Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 45 DAGBÓK Endurmenntun Háskóla Íslands hefurverið starfrækt í tuttugu og tvö árog er fersk að vanda þetta haustiðsem endranær. Kristín Birna Jón- asdóttir, verkefnastjóri hjá Endurmenntun, segir að aðsóknin sé góð. „Við bjóðum upp á fjölbreytt námskeið bæði fyrir leika og lærða og svo erum við líka með nám samhliða starfi í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum, rekstrar- og viðskiptafræðum, sálgæslufræðum, stjórnun og forystu í skólaumhverfi, stjórnun og rekstri fyrir sjálfstætt starfandi sérfræðinga, verk- efnastjórnun og leiðtogaþjálfun og það nýjasta hjá okkur í þessu námi samhliða starfi er fjar- nám í mannauðsstjórnun. Við bjóðum upp á sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir og endurmenntun fyrir framhaldsskólakennara. Ennfremur erum við með meistaranámskeið í samvinnu við nokkrar deildir Háskóla Íslands, guðfræðideild, læknadeild, hjúkrunarfræðideild og verkfræðideild, en þá fær viðkomandi nám- skeiðið metið inn í sitt meistaranám. Menning- arnámskeiðin hafa notið mikilla vinsælda og við erum alltaf með eitthvað nýtt þar á hverju hausti. Í ár ætlar Lára Martin kvikmyndagerð- armaður að vera með námskeið sem heitir lík- amar og losti í kvikmyndum, þar sem hún fer yfir sögu „alræmdra“ mynda sem hafa af ein- hverjum sökum farið fyrir brjóstið á siðapost- ulum. Jón Ólafsson verður með námskeiðið stef og stiklur úr sögu poppsins þar sem hann fjallar um nokkur eftirlætisverk sín úr popp- tónlistarsögunni, með sögum og tóndæmum. Séra Þórhallur Heimisson verður með nám- skeið sem heitir Á stórmarkaði trúarbragðanna sem er sjálfstætt framhald samnefnds nám- skeiðs sem haldið var síðastliðið haust. Þar ætlar hann meðal annars að skoða ýmsar þekktar nýjar trúarhreyfingar og hug- myndakerfi. Sálfræðingarnir Jóhann Ingi Gunnarsson og Sæmundur Hafsteinsson verða með lífsleikn- inámskeið um hvernig megi styrkja sambönd eða hjónabönd og sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal verða með námskeið um fortíð, nútíð og framtíð fyrir kon- ur á miðjum aldri. Stóru námskeiðin okkar um Íslendingasögurnar hafa ævinlega notið gríð- arlegra vinsælda og nú ætlar Magnús Jónsson að vera með námskeið um Fóstbræðrasögu,“ segir Kristín Birna og bætir við að einnig séu í boði tungumálanámskeið og ritfærninámskeið. www.endurmenntun.is Endurmenntun Háskóla Íslands | Fjölmörg spennandi námskeið í haust Líkamar og losti, stef og stiklur  Kristín Birna Jón- asdóttir er fædd í Reykjavík árið 1977. Hún útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Suður- lands árið 1998 og lauk BS-prófi í fé- lagsfræði frá Háskóla Íslands árið 2002. Hún hefur verið verk- efnastjóri hjá Endur- menntun Háskóla Ís- lands í tvö ár. Kristín Birna er í sambúð með Unnþóri Sveinbjörns- syni. Cranberry juice Tilboð kr. 139 Skráning er hafin á námskeiðið „Leyndardómar Da Vinci lykilsins “ Á námskeiðinu er leitað svara við ýmsum spurningum metsölubókarinnar Da Vinci lykillinn, til dæmis: • Var Jesús giftur? • Hverjir voru Musteris- og Jóhannesarriddarar? • Var María Magdalena gleðikona? • Er Gralinn ægilegasta vopn allra tíma? • Var Nýja testamentið búið til 350 árum eftir dauða Jesú af leynihreyfingum? • Og hvernig tengjast Frímúrarar öllu þessu? Allir þátttakendur fá í hendur leiðbeiningabók um helstu þætti námskeiðsins. Leiðbeinandi sr. Þórhallur Heimisson. Tími: 12. 19. og 26. september kl. 20.00-22.00. Staður: Kennaraháskóli Íslands. Skráning og upplýsingar á thorhallur.heimisson@kirkjan.is og í síma 891 7962 Útsölulok Síðasta vikan, 20% viðbótarafsláttur af útsöluvöru við kassa Meyjarnar, Austurveri, Háaleitisbraut 68, sími 553 3305. HM ungmenna. Norður ♠D652 ♥ÁKG62 V/Allir ♦9852 ♣– Vestur Austur ♠83 ♠K3 ♥D9543 ♥87 ♦106 ♦DG743 ♣10874 ♣ÁK92 Suður ♠ÁG1097 ♥10 ♦ÁK ♣DG653 Bandaríska ungliðanum Justin Lall var órótt þegar hann horfði á vörnina taka hvern slaginn á fætur öðrum í dobluðum laufbút, sem Lall hafði stofnað til og neytt félaga sinn til að spila. Vestur Norður Austur Suður Greenberg Araskiewicz Lall Buras Pass 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 spaðar Dobl Redobl 3 lauf Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Spilið er frá úrslitaleik Bandaríkj- anna og Póllands á HM ungmenna. Lall er með 13 punkta og 5-4 í láglit- unum og því telst það varla stór- glæpur að úttektardobla tvo spaða. En það var fast tekið á móti. Norður kom út með hjartaás og skipti yfir í spaða – kóngur og ás. Buras spilaði spaða til baka á drottn- ingu makkers, sem tók á hjartakóng og spilaði enn hjarta. Greenberg henti tígli úr borði og Buras trompaði smátt. Hann tók ÁK í tígli og fékk svo tvo slagi í viðbót á DG í laufi í fyllingu tímans. Fimm niður og 1.400 í NS. Góður árangur hjá Pólverjunum, en allt er afstætt við spilaborðið og þeg- ar til kom voru það Bandaríkjamenn sem unnu á spilinu: Vestur Norður Austur Suður Kalita Hurd Kotorowicz Wooldridge Pass 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 2 grönd Pass 4 lauf Pass 4 grönd Pass 5 grönd Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Hér passaði Kotorowicz í austur all- an tímann og NS melduðu í rólegheit- um upp í slemmu. Tvö grönd suðurs var biðsögn og fjögur lauf „splinter“ (sýndi stutt lauf). Fjögur grönd spurði um lykilspil og norður sýndi eitt og eyðu (í laufi) með svarinu á fimm gröndum. Út kom hjarta og Wooldridge tók strax tvo slagi á litinn og henti laufi, en trompaði svo lauf fjórum sinnum í borði. Austur gat yfirtrompað síðasta laufið með kóng, en fleiri slagi fékk vörnin ekki: 1.430 í NS og einn IMPi til Bandaríkjanna. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 100 ÁRA afmæli. Í dag, 21. ágúst,er hundrað ára Lára Þor- steinsdóttir frá Geldingsá á Sval- barðsströnd. Síðustu árin hefur hún verið til heimilis á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri og þar fagnar hún þessum merku tímamótum í dag, með ættingjum og vinum, frá kl. 15. Árnaðheilla dagbók@mbl.is ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.