Morgunblaðið - 21.08.2005, Page 49

Morgunblaðið - 21.08.2005, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 49 MENNING Auglýsing Kristnihátíðarsjóður, sem starfar samkvæmt lögum nr. 12 frá 28. febrúar 2001, var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár eru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Hlutverk sjóðsins er tvíþætt: - að efla fræðslu og rannsóknir á menningar- og trúararfi þjóðarinnar og stuðla að umræðum um lífs- - gildi hennar, siðferði og framtíðarsýn; - að kosta fornleifarannsóknir á helstu sögustöðum þjóðarinnar, m.a. á Þingvöllum, í Skálholti og á Hólum. Starfstími sjóðsins er til ársloka 2005. Ríkissjóður leggur sjóðnum til 100 m.kr. fyrir hvert starfsár. Stjórn Kristnihátíðarsjóðs auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Í samræmi við hlutverk sjóðsins verða styrkir veittir til tveggja sviða: menningar- og trúararfs og fornleifarannsókna. Á árinu 2005 verður 60% af úthlutunarfé sjóðsins veitt til fornleifarannsókna en 40% til menningar- og trúararfs. Þeir sem fengu styrk úr sjóðnum á síðastliðnu starfsári hans þurfa að sækja um á ný, óski þeir eftir áframhald- andi stuðningi Kristnihátíðarsjóðs. Menningar- og trúararfur Sjóðurinn veitir styrki til að efla þekkingu og vitund um menningar- og trúararf þjóðarinnar. Einkum verður litið til margvíslegra verkefna er tengjast almenningsfræðslu, umræðum og rannsóknum og skulu verkefnin m.a.: a. miðla fróðleik um siðferðis- og trúarhugmyndir sem mótað hafa þjóðina, t.d. með gerð fræðslu- og námsefnis; b. stuðla að umræðum um lífsgildi þjóðarinnar, siðferði og framtíðarsýn, t.d. fyrir tilstilli mennta- og menningarstofnana eða fjölmiðla; og c. efla rannsóknir á menningar- og trúararfi íslensks samfélags. Sjóðurinn mun veita forgang þeim framhaldsverkefnum sem hlutu styrk við síðustu úthlutun, enda uppfylli þau kröfur um framvindu og árangur. Fornleifarannsóknir Sjóðurinn veitir styrki til fornleifarannsókna, bæði uppgraftar og skráningar fornleifa, auk kynningar á niðurstöð- um rannsókna. Stjórn sjóðsins leggur áherslu á að árangur rannsóknanna verði aðgengilegur almenningi (plaköt, margmiðlunarefni, sýning muna og jafnvel rústa). Einkum verður litið til rannsóknarverkefna er varða: a. mikilvæga sögustaði þjóðarinnar, m.a. Þingvelli, Skálholt og Hóla í Hjaltadal; b. aðra staði tengda sögu kristni á Íslandi, m.a. klaustur og kirkjustaði; c. aðra mikilvæga sögustaði, s.s. verslunarstaði, miðaldabæi og þingstaði. Sjóðurinn mun að þessu sinni eingöngu styðja þau verkefni sem hlutu styrk við síðustu úthlutun, enda uppfylli þau kröfur um framvindu og árangur. Einnig verður tekið tillit til samvinnu umsækjenda við innlendar og erlend- ar rannsóknarstofnanir eða fræðimenn og áhersla verður lögð á þjálfun og handleiðslu ungra vísindamanna á sviði fornleifafræði á Íslandi. Umsóknir Gerðar eru skýrar faglegar og fræðilegar kröfur til umsækjenda. Miðað er við að verkefnin, sem styrkt eru við næstu úthlutun, verði unnin á árinu 2006. Umsóknir skulu taka til eins árs í senn en Kristnihátíðarsjóður mun styrkja verkefni sem unnin eru á árinu 2006. Ekki verða veittir styrkir til verkefna sem þegar er lokið. Vakin er sérstök athygli á að hér er um lokaúthlutun að ræða til allra verkefna, þar sem starfstíma sjóðsins er nú að ljúka. Einungis verður tekið við umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum. Þau má finna á vefsíðu forsætisráðuneytis (www.raduneyti.is, sjá forsætisráðuneyti, Kristnihátíðarsjóður). Enn fremur má nálgast eyðublöð á skrifstofu ráðuneytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg (sími 545 8400, netfang postur@for.stjr.is). Umsóknarfrestur er til 16. september 2005 og verður úthlutað úr sjóðnum hinn 1. desember 2005. Umsóknir til Kristnihátíðarsjóðs skal senda forsætisráðuneytinu, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, 150 Reykjavík. Stjórn Kristnihátíðarsjóðs, 21. ágúst 2005. TVENNIR tónleikar verða haldnir með Kammerhópnum frá Klaustri í Þjóðleikhúskjallaranum 24. og 25. ágúst. Hópurinn hélt á dögunum þrenna tónleika á Kirkjubæjar- klaustri og mun hann flytja rjómann af dagskránni fyrir tónleikagesti í Reykjavík. Á efnisskrá verða fjölbreytt verk eftir höfunda á borð við Janacek, Kodaly, Piazzolla, Gunnar Þórðar- son, Ellington og fleiri. Að hópnum standa þau Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari, Björn Thoroddsen og Gunnar Þórðarson gítarleikarar, Edda Erlendsdóttir píanóleikari, Olivier Manoury band- oneonleikari, Jón Rafnsson kontra- bassaleikari og síðast en ekki síst Egill Ólafsson söngvari. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Að- gangseyrir er 1.600 kr. og sætafjöldi er takmarkaður. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kammerhópur í Kjallaranum SIGURÐUR Pétur Högnason heldur sína sjöttu einkasýningu á málverkum í Deiglunni á Akureyri nú um stundir og sýningin er fjórða einkasýning hans á þessu ári, hinar þrjár að vísu ekki í al- mennum sýningarsölum ætluðum fyrir myndlist. Sigurður er raf- verktaki, en menntaður í myndlist á kvöldnámskeiðum í Myndlista- skóla Arnar Inga og Myndlista- skóla Akureyrar. Sigurður sýnir hér allmörg málverk og er mikil breidd í nálgun hans við málverk- ið, svo mikil að erfitt er fyrir áhorfandann að gera sér grein fyr- ir því hver markmið hans eru sem myndlistarmanns. Sýningin í heild vekur upp spurningar um hlutverk sýningarsalarins í Deiglunni og hvort ekki sé hægt að fá listamenn með skýrari markmið en hér er raunin til að sýna í salnum. Málverk Sigurðar eru bæði abstrakt og fígúratíf og allt þar á milli eins og nöfn myndanna eru til vitnis um, en þau eru svo nokkur dæmi séu nefnd: Álfheimar, Erfða- tækni í ógöngum, Straumfléttur, Ex skjús mí, Loftbólugarðurinn, Verktakar í fótabaði. Nú lít ég ekki svo á að mynd- listin eigi aðeins að vera fyrir inn- vígða eða langskólagengna, ekki heldur er ég þeirrar skoðunar að listamenn eigi almennt ekki að reyna að selja verk sín. Það er hins vegar staðreynd að myndlist er ákveðið fag, rétt eins og bók- menntir, læknisfræði, uppeldis- fræði o.s.frv. Hún á sér sögu og hún gegnir ákveðnu hlutverki í menningu okkar og lífi í dag, margbrotnu hlutverki. Saga mynd- listarinnar, möguleikar hennar og gildi í þjóðlífinu eru þess eðlis að sjálfsagt er að bera virðingu fyrir listgreininni með því að nálgast hana af alvöru og metnaði, ekki síst þegar afraksturinn er síðan sýndur í sýningarsal sem ætlaður er myndlist. Sigurður Pétur er ekki hæfi- leikalaus málari og án efa gæti hann málað málverk sem stæðu fyrir sínu ef hann legði sig fram um það. Sýningin hér er hins veg- ar til vitnis um dugmikinn áhuga- málara sem hefur gaman af