Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 60
SAMKVÆMT nýrri skýrslu um gæði rannsókna við Háskóla Íslands, sem unnin var að beiðni menntamálaráðherra, hefur skólinn á að skipa mjög hæfum fræðimönnum en jafnframt er vakin athygli á því að um fjórðungur starfsmanna í fullu starfi og með fulla rannsóknaskyldu er nær óvirk- ur í rannsóknum. Segir í skýrslunni að það sé áhyggjuefni fyrir skólann að yngsti hópur fræði- manna sé ekki nægilega virkur. Úttekt á rannsóknum skólans náði til áranna 1999–2002 og var unnin að frumkvæði Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Vantar hvata fyrir stofnanir Inga Dóra Sigfúsdóttir, doktor í félagsfræði, er aðalhöfundur skýrslunnar. Inga Dóra segir við Morgunblaðið að mikilvægt sé að hvati til rann- sókna sé byggður inn í starfsemi háskóla. „Rannsóknahvatakerfið innan Háskólans er gott og hvetur einstaklingana. Það er almenn samstaða um kerfið og það hefur aukið afköst. Það vantar hins vegar hvata fyrir stofnanir í heild sinni,“ segir Inga Dóra. Háskólakennarar hafa rannsókna- skyldu og eiga að verja 43% af vinnu sinni í rann- sóknastörf. Nær engar lágmarkskröfur eru nú um árangur í rannsóknastarfi og í skýrslunni kemur fram að mikilvægt sé að tryggja lágmarkskröfur um árangur og að starfsmenn vinni við rannsókna- hvetjandi aðstæður. Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, segir þessa skýrslu fela í sér heilbrigðisvottorð fyrir skólann, hún staðfesti að hann sé vel rekinn og nái árangri í rannsóknum á heimsmælikvarða. Í þessari skýrslu sé að finna gagnlegar ábendingar um hvað betur megi fara og brugðist verði við þeim. Margir óvirkir í rannsóknum innan Háskóla Íslands  Háskóli Íslands | 20–21 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. lega særður í íbúðinni. Lögregla og sjúkra- lið fóru á vettvang og voru fjórir hand- teknir í húsinu og færðir til yfirheyrslu. Fleiri voru ekki á staðnum. Stungusár í hjartastað Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var pilturinn með stungusár í hjartastað og eftir árangurslausar lífgunartilraunir var hann úrskurðaður látinn er komið var á slysa- og bráðadeild Landspítalans. Hann var Reykvíkingur, fæddur árið 1985. Varðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík sagði við Morgunblaðið að rannsókn máls- ins væri á frumstigi. Yfirheyrslur stóðu yf- ir og munu hin handteknu öll hafa komið við sögu lögreglunnar áður. Ekkert þeirra var með teljandi áverka, er lögregla kom á vettvang, og ekki hafði verið tilkynnt um neinn hávaða frá íbúðinni. Að sögn lög- reglu er þó ljóst að áfengi var haft um hönd. ÞRÍR karlmenn og ein kona voru í haldi lögreglunnar í Reykjavík í gær, þegar Morgunblaðið fór í prentun, vegna gruns um aðild að morði í íbúð við Hverfisgötu 58. Tvítugur piltur lést í átökum sem þar urðu í samkvæmi, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Einn hinna handteknu er sterk- lega grunaður um að hafa stungið piltinn með hnífi en játning lá ekki fyrir. Neyðarlínunni barst tilkynning kl. 9.29 í gærmorgun um mann sem væri lífshættu- Fjórir handteknir vegna morðs á tvítugum pilti Morgunblaðið/Júlíus Lögreglu var tilkynnt um lífshættulega særðan mann í íbúð á Hverfisgötu 58 í Reykjavík. Hann lést af stungusári í brjósthol. DANIR hafa mikinn áhuga á samstarfi við Landhelgisgæsl- una um gæslu á N-Atlantshafi, að því er fram kom í ræðu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra á árlegum fundi sendiherra ís- lensku utanríkisþjónustunnar á föstudag. Sagði Björn það sjálf- sagt að sameina krafta með Dön- um eins og frekast væri kostur. Unnið væri að því að endurnýja tækjakost Landhelgisgæslunnar og breyta lögum um hana til að laga starfsemina að nýjum kröf- um. Í samtali við Morgunblaðið