Morgunblaðið - 21.08.2005, Síða 6

Morgunblaðið - 21.08.2005, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S L YF 2 91 02 08 /2 00 5 www.lyfja.is - Lifið heil FRESHMINT 105 STK. 2 MG FRESHMINT 105 STK. 4 MG Nicorette Ágústtilboð 10% afsláttur FÆST ÁN LYFSEÐILS Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklings- bundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingumumlyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. Vonir um að samkomulagnáist um aðferðafræði íviðræðum Heimsvið-skiptastofnunarinnar (WTO) um landbúnaðarviðskipti á fundi í Hong Kong í lok þessa árs hafa minnkað eftir árangurslausa fundi í sumar. Guðmundur B. Helgason, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðu- neytinu, segir lík- legt að í því sam- komulagi sem stefnt er að felist verulegar lækk- anir á tollum og minni innanlands- stuðningur við landbúnað. Viðræður um frjálsari viðskipti með landbúnaðar- vörur eru flóknar og tímafrekar. Að viðræðunum koma 148 ríki með ólíka hagsmuni. Ekki er aðeins tekist á um hagsmuni milli ríkja heldur einnig innan ríkja, en landbúnaðarstefnan spilar víða stóra rullu í stjórnmálum einstakra ríkja. Tilgangur viðræðnanna er að auka frjálsræði með landbúnaðarvörur með því að lækka tolla og minnka beinan og óbeinan stuðning við land- búnaðarframleiðsluna sem talinn er trufla verðmyndun. Líkleg áhrif af slíku samkomulagi eru í megindrátt- um, að samdráttur verður í landbún- aði í iðnríkjunum, en á móti kemur að þróunarríkin munu eiga auðveldara með að koma landbúnaðarvörum á framfæri í iðnríkjunum. Að margra mati eru markaðshindranir í viðskipt- um með landbúnaðarvörur ein orsök fátæktar í þróunarríkjunum. Árið 1994 tókst samkomulag um tollalækkanir og aukið frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Samkomulagið, sem kennt er við Úrúgvæ, tókst eftir 7–8 ára samn- ingaviðræður. Árið 2001 var sam- þykkt í borginni Doha í Katar að ráð- ast í nýja samningalotu. Upphaflegt markmið var að ljúka viðræðunum á fjórum árum, en nú er útséð um að það takist. Í sumar lauk nýrri fundalotu án ár- angurs. Þetta þýðir að ólíklegt er að vonir rætist um að samkomulag um aðferðafræði Doha-samningsins náist á fundi í Hong Kong í desember á þessu ári. Ef yfirleitt verður einhver árangur á fundinum í Hong Kong er raunhæfast að það verði aðeins sam- komulag um afmarkaða þætti. Viðræðurnar snúast um þrjú meg- inatriði. Í fyrsta lagi um markaðsað- gang fyrir landbúnaðarvörur þar sem fyrst og fremst er tekist á um tolla- lækkanir. Í öðru lagi er stefnt að sam- komulagi um innanlandsstuðning, þ.e. heimildir hvers lands til að styrkja sinn landbúnað og í hvaða mæli. Í þriðja lagi er tekist á um út- flutningsbætur, þ.e. greiðslur sem lönd nota til að niðurgreiða verð á út- fluttum landbúnaðarvörum. ESB endurskilgreinir sinn landbúnað Talsvert mikið hefur verið horft á innanlandsstuðninginn í viðræðun- um. Búið er að búa til skilgreiningar á þessum stuðningi, sem kallaðar eru gular, bláar og grænar greiðslur. Gul- ar greiðslur eru skilgreindar sem framleiðslutengdar og markaðstrufl- andi. Bláar greiðslur falla undir það sem kalla má framleiðslutakmark- andi áætlanir. Grænar greiðslur kall- ast stuðningsaðgerðir sem ekki tengjast framleiðslu búvara og hafa lítil eða engin markaðstruflandi áhrif. Markmið WTO er að ná samkomulagi um verulegan niðurskurð á gulum greiðslum, en hins vegar verður ekki sett neitt þak á hinar svokölluðu grænu greiðslur enda eru þær ekki taldar markaðshamlandi. Það er alveg ljóst að þessar skil- greiningar hafa ekki bara orðið til þess að þjóðir hafa ákveðið að draga úr innanlandsstuðningi, eins og stefnt var að. Þær hafa einnig orðið til þess að sumar þjóðir hafa ákveðið að breyta stuðningnum til þess að hægt sé að flokka hann undir grænar greiðslur. Þetta á ekki síst við um Evrópusambandið (ESB), sem hefur á