Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 23
hljóð eða hreyfing, verður til þess að hún forðar sér hið snarasta. Felubún- ingur er nauðsynlegur en hann gerir lítið gagn ef hreyfing er á veiðimann- inum. Góður hundur gulls ígildi Við veiðar á heiðagæs sem og öðr- um fuglum eru notaðar haglabyssur og er fuglinn nánast alltaf skotinn á flugi þegar hann er koma inn til lend- ingar. Það er á ábyrgð hverrar skyttu að þjálfa skotfimi sína þannig að ekki fljúgi særðar gæsir á brott og algeng mistök eru að byrja skjóta of snemma þegar færin eru of löng eða skyttan misreiknar fjarlægðir. Ágæt regla er að leggja tálfuglana ekki lengra en 20–30 metra frá þeim stað er skytturnar velja sér til fyrirsátar og skjóta ekki fyrr en bráðin er kom- in inn yfir tálfuglana. Algengustu haglastærðir sem notaðar eru við gæsaveiðar eru nr. 2–4 og fráleitt er að nota minni hleðslur en 42 grömm. Það er síðan sjálfsagður hlutur að hirða upp skothylki eftir sig og farga þeim á ábyrgan hátt; fátt er jafn hvimleitt og að ganga um veiðislóð utan veiðitíma og sjá haglaskothylki á víð og dreif. Það er slæmur vitn- isburður um veiðimenn. Veiðar að kvöldlagi á haustin gera kröfur um tvennt. Í fyrsta lagi að veiðimenn geri sér grein fyrir tak- mörkunum sínum og hafi með sér þjálfaðan hund sem getur sótt fallinn fugl í vatn eða fundið hann á landi en auðvelt er að missa sjónar á fugli sem fellur á myrkvað landið. Særðan fugl sem getur falið sig í gjótum eða skorningum er ekki á færi neins nema hunds að finna. Það er líka sóun á stuttum birtutíma að eyða honum í leit að fallinni bráð þegar hundur get- ur leyst það mál á augabragði. Hitt atriðið snýr að öryggi veiði- mannanna sjálfra og er sjálfsagt að hafa gps-tæki og annan öryggisbún- að meðferðis svo ánægjuleg veiðiferð snúist ekki upp í andhverfu sína. honum. „Þetta er frábær lax,“ seg- ir hann með aðdáun. „Nú er mikið af smálaxi að ganga og gaman að ná einum vænum.“ Hann lyftir fiskinum upp fyrir myndatöku og smellir svo léttum kossi á dömuna áður en hann kveð- ur. Laxinn má nánast veiða eins og silung Þegar við göngum niður að Klapparhyl talar Marcellier um Selá, sem er greinilega í miklu uppáhaldi hjá honum. „Þessi á er svo afskekkt og mjög kröfuhörð veiðiá. Umhverfið er afskaplega fallegt og tilkomumikið, og svo þarf veiðimaðurinn að beita öllum sínum kúnstum, auk þess sem það er líkamlega erfitt að fara hér um og veiða.“ Hann segist búa í fjölmennri borg, hrærast í fjármálaheimi sem einkennist af hraða og streitu og það sé afar mikilvægt fyrir sig að komast á svona afskekkta staði og vera einn með sjálfum sér. „Einn af aðalkostunum við Ísland er að það er öruggt og fólkið vinalegt. Svo er stutt að fara hingað frá Par- ís. Já, þessi á er mjög fjölbreytileg, og það er líka stór fiskur í henni, fiskur sem má nánast veiða eins og silung. Íslenski laxinn er mjög sér- stakur, eins og hvernig hann kem- ur í hitsið og stippaðar smáflugur.“ Þá segir hann íslenska laxinn afar kraftmikinn í sambanburði við laxa annars staðar. Hann rifjar upp við- ureign við 20 punda lax sem tók strippaða flugu í Stekknum fyrir fimm árum, en það er eftirlætis veiðistaður Marcelliers í ánni. Hann landaði laxinum eftir að hafa elt hann hátt í kílómetra niður eftir ánni. Hann segir fiskana í Selá jafnsterka og helmingi þyngri en laxa annarsstaðar – hérna séu svo sannarlega sterkustu laxar sem hann hafi lent í. „Það er mjög erf- itt að kljást við stóra fiska hér og maður tapar þeim gjarnan. Það var mjög gaman að sjá stóra laxinn í Stekknum koma 10, 15 sinnum í fluguna áður en hann tók. Það var Black Brahan númer 14 – ég er enn með hana með mér.