Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 19
niðurstöðu segir meðal annars að sú staðreynd að þingkonan sé eig- inkona lögmannsins hafi, að minnsta kosti að einhverju leyti, samfélagslegt gildi; hún geti haft áhrif á það hvernig kjósendur verji atkvæði sínu. Af þessu dregur Herdís þá ályktun að þeir sem tengjast al- mannapersónum verði að þola allar sömu skerðingarnar á friðhelgi einkalífs og væru þeir sjálfir slíkar persónur. Sú ályktun er röng, enda fjallar dómurinn ekki um þetta álitaefni. Það sem ágreiningurinn í málinu stóð um var ekki hvort brotið hefði verið gegn reglunni um friðhelgi einkalífs í umfjöllun um einstakling sem væri tengdur opinberri persónu, þ.e. lögmann- inn. Aðeins var deilt um hvort gengið hefði verið of nærri þing- konunni, sem að áliti dómstólsins var opinber persóna, með því að draga nafn hennar inn í umfjöllun um framferði eiginmanns síns. Ein helsta grundvallarreglan um með- ferð mála fyrir dómstólum er að þeir taka ekki afstöðu til álitaefna sem ekki eru borin undir þá. Hefur þessi regla það í för með sér að ekkert er hægt að fullyrða, í ljósi umrædds dóms, um afstöðu mann- réttindadómstólsins til fjölmiðla- umfjöllunar um fólk sem tengist almannapersónum. Efnistök og vinnsla Enn eitt, sem staldra verður við í grein Herdísar, er sá greinar- munur sem hún gerir á efnistökum fjölmiðils annars vegar og vinnslu persónuupplýsinga í skilningi per- sónuupplýsingalaganna hins vegar. Telur hún Persónuvernd á gráu svæði, eins og hún orðar það, með því að fella efnistök fjölmiðla undir vinnsluhugtakið. Af því tilefni er rétt að benda á að hugtakið vinnsla er mjög víðtækt. Í per- sónuverndartilskipun Evrópu- bandalagsins kemur raunar fram að allar aðferðir til að gera per- sónuupplýsingar tiltækar teljast til vinnslu (b-liður 2. gr.). Í samræmi við þetta kemur fram í persónu- upplýsingalögunum að allar að- gerðir, þar sem unnið er með per- sónuupplýsingar, falla undir þetta hugtak (2. tölul. 2. gr.). Birting persónuupplýsinga í fjölmiðlum fellur því hér undir og þar af leið- andi efnistök þeirra að því marki sem þau snúa að slíkri birtingu. Þannig ber að gæta þess að per- sónuupplýsingar séu áreiðanlegar (4. tölul. 1. mgr. 7. gr. laganna). Í efnistökum sínum geta fjölmiðlar til dæmis brotið gegn þeirri reglu með því að setja upplýsingar fram á villandi hátt þannig að misskiln- ingur rísi um staðreyndir. Auk þess ber fjölmiðlum meðal annars að vinna með persónuupplýsingar á sanngjarnan og málefnalegan hátt (1. tölul. 1. mgr. 7. gr.). Í efn- istökum sínum geta þeir til dæmis brotið gegn þeirri reglu með því að fjalla ítarlegar um persónuleg mál- efni fólks en sanngjarnt og mál- efnalegt getur talist. Virðing fyrir einstaklingnum Að lokum er rétt að minna á að samkvæmt orðum persónuupplýs- ingalaganna sjálfra gilda viss ákvæði þeirra beinlínis um vinnslu sem fram fer einvörðungu í þágu fréttamennsku. Samkvæmt þessu eru fjölmiðlar ekki undanþegnir því að þurfa að taka tillit til grund- vallarreglunnar um friðhelgi einkalífs við meðferð sína á per- sónuupplýsingum. Einstaklingarn- ir eru, með öðrum orðum, ekki fullkomlega réttlausir í þessum efnum gagnvart fjölmiðlunum. Í ljósi þess mikilvæga lýðræðishlut- verks, sem þeir eru álitnir gegna í nútímasamfélagi, njóta þeir mikils frelsis svo að þeir geti sem best upplýst almenning um atburði líð- andi stundar og eðli þjóðfélagsins. En þessu frelsi fylgir ábyrgð og við meðferð þess ber fjölmiðla- mönnum að auðsýna virðingu fyrir einstaklingnum, frelsi hans og réttindum. Höfundur er lögfræðingur. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 19 Fréttir á SMS THOMAS HØILAND AUKTIONER A/S Frímerki • Mynt • Vín • Vopn Nordre Ringgade 115 • DK-8200 Aarhus N. • Tlf. +45 8612 9350 / +45 4032 4711 / +45 2127 2198 www.thauctions.com • e-mail: tr@thauctions.com FRÍMERKI • UMSLÖG • SEÐLAR • MYNT Fyrirtækið Thomas Höiland Auktioner A/S í Danmörku er stærsta fyrirtækið á Norðurlöndum með uppboð á frímerkjum og mynt og heldur stór uppboð á hverju ári auk þess að vera stöðugt með uppboð á Netinu. Dagana 24. og 25. ágúst n.k. munu sérfróðir menn frá fyrirtækinu verða á Íslandi í leit að efni á næstu uppboð. Leitað er eftir frí- merkjum, gömlum umslögum og póst- kortum, heilum söfnum og lagerum svo og gömlum seðlum og mynt. Þeir verða til viðtals á Hótel Íslandi, Ármúla 9, miðvikudaginn 24. ágúst kl. 16:00-18:00 og eftir nánara samkomulagi á fimmtudaginn, geta líka komið í heimahús. Það er kjörið tækifæri til að fá sérfræðilegt mat á frímerkjaefni þínu, og til að koma slíku efni svo og gömlum seðlum og mynt á uppboð. Nánari upplýsingar veitir Össur Kristinsson í síma 5554991 eða 6984991 eftir kl. 17:00 á daginn. Áhersluatri›i námskei›sins: • Leit a› bestu mögulegu umbo›smönnum erlendis • Val á réttum dreifia›ilum • Farsælt samstarf vi› umbo›smenn/dreifia›ila erlendis Fyrir hverja: • Fyrirtæki í útflutningi sem nú flegar nota dreifia›ila/umbo›smenn • Fyrirtæki sem vilja bæta samstarf vi› núverandi umbo›smenn • Fyrirtæki sem eru a› hefja samstarf vi› umbo›smenn • Fyrirtæki sem vilja endurn‡ja umbo›skerfi sín ytra Námskei›i› ver›ur haldi› í Cambridge dagana 15. og 16. september kl. 9.00 - 17.00, bá›a dagana. Námskei›sgjald er 40.000 kr. innifalinn matur og kaffiveitingar. Ef tveir mæta frá sama fyrirtæki er flátttökukostna›ur 60.000 kr. Fer›alög og gisting eru ekki innifalin. umboðsmenn Viltu bæta samstarf flitt vi› umbo›smenn? Ertu a› leita a› n‡jum umbo›smanni e›a dreifia›ila? Útflutningsrá› stendur fyrir tveggja daga nám- skei›i um leit, val og samstarf vi› umbo›smenn og dreifia›ila. Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 utflutningsrad@utflutningsrad.is • www.utflutningsrad.is Samstarf við M IX A • fí t • 5 0 8 4 0 Cambridge, 15.-16. september Skráning flátttöku fer fram í síma 511 4000 e›a me› flví a› senda tölvupóst á utflutningsrad@utflutningsrad.is. Kanarí Tyrkland Kúba Bókaðu strax besta verðið Frábær tilboð í allan vetur notalegar sólríkt brosandi Bókaðu strax besta verðið! Verðdæmi KANARÍ 4. eða 11. jan. 27.680kr. á mann miðað við a› 2 fullor›nir og 2 börn, 2ja-11 ára, fer›ist saman, Innifalið: Flug, gisting í 7 nætur á Paraiso Maspalomas, ferðir til og frá flugvelli erlendis, ísl. fararstjórn og flugvallarskattar. Verðdæmi KÚBA 3. apríl 77.680kr. á mann miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting í 8 nætur á Havana Libre, ferðir til og frá flugvelli erlendis, ísl. fararstjórn og flugvallarskattar. Verðdæmi TYRKLAND 6. okt. 49.900kr. á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja–11 ára, ferðist saman. 62.428 kr. á mann ef 2 ferðast saman Innifalið: Flug, gisting í 12 nætur á Club Sundream 6. okt., ferðir til og frá flugvelli erlendis og flugvallarskattar. Plúsferðir • Hlíðasmára 15 • 200 Kópavogur • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.