Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Löngu fyrirhuguð utanlands-ferð hófst í miklumþrengslum á Keflavíkur-flugvelli, tvíarma biðraðirút fyrir dyr, sem ég hef aldrei upplifað áður. Af sem áður var er flugferðir voru mikil lifun, nú líkj- ast þær stórfelldum gripaflutningum á háannatímanum, þakkar margur guði fyrir kominn á áfangastað og hefur komið sér fyrir í eitthvert far- artækið sem flytur hann með hraði burt úr flughöfnunum. Nærtækt að hugleiða hvar þetta endar með út- þenslu flughafna, sem eru farnar að líkjast smáþorpum eða kannski held- ur verslunarkeðjum í örum vexti. Engin flughræðsla né innilokunar- kennd hér undirliggjandi, öryggið margfalt í lofti en á láði og því eru all- ar þessar öryggisleiðbeiningar í far- þegarýminu í upphafi flugs farnar að koma mörgum spánskt fyrir sjónir, og helst til þess fallnar að seinka flugi og hræða líftóruna úr viðkvæmu fólki. Hafa menn hugleitt hvernig ástandið væri ef ferlið færðist yfir á önnur farartæki til að mynda bílinn sem þó býður upp á margfalda hættu sbr. slysatíðnina? Þetta svona í framhjáhlaupi vegna þess að ég las snjalla grein hér um í dagblaði ytra. Til viðbótar mætti leggja niður þess- ar tímafreku hefðbundnu og úreltu matargjafir á styttri leiðum, svo og söluáráttu á tollfrjálsum varningi en huga meir að því að gera flugferð- irnar sem ánægjulegastar fyrir far- þegana og þá úr mörgu að moða. Allt þetta skondið vegna þess að mikið úr- val veitingastaða er á flughöfnunum og tollfrjálsum verslunum um leið, ætti því að vera guðsþakkarvert að vera laus við átroðninginn í háloftun- um. Lundúnir bjóða jafnaðarlegaupp á miklar lifanir hvaðsjónarheiminn snertir og þáekki ónýtt að fá inni við hlið- ina á British Museum eins og skeði að þessu sinni. Má alveg segja að 7000 ára fortíð hafi andað á mig úr næsta nágrenni á nóttu hverri og loks ná- lægð allan síðasta dag minn í borg- inni. Mig bar seint að en strax árla morguns naut ég þess út í fingur- góma að virða fyrir mér mannlífið út um glugga efri hæðar almennings- vagnsins sem bar mig á Portrettsafn- ið við austurenda Þjóðlistasafnsins við Trafalgartorg. Alltaf tilhlökkun- arefni að koma á þetta safn því fáar þjóðir eru hér eins jarðtengdar aftur í aldir og fjölbreytnin mikil. Fjarri lagi að einungis sé um hefðbundna flibba- portrett og fegrunaraðgerðir á myndfleti, extreme makeover að ræða, nei útliti viðfangsefnanna eru gerð skil á fjölþættan hátt, jafnvel grófan og skoplegan. Á einn veg um mikla sjónræna sögu engilsaxa að ræða, einkum þeirra sem getið hafa sér nafns, en á seinni tímum langtum minna aðalsins en uppgötvunar- og vísindamanna, leikara, stjórnmála-, bókmennta-, tón- og sjónlistamanna, svo eitthvað sé nefnt. Hið mikilvæg- asta er þó sjálf útfærslan og hér ræð- ur engin níðþröng og mörkuð stefna leiðinni á seinni tímum… Þrátt fyrir fjölbreytnina á hinni ár- legu „BP Portrait Award“ býr hún vissulega yfir undirtóni ákveðinnar hefðar sem hefur verið að bera hana ofurliði hin síðari ár, einkum í ljósi of- urraunsæis sem tíðum nálgast ljós- myndina um of. En jafnaðarlega skera nokkur myndverk sig úr fyrir myndræna útfærslu, og skondið nokk einmitt fyrir hið síðastnefnda að þessu sinni, en með einhverri yfirhaf- inni og óútskýranlegri viðbót. Enginn skyldi vanmeta þessar áherslur því þær hafa einmitt skilað engilsöxum svo mörgum og drjúgum málurum í áranna rás, einnig á rót- tæku nótunum. Og vel á minnst, þá hafa sumir þátttakendanna meðal annars sótt menntun sinna í hönnun- arskóla sem einnig leggja áherslu á þennan geira, samanber forsíðu- myndir Time og fleiri ámóta rita, ein- stakir jafnvel til rússneskra aka- demía! Leiðin lá næst til hinnar árlegu sumarsýningar Konunglegu aka- demíunnar, engar stórsýningar á Þjóðlistasafninu þar sem verið er að gera við tröppuuppganginn og sitt- hvað úr forhliðinni, en safnið sjálft þó