Morgunblaðið - 21.08.2005, Page 48

Morgunblaðið - 21.08.2005, Page 48
48 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI SEX forsvars-menn og endur-skoðendur Baugs og Gaums hafa verið ákærðir. Málið var þing-fest í Héraðs-dómi Reykja-víkur síðasta miðvikudag. Sak-borningarnir neita allir að hafa brotið lög. Ákæran er í 40 liðum. Stjórnendurnir eru meðal annars ákærðir fyrir að hafa leynt við-skiptum og færslum á hlutafé í Baugi fyrir meira en 300 milljónir. Þeir eiga líka að hafa lánað sjálfum sér og fjölskyldu-fyrirtækjum sínum samtals 847 milljónir. Réttar-höldin halda áfram 20. október næst-komandi. Baugs-málið þing-fest í héraðs-dómi Sak-borningarnir komu samferða í héraðs-dóm þegar málið var þing-fest. Morgunblaððið/RAX ÍSRAELSKIR gyðingar eru fluttir burtu af Gaza-svæðinu í Palestínu. Þeir hafa búið þar í 38 ár. Svæðið var tekið af Palestínu-mönnum árið 1967. Ísraelar eru líka fluttir burtu úr 2 af 4 gyðinga-byggðum á Vestur-bakkanum. Ariel Sharon ákvað þetta. Hann er forsætis-ráðherra Ísraels. Hann segir að brott-flutningurinn sé nauðsyn-legur til að minnka átök milli gyðinga og Palestínumanna. Hörð og blóðug átök 8 þúsund gyðingar bjuggu á Gaza en 1,4 milljónir Palestínu-manna. Gyðingarnir höfðu 2 sólar-hringa til að fara burtu. Þeir fengu bætur fyrir. Margir neituðu að yfir-gefa hús sín. Öryggis-sveitir voru látnar reka þá burt. Hörð og blóðug átök brutust út. Gyðingarnir í land-nema-byggðunum slettu málningu á öryggis-verði sem áttu að reka þá í burtu. Gyðingar flytja burtu af Gaza Reuters 100 mörk í boltanum Hrefna Jóhannesdóttir skoraði 100. markið sitt í efstu deild í vikunni. Hrefna spilar fótbolta með KR. Markið skoraði hún í tapleik á móti Keflavík. Leikurinn fór 1-2. Samið um frið í Aceh Samið hefur verið um frið í Aceh-héraði í Indónesíu. Þar hefur verið ófriður í 30 ár. Átökin voru milli stjónvalda og aðskilnaðar-sinna. Fulltrúar þeirra hafa nú skrifað undir friðar-samkomulag. Aldrei lesið bók Kryddpían Vicotria Beckham hefur aldrei á ævinni lesið bók. Þetta sagði hún í viðtali við spænskan blaða- mann. Henni þykir skemmti- legra að hlusta á tónlist og lesa tímarit. Mannskæð flug-slys 160 dóu í flug-slysi í Venesúela á þriðjudag. Flug-vélin var á leiðinni frá Panama til eyjunnar Martinique í Karíba-hafi. Þetta gerðist aðeins tveimur dögum eftir að 121 lést þegar kýpversk flugvél fórst rétt hjá Aþenu í Grikklandi. Stutt Victoria Beckham ÍSLAND vann Suður-Afríku í vináttu-landsleik í karla-fótbolta síðasta miðvikudag. Leikurinn fór 4-1. Lands-liðið stóð sig mjög vel. Vörnin var vel skipu-lögð. Mark-maðurinn hafði nánast ekkert að gera. Ásgeir Sigurvinsson er þjálfari landsliðsins. Hann var ánægður eftir leikinn. Hann sagði að sjálfs-traust liðsins væri komið aftur. Ásgeir sagði samt að liðið mætti ekki ofmetnast. Næsti leikur er við Króatíu sem er sterkara lið. Ísland vann S-Afríku Morgunblaðið/ÞÖK Íslenska liðið stóð sig mjög vel gegn S-Afríku. VINSTRI-græn hafa ákveðið að vera ekki lengur með í R-listanum. Það þýðir að enginn R-listi býður fram í næstu kosningum. Þetta ákváðu Vinstri-græn á fundi síðasta mánudag. R-listinn hefur verið til í 11 ár. Vinstri-græn eru nú byrjuð að undir-búa kosninga-baráttu sína undir eigin merkjum. Enginn R-listi næst ABBAS Kiarostami kemur til Íslands í haust. Hann verður heiðurs-gestur á Alþjóðlegri kvikmynda- hátíð í Reykjavík. Kiarostami er leik-stjóri frá Íran. Hann hefur unnið til margra verð-launa og er áhrifa-mikill. Af því tilefni verða haldnir fyrir-lestrar um verk hans og eldri verk hans sýnd. Hátíðin verður frá 29. september til 9. október. Abbas Kiarostami til Íslands Abbas Kiarostami UNG bandarísk kona var myrt í her-stöðinni í Keflavík síðasta mánudag. Konan var 20 ára gömul og var í hernum. Þegar hún fannst var enn lífs-mark með henni. Hún dó af stungu-sárum. 21 árs gamall maður er grunaður um morðið. Íslensk kona var líka hand-tekin vegna málsins. Hún var ekki grunuð um verknaðinn en var gestur í húsinu. Henni var sleppt að loknum yfir-heyrslum. Her-lögreglan á Keflavíkur-flugvelli sér um rannsóknina. Sýslu-maðurinn í Keflavík veitir aðstoð. Morð á vellinum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.