Morgunblaðið - 04.09.2005, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 23
Stóra sviðið:
Halldór í Hollywood
Túskildingsóperan
Virkjunin
Átta konur
Ragnarök 2010
Kassinn
Pétur Gautur
Metamorphosis
– ljóð á hreyfingu
Vorblót Vesturports
Kassinn er
samstarfsverkefni
Þjóðleikhússins og
Landsbankans
Smíðaverkstæðið
Frelsi
Eldhús eftir máli
Sumardagur
Dauðir hundar
Leikhúsloftið/
Leikhúskjallarinn:
Eru jólasveinar til?
Gestasýningar:
RAMT-leikhúsið í Moskvu:
Kirsuberjagarðurinn
Að eilífu
Konunglegi ballettinn í
Kaupmannahöfn: Klippimyndir
Vesturport: Brim
Sumaróperan: Galdraskyttan
Frá fyrra leikári:
Klaufar og kóngsdætur
– barnaleiksýning ársins 2005
Edith Piaf
Koddamaðurinn
Rambó 7
Dómsalurinn:
Réttarhöld í allan vetur!
Leikhúskjallarinn:
Suðupottur menningar
Þjóðleikhúsið – leikhúsið þitt!
Gildir á fimm sýningar
Þegar löngunin grípur þig!
Verð: 10.500 kr.
Opið kort
Gildir á fimm sýningar
Þitt sæti!
Verð: 10.500 kr.
Áskriftarkort
á Stóra sviðið
Gildir á sex sýningar
Frábær kjör!
Verð: 10.500 kr.
Áskriftarkort
á minni sviðini
Gæsaveiðin er komin vel afstað og margir hófu veið-ar strax 20. ágúst en aðrirfara síðar eins og gengur.
Ekki fer miklum sögum af stórveiði
enda viðhorf óðum að breytast hvað
það snertir og magn er ekki sama og
gæði í skotveiðitúrum.
Veðurfarið þessa síðustu daga
ágústmánaðar og framan af septem-
ber hefur mikið að segja um hvernig
gæsaveiðarnar ganga, ef veður er
milt heldur grágæsin sig að miklu
leyti á úthögum og berjamó og sækir
ekki á ræktað land fyrr en nætur-
frost fella ber og annan gróður.
Kuldakastið undanfarna daga getur
því haft áhrif á hversu mikið grágæs-
in kemur á tún og kornakra næstu
daga og vikur. Heiðagæsin heldur
sig hins vegar til fjalla eins lengi og
stætt er en hverfur síðan beint til
Bretlandseyja þegar herðir að og er
yfirleitt horfin af landinu fyrir lok
september og jafnvel fyrr ef haustið
er kalt á hálendinu. Þó sést alltaf
eitthvað af heiðagæs á láglendi og
fyrir kemur að heiðagæsir og grá-
gæsir blandast í hópum og veiði-
menn kannast örugglega við að hafa
fengið báðar tegundir á sama stað,
jafnvel á sama morgninum.
Gæsastofnarnir sem veitt er úr
hérlendis eru fjórir, grágæs, heiða-
gæs, blesgæs og helsingi. Aðalveiði-
stofnarnir eru tveir þeir fyrsttöldu
en þeir síðarnefndu eru umferðar-
fuglar vor og haust á Íslandi og eiga
varpstöðvar sínar á Grænlandi.
Dr. Arnór Þórir Sigfússon, fugla-
fræðingur á Verkfræðistofu Sigurð-
ar Thoroddsen, hefur stundað rann-
sóknir á íslensku gæsastofnunum frá
því árið 1993. Hann stundaði rann-
sóknir sínar fyrst á vegum Veiði-
stjóraembættisins en frá 1995–2000
starfaði hann hjá Náttúrufræði-
stofnun en hefur síðan unnið að
rannsóknunum á eigin vegum og er
hafsjór af fróðleik um gæsastofnana.
Grágæsastofninn vantalinn
„Grágæsastofninn hefur verið
vantalinn um allt að því helming en
þrátt fyrir það er veiðiálagið á stofn-
inn alveg í efstu mörkum og full
ástæða til að hvetja veiðimenn til að
gæta hófs í veiðum á grágæsinni,“
segir Arnór.
„Hefðbundnar talningar á grá-
gæsastofninum hafa farið fram um
miðjan nóvember í Bretlandi og að-
ferðin er fólgin í því að telja gæsirnar
þegar þær koma í náttstað. Útkoman
úr þessum talningum hefur verið um
80 þúsund fuglar en það fær ekki
staðist þar sem staðfestar magntölur
um veiði hérlendis eru 35–40 þúsund
fuglar og í Bretlandi 20–25 þúsund
til viðbótar. Það var því augljóst að
skekkja væri í talningunum og nú er
álitið að stofninn sé um helmingi
stærri, eða allt að 150–160 þúsund
fuglar. Þrátt fyrir þetta er veiðiálag-
ið í efstu mörkum og það þurfa ekki
að koma nema tvö til þrjú slæm
varpár í röð til að veiðiálagið hafi
veruleg áhrif á stofnstærðina. Síð-
ustu tvö ár hafa hinsvegar verið ein-
staklega góð og ungafjöldi sem
komst á legg í fyrra var meiri en ég
hef séð síðan ég hóf að fylgjast með
gæsastofnunum. En það er stað-
reynd að stærstur hluti dauðsfalla
fullorðinna gæsa er af völdum veiða
svo veiðiálagið segir fljótt til sín ef
dregur úr nýliðun í stofninum. “
Arnór Þórir segir að fréttir um að
fjöldi gæsa hafi vetursetu á eyjum
við Noregsstrendur séu orðum
auknar. „Þetta eru ekki nema um
3–5 þúsund fuglar og hefur ekki mik-
il áhrif á áætlaða stofnstærðina.“
Í haust verður hafður annar hátt-
ur á við gæsatalningar í Bretlandi og
talið tvisvar og fer seinni talningin
fram í desember.