því að búa til litríkar myndir og gefa þeim skemmtileg nöfn, lengra nær metnaðurinn tæpast. Annaðhvort á sýning Sigurðar Péturs betur heima í öðrum sal- arkynnum eða Deiglan er endan- lega dottin út af kortinu sem sýn- ingarsalur fyrir samtímalist, salurinn gæti þá lagt sig fram um að sýna verk áhugafólks sem einn- ig geta verið spennandi. Mikilvægt er þó að gera greinarmun þarna á milli, þar sem ólík markmið eru á ferð. Morgunblaðið/Kristján Bergúlfur, mynd á sýningu Sigurðar Péturs Högnasonar í Deiglunni. Af ýmsum toga MYNDLIST Deiglan, Akureyri Til 21. ágúst. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13–17. Málverk, Sigurður Pétur Högnason Ragna Sigurðardóttir VEFLISTAKONAN Heidi Strand hefur staðið í stórræðum síðustu misseri. Um þessa helgi hefur hún sýnt á veflistahátíðinni Festival of Quilts 2005 sem haldin er í Birming- ham á Englandi á vegum samtak- anna European Art Quilt Found- ation. Hefur Heidi sýnt á hverri sýningunni af annarri sem síðan hafa á endanum leitt hana til Birming- ham: „Þetta bar þannig til að árið 1997 hélt ég sýningu í Vasa í Finn- landi á mikilli Íslandshátíð. Seinna meir var haldin alþjóðleg sýning í Ungverjalandi. Þeir sem að sýning- unni stóðu vildu fá fulltrúa frá Skandinavíu og leituðu til Finnanna sem bentu á mig hér á Íslandi,“ segir Heidi frá. „Sú sýning var síðan sett upp í Frakklandi og gefin var út bók með verkum sýningarinnar. Sú bók hafnaði í Japan og í kjölfarið var mér boðið að taka þátt í World Quilt Carneval í Nagoya í Japan, sem haldin var í tengslum við heimssýn- inguna. Síðan var mér boðið að taka þátt í sýningunni í Birmingham, svo þetta hefur sannarlega ofið upp á sig.“ Fyrr í mánuðinum tók Heidi síðan þátt í World Quilt & Textile-sýning- unni þar sem dómnefnd valdi til sýn- ingar verk listamanna frá 13 löndum og átti Heidi þar tvö verk og er eini fulltrúi Íslands. Sú sýning var sett upp í Columbus í Ohio og verður í Manchester í New Hampshire þessa helgi. Heidi Strand lærði list sína í Nor- egi en elti síðan ástina til Íslands í byrjun 9. áratugarins. Hún hélt sína fyrstu einkasýningu hér á landi 1982. Heidi Strand sýnir á hátíð í Birmingham Verkið Flækingar eftir Heidi Strand sem sýnt er í Birmingham. Sunnudagur 21. ágúst 11.00: Hátíðarmessa. Sr. Sigurður Pálsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hró- bjartssyni, sr. Þorvaldi Karli Helgasyni og Magneu Sverris- dóttur djákna. Söngflokkurinn Voces Thules syngur. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. David Sanger, konsertorganisti frá Englandi, leikur eftirspil. 17.00: Matteusarpassían eftir Johann Sebastian Bach, BWV 244 fyrir tvo kóra, drengjakór, tvær hljómsveitir og sjö einsöngvara. Eitt af höfuðverkum vestrænnar menningar flutt í fyrsta skipti hér á landi í barokkstíl, með einsöngv- urum í fremstu röð. Flytjendur: Markus Brutscher tenór, guðspjallamaður. Andreas Schmidt bassi, Jesús. Noémi Kiss sópran, Robin Blaze kontratenór, Gunnar Guðbjörnsson tenór, Jochen Kupfer bassi, Benedikt Ingólfsson bassi, Pílatus o.fl. Mótettukór Hallgrímskirkju, Drengjakór Reykjavíkur, Hall- grímskirkju, Unglingakór Hall- grímskirkju, Alþjóðlega barokk- sveitin í Den Haag. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Miðaverð: 4.000 kr. Dagskrá Kirkjulistahátíðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.