frá grunni, jafnt að innan sem utan, auk þess sem garður, plön og stéttar hafa verið endurnýj- aðar á afar vandaðan hátt. Að innan hafa allar innréttingar, gólfefni, loft, lýsing og böð ver- ið endurnýjuð á afar smekklegan og hagnýtan hátt. Staðsetning hússins er mjög góð, stutt í bæði skóla og leikskóla. Grænihjallinn er mjög miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og stutt í allar áttir. Húsið stendur við lokaðan botnlanga í honum fá bílastæði. Við breytingu á lóðinni var hins vegar komið fyrir stæðum fyrir 4 - 6 bíla sem er stór kostur. Arnartangi Mos. - glæsil. einbýli með 52 fm bílskúr Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Vorum að fá í einkasölu glæsilegt fullbúið steinhús á einstaklega góðum stað í lok- uðum botnlanga. Ný-legt þak, nýlega málað að utan. Fjögur svefnherbergi. Glæsilega endurnýjað baðherbergi. Rúmgott fallegt eldhús. Mjög góður garður. Mögulegt er að húsið losni fljót-lega. Heildarstærð hússins er 191,7 fm V. 39,8 millj. Upplýsingar á Valhöll eða hjá Þórarni sölumanni í s. 899 1882 Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.