Morgunblaðið - 21.08.2005, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 45
DAGBÓK
Endurmenntun Háskóla Íslands hefurverið starfrækt í tuttugu og tvö árog er fersk að vanda þetta haustiðsem endranær. Kristín Birna Jón-
asdóttir, verkefnastjóri hjá Endurmenntun,
segir að aðsóknin sé góð. „Við bjóðum upp á
fjölbreytt námskeið bæði fyrir leika og lærða
og svo erum við líka með nám samhliða starfi í
markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum, rekstrar-
og viðskiptafræðum, sálgæslufræðum, stjórnun
og forystu í skólaumhverfi, stjórnun og rekstri
fyrir sjálfstætt starfandi sérfræðinga, verk-
efnastjórnun og leiðtogaþjálfun og það nýjasta
hjá okkur í þessu námi samhliða starfi er fjar-
nám í mannauðsstjórnun. Við bjóðum upp á
sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir
og endurmenntun fyrir framhaldsskólakennara.
Ennfremur erum við með meistaranámskeið í
samvinnu við nokkrar deildir Háskóla Íslands,
guðfræðideild, læknadeild, hjúkrunarfræðideild
og verkfræðideild, en þá fær viðkomandi nám-
skeiðið metið inn í sitt meistaranám. Menning-
arnámskeiðin hafa notið mikilla vinsælda og
við erum alltaf með eitthvað nýtt þar á hverju
hausti. Í ár ætlar Lára Martin kvikmyndagerð-
armaður að vera með námskeið sem heitir lík-
amar og losti í kvikmyndum, þar sem hún fer
yfir sögu „alræmdra“ mynda sem hafa af ein-
hverjum sökum farið fyrir brjóstið á siðapost-
ulum. Jón Ólafsson verður með námskeiðið stef
og stiklur úr sögu poppsins þar sem hann
fjallar um nokkur eftirlætisverk sín úr popp-
tónlistarsögunni, með sögum og tóndæmum.
Séra Þórhallur Heimisson verður með nám-
skeið sem heitir Á stórmarkaði trúarbragðanna
sem er sjálfstætt framhald samnefnds nám-
skeiðs sem haldið var síðastliðið haust. Þar
ætlar hann meðal annars að skoða ýmsar
þekktar nýjar trúarhreyfingar og hug-
myndakerfi.
Sálfræðingarnir Jóhann Ingi Gunnarsson og
Sæmundur Hafsteinsson verða með lífsleikn-
inámskeið um hvernig megi styrkja sambönd
eða hjónabönd og sálfræðingarnir Álfheiður
Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal verða með
námskeið um fortíð, nútíð og framtíð fyrir kon-
ur á miðjum aldri. Stóru námskeiðin okkar um
Íslendingasögurnar hafa ævinlega notið gríð-
arlegra vinsælda og nú ætlar Magnús Jónsson
að vera með námskeið um Fóstbræðrasögu,“
segir Kristín Birna og bætir við að einnig séu í
boði tungumálanámskeið og ritfærninámskeið.
www.endurmenntun.is
Endurmenntun Háskóla Íslands | Fjölmörg spennandi námskeið í haust
Líkamar og losti, stef og stiklur
Kristín Birna Jón-
asdóttir er fædd í
Reykjavík árið 1977.
Hún útskrifaðist frá
Fjölbrautaskóla Suður-
lands árið 1998 og
lauk BS-prófi í fé-
lagsfræði frá Háskóla
Íslands árið 2002.
Hún hefur verið verk-
efnastjóri hjá Endur-
menntun Háskóla Ís-
lands í tvö ár. Kristín
Birna er í sambúð með Unnþóri Sveinbjörns-
syni.
Cranberry
juice
Tilboð kr. 139
Skráning er hafin á námskeiðið
„Leyndardómar
Da Vinci lykilsins “
Á námskeiðinu er leitað svara við ýmsum
spurningum metsölubókarinnar Da Vinci
lykillinn, til dæmis:
• Var Jesús giftur?
