Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI SEX forsvars-menn og endur-skoðendur Baugs og Gaums hafa verið ákærðir. Málið var þing-fest í Héraðs-dómi Reykja-víkur síðasta miðvikudag. Sak-borningarnir neita allir að hafa brotið lög. Ákæran er í 40 liðum. Stjórnendurnir eru meðal annars ákærðir fyrir að hafa leynt við-skiptum og færslum á hlutafé í Baugi fyrir meira en 300 milljónir. Þeir eiga líka að hafa lánað sjálfum sér og fjölskyldu-fyrirtækjum sínum samtals 847 milljónir. Réttar-höldin halda áfram 20. október næst-komandi. Baugs-málið þing-fest í héraðs-dómi Sak-borningarnir komu samferða í héraðs-dóm þegar málið var þing-fest. Morgunblaððið/RAX ÍSRAELSKIR gyðingar eru fluttir burtu af Gaza-svæðinu í Palestínu. Þeir hafa búið þar í 38 ár. Svæðið var tekið af Palestínu-mönnum árið 1967. Ísraelar eru líka fluttir burtu úr 2 af 4 gyðinga-byggðum á Vestur-bakkanum. Ariel Sharon ákvað þetta. Hann er forsætis-ráðherra Ísraels. Hann segir að brott-flutningurinn sé nauðsyn-legur til að minnka átök milli gyðinga og Palestínumanna. Hörð og blóðug átök 8 þúsund gyðingar bjuggu á Gaza en 1,4 milljónir Palestínu-manna. Gyðingarnir höfðu 2 sólar-hringa til að fara burtu. Þeir fengu bætur fyrir. Margir neituðu að yfir-gefa hús sín. Öryggis-sveitir voru látnar reka þá burt. Hörð og blóðug átök brutust út. Gyðingarnir í land-nema-byggðunum slettu málningu á öryggis-verði sem áttu að reka þá í burtu. Gyðingar flytja burtu af Gaza Reuters 100 mörk í boltanum Hrefna Jóhannesdóttir skoraði 100. markið sitt í efstu deild í vikunni. Hrefna spilar fótbolta með KR. Markið skoraði hún í tapleik á móti Keflavík. Leikurinn fór 1-2. Samið um frið í Aceh Samið hefur verið um frið í Aceh-héraði í Indónesíu. Þar hefur verið ófriður í 30 ár. Átökin voru milli stjónvalda og aðskilnaðar-sinna. Fulltrúar þeirra hafa nú skrifað undir friðar-samkomulag. Aldrei lesið bók Kryddpían Vicotria Beckham hefur aldrei á ævinni lesið bók. Þetta sagði hún í viðtali við spænskan blaða- mann. Henni þykir skemmti- legra að hlusta á tónlist og lesa tímarit. Mannskæð flug-slys 160 dóu í flug-slysi í Venesúela á þriðjudag. Flug-vélin var á leiðinni frá Panama til eyjunnar Martinique í Karíba-hafi. Þetta gerðist aðeins tveimur dögum eftir að 121 lést þegar kýpversk flugvél fórst rétt hjá Aþenu í Grikklandi. Stutt Victoria Beckham ÍSLAND vann Suður-Afríku í vináttu-landsleik í karla-fótbolta síðasta miðvikudag. Leikurinn fór 4-1. Lands-liðið stóð sig mjög vel. Vörnin var vel skipu-lögð. Mark-maðurinn hafði nánast ekkert að gera. Ásgeir Sigurvinsson er þjálfari landsliðsins. Hann var ánægður eftir leikinn. Hann sagði að sjálfs-traust liðsins væri komið aftur. Ásgeir sagði samt að liðið mætti ekki ofmetnast. Næsti leikur er við Króatíu sem er sterkara lið. Ísland vann S-Afríku Morgunblaðið/ÞÖK Íslenska liðið stóð sig mjög vel gegn S-Afríku. VINSTRI-græn hafa ákveðið að vera ekki lengur með í R-listanum. Það þýðir að enginn R-listi býður fram í næstu kosningum. Þetta ákváðu Vinstri-græn á fundi síðasta mánudag. R-listinn hefur verið til í 11 ár. Vinstri-græn eru nú byrjuð að undir-búa kosninga-baráttu sína undir eigin merkjum. Enginn R-listi næst ABBAS Kiarostami kemur til Íslands í haust. Hann verður heiðurs-gestur á Alþjóðlegri kvikmynda- hátíð í Reykjavík. Kiarostami er leik-stjóri frá Íran. Hann hefur unnið til margra verð-launa og er áhrifa-mikill. Af því tilefni verða haldnir fyrir-lestrar um verk hans og eldri verk hans sýnd. Hátíðin verður frá 29. september til 9. október. Abbas Kiarostami til Íslands Abbas Kiarostami UNG bandarísk kona var myrt í her-stöðinni í Keflavík síðasta mánudag. Konan var 20 ára gömul og var í hernum. Þegar hún fannst var enn lífs-mark með henni. Hún dó af stungu-sárum. 21 árs gamall maður er grunaður um morðið. Íslensk kona var líka hand-tekin vegna málsins. Hún var ekki grunuð um verknaðinn en var gestur í húsinu. Henni var sleppt að loknum yfir-heyrslum. Her-lögreglan á Keflavíkur-flugvelli sér um rannsóknina. Sýslu-maðurinn í Keflavík veitir aðstoð. Morð á vellinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.