Morgunblaðið - 04.09.2005, Page 21
við Sunnfjord er í gömlu uppgerðu
vöruhúsi. Þetta bæjarstæði er afar
fallegt, umkringt háum fjöllum við
fjörðinn. Norræna listamannamið-
stöðin stendur uppi á Dalsåsen og
þar geta listamenn sótt um dvöl og
vinnuaðstöðu í umhverfi sem vafalít-
ið vekur innblástur. Elísabet Gunn-
arsdóttir veitir miðstöðinni forstöðu.
Tungumálið á þessum slóðum er
engin syngjandi norska eins og við
eigum oftar að venjast, heldur mis-
munandi strandamállýskur, oft með
hörðu r-i eins og í íslensku og hljóm-
fallið ekki ósvipað. Blæbrigðin eru
einnig fleiri en í bókmálinu og hlutir
hafa kyn en ekki bara fólk. Hann
báturinn og hún áin. Nýnorskan sem
svo er nefnd er ritmálið sem sameina
átti mállýskurnar og kom fyrst fram
um miðja nítjándu öld. Nýnorskan
lifir ágætu lífi í Sogni og fjörðum, t.d.
í dagblöðum, en hefur samt átt undir
högg að sækja, sérstaklega þar sem
svo virðist sem yngri kynslóðir telji
óþarft að læra tvö ritmál og halli sér
frekar að bókmálinu í rituðu máli
þótt mállýskurnar lifi í talmálinu.
Sognamálið sem mállýskurnar á
þessum slóðum eru stundum kallað-
ar er misskiljanlegt eftir framburði
og talhraða en líklega skiljanlegra
fyrir marga Íslendinga en söng-
norskan sem svo má kalla.
„Vöfflur eru nú bara vöfflur,“ seg-
ir húsfreyjan í Terdalen á kjarnyrtu
Sognamáli þegar nýbökuðum vöffl-
um með sultu og sýrðum rjóma
(rømme) er hrósað. Hún minnir á ís-
lenskar starfssystur sínar sem aldrei
var hrósað en töfruðu fram kræsing-
ar handa gestum samhliða annarri
erfiðisvinnu eins og ekkert væri
sjálfsagðara og gerðu lítið úr öllu
saman.
Að vernda vitana
Á margan annan hátt eru Norð-
menn og Íslendingar líkir án þess að
ætlunin sé að alhæfa nokkuð um
heilar þjóðir en kaldhæðni og kímni-
gáfa er svipuð hjá Íslendingum og
Norðmönnunum, a.m.k. á vestur-
ströndinni. Framkvæmdagleði eiga
þeir líka sameiginlega, líkt og Stein
og Sigurbjörg sem kynntust fyrir
fimm árum innan sameiginlegs
ESB-verkefnis og komust að því að
þau deildu sama áhuganum á að
varðveita menningararfinn.
Stein var þá og er enn formaður
Norska vitafélagsins og hjá honum
fékk Sigurbjörg hugmyndina að
stofnun Íslenska vitafélagsins sem
hún veitir formennsku. Félögin
vinna að varðveislu vita og að auk-
inni þekkingu á vitum og sögu
þeirra. Í Noregi eru nú margir vitar
nýttir sem ferðamannastaðir. Stað-
arhaldarar leigja þá af ríkinu sem á
alla vita í Noregi, ólíkt því sem gerist
á Íslandi þar sem margar vitajarðir
hafa verið seldar.
Einn þessara vita er Stabben sem
stendur á kletti úti í miðju hafi og er
enginn hægðarleikur að nálgast.
Stabben er áfangastaður ferða-
manna sem vilja eitthvað alveg sér-
stakt og eru tilbúnir að borga fyrir
það. Ein gistinótt fyrir tvo kostar
sem samsvarar 20 þúsund íslenskum
krónum en þá er hvorki matur né
ferðir til og frá vitanum innifalið.
Stein Malkenes segir að gisting í
Stabben-vita eigi að vera dýr og fín.
Markmiðið sé að ferðamaðurinn fái
eitthvað sem hann fær hvergi annars
staðar en þurfi að borga aðeins
meira fyrir það.
Ekki er hægt að leigja sér bát út í
Stabben því brimið getur brotið
hann í sprek og því nauðsynlegt að
borga eins og fyrir leigubíl langa
leið. En í staðinn upplifir ferðamað-
urinn nokkuð einstakt; að horfa út á
haf í allar áttir – alveg í friði. Þetta
var reyndar hversdagslegt fyrir vita-
verðina sem þarna bjuggu til ársins
1975 með þrjú börn og kemur ekki á
óvart að foreldrarnir hafi haft börnin
í bandi til að koma í veg fyrir að þau
féllu í sjóinn!
Út um gluggann á Stabben-vita
sést farkosturinn, hinn rúmlega sjö-
tugi bátur Atløy. Báturinn hefur ver-
ið notaður til farþega-, vöru- og póst-
flutninga og sinnt sínu hlutverki vel.
