Morgunblaðið - 21.08.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.08.2005, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsóttur verður þjóðgarðurinn á Snæfellsnesi. Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar mun taka á móti hópnum á Hellnum. Þar verður grillað, farið í leiki, sungið og margt fleira skemmtilegt gert. Lagt verður af stað í ferðina frá Valhöll Háaleitisbraut 1, kl. 9.00 og komið til baka um kvöldmatarleyti. Miðaverð er kr. 1.500 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn yngri en 12 ára. Innifalið í verði er rútuferðin og grillmatur. Vinsamlega skráið ykkur í ferðina á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í síma 515 1700 fyrir kl. 16.00 föstudaginn 26. ágúst. Allir velkomnir! Stjórnir sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Sumarferð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður farin laugardaginn 27. ágúst Sumarferð MET Í MARAÞONI Yfir 7 þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni í gærmorgun. Þátttökumet var slegið á öllum hlaupaleiðum. Aldrei hafa fleiri út- lendingar tekið þátt í maraþoninu. Borgarstjóri tók þátt í skemmti- skokkinu eftir að hafa sett maraþon- ið og Menningarnótt. Merck áfrýjar Bandaríski lyfjarisinn Merck og Co. hyggst áfrýja dómi kviðdóms í Texas frá því á föstudag en kviðdóm- urinn komst að þeirri niðurstöðu að Merck bæri ábyrgð vegna dauða manns, sem notað hafði verkjalyfið Vioxx, en maðurinn lést árið 2001 af völdum hjartaáfalls. Voru ekkju mannsins dæmdar bætur sem sam- svara 16 milljörðum íslenskra króna. Málið er erfitt fyrir Merck enda er afar líklegt að frekari málaferli fylgi í kjölfarið. Danir áhugasamir Danir hafa mikinn áhuga á sam- starfi við Landhelgisgæsluna um gæslu á N-Atlantshafi, að því er fram kom í ræðu Björns Bjarnason- ar dómsmálaráðherra á fundi sendi- herra íslensku utanríkisþjónust- unnar í fyrradag. Sagði Björn það sjálfsagt að sameina krafta með Dönum eins og frekast væri kostur. Unnið væri að því að endurnýja tækjakost Landhelgisgæslunnar og breyta lögum um hana til að laga starfsemina að nýjum kröfum. Erfðaefnisskrá að veruleika Erfðaefnisskrá lögreglu verður brátt að veruleika hér á landi, en rúm fjögur ár eru liðin frá því að Al- þingi samþykkti lög um að skránni yrði komið á laggirnar. Nú standa yfir samningaviðræður við banda- rísku alríkislögregluna, FBI, um af- not af hugbúnaði stofnunarinnar til að byggja upp gagnagrunninn. Hér á landi verður erfðaefnisskrá lögreglu vistuð í einni tölvu í hús- næði ríkislögreglustjóra og verður hún ótengd öðrum tölvum til að tryggja öryggi upplýsinganna. Gæsaveiðin að hefjast Gæsaveiðitímabilið er hafið en bú- ist er við að allt að 3.500 veiðimenn fari af stað í ár. Öfugt við það sem margir héldu hafa gæsaveiðar ekki aukist að ráði þrátt fyrir að rjúpna- veiðar hafi verið bannaðar í tvö ár. Viðræður ganga hægt Viðræður um viðskipti með land- búnaðarvörur í heiminum ganga hægt og vonir um að samkomulag náist hafa minnkað. Enginn árangur varð í fundalotu sem lauk í sumar en stefnt er að minni stuðningi við land- búnað. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Velvakandi 45 Forystugrein 30 Staður og stund 46 Umræðan 32/37 Auðlesið 48 Bréf 35 Menning 49/57 Minningar 37/40 Ljósvakamiðlar 58 Dagbók 44 Veður 51 Víkverji 44 Staksteinar 54 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is RÚMLEGA fimmtán þúsund reyk- vískir grunnskólanemendur setjast á skólabekk eftir helgi. Samkvæmt upplýsingum sem fram komu á blaðamannafundi Menntasviðs Reykjavíkurborgar hefur gengið vel að ráða kennara í grunnskólum Reykjavíkur. Aðeins er eftir að ráða í örfáar stöður vegna forfalla. Auk þess er eftir að ráða í ýmis önnur störf í grunnskólunum, s.s. í störf skólaliða. Námskeið fyrir foreldra Tveir skólar í Reykjavík, Ingunn- arskóli