segist Björn fyrr í sumar hafa hitt Sören Gade, varnarmálaráð- herra Danmerkur, og rætt þessi mál og í síðustu viku hafi Hans Jesper Helsö, yfirmaður danska hersins, verið hér á ferð og þá hafi málið einnig borið á góma. „Við höfum verið í viðræð- um við þá um þetta sam- starf, sem er mikilvægt að efla. Um það erum við sam- mála þannig að þetta er gagn- kvæmur áhugi. Síðar kemur í ljós hvort og hvernig þetta sam- starf verður formbundið,“ segir Björn Hann bendir á að um áratuga- skeið hafi samskipti milli ríkjanna verið náin um gæslu á Norður-Atlantshafinu. Land- helgisgæslan sé með áform um nýtt gæsluskip, líkt og Danir og Norðmenn. „Danir eru með gæslu við Grænland og Færeyjar og við umhverfis Ísland. Þetta eru svæði sem öll tengjast og mikið í húfi að vel sé að öllu staðið,“ seg- ir Björn. Hugað verði að því að samhæfa nýtingu á skipum og öðrum tækjakosti við eftirlit á hafsvæðum. Íslenska skipið verði hannað með fjölþætt hlut- verk í huga, þar með öryggis- og friðargæslu. Í ræðu sinni á fundi íslenskra sendiherra áréttaði Björn enn- fremur þá skoðun sína, að Ís- lendingum beri að leggja meira af mörkum til að tryggja eigið öryggi, þjóðin hafi burði til þess. „Loftvernd verður ekki tryggð nema með tilstyrk Bandaríkj- anna en við eigum sjálfir að gera meiri ráðstafanir en til þessa í því skyni að efla öryggi á landi og á sjó. Skref hafa verið stigin til þessarar áttar, til dæmis með því að efla sérsveit lögreglunnar,“ sagði Björn. Hann vék einnig í ræðunni að fyrri kynnum sínum af nokkrum sendiherrum í utanríkisþjónust- unni og sagði að „það hefði kannski verið nærtækt fyrir mig eftir kynni af þessum ágætu mönnum á námsárum mínum að huga að starfi í utanríkisþjónust- unni eftir lagapróf. Úr því varð ekki og verður ekki úr þessu“. Verður ekki sendiherra Aðspurður hvort þessi um- mæli þýði að hann útiloki algjör- lega þann möguleika að gerast sendiherra að loknum störfum í stjórnmálum segir Björn við Morgunblaðið að það hafi aldrei staðið til af sinni hálfu. Hann hafi séð einhverjar vangaveltur um þetta í fjölmiðlum en sendiherra verði hann ekki, þótt hann telji starfið mikilvægt eins og hann hafi leitast við að lýsa í ræðu sinni, sem birt er á bjorn.is. Björn Bjarnason í ræðu á árlegum fundi íslenskra sendiherra Danski herinn vill samstarf við Landhelgisgæsluna Björn Bjarnason Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ÞEGAR Jakob Frí- mann Magnússon leigði herbergi hjá öðrum Stuðmanni, breska blústónlist- armanninum Long John Baldry, í húsi sem söngvarinn Rod Stewart átti í Lond- on í byrjun 8. ára- tugarins lentu þeir í harðsnúinni glímu við söfnuð svarta- galdursfólks í hverf- inu með af- drifaríkum afleiðingum sem skráðar hafa verið í rokksöguna. Galdramennirnir höfðu rænt heimilisketti Baldrys og fórnað honum á altari svartagald- ursathafna í kirkjugarði í grenndinni. Baldry hafði áður sigað lögreglunni á safnaðarfólk, fengið hótunarbréf frá þeim og fór síðan í blaða- viðtal þar sem hann fletti ofan af starfsemi þeirra. Um þetta leyti voru þeir Jakob og Baldry að undirbúa tónleikaferð. Í samtali við Morgunblaðið segist Jakobi Frí- manni svo frá: „Áður en langt um leið fékk Baldry nýtt bréf frá svartagaldursfólki þar sem stóð: Við vöruðum þig við, þú hlustaðir ekki og nú hvílir á þér bölvun. Í umslaginu var jafn- framt leirbrúða með nagla gegnum höfuðið. Margir fóru að finna fyrir köldum gusti gegnum húsið þótt hlýtt væri í veðri utandyra og þeir sem næmastir voru þóttust skynja einhverja illsku þar á sveimi.“ Galdurinn hafði mikil áhrif á Long John. Hann náði sér fljótlega, en það átti ekki við um alla. | Tímarit Long John Baldry Stuðmenn glímdu við bölvun galdramanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.