Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ F riðhelgi einkalífs er meðal mikilvægustu grundvallarmann- réttinda. Einn þátt- urinn í vernd þess- ara réttinda er að sett séu lög um hvernig farið skal með persónuupplýsingar. Hér á landi gilda um það efni lög nr. 77/ 2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, hér eftir nefnd persónuupplýsingalögin. Stofnunin Persónuvernd hefur það hlut- verk að fram- fylgja þeim lögum. Eins og kveðið er á um í lögunum (6. tölul. 1. mgr. 37. gr.) gerir hún það meðal annars með því að tjá sig, sam- kvæmt beiðni eða að eigin frumkvæði, um álitaefni varðandi meðferð persónuupplýsinga. Hinn 4. júlí 2005 veitti hún, með vísan til þessa ákvæðis, álit um umfjöllun fjölmiðla um einkamál- efni fólks. Segir í álitinu að tilefni þess hafi verið erindi og fjölmarg- ar fyrirspurnir sem henni hafi bor- ist vegna umfjöllunar og myndbirt- inga í íslenskum fjölmiðlum. Kemur fram að hún telur sig sig ekki geta tekið skrifleg erindi til meðferðar sem úrskurðarmál, enda hafi hún ekki það hlutverk að skera úr um hvort í einstökum til- vikum hafi verið brotið gegn reglum um meðferð persónuupp- lýsinga í fjölmiðlaumfjöllun. Þess í stað hefur hún gefið út umrætt álit sem veitir leiðbeiningu um hvaða reglur gilda um meðferð fjölmiðla á persónuupplýsingum. Þess ber að geta að fátt er um nýmæli í þessu áliti heldur er það saman- tekt á fjórum blaðsíðum á þekkt- um sjónarmiðum sem taka ber til- lit til þegar metið er form og efni frétta. Á flestum þessum sjónar- miðum eru siðareglur Blaða- mannafélags Íslands meðal annars byggðar. Sunnudaginn 24. júlí birtist grein í Morgunblaðinu eftir dr. Herdísi Þorgeirsdóttir þar sem þetta álit er gagnrýnt. Um leið og þetta framlag til málefnalegrar umræðu um þessi mál er þakkað er rétt að víkja nokkrum orðum að umdeilanlegum staðhæfingum í greininni. Um meintan misskilning við lagasetningu Í grein Herdísar er fjallað um 9. gr. persónuverndartilskipunar Evrópubandalagsins, nr. 95/46/EB, sem liggur hérlendum persónu- upplýsingalögum til grundvallar. Í þessu ákvæði er fjallað um und- anþágur frá tilskipuninni í þágu tjáningarfrelsis. Segir Herdís það tekið fram í ákvæðinu að aðild- arríki eigi að undanskilja fjölmiðla frá gildissviði persónuupplýsinga- laga en þó með vissum undantekn- ingum, þ.e. sum ákvæði laganna eigi engu að síður að gilda um blaðamennsku. Telur hún ekki hafa verið farið að þessu við inn- leiðingu á ákvæði tilskipunarinnar í íslensk lög, enda hafi það verið misskilið. Rétt er að geta þess að tilvísun Herdísar í ákvæði tilskipunarinnar samrýmist ekki orðalagi þess þar sem segir: „Aðildarríkin skulu því aðeins [leturbreytingar mínar] kveða á um undanþágur eða frávik […] vegna vinnslu persónuupplýs- inga sem fer einungis fram vegna fréttamennsku eða bókmennta- legrar eða listrænnar starfsemi, að það sé nauðsynlegt til að samræma réttinn til friðhelgi einkalífs og reglur um tjáningarfrelsi.“ Í þessu ákvæði er með öðrum orðum ekki tekið fram að skylt sé að veita fjöl- miðlum undanþágur heldur aðeins að þegar slíkar undanþágur séu veittar skuli það vera nauðsynlegt. Hvað sem því líður er vandséð hvers vegna Herdís telur útfærslu þessa ákvæðis hér á landi athuga- verða og á misskilningi byggða. Sú leið, sem farin hefur verið hér á landi við útfærslu ákvæðisins, er enda í fullkomnu samræmi við hugmyndir hennar. Í 5. gr. ís- lensku persónuupplýsingalaganna segir þannig ekki aðeins, eins og nánast virðist gert ráð fyrir í grein Herdísar, að víkja megi frá ákvæð- um laganna í þágu fjölmiðlunar, lista eða bókmennta að því marki sem það sé nauðsynlegt til að sam- ræma sjónarmið um rétt til einka- lífs annars vegar og tjáningarfrels- is hins vegar. Einnig er kveðið mjög skýrt á um sams konar reglu og Herdís telur 9. gr. tilskipunar- innar hafa að geyma, þ.e. að séu persónuupplýsingar einvörðungu unnar í þágu fréttamennsku eða bókmenntalegrar eða listrænnar starfsemi skuli aðeins gilda nánar tiltekin ákvæði laganna. Þessi ákvæði eru fá og flestar mikilvæg- ustu efnisreglur laganna gilda ekki um þá vinnslu sem fellur undir þessa víðtæku undanþágu. Þá hef- ur Persónuvernd engar valdheim- ildir þegar slík vinnsla er annars vegar, t.d. til að mæla fyrir um leiðréttingu rangra persónuupplýs- inga eða beita dagsektum. Sam- kvæmt þessu er ekki gengið langt í íslenskri löggjöf í að takmarka tjáningarfrelsið með vísan til frið- helgi einkalífs. Engin kæra? Annað, sem gagnrýna verður í grein Herdísar, er sú staðhæfing að í áliti Persónuverndar sé tekið fram að ekki liggi fyrir kæra vegna umfjöllunar fjölmiðla um einkamálefni fólks. Í álitinu segir beinlínis að stofnuninni hafi borist erindi og samkvæmt eðlilegum málskilningi er þar átt við skrif- legar kvartanir, en það er vænt- anlega það sem Herdís á við þegar hún notar orðið „kæra“. Iltalehti-málið Einnig er rétt að fjalla um þá staðhæfingu Herdísar að tiltekinn dómur Mannréttindadómstóls Evr- ópu hnekki þeim hluta álits Per- sónuverndar þar sem segir að þrátt fyrir að eðlilegt geti verið að fjalla um tiltekinn einstakling vegna þess að hann teljist vera al- mannapersóna leiði ekki af því að eðlilegt sé að fjalla með sama hætti um þá sem tengjast honum. Í þessum dómi, sem kveðinn var upp hinn 16. nóvember 2004, er fjallað um mál vegna frétta í finnska dagblaðinu Iltalehti um að tiltekinn lögmaður hafi ekið undir áhrifum áfengis og ráðist á lög- reglumann. Í fréttunum var þess getið að eiginkona lögmannsins væri tiltekin þingkona og taldi hún að með því hefði verið brotið gegn einkalífsrétti sínum. Höfðaði hún mál fyrir finnskum dómstólum og dæmdu þeir henni skaðabætur. Dagblaðið taldi að með því hefði grundvallarreglan um tjáningar- frelsið verið brotin og höfðaði það mál gegn finnska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Hann komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn tjáning- arfrelsisákvæði mannréttindasátt- málans. Í rökstuðningi fyrir þeirri Um mörk friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsisins – Athugasemdir við grein Herdísar Þorgeirsdóttur Eftir Þórð Sveinsson Þórður Sveinsson Reuters Ofurfyrirsætan Naomi Cambell er ein þeirra sem höfðað hafa mál gegn fjöl- miðlum fyrir brot á friðhelgi einkalífsins. Íþróttir á morgun Helgin öll…
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.