Nú er svo komið að stofnað hefur
verið vinafélag um rekstur hans og
gamlir sjómenn sem komnir eru á
eftirlaun mynda áhöfnina sem gefur
vinnu sína. „Það er nú farið að slá í
bæði bát og áhöfn,“ segir einn þeirra
hlæjandi.
Svipuð leið á Íslandi
Samvinnuverkefninu Knörrinn –
hafið – síldin var fyrst hrint af stað á
síðasta ári þegar Stein og fleiri
Norðmenn komu til Íslands með tvo
norska síldarbáta og sjósettu þá frá
Seyðisfirði. Sjávarútvegsráðherra
Norðmanna, Svein Ludvigsen, fól
Stein Malkenes að koma með hug-
myndir að samvinnuverkefni þjóð-
anna þar sem byggt væri á sameig-
inlegum arfi. Í kjölfarið hefur verið
unnið að því að byggja upp heild-
stæða ferðaþjónustu á þessum slóð-
um í Noregi og markmiðið er að gera
slíkt hið sama á Íslandi. Búist er við
að fyrstu ferðamannahóparnir innan
þessa verkefnis komi til Noregs
næsta vor. Markaðssetningin á sögu-
legu ferðamannastöðunum á Íslandi
er aðeins skemmra á veg komin en
Sigurbjörg segir að síðsumars á
næsta ári eigi hún að verða langt
komin. Á Íslandi verða helstu ferða-
mannastaðirnir Landnámsbærinn í
Aðalstræti í Reykjavík og viðkomu-
staðir Ingólfs á Íslandi, Reykholt
þar sem Snorri skrifaði Heims-
kringlu, Ísafjörður, Siglufjörður,
Akureyri og Seyðisfjörður með sína
norsku sögu og Síldarminjasafnið á
Siglufirði svo nokkrir séu nefndir.
Ýmsa staði og viðburði er hægt að
tengja við samskipti þjóðanna eins
og t.d. opnun garðs þar sem talið er
að Gulaþingið í Sogns- og fjarðar-
fylki hafi verið stofnað árið 900 en
talið er að það hafi verið fyrirmynd
Alþingis Íslendinga sem stofnað var
930.
Á þessu ári var einnig gefin út á
norsku í Noregi bókin Ingólfr eftir
þrjá sagnfræðinga, Íslendinginn Jón
Viðar Sigurðsson, fræðimann við
Óslóarháskóla, og Norðmennina
Berit Gjerland og Gaute Losnegård.
Ætlunin er að bókin komi einnig út á
íslensku en í henni er fjallað um sam-
skipti þjóðanna frá upphafi.
Á ferðalagi um vesturströnd Nor-
egs vekur athygli að það er eins og
alls staðar séu hús, og alls staðar búi
fólk.
Norðmenn hafa vissulega rekið
mikla byggðastefnu en nú virðist
gæta þeirrar tilhneigingar að fólk
vilji snúa aftur heim til átthaganna.
Fyrrverandi fréttaritari hins norska
TV2 greindi frá því að hann væri aft-
ur kominn heim til Rognaldsvåg sem
er eitt af ótal litlum þorpum úti við
ströndina og í norska skerjagarðin-
um, eftir að hafa búið í helstu stór-
borgum heims.
Nútímatækni gerir fólki vissulega
kleift að vinna fjölbreyttari vinnu
þótt í mesta dreifbýlinu sé og tölvu-
fyrirtæki þar sem margt ungt fólk
vinnur hefur t.d. verið stofnað í Dale.
Í Florø, sem er annað stærsta
byggðarlagið í fylkinu, búa nú marg-
ir Hollendingar sem hafa flúið
þrengslaþéttbýlið. Kyrrð og ró, gott
pláss og útsýni heillar marga og á
vesturströnd Noregs er nóg af því.
menningararfinn
steingerdur@mbl.is
Ljósmyndir/Steingerður
Kalvåg er lítið, fallegt þorp með stóra síldarsögu og vaxandi ferðaþjónustu.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 21
ítar
skóli ólafs gauks
30ára
Innritun hefst á morgun og fer fram daglega kl. 14.00–17.00 í skólanum,
Síðumúla 17, símar 588-3730 eða 588-3630, fax: 588-3731, tölvupóstur: ol-
gaukur@islandia.is Heimasíða: www.gitarskoli-olgauks.is
Skólinn á 30 ára afmæli um þessar mundir og á þessum tímamótum verður gerð sú breyting á
kynningu þess námsefnis, sem í boði er, að skipta því til hagræðis í þrjá flokka sem kenndir eru
við liti fremur en músikalskt innihald. Þannig eru GULU námskeiðin fyrir byrjendur og þá sem
aðeins hafa spilað áður, RAUÐU námskeiðin fyrir þá sem vilja læra hefðbundinn gítarleik eftir
nótum, BLÁU námskeiðin fyrir þá sem vilja kynna sér popp og/eða jazz gítar.
