Morgunblaðið - 21.08.2005, Page 20

Morgunblaðið - 21.08.2005, Page 20
20 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Meginmarkmið Há-skóla Íslands er aðvera rannsóknahá-skóli í fremstu röðog hann hefur á að skipa mjög hæfum fræðimönnum. Skólinn stendur þó frammi fyrir vissum vandamálum hvað varðar rannsóknastarfsemi og skörunar verður vart í markmiðum hans. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu um úttekt á gæðum rannsókna við skólann, sem kemur út á næstu dögum. Úttektin var unnin fyrir mennta- málaráðuneytið að frumkvæði menntamálaráðherra og náði grein- ingin yfir árin 1999–2002. Markmiðið var að draga upp mynd af rann- sóknaframlagi fræðafólks við skól- ann í víðu samhengi. Úttektina unnu Inga Dóra Sigfúsdóttir, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, Allyson MacDonald og Irwin Feller. Stuðst var við gögn úr ýmsum áttum og til að dýpka skilning á viðfangsefninu voru meðal annars tekin viðtöl við starfsmenn háskóla í Skandinavíu og Bandaríkjunum auk starfsmanna mennta- og fjármálaráðuneytis og Rannís. HÍ var einkum kennslustofnun til að byrja með. Síðar tók hlutverk há- skóla að breytast og tengsl við at- vinnulíf jukust. Hröð fjölgun nem- enda, tilkoma fleiri æðri menntastofnana, kröfur um sérhæf- ingu og alþjóðavæðing eru meðal þátta sem hafa þrýst á skólann um að bregðast við breyttu umhverfi og þróast í takt við nýja tíma. Áhersla á rannsóknir og hina alþjóðlegu vídd hefur aukist mjög innan hans og í dag er meginmarkmið skólans að vera rannsóknaháskóli í fremstu röð. Margir óvirkir í rannsóknum Inga Dóra Sigfúsdóttir, aðalhöf- undur skýrslunnar, er doktor í fé- lagsfræði og eftir að vinnu við út- tektina lauk hóf hún störf sem deildarforseti kennslufræði- og lýð- heilsudeildar Háskólans í Reykjavík. Hún segir almenna samstöðu innan HÍ um áherslubreytingar og þær samræmist þróun í Evrópu. Vægi rannsóknastarfs hafi þar aukist til muna og framlag kennara sé í aukn- um mæli mælt sem árangur í rann- sóknastarfi. Þá sé lögð áhersla á að bestu skólarnir séu þeir sem standi sig best í rannsóknum. Inga Dóra segir að innan HÍ séu greinilega mjög öflugir vísindamenn. „Frammistaða er nokkuð jöfn eft- ir fræðasviðum þótt birtingarvenjur séu ólíkar milli sviða,“ segir Inga Dóra, en vísindamenn á heilbrigðis-, raunvísinda- og verkfræðisviði birta niðurstöður sínar helst í formi greina í alþjóðlegum tímaritum. Hugvísindamenn skrifa frekar bæk- ur en félagsvísindamenn birta jöfn- um höndum greinar erlendis og ís- lenskt efni. „Dreifingin er líka nokkuð jöfn eftir kynjum,“ segir Inga Dóra, „en konur eru síður meðal þeirra sem birta minnst og mest. Þær eru frek- ar í kringum miðjuna.“ Kyn sagði ekki fyrir um hvort styrkir til rann- sókna fengjust. Virkustu vísinda- mennirnir falla í mið-aldurshópinn og sú skoðun að elsti hópurinn sé síst virkur í rannsóknum á ekki við rök að styðjast. Í skýrslunni kemur hins vegar fram að það sé áhyggjuefni fyrir HÍ að yngsti hópur fræðimanna við skólann sé ekki nægilega virkur. Í stefnumiðum HÍ kemur fram að markmið skólans er að vera rann- sóknaháskóli í fremstu röð. Þetta kemur jafnframt fram í mati á laun- um starfsmanna og í yfirlýsingum um eflingu framhalds- náms. Þá samræmist þetta stefnuyfirlýsing- um stjórnvalda. At- hygli vekur því að þótt allar deildir skólans hafi á að skipa virkum vísindamönnum er um fjórðungur starfs- manna í fullu starfi og með fulla rannsókna- skyldu nær óvirkur í rannsóknum. Inga Dóra segir mikilvægt að hvati til rannsókna sé byggður inn í starfsemi há- skóla. „Rannsóknahvata- kerfið innan Háskól- ans er gott og hvetur einstaklingana,“ segir hún. „Það er almenn samstaða um kerfið og það hefur aukið af- köst. Það vantar hins vegar hvata fyrir stofnanir í heild sinni. Við búum í þekkingar- samfélagi þar sem þekking er drifhvati efnahagslegra fram- fara og lífsgæða. Sam- keppni í vísindastarfi kemur okkur öllum til góða.