í Grafarholti og Korpuskóli í Grafarvogi, flytja í nýtt húsnæði í haust, skv. upplýsingum Mennta- sviðs. Þau húsakynni eru sérstak- lega hönnuð fyrir einstaklingsmiðað nám. Þá kom fram á blaðamannafund- inum að foreldrum barna, sem eru að hefja nám í 1. bekk, sé boðið upp á sérstök námskeið í um 90% grunn- skóla í Reykjavík. Markmið þeirra sé m.a. að leggja grunn að markvissu samstarfi heimila og skóla og auð- velda skólagöngu sex ára barna. Hver skóli sér um að skipuleggja námskeið fyrir sinn foreldrahóp sem standa yfir í eitt til tvö kvöld í flest- um skólum í lok ágúst eða byrjun september. Þá hefur foreldrum í nokkrum hverfum staðið til boða að fá kennara heim til sín, sem kynnir þeim skólastarfið. Menntamál eru stærsti útgjalda- liður Reykjavíkurborgar en velta þeirra er um 16 milljarðar króna. Nemendur í leikskólum í Reykjavík eru um 6.000 talsins en nemendur í grunnskólum 15.000. Stöðugildi eru um 4.500. Um 15 þúsund nem- endur á skólabekk LÁRA Þorsteinsdóttir frá Geldingsá á Svalbarðsströnd er 100 ára í dag. Hún fæddist á Klóni í Hrollleifsdal 21. ágúst árið 1905 en foreldrar hennar, Þorsteinn Krist- jánsson og Guðný Einarsdóttir, voru síðustu ábúendur á jörðinni. Lára hefur lengst búið í Eyjafirði og síðustu ár verið til heimilis á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Lára sagði í samtali við Morgunblaðið að sér litist nú ekkert allt of vel á að ná þessum háa aldri, enda heilsan verið upp og ofan undanfarin ár. Sjón og heyrn hafa daprast mikið og hún hefur verið rúmliggjandi und- anfarin ár en fer þó um í hjólastól. „Þegar einu sleppir tekur annað við,“ sagði Lára. Hún ber sig þó vel og kvartar ekki yfir neinu, enda segir hún mjög vel hugs- að um sig á Hlíð. „Ég sé ekki eftir neinu og hér á Hlíð hef ég átt mína bestu daga. Þegar ég var yngri fannst fólki það alveg voðalegt að fara á elliheimili. Það er ekki hægt að hugsa sér betri stað, hér er allt lagt upp í hendurnar á manni. Ég segi því að það þurfi enginn að hræðast elliheimili.“ Lára var eins árs gömul er foreldrar hennar brugðu búi á Klóni og fluttu til Siglufjarðar og þaðan í Kjarna í Eyjafirði. Þar bjó fjölskyldan á meðan heimilisfaðirinn byggði Mela sunnan Akureyrar. Þaðan fluttist fjöl- skyldan til Akureyrar en á þeim tíma voru faðir hennar og bróðir, Aðalsteinn Sigfús, báðir í vinnu í bænum. Lára kynntist manni sínum Árelíusi Halldórssyni frá Geldingsá, fluttist þangað 1926 og giftist manni sínum ári síðar. Börn þeirra urðu 7 og eru 4 þeirra á lífi. Lára bjó á Geldingsá í um 30 ár, eða þar til maður hennar lést fyrir um 50 árum. Þá fluttist hún til Akureyrar, tæplega fimmtug og starfaði m.a. í heimavist MA í fimm vetur en lengst af starfaði hún í pylsugerð KEA. Hún bjó m.a. um tíma í húsinu París í Hafnarstræti. Eftir að hún fór á elliheimili dvaldi hún fyrst í Skjald- arvík, þaðan fór hún í Kjarnalund og loks á Hlíð. Lára og maður hennar bjuggu með kýr og kindur á Geldingsá. Hún sagði að sér hefði líkað lífið í sveitinni vel en að jörðin hefði verið erfið til búskapar. Lára sagði það hafa hjálpað sér í gegnum lífið að hafa haft létta lund. „Ég er nú ósköp venjuleg alþýðukona, en hef þó alltaf haft gaman af vísum og kvæðum og gert mikið af því að syngja.“ Lára ætlar að halda upp á þessi tímamót í lífi sínu á Hlíð kl. 15 í dag og á hún von á fjölmörgum vinum og ættingjum í heimsókn. Hún á 19 barnabörn, um 45 barnabarnabörn og 7 barnabarnabarnabörn. Lára Þorsteinsdóttir frá Geldingsá er 100 ára í dag „Hefur hjálpað mér að hafa létta lund“ Morgunblaðið/Kristján Lára fagnar afmælinu með fjölskyldu og vinum í dag. „VIÐBRÖGÐ fjármálaráðherra við kröfum okkar eru vonbrigði,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, en sl. fimmtudag barst FÍB bréf frá ráðuneytinu þess efnis að skattar á bifreiðaeldsneyti verði