SÉRNÁMSKEIÐIN, svo sem tónfræði-, tónsmíða-, rafbassa og sjáfsnám, fá engan einkennislit
en geta þó verið mjög litskrúðugur lærdómur
GULU
NÁMSKEIÐIN
BLÁU
NÁMSKEIÐIN
RAUÐU
NÁMSKEIÐIN
SÉRNÁMSKEIÐ
FYRSTA ÞREP Undirstöðuatriði
nótnalesturs fyrir byrjendur lærð með því að
leika léttar laglínur á gítarinn o.m.fl. Forstig
tónfræði. Próf. Geisladiskur með
heimaæfingum fylgir.
ANNAÐ ÞREP Framhald Fyrsta þreps,
leikin þekkt smálög eftir nótum, framhald
tónfræði- og tónheyrnarkennslu. Próf.
Geisladiskur með heimaæfingum fylgir.
ÞRIÐJA ÞREP Beint framhald Annars
þreps. Verkefnin þyngjast smátt og smátt.
Framhald tónfræði- og tónheyrnarkennslu.
Próf.
FJÓRÐA ÞREP Beint framhald Þriðja
þreps. Bæði smálög og hefðbundið gítar-
kennsluefni eftir þekkt tónskáld. Tónfræði,
tónheyrn, tekur tvær annir. Próf.
FIMMTA ÞREP Beint framhald Fjórða
þreps. Leikið námsefni verður fjölbreyttara.
Tónfræði, tónheyrn. Tekur tvær annir. Próf.
TÓNSMÍÐAR Byrjunarkennsla á
hagnýtum atriðum varðandi tónsmíðar.
Einhver undirstaða nauðsynleg. Einka-
tímar eftir samkomulagi.
TÓNFRÆÐI – TÓNHEYRN Innifalin í
námi þar sem það á við.
RAFBASSI Kennsla á rafbassa eftir
samkomulagi.
SJÁLFSNÁM Námskeið fyrir byrj-
endur á tveim geisladiskum og bók. Til-
valið fyrir þá sem vegna búsetu eða af
öðrum ástæðum geta ekki sótt tíma í
skólanum en langar að kynnast gít-
arnum. Sent í póstkröfu, greitt með
korti eða millifært fyrirfram.
Hægt
að fá leigða
HEIMAGÍTARA
kr. 3500 á önn
588-3630
588-3730
FORÞREP FULLORÐINNA Byrj-
endakennsla, undirstaða, léttur undirleikur
við alþekkt lög. Geisladiskur með æfingum
fylgir.
FORÞREP UNGLINGA Byrjenda-
kennsla, sama og Forþrep fullorðinna.
Geisladiskur með æfingum fylgir.
LÍTIÐ FORÞREP Spennandi, styttra,
ódýrara námskeið fyrir börn 8-10 ára.
Geisladiskur með heimaæfingum fylgir.
FRAMHALDSFORÞREP Skemmtilegt
námskeið í beinu framhaldi af Forþrepi.
Geisladiskur með æfingum fylgir.
FORÞREP – PLOKK Mjög áhugavert
námskeið. Kenndur svonefndur „plokk“-
ásláttur eftir auðveldum aðferðum. Fyrir
þá sem lokið hafa Forþrepi eða Fram-
haldsforþrepi /eða hafa leikið eitthvað
áður. Geisladiskur fylgir.
TÓMSTUNDAGÍTAR Byrjenda-
kennsla (sama og Forþrep fullorðinna
en styttra) í samvinnu við Mími-sí-
menntun og innritað þar (sími 588-
7222). Geisladiskur fylgir.
ÞVERGRIP Á námskeiðinu eru kennd
öll höfuðatriði þvergripanna og hvernig
samhengi þeirra er háttað. Aðeins eru
notuð þvergrip í námskeiðinu og þarf
því töluverða ástundun. Ekki ráðlegt
nema fyrir þá sem hafa mikinn áhuga
og nokkurn undirbúning, t.d. ekki
minna en FRAMHALDSFORÞREP eða
þó nokkra heimaspilun. Geisladiskur
fylgir.
MIÐÞREP – RITMAGÍTAR Beint
framhald FORÞREPS-ÞVERGRIPA.
Haldið áfram með ritmagítar, bæði hvað
varðar hljóma og hina fjölbreyttu áslátt-
armöguleika, svo sem í sveitatónlist,
blús, poppi, latin, funki og jazzi. TAB
aðferðin kynnt. Geisladiskur fylgir.
SÓLÓGÍTAR – 1. ÞREP Byrjunar-
kennsla í sólóleik á rafmagnsgítar.
TABLATURE kerfið og nótur. Geisla-
diskur með æfingum.
SÓLÓGÍTAR – 2. ÞREP Beint fram-
hald. TAB og nótur. Geisladiskur.
SÓLÓGÍTAR – 3. ÞREP Beint fram-
hald. Aðeins eftir nótum. Geisladiskur.
ww
w.g
itar
sko
li-o
lga
uks
.is