Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Í dag kl. 14 örfá sæti laus 10. sýn. sun. 28/8 kl. 16 nokkur sæti laus 11. sýn. fim. 1/9 kl. 19 sæti laus Kabarett í Íslensku óperunni Næstu sýningar Föstudaginn 19. ágúst - UPPSELT Laugardaginn 20. ágúst kl. 20.00 Föstudaginn 26. ágúst kl. 20.00 Laugardaginn 27. ágúst kl. 20.00 Sunnudaginn 28. ágúst - Örfá sæti laus Miðar í síma 511 4200, og á www.kabarett.is Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við SPRON “Söngur Þórunnar er í einu orði sagt stórfenglegur...” SH, Mbl. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Rvík. www.lso.is - lso@lso.is Þriðjudagstónleikar 23. ágúst kl. 20.30 Stríð og friður Sónata í F-dúr op. 8 eftir Grieg og Sónata nr. 1 í f-moll op. 80 eftir Prokofiev. Auður Hafsteinsdóttir fiðla og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó. Boekie Woekie er heiti afarsérstæðrar bókabúðar íAmsterdam. Verslunin sér- hæfir sig í sölu bókverka; það er að segja bóka sem eru myndlistarverk. Þessi óvenjulega verslun hefur í sumar rekið útibú í forsal Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í tengslum við sýningu á verkum Dieters Roths, Lest, en hann er einn þeirra listamanna sem Boekie Woekie hefur á sínum snærum og eru þar seld bæði bókverk og graf- íkverk úr hans smiðju. „Ég var ekki ýkja bjartsýnn á þetta til að byrja með,“ segir Jan Voss, einn þriggja eigenda verslunarinnar, þegar ég kem að máli við hann niðri í Hafn- arhúsi. „En síðan hefur þetta gengið bara vel eftir allt saman. Við höfum selt ágætlega, nóg til að standa und- ir ferðinni hingað að minnsta kosti.“    Ferðin hingað frá Hollandi varekkert smámál. Alls flutti Boekie Woekie hingað um 3.500 titla af bókum, nokkur eintök af sumum, í 137 kössum. Tollskýrslan var um 200 blaðsíður að lengd. „Maðurinn sem sá um flutninginn til Íslands fyrir mig sagðist myndu hafa verið fljótari að koma til mín í Amsterdam og sækja hana en að láta mig faxa hana til Rotterdam,“ segir Voss og hlær. Boekie Woekie var stofnuð fyrir þó nokkrum árum af hópi myndlist- armanna, sem áttu það sameiginlegt að telja bókina geta hentað sem mið- il til myndlistarsköpunar. Eftir standa núna þrír úr upphaflega hópnum, auk Jans Voss eru það Rúna Þorkelsdóttir og Hetti van Egten, en umfang verslunarinnar hefur að sama skapi aukist. Því gegnum tíðina hafa bæst í hópinn aðrir myndlistarmenn, sem hafa fengið Boekie Woekie til að sjá um að koma bókverkum sínum á fram- færi. Þeirra á meðal er Dieter Roth, og fjöldi erlendra sem og íslenskra myndlistarmanna á borð við Krist- ján Guðmundsson, Magnús Pálsson, Birgi Andrésson og Tuma Magn- ússon. „Það er fullt starf hjá okkur þremur að halda utan um rekstur verslunarinnar í Amsterdam,“ segir Voss. „Umfangið er mikið og versl- unin nokkuð vinsæl.“    Bækurnar sem eru til sölu í búð-inni eru eins ólíkar og þær eru margar. Voss byrjar á því að sýna mér eina þá óhefðbundnustu; bók sem hann hefur sjálfur gert úr ryk- sugupoka. Inni í pokanum/bókinni er fullt af ryki, en afar merking- arhlöðnu ryki. „Þetta er ryk af hin- um bókunum sem við erum að selja, sem við höfum ryksugað í búðinni,“ útskýrir Voss. Hann sýnir mér næst nokkrar af bókum Dieters Roths sem eru til sölu. Ókjör af bókum hans eru til sölu í búðinni, stærri og smærri, hefðbundnari og óhefðbundnari. Þar er til dæmis að finna dag- bókasafn hans í tugum binda, einnig stutta ritgerð sem leitast við að svara spurningunni um hver Mozart var. Svarið er mjög sérkennilegt! Við skoðum líka bækur eftir eig- endur búðarinnar, Voss sjálfan og Rúnu Þorkelsdóttur, sem margar hverjar innihalda þrykkimyndir. Bók eftir Kristján Guðmundsson sem heitir Saumasjór og í eru saum- aðar með bláum tvinna nokkrar öld- ur.    Það eru þó ekki allar bækurnar íbúðinni handgerðar, þótt þær eigi það allar sameiginlegt að vera gerðar í takmörkuðu upplagi. Sum- ar eru prentaðar í prentsmiðju og notast jafnvel við texta einhvers annars, í hluta eða heild. Það sem þær eiga fyrst og fremst sameig- inlegt er að vera miðill til myndlist- arsköpunar allra þeirra myndlist- armanna sem heiðurinn eiga af þeim. „Ég er í raun hissa á að bóka- formið skuli aldrei hafa náð meiri vinsældum en svo sem listmiðill,“ segir Voss. „Því það er bæði fjöl- breytt og aðgengilegt að mörgu leyti.