“ Framlög samræmist árangri Háskólakennarar hafa rannsókna- skyldu og eiga að verja 43 prósent- um af vinnu sinni í rannsóknastörf. Nær engar lágmarkskröfur eru nú um árangur í rannsóknastarfi og í skýrslunni kemur fram að mikilvægt sé að tryggja lágmarkskröfur um ár- angur og að starfsmenn vinni við rannsóknahvetjandi aðstæður. Í skýrslunni segir að skörunar verði vart í markmiðum HÍ, sem meðal annars komi fram í fjármögn- un. Skólinn vill vera rannsóknaskóli í fremstu röð en úthlutun fjár frá rík- inu ýtir undir starfsemi hans sem kennsluháskóla þar sem hvati er tal- inn fólginn í því að nemendum fjölgi. Á sama tíma eru framlög til rann- sókna frá ríkinu ekki háð árangri. Önnur skörun felst í að samhliða rannsóknamarkmiðum gegnir skól- inn hlutverki „þjóðskóla“ og á að sinna menntun í þágu þjóðarinnar. Skólinn er nú opinn öllum sem hafa lokið stúdentsprófi, innheimtir ekki skólagjöld og mikil áhersla er lögð á grunn- nám. Úttektarhópurinn leggur því áherslu á að skólinn þurfi að móta sér skýra stefnu um áherslur í námi, skóla- gjöld og val nemenda inn í skólann. Þá sé sveigjanleiki mikilvæg- ur og starfsfólki ætti að vera kleift að kaupa sig út úr kennslu til að sinna rannsóknum. Inga Dóra segir að endurskipuleggja þurfi fjármögnun til rann- sókna í háskólastarfi og í skýrslunni er lagt til að meira fé renni í gegnum samkeppnissjóði. Þann- ig mætti til dæmis koma á einum sjóði fyrir alla sem stunda rannsóknir, þar sem úthlutað væri eftir gæðum rannsókna og frammistöðu rann- sakenda. Þá væri hægt að útdeila tiltekinni upphæð til aðila en að auki væri mögulegt að vinna sér inn aukafram- lög. Úttektarhópurinn segir samkeppni og framlag til rannsókna eiga að vera lykilhugtök við útdeilingu fjár og Inga Dóra segir að til lengri tíma skili sam- keppnissjóðir mestum árangri. „Stjórnvöld eiga að veita nægt fé til rannsókna,“ segir hún, „en sem mest ætti að fara í gegnum sam- keppnissjóði svo að sem mest fari þangað sem bestu vísindamennirnir eru og bestu rannsóknirnar eru gerðar. Grunnframlög ættu að vera bundin í stofnunum til að gera til dæmis háskólum kleift að keppa. Við erum með góða mælikvarða á fram- lag og framfarir í vísindastarfi. Til lengri tíma litið er samkeppni, í bland við góða samvinnu, það sem skilar okkur bestum árangri.“ Ísland í fremstu röð Þegar ráðherra bað um þessa út- tekt var Ríkisendurskoðun falið að fara yfir stjórnsýslu og fjármál HÍ og segir Þorgerður Katrín Gunnars- Háskóli Íslands hefur brugðist við breyttum aðstæðum Úttekt á gæðum rannsókna við Háskóla Íslands sýnir að skólinn hefur mjög færa fræði- menn í sínum röðum. Hrund Þórsdóttir komst að því að skólinn hefur styrkt stöðu sína sem rannsóknaháskóli en stendur þó frammi fyrir mikilvægum úrlausnarefnum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Inga Dóra Sigfúsdóttir Morgunblaðið/Kristinn Úttektin á rannsóknum í HÍ nær yfir árin 1999–2002. UM helmingur nemenda íslenskra háskóla stundar nám við Háskóla Íslands. Skól- inn fær um 70 prósent af fjármagni sínu frá ríkinu og hann fær rúmlega 80 pró- sent fjármagns sem rennur til rannsókna í íslenskum háskólum. Samkvæmt skýrslunni hafa stjórnvöld lækkað framlög til rannsókna við H.Í. á síðustu þremur árum úr 1691 milljón króna árið 2002 í 1274 milljónir árið 2004 og virðist það á skjön við markmið um að efla rannsóknir við skólann. