Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj, s. 691 0919 Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Elsku frændi, ég er ekki enn búin að fatta hvað hefur skeð. Síðast er ég sá þig þá varstu, eins og síðustu ár sem ég hef séð þig, á hjólinu þínu. Alltaf á hjólinu. Við vorum miklir vinir þegar við vorum lítil og ég fékk að leika svolítið með þig þegar þú varst lítill. Þú varst strax svo ákveðinn og vissir alveg hvað þú vildir, eins og þegar þú komst með mömmu þinni í skírnina til Írisar systur og mættir í múnbútsunum og þér fannst það nú bara mjög fínt og engin leið fyrir mömmu þína að fá þig úr þeim og í betri skó, nei, þú vissir hvað þú vildir aðeins 4 ára gamall. Svo á ung- lingsárunum þá voru lítil samskipti eðlilega þar sem maður er svo upptekinn af vinum og áhugamál- um. Við frændsystkinin hefðum nú getað haldið betra sambandi en ég hugsaði alltaf að það væri nægur tími til að kynnast upp á nýtt er við yrðum eldri, en svo er greini- lega ekki eins og við, því miður, höfum fengið að kynnast. Ég hefði viljað að litli strákurinn minn fengi að kynnast þér, því ég hugsa að þið hefðuð orðið góðir saman, ákveðnir ungir menn. Lífið er allt- of stutt hjá sumum okkar og mað- ur skilur þetta ekki alveg, en sem betur fer þá áttir þú góða að og lifðir lífinu vel og skemmtilega, alltaf á fullu að gera hitt og þetta sem þér datt í hug. Takk kærlega fyrir þann tíma sem ég fékk með þér, svo sjáumst við aftur seinna. Ásdís frænka. Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningagrein um vin sinn, vitandi af því að hann er ekki leng- ur hér. Þegar ég flutti til Reykhóla fyrir 4 árum þá þekkti ég Mána ekkert, en ég heyrði margt um hann, allir voru að tala um Mána á hjólinu og að hann hafi gert þetta á hjólinu og farið þangað á hjólinu, allt sem ég heyrði um hann var eitthvað sem tengdist honum og MÁNI MAGNÚSSON ✝ Máni Magnús-son fæddist í Reykjavík 2. nóvem- ber 1988. Hann lést 7. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hjalla- kirkju 12. ágúst. hjólunum. Ég kynnt- ist Mána ekki al- mennilega fyrr en nú í sumar þegar hann byrjaði í Þörunga- verksmiðjunni á Reykhólum. Mána fannst oft gaman að stríða öðrum í verk- smiðjunni og þegar hann var nýbúinn að því, þá var hann allt- af dansandi og lítandi í kringum sig í ótta um að einhver gerði eitthvað á móti. Þessa 2-2½ mánuð sem Máni vann á Reykhólum brölluðum við margt saman, fórum t.d. út á Langavatn á pínulitlum Zodiac, sem við kölluðum sirka bát, með litlum rafmagnsmótor, fórum af og til í Bjarkalund, vorum á rúnt- inum, hann að leika sér á hjólinu og ég að fylgjast með honum eða bara heima að horfa á video. Það skiptir engu máli hvað við gerðum, alltaf gátum við haft gaman af því, eins og við sögðum, það væri nóg að hafa okkur tvo saman og þá væri gaman. Við höfðum oft mjög gaman af því að vera í vinnunni, aðallega þegar við vorum að mála, því þá settum við alltaf disk í spil- arann og þá skipti engu máli hvort það var Bubbi, Metallica, Írafár eða Gylfi Ægis, alltaf dönsuðum við með og sungum hástöfum, við vorum alltaf í bananastuði eins og við sögðum. Við vorum búnir að ákveða mikið hvað við ætluðum að gera í vetur, þegar ég væri fluttur í bæinn til að fara í skólann. Við ætluðum saman vestur reglulega, ætluðum svo að dunda okkur í bílnum mínum og svo í hans bíl þegar hann væri búinn að kaupa sér bíl. Þær eru miklu fleiri minning- arnar um Mána sem ég á og mun aldrei gleyma. Lífið á Reykhólum finnst mér hafa verið nokkuð tóm- legt síðustu daga, nú heyrir maður ekki í neinu mótorhjóli þjóta um göturnar, enginn til að vera að fífl- ast með og enginn til að hanga með á kvöldin og horfa á video. Mér finnst ég vera heppinn að hafa fengið að kynnast Mána, því hann var engum líkur, hann var ekki bara sérstakur heldur var hann einstakur, og kveð ég hann með miklum söknuði. Ég vil svo senda fjölskyldu Mána alla mína samúð. Bragi Jónsson. Elskulegi bróðir minn, Robbi, ég sakna svo bross þíns, húm- orsins, góðmennsku þinnar og gullhjarta þíns. Ég hef grátið mig í svefn á hverju kvöldi síðan þú lést. Ég á svo marg- ar minningar um þig sem ég mun aldrei gleyma. Þú varst hjá okkur í Bandaríkjunum þegar ég féll í dá og mér var ekki hugað líf. Ég sá Láru ömmu í þessu dái og það var hún sem sendi mig heila til baka. Ég RÓBERT CASSIS ✝ Róbert Cassisfæddist 25. jan- úar 1964. Hann lést 6. júlí síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hvítasunnukirkj- unni Fíladelfíu 14. júlí. man að ég reifst við hana af því að ég vildi ekki fara. Himnaríki er svo fallegt og afi er búinn að byggja draumahúsið hennar ömmu og ég trúi því að við hittumst öll þar þegar okkar tími kemur. Ég veit að þú ert þar núna. Ég sé þig ennþá fyrir mér brosandi og ég man orðin þín „Lára, þú ert svo fal- leg systir mín og ég elska þig“. Ég mun aldrei gleyma þessum orðum elsku stóri bróðir minn. Þú verður alltaf í hjarta mínu. Mér datt ekki í hug síðast þegar ég sá þig að það yrði í síðasta sinn, en ég veit að við hittumst aftur á himnum þar sem þú munt taka á móti mér opnum örmum. Ég vildi að þú hefðir kynnst manninum mínum Ken og 4 ára syni mínum Tyler. Þú hefðir elskað hann eins mikið og ég, hann er svo góðhjartaður. Jonna bróður þótti líka svo vænt um þig og hann saknar þín mjög mikið. Hann á yndislega dóttur sem heitir Inga. Þér leið best þegar þú varst með Ásu og sonum þínum, Samúel og Aroni, þeir eru svo yndislegir. Ekki hafa áhyggjur, ég mun halda sam- bandi við strákana, Ásu og dætur hennar Beggu og Lilju. Ég veit að þú mundir vilja það. Við elskum þig og söknum þín. Ég bið til guðs að gefa okkur öllum sem þótti vænt um þig styrk til að halda áfram. Ég bið um styrk fyrir Ásu og litlu frændur mína og vona að þau lifi hamingjusömu lífi. Hjarta mitt er hjá þér eins og ég veit að þú ert hjá mér þegar ég þarfnast þín. Mamma, pabbi, Jonni og ég elskum þig og eigum alltaf eftir að sakna þín Robbi. Þín litla systir, Lára. ÖRN JÁKUP DAM WASHINGTON ✝ Örn Jákup DamWashington fæddist í Reykjavík 13. maí 1980. Hann lést á heimili sínu aðfaranótt 19. júlí síðastliðins og var jarðsunginn frá Neskirkju 29. júlí. úr munni þeirra sem áttu að umvefja en ekki hrinda frá sér. En ég veit og þú veist að Guð hann hefur þig núna því þessi heimur átti þig aldrei skilið. Ég er svo stolt af því að geta sagt að þú varst vinur minn. Takk fyrir öll brosin og öll árin sem ég fékk að þekkja þig. Hérna eru nokkur orð til þín frá mér: Hugrakkur, fallegur, samkyn- hneigður. Enginn skilur, enginn sér. Allir þrá. allir vilja. Þú gafst, þú tókst. Þú trúðir, þú sást. Án þín, ekkert. Ég elska þig. Ég votta foreldrum þínum og fjölskyldu samúð mína, missir ykk- ar er mikill en ég bið að Drottinn gefi ykkur styrk í ykkar sorgum. Hvíldu vel í faðmi Jesú. Þín vinkona Valdís. Elsku fallegi vinur minn. Þegar ég heyrði þessar sorgar- fréttir brast hjartað í mér í þúsund mola, þú varst svo blíður og góður og þitt barnslega fas og bros kom manni alltaf til að hlæja. Tignarlegur er orðið sem lýsir þér best. Ég get ekki lýst því hvað ég sakna þín mikið en ég get sagt að heimurinn er fátækari án þín, og hann verður aldrei samur. Það krafðist mikils hugrekkis að vera þú. Allir fordómarnir og sleggju- dómarnir sem þú mættir, fordóm- ar sem voru ekki byggðir á neinum grunni öðrum en ótta. Særandi orð Með nokkrum orð- um viljum við minn- ast Hjartar bekkjar- bróður okkar, nokkuð sem okkur óraði ekki fyrir að við þyrftum að gera svo fljótt. Hjörtur var jákvæður, hress og góður drengur sem fékk mann allt- af til að brosa. Hann lífgaði svo sannarlega upp á bekkinn. Eitt sinn fór hann út úr kennslustof- unni og sagði um leið þá gullnu setningu „I’ll be back“. Lokaði síð- an dyrunum, en opnaði þær aftur og bætti um betur og sagði „I’ll be back twice“. Bekkurinn kunni svo sannarlega að meta húmorinn hans Hjartar og hló mikið. Við eigum fullt af öðrum skemmtilegum minningum um Hjört sem munu ylja okkur um hjartarætur um leið HJÖRTUR SVEINSSON ✝ Hjörtur Sveins-son fæddist 21. september 1981. Hann lést 4. ágúst síðastliðinn og var jarðsunginn frá Kópavogskirkju 12. ágúst. og við finnum til saknaðar því góður drengur er fallinn frá og heimurinn fátæk- ari fyrir vikið. Per- sónuleikar eins og Hjörtur hafði að geyma eru vand- fundnir. Við viljum votta fjölskyldu Hjartar og ástvinum samúð okk- ar og biðjum góðan guð að veita ykkur styrk í þessari miklu sorg. Minning um góðan dreng lifir. Elsku Hjörtur þín verður sárt saknað, við munum aldrei gleyma þér. Þínar bekkjarsystur úr Digra- nesskóla Ásta Kristín, Dagrún, Drífa, Elísabet, Íris Dröfn, Jóna Björk og Karitas.  Fleiri minningargreinar um Hjört Sveinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Emil Ólafsson, Arnar Ingvarsson og Hilmar Freyr Sveinþórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.