• Hverjir voru Musteris- og
Jóhannesarriddarar?
• Var María Magdalena
gleðikona?
• Er Gralinn ægilegasta vopn
allra tíma?
• Var Nýja testamentið búið
til 350 árum eftir dauða
Jesú af leynihreyfingum?
• Og hvernig tengjast
Frímúrarar öllu þessu?
Allir þátttakendur fá í hendur
leiðbeiningabók um helstu þætti námskeiðsins.
Leiðbeinandi sr. Þórhallur Heimisson.
Tími: 12. 19. og 26. september kl. 20.00-22.00.
Staður: Kennaraháskóli Íslands.
Skráning og upplýsingar á
thorhallur.heimisson@kirkjan.is og í síma 891 7962
Útsölulok
Síðasta vikan, 20% viðbótarafsláttur af
útsöluvöru við kassa
Meyjarnar, Austurveri,
Háaleitisbraut 68, sími 553 3305.
HM ungmenna.
Norður
♠D652
♥ÁKG62 V/Allir
♦9852
♣–
Vestur Austur
♠83 ♠K3
♥D9543 ♥87
♦106 ♦DG743
♣10874 ♣ÁK92
Suður
♠ÁG1097
♥10
♦ÁK
♣DG653
Bandaríska ungliðanum Justin Lall
var órótt þegar hann horfði á vörnina
taka hvern slaginn á fætur öðrum í
dobluðum laufbút, sem Lall hafði
stofnað til og neytt félaga sinn til að
spila.
Vestur Norður Austur Suður
Greenberg Araskiewicz Lall Buras
Pass 1 hjarta Pass 1 spaði
Pass 2 spaðar Dobl Redobl
3 lauf Pass Pass Dobl
Pass Pass Pass
Spilið er frá úrslitaleik Bandaríkj-
anna og Póllands á HM ungmenna.
Lall er með 13 punkta og 5-4 í láglit-
unum og því telst það varla stór-
glæpur að úttektardobla tvo spaða.
En það var fast tekið á móti.
Norður kom út með hjartaás og
skipti yfir í spaða – kóngur og ás.
Buras spilaði spaða til baka á drottn-
ingu makkers, sem tók á hjartakóng
og spilaði enn hjarta. Greenberg henti
tígli úr borði og Buras trompaði
smátt. Hann tók ÁK í tígli og fékk
svo tvo slagi í viðbót á DG í laufi í
fyllingu tímans. Fimm niður og 1.400 í
NS.
Góður árangur hjá Pólverjunum, en
allt er afstætt við spilaborðið og þeg-
ar til kom voru það Bandaríkjamenn
sem unnu á spilinu:
Vestur Norður Austur Suður
Kalita Hurd Kotorowicz Wooldridge
Pass 1 hjarta Pass 1 spaði
Pass 2 spaðar Pass 2 grönd
Pass 4 lauf Pass 4 grönd
Pass 5 grönd Pass 6 spaðar
Pass Pass Pass
Hér passaði Kotorowicz í austur all-
an tímann og NS melduðu í rólegheit-
um upp í slemmu. Tvö grönd suðurs
var biðsögn og fjögur lauf „splinter“
(sýndi stutt lauf). Fjögur grönd
spurði um lykilspil og norður sýndi
eitt og eyðu (í laufi) með svarinu á
fimm gröndum.
Út kom hjarta og Wooldridge tók
strax tvo slagi á litinn og henti laufi,
en trompaði svo lauf fjórum sinnum í
borði. Austur gat yfirtrompað síðasta
laufið með kóng, en fleiri slagi fékk
vörnin ekki: 1.430 í NS og einn IMPi
til Bandaríkjanna.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
100 ÁRA afmæli. Í dag, 21. ágúst,er hundrað ára Lára Þor-
steinsdóttir frá Geldingsá á Sval-
barðsströnd. Síðustu árin hefur hún
verið til heimilis á Dvalarheimilinu
Hlíð á Akureyri og þar fagnar hún
þessum merku tímamótum í dag, með
ættingjum og vinum, frá kl. 15.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122