Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 224. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is SÍ‹ASTI DAGURINN! Meistari Murray Viðtal við einn eftirsóttasta leikara Hollywood um frægð og fordild 16 Tímaritið og Atvinna Tímaritið | Sérhæfir sig í að sérhæfa sig ekki  Huldumenn Stuðmanna  Í veiði með Pálma Gunnarssyni  Hvers virði er náttúran? Atvinna | Stútfullt blað af auglýsingum 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 FYLGISMENN stjórnarandstöðunnar í Bangladesh takast á við liðsmenn lög- reglunnar í Dhaka í gær en örygg- issveitir stjórnvalda höfðu aukinn við- búnað í höfuðborginni og öðrum helstu borgum landsins vegna mótmælaað- gerða, sem stjórnarandstaðan boðaði til, gegn sprengjutilræðum víðs vegar um landið sl. miðvikudag sem kostuðu tvo lífið. Íslömskum öfgahópum er kennt um árásirnar á miðvikudag en Awami-bandalagið, sem fer fyrir stjórn- arandstöðunni, sakar stjórnarflokkinn um að bregðast ekki nógu hart við ísl- ömskum öfgasamtökum, spillingu og glæpum í landinu. Hafa forsvarsmenn bandalagsins ýjað að því að íslamskir flokkar, sem aðild eiga að stjórn lands- ins, haldi hlífiskildi yfir ódæðismönn- unum. AP Mótmæla hryðju- verkum ERFÐAEFNISSKRÁ lögreglu verður brátt að veruleika hér á landi, en rúm fjögur ár eru liðin frá því að Alþingi samþykkti lög um að skránni yrði komið á laggirnar. Nú standa yfir viðræður við bandarísku alríkislögregluna, FBI, um afnot af hugbúnaði stofnunarinnar til að byggja upp gagnagrunninn. Hugbúnaður FBI, CODIS, er m.a. nýttur til að tengja saman gagnagrunna lögreglu víðs vegar um Bandaríkin, en öll 50 ríki Banda- ríkjanna hafa samþykkt lög sem heimila töku lífsýna úr dæmdum mönnum og að erfðaefnisupplýsing- ar um þá séu færðar í gagnagrunn. Hér á landi verður erfðaefnisskrá lögreglu vistuð í einni tölvu í hús- næði ríkislögreglustjóra og verður hún ótengd öðrum tölvum, til að tryggja öryggi upplýsinganna. Árni Albertsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá embætti ríkislög- reglustjóra, segir að þótt styttist í að erfðaefnisskrá lögreglu verði að veruleika borgi sig ekki að nefna neina dagsetningu í því sambandi, enda sé samningum við FBI ekki lokið og töluverðan tíma taki að ljúka öllum tæknimálum. Við rannsókn lífsýna í sakamálum er leitað eftir erfðaefni, DNA, með óskilgreint hlutverk. Niðurstöðurn- ar eru eingöngu nýtanlegar til að bera kennsl á menn, en ekki er hægt að lesa neinar heilsufarsupplýsing- ar úr þeim. Gert er ráð fyrir að lífs- ýnunum verði eytt eftir að erfðaefn- ið hefur verið greint. Þá sé ekki hægt að nota þau síðar í öðrum til- gangi en þeirra var aflað. Erfðaefnisskrá lögreglu á Íslandi til rannsóknar sakamála að verða til Nota búnað FBI í erfðagrunn  Glæpamennirnir | 12 Íslensk rannsókn á hugsanleg- um tengslum Merck hyggst áfrýja úr- skurði kviðdóms í Texas LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ og nokkrir hjartalæknar hafa í undirbúningi rannsókn á því hvort fylgni kunni að vera milli notkunar verkjalyfsins Vioxx, sem nú er mjög í frétt- um, og svipaðra bólgueyðandi lyfja og auk- innar tíðni hjartaáfalla og kransæðasjúkdóma í sjúklingum hér á Íslandi. Kviðdómur í Texas felldi á föstudag þann úr- skurð að bandaríska lyfjafyrirtækið Merck og Co. væri bótaskylt vegna dauða manns í maí 2001 sem notaði Vioxx. Var Merck dæmt til að greiða ekkju mannsins bætur upp á 253,4 milljónir Bandaríkjadala, eða sem samsvar- ar um 16 milljörðum ísl. króna. Merck hefur þegar tilkynnt að það hyggist áfrýja úrskurðinum. Segir það engar vís- indalegar forsendur fyrir dóminum í Texas. Ljóst þykir hins vegar að holskefla frekari málaferla muni skella á fyrirtækinu en m.a. eru í undirbúningi mál á hendur því í Bret- landi og Ástralíu. Gagnaðist mjög giktarsjúklingum Tilkomu Vioxx var á sínum tíma fagnað, en það kom á markað 1999. Þótti það gagnast giktarsjúklingum mjög vel, enda hafði það ekki sömu aukaverkanir og önnur lyf sem giktarsjúklingar höfðu áður tekið. En lyfið var tekið af markaði fyrir um ári eft- ir að rannsókn leiddi í ljós að hættan á hjartaáfalli og kransæðasjúkdómum þótti tvöfaldast ef sjúklingar tóku lyfið samfleytt í átján mánuði. Hefur því verið haldið fram að Vioxx kunni að hafa valdið 27.785 hjartaáföll- um eða dauðsföllum á þeim tíma sem lyfið var á markaði.  Hjartalæknar | 4 YFIR sjö þúsund manns tóku þátt í Reykjavík- urmaraþoni í gær sem þýðir að þátttökumet var slegið í öllum vegalengdum. Í gær höfðu rúmlega fjögur þúsund manns skráð sig til leiks, sem var einnig met, svo borgarstjóra var gefið rásnúmerið 4.000 í skemmtiskokkinu. Fyrstur í heilmaraþoninu varð sigurvegari maraþonsins fyrra, Måns Höiom, (t.v.) en hann kom í mark á tveimur klukkustundum og 29 mínútum. Hann fagnar hér með Colin Deasy sem var í öðru sæti. Bryndís Ernstsdóttir sigr- aði í kvennaflokki. Morgunblaðið/Jim Smart Metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.