Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
KRISTJÁNI B. Jónssyni er í
nöp við notendur torfæruhjóla og
honum gremst nýundirritaður af-
notasamningur Vélhjólaíþrótta-
klúbbsins (VÍK) og Lands-
sambands vélsleðamanna við
sveitarfélagið Ölfus. Þetta dylst
ekki þeim sem lesa skrif hans í
Morgunblaðinu föstu-
daginn 12. ágúst.
Umræddur samn-
ingur snýr að afnot-
um landsvæðisins við
Bolöldusvæði og Jós-
epsdal og þrátt fyrir
augljósa gremju
Kristjáns þá markar
þessi samningur
ákveðin tímamót í
baráttu vélhjóla-
íþróttamanna sem
staðið hefur í hart
nær þrjá áratugi.
Kristján hefur af-
bragðsgóðan ritstíl og hann fetar
sig gegnum skrifin með góðri upp-
byggingu á grein sinni og styður
sig áleiðis við skrautlegar upp-
nefningar á þeim sem tengjast
málefninu. Í niðurlagi greinar
sinnar um „glæpaverk“ „ógæfu-
fólksins“ eins og hann kýs að orða
það skín í aðdáun Kristjáns á
þjóðsögum og speki gamalla
manna. Kemur það ekki á óvart
þar sem hér fer maður sem virðist
láta skrif sín stjórnast af fornfá-
legum hugsunarhætti í bland við
takmarkað umburðarlyndi og
þröngsýni. Þannig séð gæti lestur
greinarinnar verið hin ágætasta
skemmtun ef ekki skini í svo áber-
andi og sérdeilis óskemmtilega
vanþekkingu Kristjáns á málefn-
inu sem hann þó kýs að skrifa um
í blöðin.
Auðvitað hata fæstir náttúruna
eins og flögrar að Kristjáni. Það
eru hins vegar svo margar mis-
munandi leiðir til að njóta hennar
og engin ein leið sem hentar öll-
um. Sumir vilja læðast um landið í
hljóðri andakt, íklæddir stutt-
buxum og gönguskóm. Öðrum lík-
ar betur að berast mót fjöllum
háum á hestbaki og enn aðrir
kjósa helst að stunda sína útivist
og hreyfingu með því að svífa um
á hvellu vélknúnu ökutæki. Margir
einstaklingar leyfa sér jafnvel
þann munað að njóta landsins og
náttúrunnar á alla þessa máta allt
eftir því hvernig stund og staður
kallar til þeirra. Allt þetta útivist-
arfólk stendur frammi fyrir því að
mæta samferðamönnum sínum og
ekki síður náttúrunni sjálfri með
tilhlýðilegri virðingu og umburð-
arlyndi. Engin ein leið til útiveru
er öðrum fremri og vissulega ber
öllum að leggja sitt af mörkum
svo næsti útivist-
armaður njóti hins
sama og sá sem á
undan fór. Í öllum
hópum fyrirfinnast
því miður ein-
staklingar sem af ein-
hverjum ástæðum
átta sig ekki á þessu
og sverta þá gjarnan
heildina með vanhugs-
uðum athöfnum sín-
um. Sem betur fer sjá
samt flestir í gegnum
þetta og dæma ekki
heilu ávaxtafarmana
út frá einu skemmdu epli.
Smíðuð hafa verið lög fyrir
þennan málaflokk en því miður
misst marks að mörgu leyti þar eð
þau endurspegla ekki hina raun-
verulegu þörf. Lausnin er ekki að
banna einfaldlega allt nema lau-
flétt tipl um landið – sem að
mörgu leyti er núverandi staða og
hefur svo sannarlega ekki gefið
góða raun. Að sjálfsögðu kann
ekki heldur góðri lukku að stýra
að leyfa hamslausan átroðning tví-
eða fjórhjóla né heldur tví- eða
fjórfættra. Miklu frekar þarf að
hafa skipulag á notkun landsins í
samræmi við mismunandi þarfir
þeirra sem stunda útivist. Fyrir
þessu er góð reynsla sem sjá má
víða. Áberandi gönguslóðir í hlíð-
um fjalla eins og Vífilfells eða Esj-
unnar eru ágæt dæmi um skipu-
lagða notkun náttúrunnar. Svo
ekki sé nú minnst á hestaslóðir
meðfram, undir og yfir alla helstu
þjóðvegi landsins og víðar. Flestir
sætta sig við slíkt skipulag og yf-
irvöld, gjarnan í samvinnu við
grasrótina, hafa oftar en ekki
komið myndarlega að þessum mál-
um. Hvernig væri annars umhorfs
hjá okkur ef yfirvöld hefðu ekki á
einhverjum tímapunkti komið til
móts við þann fjölda sem stundar
reiðmennsku, hlaup, göngur eða
golf? Er ekki líklegt að við stæð-
um nú frammi fyrir daglegum
slysum á skokkurum og hesta-
mönnum sem sitt á hvað yrðu fyr-
ir bílum eða golfkúlum á milli þess
sem golfáhugamenn væru fluttir á
sjúkrahús eftir að hafa runnið í
hrossataði.
