Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ á óvart. Hún var af skoskum merkjakolsættum og fór ótrúlega skynsamlega að kindum enda þótt hún hefði aldrei fengið neina tilsögn. Hún sá það á klæðaburði okkar hvort við vorum að fara lengra burt þegar við fórum út í bílinn, eða hvort við áttum bara erindi á næstu bæi. Meg- ingalli hennar var að hún tók fremur óvingjarn- lega á móti ókunnugum, og fyrir kom að hún glefsaði ef farið var óvarlega að henni. Hún var okkur háð og óafvitandi urðum við henni háð. Ég var sá sem frá upphafi skammaði hana mest og fóðraði hana næstum aldrei, en mér til mik- illar undrunar, þá varð hún mér, harðstjóranum, fylgispakari en öðrum heimilismönnum. Fyrr en varði var komið á innilegt ástarsamband á milli okkar, ástarsamband sem kona mín tók ótrú- lega vel og sýndi engin merki afbrýðisemi. Einhverjar mestu ánægjustundir Tátu voru þegar hún fékk að fara með mér út að skokka. Þegar hún sá að ég var kominn í hlaupagallann ætlaði hún að tryllast af kæti, skríkti og dillaði sér af eftirvæntingu. Svo lögðum við af stað Þegar ég ásamt fjölskyldu minni settistað í sveitinni sagði ég við konunamína að við skyldum ekki vera meðskepnur, því þær binda mann svomikið, maður þarf sífellt að fóðra þær og kemst ekki að heiman nema biðja einhvern fyrir þær á meðan. Ég vil vera frjáls maður. Kona mín hefur hins vegar græna fingur, og var fyrr en varði komin með stóran garð og gróð- urhús og auðvitað fullt af pottaplöntum innan- húss. Það varð mér, plöntulífeðlisfræðingnum, mikið áfall að uppgötva að plönturnar bundu okkur jafn mikið og dýrin, þær þarf að vökva og vernda gegn of miklum hita og sólarljósi. Allar ræktaðar lífverur binda mann, allar hafa þær þarfir sem við þurfum að sinna, meira að segja grösin á blettinum sem maður verður að vökva, bera á og slá. Svo eignuðumst við einn hest og elsta dóttir okkar annan skömmu síðar. Ég hef þóst vera „andhestamaður“, vegna þess að ég tel að hest- arnir séu svo oft til trafala, fljótlegra sé oft að ganga spölinn en eyða tíma í að temja, járna, sækja reiðtygi og gera við bilanir. Hestarnir okkar gengu þó að mestu sjálfala og ullu mér ekki vandræðum nema einu sinni á ári þegar ég þurfti að færa þá á skattskýrsluna. Hestunum hef ég ekki bundist tilfinningaböndum. En svo langaði yngstu dóttur mína að fá hund. Því var ég andvígur, en varð að láta í minni pokann fyrir meirihluta fjölskyldunnar. Af skoskri merkjakolsætt Við sóttum lítinn hvolp yfir að Fagrabæ hand- an fjarðarins, og auðvitað tók ég þátt í því þó ég væri þessu mótfallinn. Ég sýndi hvolpinum frá upphafi hver væri húsbóndinn á heimilinu, hann fékk aldrei að koma lengra en inn í forstofuna, þvottahúsið varð hans heimili. Aðeins á aðfanga- dag var honum leyft að koma inn í stofu með rauðan borða um hálsinn til hátíðarbrigða. Þetta var falleg tík, svört með hvíta sokka og trýni og ótrúlega falleg brún augu. Hún var nefnd Táta og reyndist afar gegnin og skynsemin kom mér saman og hún kannaði fjarlægar slóðir, þefaði og snuðraði við hverja heimreið og tölti á undan mér eða eftir. Þetta voru utanlandsferðirnar hennar eða okkar. Við höfum farið í margar slík- ar án dagpeninga og risnu fyrir maka eins og nú tíðkast. Við höfum skokkað saman út í vorið, notið sumargolunnar eða barist við vetrarnæð- inginn saman. Sorgartíðindi Góðviðrisdag einn að sumri breytti ég til og tók upp á því að reyna hjól sonar míns, glæsilegt gírahjól, meiri fararskjóta en Mövehjólið sem ég átti sem strákur og Þórarinn Eldjárn gerði ódauðlegt í stuttu ljóði. Auðvitað fylgdi Táta með, afar spennt, og hún kannaði hundaþúfurn- ar á leiðinni, snuðraði og þefaði og tölti með mér upp brekkurnar þegar ég puðaði áfram í fyrsta gír. En þegar ég var kominn að Ytra-Brekku- koti hjólaði ég á fullri ferð niður brekkurnar í fimmta gír og golan kyssti kinn og ég gleymdi Tátu og hún gleymdi sér við einhverja áhuga- Bókarkafli | Dýrunum fjölgaði smám saman í sveitinni, en ekkert þeirra náði þó að vinna hug og hjarta Bjarna E. Guðleifs- sonar líkt og tíkin Táta, sem varð fljótt hluti af fjölskyldunni og náði góðu sambandi við hinn „harða“ húsbónda. Innilegt ástarsamband hunds og manns FRÉTTIR Grænlandsflugi og óháðum sérfræð- ingum. Á Grænlandi hefur atvinnumála- nefndin að auki kynnt sér stöðu ferða- þjónustu og framtíðarhorfur í greininni, m.a. möguleika á nánari sam- vinnu ferðaþjónustuaðila á Íslandi og Grænlandi á þeim stöðum þar sem boð- ið er upp á beint flug á milli landanna. Þá hefur nefndin heimsótt bóndabæi og rætt við fulltrúa landbúnaðarstofnunar heimastjórnarinnar um stöðu landbún- aðar á Grænlandi. Í Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands, átti nefndin fund með bæjaryfirvöldum og heimsótti fisk- markað, fiskvinnslu og verslunarskóla bæjarins auk skinnavinnslu Great Greenland. ATVINNUMÁLANEFND Norð- urlandaráðs er nú á ferð um Suður- Grænland. Tveir alþingismenn eiga sæti í nefndinni, þau Drífa Hjartardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, og eru þau jafnframt formaður og varaformaður hennar. Undir þeirra forystu hefur nefndin í auknum mæli beint sjónum sínum að málefnum Vestur-Norð- urlanda og er ferðin til Grænlands í beinu framhaldi af ferð nefndarinnar til Færeyja og Íslands síðasta sumar. Samgöngur á milli vestnorrænu land- anna þriggja hafa einkum verið til skoðunar og hefur nefndin í því sam- bandi átt fundi með rekstrarfélagi ferj- unnar Norrænu, Flugfélagi Íslands, Skoðar samgöngumál á Grænlandi Atvinnumálanefnd Norðurlandaráðs á Grænlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.