„Það hefur sýnt sig að grágæsin er
hér fram eftir öllu hausti ef tíð er góð
og mér taldist svo til í fyrrahaust að
helgina sem talið var í Bretlandi
voru ennþá um 20 þúsund gæsir
ófarnar af landi brott sem hefur auð-
vitað áhrif á niðurstöðurnar.“
Arnór Þórir segir að blesgæsa-
stofninn eigi verulega undir högg að
sækja af náttúrulegum orsökum og
megi lítt við veiði meðan svo er. „Það
hefur orðið alger viðkomubrestur í
stofninum síðustu ár og fullorðni
fuglinn er að koma ungalaus af varp-
stöðvunum á Grænlandi. Menn hafa
talið að orsökina sé að finna í því að
blesgæsin fari halloka í samkeppni
við kanadagæs sem hefur verið að
fjölga sér á Grænlandi. En meðan
stofninn er í þessu ástandi er rétt að
hlífa honum svo ekki gangi um of á
fullorðna varpfugla.“
Heiðagæsin þolir aukið veiðiálag
Veiðar hér á Íslandi á blesgæs
hafa verið um 3 þúsund fuglar á
haustin og veiðimenn tala gjarnan
um að blesgæsin sé hvað auðveldust
bráð af gæsategundum; hún sýni
minnsta tortryggni við tálfugla og
sömu hópar komi jafnvel aftur á
sömu staðina þrátt fyrir að skotnir
hafi verið fuglar úr hópnum. Bles-
gæsin ætti því að njóta vafans um af-
komuna og fá að fara hér um á haust-
in sem mest óáreitt.
„Heiðagæsastofninn er geysilega
stór, um 230 þúsund fuglar eru taldir
í Bretlandi á haustin, og þar er taln-
ingin nokkuð nákvæm. Heiðagæsin
heldur sig að mestu við sjávarsíðuna
í Bretlandi og því auðveldara að telja
hana og það er meira veitt af henni
þar en grágæsinni. Þetta er alveg öf-
ugt við veiðitölur hér á Íslandi en lík-
lega eru ekki veiddar nema um 12–16
þúsund heiðagæsir árlega hérlendis.
Þessi stofn þolir alveg meiri veiðar
og mætti beina álaginu meira að
heiðagæsinni og draga úr sókninni í
grágæsina. Það er kannski ekki
mjög auðvelt að breyta þessu þar
sem talsvert auðveldara er að eiga
við grágæsina a.m.k. hvað aðstæður
varðar; menn vilja frekar stunda
veiðarnar á láglendinu sem næst
byggð fremur en sækja inn á hálend-
ið eftir heiðagæsinni,“ segir Arnór
Þórir.
Aðspurður hvort hann stundi
sjálfur fuglaveiðar segir Arnór svo
vera. „Ég fer þó ekki á gæs fyrr en
nokkuð er liðið á september en
ástæðan er bara sú að ég er yfirleitt
bundinn við vinnu fram að þeim
tíma. Ég fer nú reyndar sjálfur að-
eins til grágæsaveiða en veiði mjög
hóflega, aðeins nóg fyrir mig og mína
og oft læt ég einn veiðitúr nægja.“
Hann segir það fara mjög vel sam-
an að vera fuglafræðingur og veiði-
maður. „Það er engin mótsögn í því,“
bætir hann við með áherslu.
Rannsóknir sínar á gæsastofnin-
um stundar hann ennþá og hvetur
veiðimenn til að senda sér vængi af
veiddum fuglum til aldursgreining-
ar. „Ég geri þetta núna á eigin veg-
um og er aðallega að fylgjast með
hlutfalli unga í veiddum fuglum.
Veiðimenn geta haft samband við
mig í síma 894-9960 eftir upplýsing-
um um hvert þeir eiga að senda mér
vængina,“ segir hann.
SKOTVEIÐAR | GRÁGÆSASTOFNINN VANTALINN UM ALLT AÐ ÞVÍ HELMING
Veiðimenn gæti hófs við grágæsaveiðar
Ljósmynd/Jón Sigurðsson
Þrátt fyrir að margt bendi til þess að grágæsastofninn hafi verið vantalinn um allt að því helming er full ástæða til að
hvetja veiðimenn til að gæta hófs við veiðarnar í haust.
Eftir Hávar Sigurjónsson
havar@mbl.is