“ Að berjast fyrir laxastofnana í Frakklandi Marcellier veiðir næst í Klapp- arhylnum, nettan og fallegan streng við spegil þar sem laxar stökkva. „Þarna er fjörið,“ segir hann en byrjar mun ofar. Hann er nánast búinn að veiða sig niður strenginn, og undrast að hafa ekki reist fisk, en þá tekur hann skyndi- lega, alveg neðst. Marcellier hristir höfuðið brosandi um leið og hann veður í land. „Ég var farinn að ótt- ast að ég fengi ekki fisk hér,“ segir hann og býr sig undir að sporðtaka sprækan smálax. Við göngum aftur upp með ánni og stefnum nú að strengnum efst í Brúarhyl, ofan við gömlu brúna. Marcellier ætlar að stoppa stutt við og setur Sunray Shadow-túpu strax undir. Hann segir mér á meðan frá aðkomu sinni að Vernd- arstofni villtra laxastofna og sam- starfinu við Orra Vigfússon á þeim vettvangi. „Við kynnntumst árið 1992 og tveimur árum síðar kom ég fyrst til Íslands til veiða. Ég hef mest verið í því að berjast fyrir laxastofnana í Frakklandi, en við höfum fengið styrk frá franska rík- inu allar götur frá 1994.“ Marcel- lier hefur komið að fjáröflun sam- takanna og tók líka þátt í að tala máli NASF á fundi með fiskveiði- nefnd Evrópusambandsins í Bruss- el í vor. „Sjáðu þetta!“ segir hann fullur aðdáunar þegar stór lax stekkur í harða strengnum, hættir að tala og veður út í ána. Mjög fljótlega neglir vænn smá- lax fluguna og eftir nokkur til- þrifamikil stökk er hann kominn að landi og er sleppt með stæl. Marc tekur nokkur köst til en stefnir síð- an aftur á Brúarbreiðu og hyggst ljúka síðustu vakt sinni í Selá þetta sumrið þar. „Það er gríðarlega fallegt hér í dalnum,“ segir hann. „Sólarupprás- in og sólsetrin geta verið óviðjafn- anleg. fuglalífið er svo auðugt – og engin hljóð í bílum. Vopnafjörður er dásamlega fjarri umheiminum.“ Hann segir rétt að þetta sé besta veiði sín í Selá til þessa; búinn að landa um 40 og missa 60 til. Það sé gríðarlega mikið af fiski í ánni en hún er líka vandveidd, hún er mjög tær og laxinn styggist auðveldlega. Hann á enn 30 mínútur til stefnu og nú hitsar hann hratt yfir strauminn og strippar flugur í lok- inn. Tíu mínútum fyrir lok veiði- tímans neglir fimm punda lax flug- una, sá sjötti þennan morguninn, og sá sjötti sem syndir aftur sprækur út í strauminn. „Jæja, nokkrar mínútur til,“ seg- ir Marcellier og veður í síðasta sinn út í Selá þetta sumarið. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 23 Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.is Vetur, sumar vor og haust Rally. Alvöru fjórhjól á 450.000 kr. Bombardier fjórhjól eru fyrir allar aðstæður. Alltaf. Outlander 800 er öflugasta fjórhjólið á markaðnum. Seldist upp en kemur aftur í september. Outlander Max 400 4 x 4 fyrir tvo. Þjarkur sem fer áfram og áfram og áfram DS 650 X Sannkallað tryllitæki á meðal fjórhjóla. Útlitið segir allt. Verð. 980.000 kr. Düsseldorf í september frá kr. 23.460 Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • sími 591 9000 Akureyri • sími 461 1099 • www.terranova.is Terra Nova býður nú frábær kjör á flugi með þýska flugfélaginu LTU til Düsseldorf í september. Flogið er tvisvar í viku svo þér gefst kostur á að skella þér í stutta helgarferð eða lengri skemmtiferð. Düsseldorf er fjölbreytt og skemmtileg borg sem spennandi er að heimsækja. Kr. 54.990 - Vikuferð (flug og hótel) Verð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Antares*** í 7 nætur með morgunverði. Netbókun. - SPENNANDI VALKOSTUR Kr. 23.460 Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Netverð á mann. Kr. 39.990 - Helgarferð (flug og hótel) Verð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Antares*** í 3 nætur með morgunverði. Út 1. sept. og heim 4. sept. Netbókun. Síðustu sæti AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.