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir hins vegar að skoða þurfi heild- armyndina. „Fyrirkomulagi varðandi rannsóknir var breytt í gegnum Vísinda- og tækni- sjóð,“ segir hún. „Nú er samkeppni um fjármagn úr rannsóknasjóðum og Háskóli Íslands hefur auðvitað fengið miklu úthlutað. Heildarfjármagn til rannsókna hefur ekki minnkað og skólinn fær fjármagn eftir öðrum leiðum en áður.“ !"#  $%  & "'      "     ( '"   )    )   *  + ,%-  * "'       ./   !    " #$ %    / / 0/ 1%-  "          /   !    " #$ %    / / / &  '  $( #   #       )#  #  #   $*          20       & "'               3 * "'     .. 344!     !         & "'     !          3 * "'  !  !! 2 344!    "%  $%-  * "'          "#    & "'        * "'  #  +  (#  ,   *- .   #*  /.01.2/   3  + )#  /*)  /   .22/   ! !            & "'     !  !   2      3 * "' !   ! .2 344!     .        & "'     !   ! 20      3 * "'    ! !  344! Breytt fyrirkomulag varðandi rannsóknir ÍSLENSKIR vísindamenn hafa sótt í sig veðrið undanfarin fimmtán ár og hafa nú sterka stöðu á alþjóðavettvangi. Starf rannsóknafólks hefur raunar eflst alþjóðlega en árangur íslenskra vís- indamanna er meiri en hjá sambæri- legum þjóðum. Rannsóknaafköst hafa aukist og bæði er meira skrifað en áður og mun meira vitnað í íslenska fræði- menn. Ein leið til mælinga er að skoða fjölda greina sem íslenskir fræðimenn birta í alþjóðlegum ritrýndum tímarit- um. Árið 1988 birtu íslenskir vís- indamenn 128 greinar en árið 2001 birtu þeir 452 greinar. Ef tímabilið 1992-1996 er skoðað, eftir að leiðrétt hefur verið fyrir höfðatölu þjóða, lendir Ísland í tólfta sæti varðandi birtingar greina með rúmlega fjórar á hverja eitt þúsund íbúa. Á tímabilinu 1998-2002 er Ísland hins vegar komið upp í sjö- unda sæti, en aukning í birtingum milli tímabilanna var um 47 prósent. Þar með höfðu íslenskir greinahöfundar tekið sér sæti fyrir ofan þjóðir á borð við Bandaríkjamenn, Kanadamenn og Norðmenn. Háskóli Íslands gegnir veigamiklu hlutverki og hátt í 80 prósent greina sem ritaðar voru á síðara tímabilinu voru eftir vísindamenn við hann og stofnanir hans. Athygli vekur að meiri- hluti greinanna var ritaður innan stofn- ana skólans en ekki deilda hans. Um 3 prósent greina voru skrifaðar af fræða- fólki við aðra innlenda háskóla. Vinna mest með Svíum Samstarf fræðimanna milli landa vegur sífellt þyngra við mat á rann- sóknum og þróunarstörfum en á ár- unum 1999-2002 voru um 70 prósent greina íslenskra fræðimanna skrifaðar með erlendum vísindamönnum. Þetta virðist vera hátt hlutfall en er í sam- ræmi við niðurstöður rannsókna sem sýna að smá vísindasamfélög taka frekar en önnur þátt í erlendu sam- starfi. Ástæður þess geta verið að þar eru oft fáir á hverju sviði svo samstarf við erlenda aðila er nauðsynlegt, fjár- magn til rannsókna er oft minna og að- staða til rannsókna getur verið ófull- nægjandi. Á tímabilinu skrifuðu Íslendingar greinar með fræðafólki frá um 50 löndum en helstu samstarfs- aðilar Íslendinga eru Svíar, Bandaríkja- menn og Danir. Um 27 prósent greina voru rituð með vísindamönnum sænskra vísindastofnana. Samstarf innanlands er einnig mik- ilvægt en það getur farið fram innan skóla eða milli háskóla annars vegar og stofnana og fyrirtækja hins vegar. At- hygli vekur að innan Háskóla Íslands er lítið samstarf og aðeins um 3 prósent greina á umræddu tímabili voru birtar í samstarfi vísindamanna á ólíkum svið- um og um 6 prósent á milli deilda. Þá voru um 11 prósent greina birtar í sam- starfi H.Í. og fræðafólks við aðrar stofnanir og fyrirtæki hér á landi. Mikið samstarf við erlenda fræðimenn 1%-      5%'  6     ) *% 5$  $  4 '  5 6 7 8    4 '  7- .) 0)2 ) ) ) ) ) ). ). ) ) ). )0 ) )                / /9*) : -    %     ;  <=* /*  &  <%   3       #  .  # >=#   7 "          2) ) .) 0)2 )2 ) ) ). ) ) ) ) )0 ) )2            

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.