ekki lækkaðir. FÍB safnar nú undirskriftum á netinu undir áskorun á hendur stjórnvöldum þar sem þau eru hvött til að lækka álögur á bifreiðaelds- neyti til að koma til móts við stór- hækkað heimsmarkaðsverð. „Nú þegar hafa tæplega tíu þús- und manns skrifað undir og við stefnum að því að afhenda stjórn- völdum undirskriftirnar í lok næstu viku, og ítreka þar með áskorun okk- ar,“ segir Runólfur og er vongóður um að aðgerðirnar muni skila ár- angri. „Okkur hefur áður tekist að koma baráttumálum okkar í höfn. T.d. er vísað til þess í bréfi ráðuneyt- isins að vörugjaldi af bensíni hafi verið breytt árið 1999 úr hlutfalli af tollverði í fasta krónutölu. Við beitt- um okkur mjög fyrir þessari breyt- ingu á sínum tíma og fyrstu viðbrögð stjórnvalda þá voru svipuð og þau eru núna, þ.e. menn töldu engra breytinga þörf á skattaumhverfinu.“ Um 10 þúsund hafa skrif- að undir HRÓLFUR Jónsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs Reykjavíkur- borgar, segist ætla að athuga hvers vegna búið sé að setja upp forgangs- skilti strætós í Lækjargötu þar sem ekki liggur fyrir samþykki lögregl- unnar. „Ég átta mig ekki alveg á því hvers vegna búið er að setja þessi skilti upp,“ segir Hrólfur. Það hefði átt að vera búið að ganga frá þessu áður en nýja leiðarkerfið tók gildi. Hrólfur bendir á að málið hafi ver- ið samþykkt í Framkvæmdaráði, sem heyrir undir Framkvæmdasvið, og þann fund hafi lögregla setið, en sú óvanalega staða hafi komið upp að málið hafi verið tekið fyrir í borg- arráði. Þar hafi málinu verið frestað og síðan hafi verið gerð lítils háttar breyting sem lögregla kom ekki að, en hún fól í sér að borgarráð féllst ekki á forgang strætós til suðurs. „Starfsmenn gatnaskrifstofu áttu ekki von á öðru en að málið væri klárt (eftir samþykkt framkvæmda- ráðs) og þeir settu í gang að merkja. Svo þegar þessu var frestað í borg- arráði hreinlega gleymdist að aflýsa þessum framkvæmdum. Þannig að gatan var t.a.m. öll máluð. Svo var málað yfir það,“ segir Hrólfur. Hann kveðst ekki vita annað en að lögreglan fallist á þá breytingu borg- arráðs og komi til með að auglýsa hana. „Síðan verður forgangurinn þannig að strætó fær forgang fyrst og fremst frá Hafnarstræti að Bankastræti. Þar munum við síðan setja upp ljós þannig að vagninn fær að fara fyrr yfir Bankastrætið og nýtur því ákveðins forgangs í Lækj- argötunni. En þeim megin koma allir til með að mega keyra.“ Aðspurður hvort umferðin í Lækj- argötu komi til með að þola strætó- forganginn segir Hrólfur að allir út- reikningar umferðarsérfræðinga bendi til þess. Hann bendir á að þeg- ar unnið hafi verið að lagfæringum á Lækjargötunni hafi einungis verið ein akrein bæði fyrir strætó og aðra umferð. „Það urðu nú engir veruleg- ir tappar. Það er ekki það mikil um- ferð á þessu svæði.“ Ekki átti að setja upp forgangsskilti strætós í Lækjargötu Gleymdist að aflýsa framkvæmdunum Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is „ÞETTA er frekar ljótt. Vegurinn er jeppafær þótt sums staðar hafi bara verið ekið yfir stórgrýti,“ segir Jó- hann Birkir Helgason, bæjartækni- fræðingur Ísafjarðarbæjar, um veg- inn sem lagður var í óleyfi niður í Leirufjörð á Vestfjörðum. Fulltrúi frá tæknideild Ísafjarðar- bæjar fór ásamt fulltrúa Umhverfis- stofnunar á staðinn til að meta skemmdirnar en í kjölfar þess verð- ur ákveðið hvernig ganga eigi frá þessu. „Það fyrsta sem þarf að gera er að fylla upp í skeringarnar og draga efnið þar ofan í svo þetta verði óökufært. Ég veit ekki hvort það þurfi að týna fræ á staðnum til að sá í þetta en við munum leita okkur upp- lýsinga um það,“ segir Jóhann og bætir við að slóðinn sé eiginlega að lokast að sjálfu sér þar sem grjót sé farið að hrynja niður á hann. Vegurinn í Leirufjörð jeppafær

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.