Lausnin hlýtur að liggja í því að
yfirvöld ásamt grasrótinni vinni í
sameiningu að því að koma upp
skipulagðri aðstöðu í takt við þörf-
ina.
Sem átak í þessu hefur VÍK
barist fyrir því að fá til afnota
svæði í nágrenni höfuðborgarinnar
svo að beina megi áhugamönnum
um útivist og vélhjól á til þess
ætluð svæði. Þessi barátta hefur
staðið í bráðum þrjá áratugi og á
meðan árangurinn hefur látið á
sér standa hefur áhugamönnum
um þessa tegund útivistar fjölgað
verulega. Undanfarin þrjú ár
raunar svo mikið að til vandræða
hefur horft.
Samningurinn sem Kristján
agnúast útí og hann vill meina að
sé ávöxtur freklegrar áróð-
ursherferðar einhvers „gólkórs“
með „áráttuhegðun“ er í raun ein
markverðasta framkvæmd yf-
irvalda í baráttunni fyrir verndun
náttúrunnar í langan tíma. Hér
sýnir Sveitarfélagið Ölfus í verki
mikla framsýni. Enginn, sem til
þessa málaflokks þekkir, er í vafa
um að þessi stórmannlegi gjörn-
ingur sveitarstjórnarfólks í Ölfusi
verður til þess að skipulag kemst
á útivist vélhjólaáhugamanna í ná-
inni framtíð. Vélhjólaíþróttafólk á
höfuðborgarsvæðinu og víðar –
jafnt karlar, konur og börn fagna
þessum áfanga og munu vafalítið
þakka fyrir sig með ábyrgum
akstri á svæðinu.
Fornar slóðir
Einar Sverrisson svarar grein
Kristjáns B. Jónssonar ’Engin ein leið til úti-veru er öðrum fremri og
vissulega ber öllum að
leggja sitt af mörkum
svo að næsti útivist-
armaður njóti hins sama
og sá sem á undan fór.‘
Einar Sverrisson
Höfundur er í umhverfisnefnd VÍK,
náttúruunnandi og áhugamaður um
vélhjólaakstur.
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.
La gavegur 182 • 105 Rvík • Fax 53 481 • i r idborg.is
Leitum að 600-900 fm skrifstofuhúsnæði á höfuð-
borgarsvæðinu fyrir opinberan aðila.
Nánari upplýsingar veitir Sigurður
á Miðborg í síma 533 4800.
600-900 FM SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
ÓSKAST
Suðurlandsbraut 54,
við Faxafen, 108 Reykjavík,
sími 568 2444, fax 568 2446.
Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali.
Til sölu 201,1 fm gott raðhús á pöllum auk 22,4 fm bílskúrs. Húsið er vel
skipulagt og skiptist m.a. í stóra stofu og borðstofu með mikilli lofthæð og er
gengið þaðan út á stórar suðursvalir. Fjögur góð svefnherbergi, baðherbergi,
snyrting og stórt þvottaherbergi. Falleg ræktuð lóð með stórri verönd. Húsið
er mjög vel staðsett. Ákveðin sala. Verð 42,8 millj.
BRÚNALAND - RAÐHÚS
SÍMI 5 900 800
Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali
KJARRHÓLMI 30 KÓPAVOGI
OPIÐ HÚS kl. 14-17
Falleg 4ra herbergja 90 fm íbúð á
2. hæð auk ca 10 fm geymslu,
samtals ca 100 fm, í fallegu fjölbýli í
Fossvogsdalnum. Þrjú rúmgóð
herbergi. Stórar suðursvalir. Fallegt
útsýni yfir Fossvogsdalinn úr stofu.
Nýlegar innréttingar. Þvottahús í
íbúð. Gervihnattasjónvarp. Góð
sameign. Stutt í fallegt útivistar-
svæði. Eignin getur losnað fljótlega.
Verð 17,9 millj.
Pálmi og Arndís sýna eignina í dag sunnudag frá kl. 15 – 17.