síðustu árum breytt og endurskil- greint landbúnaðarstefnu sína á þann hátt að verulegur hluti stuðnings við landbúnaðinn er nú skilgreindur sem grænar greiðslur. Það eru ekki allar þjóðir sáttar við þessar breytingar og þessa nýju skilgreiningu ESB. Sum- ar þjóðir hafa viljað herða skilgrein- ingar varðandi grænu greiðslurnar. Afstaða ESB er hins vegar sú að ef breyta eigi þeim skilgreiningum sem þegar er búið að ná samkomulagi um sé tilgangslaust að halda viðræðunum áfram. Það er því ólíklegt að tekið verði tillit til gagnrýninnar á ESB. Heimildir einstakra ríkja til að styrkja landbúnað sinn eru reiknaðar út á grundvelli stuðnings á svoköll- uðum viðmiðunarárum. Heimildirnar eru því mismunandi milli ríkja. „Það stefnir allt í að allar þessar tölulegu stærðir, hvort sem um er að ræða tolla eða heimildir til að stunda viðskiptatruflandi stuðning, verði skornar verulega niður. Þegar ég segi verulega þá á ég við verulega umfram það sem gert var í Úrúgvæ-sam- komulaginu á sínum tíma. Það er ekki loku fyrir það skotið að ESB þurfi að taka á sig 60–70% niðurskurð á heim- ildir varðandi innanlandsstuðning- inn,“ segir Guðmundur Helgason. Heimildir Íslands skornar niður um 50%? Guðmundur segir að það verði væntanlega eitthvað minni niður- skurður hjá Íslandi, „vegna þess að við styðjum okkar landbúnað nokkru minna en Evrópusambandið í krón- um talið. Það liggur ekki fyrir hvað við þyrftum að skera mikið niður. Menn eru ekki komnir á það stig í við- ræðunum. Menn eru enn að tala um formúlur og þess háttar. Það er hins vegar ekkert ósennilegt að við stæð- um frammi fyrir helmings niður- skurði á heimildum.“ Guðmundur sagði mikilvægt að hafa í huga að munur væri á heim- ildum til að styðja landbúnaðinn og hins vegar raunverulegum stuðningi. Heimildirnar væru oft talsvert meiri en stuðningurinn. Hafa ber í huga að þegar rætt er um innanlandsstuðning er í meginat- riðum verið að ræða um fjárframlög frá ríkissjóði til landbúnaðarins, en einnig getur verið um að ræða óbein- an stuðning. Hluti viðskipta með mjólkurvörur hér á landi er t.d. ennþá undir opinberri verðlagningu og þetta er skilgreint sem hluti af innan- landsstuðningi við landbúnaðinn. Nær allar greiðslur til íslenskra mjólkurframleiðenda í dag eru skil- greindar sem gular greiðslur, þ.e. markaðshamlandi. Í nýjum mjólkur- samningi eru reyndar stigin skref í þá átt að færa stuðninginn yfir í þessar svokölluðu grænu greiðslur. Nær all- ur stuðningur við sauðfjárframleiðsl- una er hins vegar skilgreindur sem grænar greiðslur. Ástæðan er sú að litið er svo á að greiðslurnar séu til stuðnings við byggð í landinu. Rætt er um að breytingarnar sem í Doha-samningnum felast verði fram- kvæmdar á sex ára tímabili og upp- haflega var ráðgert að þetta breyt- ingatímabil hæfist árið 2007. Um næstu mánaðamót tekur gildi mjólk- ursamningur sem íslenska ríkið gerði við kúabændur, en hann gildir til árs- ins 2012. Í samningnum er hins vegar endurskoðunarákvæði, sem þýðir væntanlega að samningurinn verður endurskoðaður ef samkomulag tekst í Doha-viðræðunum. Sama verður væntanlega uppi á teningnum í nýj- um sauðfjársamningi, en núverandi samningur rennur úr gildi 2007. Ísland í hópi landa sem eru með hæstu tollana Þótt viðræður um innanlands- stuðninginn séu erfiðar eru viðræð- urnar um tollalækkanir kannski erf- iðasti hluti viðræðnanna. Þar er rætt um að þjóðir sem hafa heimild til að leggja á hæstu tollana lækki þá meira en þjóðir sem eru með lægri tolla. Þjóðirnar sem eru með hæstu heim- ildirnar eru m.a. Ísland, Noregur og Sviss og fleiri þjóðir innan svokallaðs G-10 hóps. Innan G-10 hópsins eru einnig Liechtenstein, Ísrael, S-Kó- rea, Japan, Taívan og Máritíus. „Þetta eru þjóðir sem flytja inn um eða yfir helming af sinni fæðuþörf. Þær eru því þegar umfangsmiklir innflytjendur á landbúnaðarvörum, en eru jafnframt með háa