opið. Sumarsýningin að þessu sinni hin 237. í röðinni (!), en þó nokkur ár síðan hin rykföllnu viðhorf hefðarinn- ar voru kústuð burt og lögð áhersla á gagnsæi yfir alla línuna um leið og leitast er við að sækja endurnýjun í gestaverk heimsþekktra erlendra samtímalistamanna. En þetta reynd- ist sýnu áhrifaminnsta útgáfan sem ég hef augum borið, aðalgesturinn Ed Ruscha með heilan sal olli mér þannig vonbrigðum, landar hans James Rosenquist og Chuck Close einnig ekki upp á sitt besta frekar en margir af helstu bógum liðinna ára svo sem David Hockney, eitthvert yf- irbragð vélrænnar rútinu í svo mörg- um verkanna í stað ferskrar lifunar. Deild vatnslita, teikninga og graf- íkmynda einnig áberandi lakari en oft áður. En svona gengur þetta með all- ar árvissar stórsýningar að þær eiga sínar hæðir og lægðir inn á milli. Megintilgangur fararinnar var þó að bera augum aðalsýningu Tate Modern Bankside, yfirlit á mynd- verkum hinnar mexíkósku Fridu Kahlo og skundað þangað árla daginn eftir. Dagsverk að skoða þetta mikla safn vel og því mikilvægt að mæta snemma vilji menn upplifa aðalsýn- ingarnar í sæmilegu næði. Frida Kahlo er löngu orðin að þjóðsögu, stormasöm ævi hennar og að hún var gift goðsögninni Diego Rivera vega þar þungt, þótt óumdeilanlega hafi hún verið snjall málari. Kahlo bjó á köflum við nær óbærilegar þjáningar af völdum hörmulegs slyss á unga aldri, oftast annað tveggja í hjólastól eða rúmliggjandi afhjúpaði hún á miskunnarlausan hátt sálarlíf sitt, hugarfóstur og ímyndanir í mynd- verkum sínum. En löngu fyrir slysið var ljóst að um mjög sérstæðan per- sónuleika var að ræða, sést þannig kornung í karlmannsfötum á fjöl- skyldumynd, og hún lagði ekki síður hug til kvenna en karla. Var í þá veru ekki einhöm í ástarlífi sínu en um leið þjáðist hún af afbrýði útí spúsann Diego Rivera, sem átti það til að leggjast með fyrirsætum sínum og öðrum tilkippilegum fljóðum. Þau Kahlo og Rivera voru annars full- komnar andstæður í útliti, hún grönn, fíngerð og smávaxin, hann stórskor- inn og digur. Pólitískar skoðanir þeirra voru þó í góðu samræmi enda varla annað hægt en að vera róttæk- ur í þessu vígi kúgunar og einsýnnar yfirstéttar, fátæktar og ríkidæmi. Lundúnir Sjálfsmynd eftir Gabrielu Münter, sirka 1910, olía á plötu, 49x33,7 cm. Stofnun Thyssen Bornemisza, Madríd.Frida Kahlo, ljósmynd eftir Imogen Cunningham 1931. Dean Marsh; Giuletta Coates, olía á plötu 28,3/4x225/8 cm. Ein af verðlaunamynd- unum á hinni árlegu sýningu „BP Portrait Aw- ard“ í National Portrait Gallery í Lundúnum. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson Getum útvegað nokkrar FORD ESCAPE XLT 4X4 bifreiðar frá Hertz í USA. Bílarnir eru 2005 árgerð, í óaðfinnanlegu ástandi. Eknir 35 til 45 þús. km. Vel búnir þægindum s.s V6 3000cc vél, 200 hestöfl, loftkælingu, CD spil- ara, Cruise Control, ABS, sjálfskiptingu o.m.fl. Verðið er aðeins 2.299.000 kr. Fyrir 99 þúsund aukalega getum við boðið ábyrgð frá íslensku trygg- ingafélagi til 130.000 km eða til þriggja ára. Afgreiðslutími er um 6 vikur. FORD ESCAPE 2005 Á ÓTRÚLEGU VERÐI! Frekari uppl. veitir Magnús í síma 891 8277 Gólfefnaval ehf Faxafeni 10 108 Reykjavík Sími 517 8000 Fax 517 8008 golfefnaval@golfefnaval.is www.golfefnaval.is Sturtuklefar og baðkör Gólfefnaval Tæknilegar upplýsingar um sturtuklefa Teg.: OLS 8001. Stærð 103x103x220 cm. Einn með öllu Höfuðsturta, handsturta, fótsturta, nudd, gufurafall, Hi-Fi útvarp, sími, stjórnborð, fjarstýring, geislaspilaratengi, vifta, ljós, spegill, o.m.fl. Kr. 139.000 – áður 178.800 kr. Tæknilegar upplýsingar um baðkar Teg.: OLS 6035. Stærð 200x110x0,70 cm. Öll blöndunartæki þ.m.t. hand- sturta, vatnsnudd, loftnudd, stjórn- borð, Hi-Fi útvarp, draumakoddar, öryggishandfang, o.m.fl. Eitt með öllu Kr. 163.000 – áður 196.800 kr. TILBOÐ !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.