Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 17
Aldrei kysst fæturna á neinum Þeir virkilega slást orðið um að hafa hann með í myndum sínum ungu og efnilegu leikstjórarnir og skrifa hlutverkin gagngert fyrir hann. Hann virðist kominn í guðatölu hjá þeim. Hvernig lítur hann á þessa eftirsókn- arverðu stöðu sína og er þetta eitt- hvað sem kemur honum á óvart? „Ég er þakklátur fyrir þá vel- gengni sem ég hef notið. Og ég get ekki skýrt það öðruvísi en að geta þess hversu lánsamur ég var í upphafi ferils míns. Ég var umkringdur mjög öflugu fólki. Það má ekki vanmeta t.d. hversu áhrifamikill Jim Belushi var og hversu mikið við sem unnum með honum gátum lært af honum. Það var hann sem braut ísinn. Hann var ótta- laus og sköpunarkraftur hans átti sér engin takmörk. Það var hann sem ruddi brautina fyrir okkur, inn í meg- instraum dægurmenningarinnar, án þess nokkru sinni að slaka á listræn- um metnaði sínum. Þessu varð ég vitni að og gat lært af. Ég gat líka lært af því hvað kom fyrir hann eftir að hann varð heimsfrægur. Þegar hann varð asni, sem hendir alla sem verða frægir … Þetta verðið þið að hafa hugfast; allir sem slá í gegn verða asnar í einhvern tíma og það verður bara að reyna að umbera það – upp að vissu marki. Þetta kom vissulega fyrir mig og þess vegna veit ég hvað er í gangi þegar ég hitti ungstirni með óþolandi stæla; reyni bara að leiða það hjá mér og gef þeim séns. Þetta eru geggjuð tvö ár sem hafa ótrúleg áhrif á líf manns. Ég upplifði þessi tvo ár undir verndarvæng Saturday Night Live-gengisins, Jims, Gildu [Radner, sem lést úr krabbameini 1989] og Dannys [Aykroyds] og bý enn að því. Það hjálpaði mér við að fá tiltrú á sjálfan mig og finna það að ég væri það góður að ég þyrfti ekki að breyta mér til að þóknast öðrum og laga mig að kröfum annarra. Ég hef aldrei þurft að kyssa fæturna á nein- um til að fá vinnu og ég hef aldrei tek- ið að mér hlutverk bara vegna pen- inganna. Læri maður þessa lexíu snemma er maður í góður málum, sérstaklega í Hollywood. Það er ástæða fyrir því að ég bý ekki þar. Ég hef þannig aldrei orðið mér til skammar. Og fyrir vikið hefur ný kynslóð kvikmyndagerðarmanna stigið fram á sjónarsviðið sem segir með sér: Bíddu, hann hefur aldrei leikið í lélegri mynd, best að prófa hann. Ef maður klúðrar ekki of miklu í þessum bransa ætti maður að geta verið í svona góðum málum.“ Kynþokki er tvíeggja sverð Í viðtölum hefur Jarmusch lýst Murray sem barnslegum náunga. Hvernig lýst Murray sjálfum á að vera lýst þannig? „Já, ég veit ekki hvernig honum dettur svona lagað í hug. Ég veit eig- inlega ekki hvað hann á við og hef svo- litlar áhyggjur. Hvort hann sé að segja mig barnalegan, eða hvað?“ Það er ekki oft sem Murray hefur leikið kvennabósa. Oftar er hann í hlutverki þumbara og þöngulhausa sem eru á skjön við allt og alla, þar með talið kvenfólk. En hann er eins sannfærandi og menn geta orðið í slíku hlutverki, er svalur og uppfullur af angistarfullri dulúð. En hvernig undirbjó hann sig fyrir hlutverk svona ólæknandi kvennabósa? „Svo lengi lærir sem lifir,“ segir Murray og brúnin lyftist – lymsku- lega. „Allir kvennabósar eru ólæknandi held ég. Sjálfur hef ég stundum fund- ið fyrir kvennabósanum í mér. Ég er rómantískur og hef farið á nokkur stefnumót í gegnum tíðina. Það er góð tilfinning að hitta einhvern sem manni líkar við, þessi tími uppgötv- unar. Nú þegar ég er orðinn þrosk- aðri, ekki lengur barnalegur – heyrðu það, Jim – verður maður að taka inn í orsök og afleiðingar. Ég hef fallið fyr- ir mörgum konum, og þær fyrir mér. Það var meira um þetta hjá mér hér áður fyrr. Þegar maður er í nýju sam- bandi er svo auðvelt að gera hlutina upp, byrja bara upp á nýtt. Don í myndinni hefur upplifað svo mikla rómantík að hann er orðinn einn og einmana, sem er sorglegt. Kynþokk- inn er tvíeggja sverð, getur verið manni hjálplegur en getur hreinlega verið til ama þegar menn eins og Don ætla að nota hann til að bjarga sér undan ábyrgð og skuldbindingu.“ En er Murray sjálfur nægilega hugrakkur til að þora að leita uppi gamlar kærustur? „Ég hef gert það. Það er álíka dul- arfullt og myndin gefur til kynna. Ég reyndi þetta einu sinni og velti fyrir mér hvort ég fyndi aftur staðinn, hvort ég væri búinn að gleyma um- hverfinu. Ég velti mikið fyrir mér hvað hefur orðið um fólk sem ég bar sterkar tilfinningar til hér einu sinni en hef misst sambandið við. Það er skrítið að hitta einhvern eftir svona langan tíma. Orðinn svo ókunnugur, en samt þekkir maður hann. Þetta er sama manneskjan og þú þekkir svo vel sem á sér núna líf sem er manni gjörsamlega framandi.“ Gallaður náungi Broken Flowers var ein af mörgum myndum á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem fjallar um samband föð- ur og sonar. Aðspurður segist Murray halda að það geti verið vegna þess að nú á tímum efnahyggjunnar sé fólk almennt mjög farið að velta fyrir sér lífstilgangi sínum, afstöðu til fjölskyldunnar og þýðingu hennar. Sjálfur segist Murray velta þessum málum fyrir sér, tekur föðurhlutverk- ið alvarlega, kannski vegna þess að hann saknaði þess alltaf að vera í meira sambandi við föður sinn. „Ég er gallaður náungi, en ég held samt að ég sé góður pabbi. Ég reyni í það minnsta, sérstaklega því ég er svo meðvitaður um hversu afbakaða mynd þau fá af föður sínum, verandi út um allt, á hvíta tjaldinu, á sjón- varpsskjánum og auglýsingaspjöld- um. Ég get sem betur fer nefnt nokkra hluti sem ég geri vel og kann. Ég kann að leika, finn mig vel fyrir framan tökuvélina, tel mig þekkja inn á kvikmyndagerð. Og ég finn mig líka vel í föðurhlutverkinu. Líður vel með börnum, enda sjálfur barn – er það ekki, Jim?“ skarpi@mbl.is ’Ég er gallaðurnáungi, en ég held samt að ég sé góður pabbi. Ég reyni í það minnsta.‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 17 RopeYoga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.