“ Aðgengilegt er það vissulega, ekki síst fyrir áhorfandann. Að ganga inn í þessa búð er eins og að ganga inn á risastóra, þó ekki í fer- metrum, samsýningu og fá að hand- leika öll verkin. Jafnvel taka þau með sér heim, fyrir viðunandi verð. „Bækurnar hérna eru misdýrar. Þær geta kostað allt frá 500 krónum upp í 6.000 evrur eða meira. En þær eru allar til sölu,“ segir Voss kank- vís. Í versluninni eru líka til sölu graf- íkverk eftir Dieter Roth, fáeinir stuttermabolir, nokkrir geisla- diskar og svo póstkort. Ég gríp með mér nokkur slík, til minningar um þessa skemmtilegu verslun, sem verður – því miður – lokað í dag. En lofa að heimsækja frumútgáfuna þegar ég legg leið mína til Amst- erdam næst. Bókin sem listaverk ’Voss byrjar á því aðsýna mér eina þá óhefð- bundnustu; bók sem hann hefur sjálfur gert úr ryksugupoka. Inni í pokanum/bókinni er fullt af ryki, en afar merkingarhlöðnu ryki.‘ AF LISTUM Inga María Leifsdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Mörg bókverk eftir Dieter Roth eru til sölu í Boekie Woekie. ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg „Ég var ekki ýkja bjartsýnn á þetta til að byrja með,“ segir Jan Voss, einn þriggja eigenda bókabúðarinnar Boekie Wokie, sem hefur haft útibú í Listasafni Reykjavíkur í sumar. „En síðan hefur þetta gengið bara vel.“ VERKIÐ Frozen ground eftir Þóru Marteinsdóttur tónskáld var frum- flutt á dögunum í Gautaborg af lúðra- sveitinni Västsvenska Ung- domsblåsorkestern. Flutningurinn var liður í dagskrá Gautaborgarveisl- unnar svokölluðu sem er árviss við- burður í ágúst og var verkið flutt á stóru sviði sem komið var fyrir á Götaplatsen í miðborg Gautaborgar. Verkið var pantað af sænsku sam- tökunum Musik i Väst sl. vetur sem var lokaár Þóru í tónsmíðanámi við Tónlistarháskólann í Gautaborg. Markmið Musik i Väst er að styðja og örva tónlistarlíf í Vestur-Svíþjóð og verður Frozen ground lag samtak- anna veturinn 2005–2006. Verkið er samið fyrir allt tónlist- arfólk sem vinnur fyrir Musik i Väst í vetur en hugmyndin er að ná til sem flestra með tónlistinni. Þannig verða flytjendur margir og mismunandi, t.d. kúbversk kvennaslagverks- hljómsveit, blúsband, klassískt píanó- tríó, sænsk þjóðlagahljómsveit, popp- söngkona og gítar og sinfóníu- hljómsveit. Þóra var viðstödd frumflutninginn. Hún var ánægð með flutning lúðra- sveitarinnar á Frozen ground og hlakkar til að heyra hvernig lagið á eftir að hljóma í flutningi annarra flytjenda en á vissan hátt verður það nýtt verk sem flutt verður í hvert skipti þar sem flytjendur eru ólíkir og útsetningar einnig. Til stendur að flytja Frozen ground á bilinu 300 til 1000 sinnum í vetur en Musik i Väst mun þá standa fyrir um 40 tónleikum. Þóra samdi lagið, sem er þrjár mínútur að lengd, sl. vor en textinn er eftir vin hennar, fjöllistamanninn Einar Val Bjarnason Maack. Í vetur mun Þóra stunda kennaranám við Listaháskóla Íslands auk þess að stjórna barnakór Háteigskirkju. Um þessar mundir er hún að semja verk fyrir barnakór Dómkirkjunnar ann- ars vegar og norskan hörpuleikara hins vegar. Tónlist| Nýtt íslenskt tónverk frumflutt í Gautaborg Marg- breytilegt verk fyrir lúðrasveit Morgunblaðið/Steingerður Þóra Marteinsdóttir tónskáld var ánægð með flutninginn í Gautaborg. Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is EYGLÓ Aradóttir heldur í dag fyr- irlestur um sjálfsmorð STK-fólks (samkynhneigðra, tvíkynhneigðra, kynskiptinga) í litlum samfélögum. Fyrirlesturinn er haldinn í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3–5, í fund- arherberginu á 2. hæð. Eygló er á leið til Færeyja á ráðstefnuna Can- aries in Coalmines og var fyrirlest- urinn sérstaklega undirbúinn fyrir þá ráðstefnu. Rannsóknir hafa sýnt að tíðni sjálfsmorða og sjálfsmorð- stilrauna er há meðal STK- einstaklinga og koma þar til ýmsir áhrifaþættir. Eygló fer yfir það helsta sem vitað er um þessi mál og fjallar sérstaklega um aðstæður á íslensku landsbyggðinni. Fyrirlestur Eyglóar hefst kl. 15 og eru allir velkomnir. Fyrirlestur um sjálfs- morð samkynhneigðra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.