Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 21 Til leigu eða sölu mjög gott um 450 fm skrifstofuhúsnæði við Stangarhyl Aðkoma að húsnæðinu er góð auk þess sem tenging við helstu samgönguæðar borgarinnar er mjög góð. Stendur nálægt mikilli samgönguæð og auglýsingagildi er því mikið. Næg bílastæði. Um er að ræða alla efri hæð hússins og hluta 1. hæðar. Góð móttaka, 2 opin vinnurými, annað fyrir 8-10 starfsstöðvar en hitt fyrir ca 5, tæknirými með geymsluaðstöðu, 5 rúmgóðar skrifstofur og 2 mjög stórar skrifstofur, auk salerna og ræstikompu. Á jarðhæð er kaffistofa og starfsmannaaðstaða. Mikið og fallegt útsýni er af hæðinni til norðurs. Eignin er laus. Nánari upplýsingar veitir Arnheiður í síma 591 9000 eða arnheidur@terranova.is. Húsnæði til leigu/sölu dóttir menntamálaráðherra að vegna umræðna um málefni skólans hafi verið mikilvægt að gera góðar rannsóknir á þeim. Aðspurð hvort breytingar verði gerðar í framhaldi af niðurstöðum úttektarinnar segir Þorgerður að gaumgæfilega verði farið yfir skýrsl- una en á heildina litið komi hún vel út fyrir vísindamenn skólans. „Auðvitað mega einhverjir þættir fara betur en tal um að skólinn standi sig ekki á ekki við rök að styðjast,“ segir hún. „Hann stendur sig frábærlega í ljósi þess umhverfis sem hann býr við.“ Þorgerður segir athugasemd í skýrslunni um skörun markmiða áhugaverða og kveðst vilja ræða við rektor hvernig fari saman að vera annars vegar rannsóknaháskóli í fremstu röð og hins vegar skóli sem sé opinn fyrir alla. Hún segir ljóst að efla þurfi rannsóknir á háskólastigi. „Það hefur verið gert en gera þarf betur og fá til þess fleiri aðila. Há- skólinn hefur staðið sig mjög vel.“ Þorgerður telur að þrátt fyrir breyttar áherslur geti skólinn tví- mælalaust áfram gegnt hlutverki sínu sem þjóðskóli. „Hann er meginakkerið í íslenskri háskólaflóru. Hann hefur byggt upp gríðarlega þekkingu og reynslu og við eigum að sjálfsögðu að nýta okk- ur það til hins ýtrasta,“ segir hún. „Um leið hefur hann tekið sam- keppni sem hefur byggst upp á und- anförnum árum vel.“ Þorgerður segir samkeppnissjóði í samræmi við stefnu stjórnvalda og gæta verði þess að samkeppni blómstri innan vísindanna. „Það verður vonandi baráttumál hvers menntamálaráðherra að auka fjár- magn til vísinda og rannsókna, ann- ars vegar af hálfu hins opinbera og hins vegar einkageirans,“ segir hún. Þorgerður segir hugmyndina um hvatakerfi þar sem rannsóknaraðilar geti unnið sér inn aukaframlög at- hyglisverða, en leggur áherslu á að varðandi rannsóknir sé Ísland í fremstu röð meðal OECD-landa. Markmið ESB-ríkja um að minnst þrjú prósent landsframleiðslu renni til vísinda og rannsókna hafi löngu verið uppfyllt, en leita þurfi leiða til að hámarka árangur. „Árangur Íslendinga á heildina lit- ið er mjög eftirtektarverður,“ segir Þorgerður. „Við stöndum okkur vel. Engin kerfi eru þó gallalaus og við eigum einfaldlega að halda áfram og sníða af vankanta kerfisins sem hef- ur verið byggt upp.“ KRISTÍN Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir skólann hafa farið í gegnum þrjár viðamikl- ar úttektir nýlega. „Ríkisendurskoðun gerði úttekt á rekstri, fjármögnun og afköstum og við fórum í gegnum úttekt hjá samtökum evrópskra háskóla, auk þessarar,“ segir Kristín. „Það má segja að allar þessir úttektir feli í sér heilbrigðisvottorð fyrir Há- skóla Íslands. Þær staðfesta að hann sé vel rekin stofnun sem nái árangri í rannsóknum á heims- mælikvarða.“ Kristín segir mikilvægustu nið- urstöðuna tvímælalaust vera að bæði gæði og afköst fræðimanna í rannsóknum við Háskólann séu sambærileg því sem gerist í erlend- um rannsóknaháskólum og gaman sé að sjá hve rannsóknavirknin hafi vaxið hratt. Hún segir að í úttekt- unum sé að finna gagnlegar ábend- ingar um hvað megi betur fara og brugðist verði við þeim. Aðspurð hvort skólanum hafi tekist að bregðast við breyttum aðstæðum segist hún tvímælalaust telja svo. „Við höfum brugðist við stórauk- inni þörf fyrir menntun og þekk- ingu í upplýsingasamfélagi með því að bjóða stóraukið námsframboð, byggja upp framhaldsnám og standa fyrir öflugum rannsóknum í tengslum við atvinnulífið,“ segir Kristín. „Tilkoma nýrra háskóla og sívaxandi samkeppni frá öðrum löndum hefur haft jákvæð áhrif á skólann.“ Í skýrslunni er hvatt til aukins samstarfs innanlands og segir Kristín að auðvitað megi efla það á vissum sviðum. Háskólinn sé þó í miklu og góðu samstarfi við há- skóla og margar aðrar rannsókn- arstofnanir innanlands. Mikilvægt sé í litlu samfélagi að ná bæði góðu samstarfi og skýrri verkaskiptingu. Úttektin leiddi einnig í ljós að stór hluti vísindamanna við Háskól- ann er lítt virkur í rannsóknum og er það sagt áhyggjuefni að yngstu fræðimennirnir séu ekki nógu virk- ir. Kristín segir að skýringar megi finna í flestum tilfellum og til dæm- is sinni ákveðinn hópur tímafrekum stjórnunarstörfum í þágu skólans hverju sinni og heilsufarsástæður skýri einhvern hluta. „Skýringin varðandi unga vís- indamenn er að oft er þetta fólk sem er nýkomið úr doktorsnámi sem þarf til dæmis að taka að sér kennslu og byggja upp rannsókna- aðstöðu. Þá tekur tíma að ná fram birtingarhæfum niðurstöðum.“ seg- ir Kristín. „Eftir stendur lítill hóp- ur sem ekki sinnir rannsóknum sem skyldi og við munum taka á þessum vanda með því að skoða hvert tilfelli fyrir sig. Við erum með hvetjandi rannsóknaumhverfi og á heildina litið stendur skólinn fyrir miklum afköstum sem end- urspeglar að margir mjög virkir vísindamenn eru innan skólans.“ Kristín telur ekki að mótsögn sé í markmiðum Háskólans og hún vill ekki aðskilja grunn- og framhalds- nám. Varðandi ábendingar úttekt- arhópsins um fjárveitingar til rann- sókna segir hún af hinu góða að auka framlög til samkeppnissjóða. „Það má samt ekki vera á kostn- að grunnfjárveitingar til rannsókna en hún er núna of lág til að bjóða upp á öflugt framhaldsnám,“ segir Kristín. „Hana þarf að hækka og tengja bæði nemendafjölda og ár- angri.“ „Heilbrigðisvottorð“ fyrir Háskóla Íslands Kristín Ingólfsdóttir hrund@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.