Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 53 MARGIR hafa eflaust velt fyrir sér hvað sjónvarpskonan Vala Matt hygðist taka sér fyrir hendur síðan tilkynnt var að hún myndi ekki halda áfram umsjón með sjónvarpsþætt- inum Innliti/Útliti á Skjá einum. Svarið liggur nú fyrir, hún hefur í vetur umsjón með nýjum þætti á Sirkus ásamt Hálfdáni Steinþórs- syni. Þátturinn ber heitið Veggfóður og verður lögð aðaláhersla á hönnun, lífsstíl og arkitektúr, að sögn Völu. „Já, við ætlum að fjalla um hönn- un, lífsstíl og arkitektúr frá ýmsum hliðum og líta inn og skoða heimili fólks. Einnig ætlum við að sýna ýms- ar sniðugar hugmyndir sem fólk er að framkvæma heima hjá sér. Við munum taka til umfjöllunar lífsstíl fólks sem er svolítil útvíkkun á hinu hefðbundna innliti. Við ætlum einnig að vera með annan fótinn í útlöndum þar sem við skoðum hvað er efst á baugi í hönnun og heimsækjum einnig Íslendinga sem búsettir eru erlendis. Í fyrsta þættinum förum við til New York og heimsækjum Ís- lendinga þar,“ sagði Vala. Verður þátturinn líkur Innliti/ Útliti að uppbyggingu? „Þar sem ég er arkitekt að mennt hef ég alltaf verið að fjalla um hönn- un og arkitektúr út frá ýmsum sjón- arhornum. Ég verð áfram með þá umfjöllun sem ég hef verið með en reyni í leiðinni að víkka sjóndeild- arhringinn.“ Vala og Hálfdán eru sem fyrr seg- ir umsjónarmenn Veggfóðurs en þau fá sér til fulltingis ýmsa sérfræð- inga. „Þau Sesselja Thorberg iðnhönn- uður, Guðlaug Halldórsdóttir text- ílhönnuður, Andrea Róberts, Nína Dögg Gunnarsdóttir og Sigtryggur Magnason og ýmsir fleiri taka að sér minni verkefni fyrir okkur,“ sagði Vala. Fyrsti þáttur Veggfóðurs verður sýndur á Sirkus mánudagskvöldið 29. ágúst næstkomandi klukkan 21. Sjónvarp | Nýr þáttur um hönnun á Sirkus Vala og veggfóðrið Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Hálfdán Steinþórsson og Vala Matt eru umsjónarmenn Veggfóðurs. ÞAÐ er aldrei of seint að hampa duldum meistaraverkum. Nýjasta og jafnframt fyrsta breiðskífa kanadísku jað- arrokksveit- arinnar Arcade Fire er eiginlega ekki lengur ný, kom út á síðasta ári, en ekki er langt síðan hún varð fyrst fáanleg í verslunum hér á landi. Skemmst er frá að segja að það er auðskiljanlegt að plötunni hafi verið hampað af er- lendum skríbentum sem einni þeirri bestu sem kom út á síðasta ári. Hún er nefnilega alveg ævintýralega góð, fjölbreytt og innihaldsríkari en nær allt það nýrokk sem út var gefið í fyrra samanlagt. Platan er löng, uppfull af löngum, hádramatískum og vel sömdum lögum sem eru snilldarvel útsett, leikin og sungin af fádæma innlifun. Minnir mann einna helsta á það þegar maður tapaði sér gjörsamlega yfir fyrstu Tind- ersticks-plötunni. Já, eins og sjá má á öllum þessum hástemmdu yfirlýs- ingum, þá tapar maður sér yfir þess- ari plötu. Svo góð er hún. Arcade Fire til Íslands. Og það strax! … elsku bestu tónleikahald- arar. E.s. Svo er ekki úr vegi að geta hinnar áhugaverðu EP-plötu sem kom út fyrir skemmstu en hún hefur að geyma fyrstu demó-upptökur sveitarinnar. Fantagott stöff. Maður tapar sér TÓNLIST Erlendar plötur Arcade Fire – Funeral  Skarphéðinn Guðmundsson Leikkonan Eva Longoria er bú-in að jafna sig eftir höf- uðhögg og sneri aftur á tökustað Aðþrengdra eiginkvenna um helgina en hlutur féll ofan á höfuð hennar við tökur á þátt- unum. Meiðslin ollu ekki sjáan- legum skaða eða örum á höfði þess- arar vinsælu leikkonu. Aðdáendur hennar höfðu miklar áhyggjur og sendu henni fjölda korta, blóma og skilaboða. Longoria leikur fyrrverandi fyr- irsætuna Gabrielle Solis í þátt- unum. Þeir fjalla á gamansaman en sótsvartan hátt um lífið í út- hverfum Bandaríkjanna og eru geysivinsælir bæði þar og hér á landi. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.