AUSTURBAER.IS
Vorum að fá í einkasölu/leigu, glæsilegt ca
90 m² skrifstofuhúsnæði á þessum eftir-
sótta stað miðsvæðis í Reykjavík. Húsnæð-
ið er stór salur með 4-5 vinnustöðvum og
stóru fundarherbergi. Svalir í vestur. Lyfta í
húsinu. Verð 15,5 millj.
Þingholtsstræti 27 • Sími 533 1122 • Fax 533 1121
Þröstur Þórhallsson, löggiltur fasteignasali, sími 897 0634
Magnús Kristinsson, verkfr., sími 861 0511
ATVINNUHÚSNÆÐI
SKIPHOLT 50C - SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI
BAUGSFEÐGAR hafa haldið
því fram að ráðamenn hafi verið
með árásir á Baug og með því
skapað „andrúm“ sem
varð aflvaki þess að
lögregla réðst inn í
fyrirtækið. Því er rétt
að skoða meintar
árásir á Baug. Hverj-
ir sögðu hvað. Stenst
það skoðun að Davíð
Oddsson hafi ráðist á
fyrirtækið með
ósæmilegum hætti?
Skoðum málið. Hinn
22. janúar 2002 urðu
umræður á Alþingi. Á
stjórnarfundi í Baugi
voru ummæli for-
sætisráðherra á Alþingi talin til
merkis um árásir stjórnvalda á
Baug. Því er rétt að rifja upp um-
ræðurnar á Alþingi í ljósi sög-
unnar.
Hreðjatak
Svarta-Péturs og Össur
Þriðjudaginn 22. janúar 2002
kvaddi Össur Skarðhéðinsson, for-
maður Samfylkingarinnar, sér
hljóðs á Alþingi og gagnrýndi
Baug harkalega. Vinstrimenn
höfðu gagnrýnt hækkun mat-
vælaverðs og beindu sérstaklega
spjótum sínum að risanum á
markaðnum, Baugi. Össur kallaði
fyrirtækið Svarta-Pétur sem væri
með hreðjatak á matvörumarkaði
með 60% markaðshlutdeild og
hefði kallað fáheyrða dýrtíð yfir
neytendur. Hann
krafðist aðgerða
„…þar á meðal að
skipta upp slíkum ein-
okunarrisum til þess
að vernda hagsmuni
neytenda“. Formaður
Samfylkingarinnar
krafði forsætisráð-
herra svara.
Valdi sé beitt
af skynsemi
Davíð Oddsson for-
sætisráðherra sagði:
„Auðvitað á að fylgja
því eftir að stórir aðilar séu ekki
að misnota aðstöðu sína. Auðvitað
er 60% eignaraðild í matvælafyr-
irtækjum, verslunarfyrirtækjum í
matvælaiðnaði, allt of há hlutdeild.
Auðvitað er það uggvænlegt og
sérstaklega þegar menn hafa á til-
finningunni að menn beiti ekki því
mikla valdi sem þeir hafa þar af
skynsemi. Auðvitað hlýtur að
koma til greina af hálfu ríkisins og
Alþingis að skipta upp slíkum
eignum ef þær eru misnotaðar.“
Spyrji hver fyrir sig. Hver var
með gífuryrði? Í stjórn Baugs var
bókað að stjórnvöld hefðu andúð á
félaginu. Sumarið 2002 kærði við-
skiptafélagi Baugs, Jón Gerald
Sullenberger, þá feðgana og rann-
sókn lögreglu hófst. Skömmu síðar
tók Baugur yfir Fréttablaðið – en
eignarhaldi var leynt fyrir al-
menningi. Í framhaldi af því hóf-
ust dylgjur um að Davíð Oddsson
hefði staðið fyrir innrásinni í
Baug.
Reynt að skipta út
í Stjórnarráðinu
Kortéri fyrir kosningar 2003
kom svo Fréttablaðið með
sprengju sína sem átti að ýta Dav-
íð Oddssyni til hliðar og ryðja
brautina fyrir nýja „herra“ í
Stjórnarráðið. Fréttin átti að
sanna að Davíð Oddsson hefði átt
samskipti við Jón Gerald Sullen-
berger og verið valdur að innrás-
inni í Baug. Valdamestu við-
skiptamenn landsins voru að
reyna að skipta um herra í Stjórn-
arráðinu.
Meir um það síðar.
Hverjir gagnrýndu Baug?
Hallur Hallsson fjallar um
Baugsmálið ’Valdamestu viðskipta-menn landsins voru að
reyna að skipta um
herra í Stjórnarráðinu.‘
Hallur Hallsson
Höfundur er blaðamaður.