tolla og eru með landbúnað sem er ekki fyllilega samkeppnisfær í verði. Stjórnvöld í þessum löndum hafa því fylgt þeirri stefnu að vernda hann fyrir sam- keppni með tollum. Þetta mun breyt- ast verulega því þarna er stefnt að mun meiri niðurskurði á tollheimild- um en var í Úrúgvæ-viðræðunum. Þar þurftum við að framkvæma 36% meðaltalslækkun og engin einstök tollalína mátti lækka um minna en 15%. Það liggur fyrir að ef þessi samningur á að nást í höfn erum við að tala um miklu hærri nálganir og ekki eins sveigjanlega nálgun og var í eldri samningi,“ segir Guðmundur. Þriðji þáttur viðræðnanna snýr að útflutningsbótum, en í því samkomu- lagi sem unnið er að er stefnt að af- námi allra útflutningsbóta. Ekki er búið að ákveða við hvaða ár skuli miða en Guðmundur segir líklegt að gefinn verði lengri aðlögunartími en þessi sex ár sem rætt er um að gildi fyrir aðra þætti samkomulagsins. Ísland afnam allar útflutningsbæt- ur í byrjun tíunda áratugarins, en Ís- land á hins vegar enn heimildir til út- flutningsbóta vegna þess að við greiddum slíkar bætur á viðmiðunar- árum Úrúgvæ-samkomulagsins. Samningamenn Íslands halda þessu til haga í viðræðunum, að því er Guð- mundur segir. Þótt samkomulag takist um afnám allra útflutningsbóta í Doha-viðræð- unum eru eftir sem áður ýmis álita- mál óleyst. Hvernig á t.d. að fara með útflutning ríkisfyrirtækja þar sem um kann að vera að ræða stuðning við útflutning á landbúnaðarvörum þó að hann sé kannski að einhverju leyti dulinn? Matvælaaðstoð við þróunar- löndin hefur einnig verið stór þáttur í þessum hluta viðræðnanna. „Bandaríkin eru langstærsti veit- andi matvælaaðstoðar í heiminum, en Bandaríkjamenn nota matvælaað- stoð að nokkru leyti sem tæki til að stýra framboðinu á heimamarkaði. Þeir einfaldlega losa sig í mörgum til- vikum við offramleiðslu í formi mat- vælaaðstoðar. Þar að auki er mat- vælaaðstoð ekki endilega kærkomin þar sem hún er veitt vegna þess að hún eyðileggur rekstrargrundvöll framleiðenda sem eru að berjast í bökkum heima við,“ segir Guðmund- ur. Afnám útflutningsbóta kemur langmest við Evrópusambandið, en ESB greiðir um 90% af öllum útflutn- ingsbótum sem greiddar eru í heim- inum. ESB hefur engu að síður heitið því að afnema þessar bætur. Í WTO-viðræðunum er gerður greinarmunur á mismunandi teg- undum opinberra styrkja og stuðn- ingsaðgerða við landbúnaðinn. Samkomulag er um skilgreiningar á þessum stuðningi, en til hægð- arauka er ýmist talað um grænar, bláar eða gular greiðslur. Grænar greiðslur kallast stuðn- ingsaðgerðir sem ekki tengjast framleiðslu búvara og hafa lítil eða engin markaðstruflandi áhrif. Um er að ræða ýmsar aðgerðir, t.d. al- mennan stuðning við þjónustu við landbúnaðinn, ótengdan tekju- stuðning, byggðastuðning, rann- sóknir í landbúnaði, stuðningsáætl- anir í þágu umhverfisins og fleira. Bláar greiðslur falla undir það sem kalla má framleiðslutakmark- andi áætlanir. Gular greiðslur eru annar stuðn- ingur, m.a. framleiðslutengdar og markaðstruflandi stuðnings- aðgerðir, sem WTO vill að dregið verði úr. Beingreiðslur ríkisins til mjólkurframleiðenda á Íslandi falla undir þennan flokk, en þær nema um fjórum milljörðum króna á þessu ári. Grænar, bláar eða gular greiðslur Fréttaskýring | Hægt miðar í Doha-viðræðunum um viðskipti með landbúnaðarvörur Stefnt að veru- lega minni stuðningi við landbúnað Allt útlit er fyrir verulega lækkun á tollum og stuðningi við landbúnað í nýjum samningi WTO um viðskipti með landbúnaðarvörur. Egill Ólafsson skoðaði stöðuna í samningaviðræðunum, en mjög hægt hefur miðað í þeim að undanförnu. Enginn árangur varð t.d. í fundalotu sem lauk í sumar. egol@mbl.is Morgunblaðið/RAX Stuðningur ríkisins við sauðfjárræktina er skilgreindur sem grænar greiðslur og lýtur því ekki takmörkunum. Guðmundur B. Helgason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.