Morgunblaðið - 04.09.2005, Page 37

Morgunblaðið - 04.09.2005, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 37 AUÐLESIÐ EFNI ÁSTANDIÐ á leik-skólum Reykjavíkur er víða mjög erfitt vegna þess hversu erfitt er að fá starfsfólk til vinnu á þeim. Þá hefur einnig reynst erfitt að manna stöður á Frístunda-heimilum ÍTR. Stjórnendur leik-skóla eru gramir yfir því að missa starfs-fólk yfir í betur launuð störf. Þeir segja nauðsynlegt að hækka laun starfs-fólks leik-skóla svo þau verði samkeppnis-hæf. „Fólk getur bara ekki leyft sér þann munað að vinna þessa vinnu, sem gefur því þó svo mikið,“ sagði Guðrún María Harðar-dóttir, leikskóla-stjóri á Granda-borg. Margir leik-skólar boða nú skerta þjónustu. Meðal annars fækkar tímunum sem börnin geta verið á þeim. Foreldrar hafa miklar áhyggjur af þessu ástandi. Margir þeirra eru gramir í garð stjórnmála-manna þar sem ekki hefur verið vilji meðal þeirra til að bæta laun starf-sfólks leik-skóla. Erfitt að fá starfsfólk á leikskóla Morgunblaðið/Jim Smart Erfitt er að fá starfsfólk á leikskóla um þessar mundir. BREIÐABLIK tryggði sér Íslands-meistara-titil kvenna í knattspyrnu í 15. skipti og í fyrsta sinn í fjögur ár með sigri á ÍA á Akranesi, 5:1, á miðvikudags-kvöldið. Blika-konum var spáð þriðja sæti deildarinnar í upphafi móts en þær hafa nú tryggt sér titilinn þegar ein umferð er eftir auk þess sem þær mæta KR í úrslita-leik bikar-keppninnar. „Mér fannst bara gott að vera spáð þriðja sætinu en þetta var nú bara spá. Ég gerði lítið úr væntingum fyrir sumarið og vil frekar vinna með þá hugsun að þú sért aldrei öruggur með sigur. Svoleiðis er fót-boltinn og það er það skemmtilega við hann. Við vissum að á góðum degi gætum við unnið öll liðin og það hafa verið margir góðir dagar hjá okkur í sumar. Þetta hefur verið mjög gott sumar en það eru tveir leikir eftir og við ætlum að vinna þá líka,“ sagði Úlfar Hinriks-son þjálfari Breiða-bliks. Leikurinn við ÍA var ekki meðal bestu leikja Breiða-bliks í sumar. Skaga-stúlkur áttu fyrsta færi leiksins áður en Guðlaug Jónsdóttir skoraði fyrsta markið og Ólína G. Viðars-dóttir bætti við tveimur fyrir hlé. Aðeins voru liðnar tvær mínútur af síðari hálf-leik þegar Guðlaug bætti við öðru marki sínu en með mikilli baráttu tókst Önnu Þorsteins-dóttur að minnka muninn fyrir ÍA á 54. mínútu. Síðan leið og beið og Blikar fengu nokkur ágæt færi áður en Inga Birna Friðjóns-dóttir innsiglaði 5:1 sigur Breiða-bliks. Blika-konur Íslands-meistarar í 15. skipti Morgunblaðið/ÞÖK Blika-konur fagna meistara-titlinum eftir sigurinn. MORGUN-BLAÐIÐ tók viðtal við Glanna glæp í tilefni af því að Lati-bær var frumsýndur í Sjón-varpinu á föstu-daginn. Glanni er höfuð-óvinur Íþrótta-álfsins og stefnir að því að bola honum burt úr bænum. Glanna finnst best að liggja bara í leti og leggja sig oft á dag. Versti glæpurinn hans var þegar hann batt Baldur bæjar-stjóra og lét hann hanga yfir hákarla-búri. „Það var samt kannski ekki alveg búr, heldur meira svona krukka. Síðan gat ég reyndar ekki fengið hákarl, því þeir voru svo dýrir, þannig að ég fékk gull-fisk. En þessi gull-fiskur var í mjög vondu skapi og ef bæjar-stjórinn hefði dottið í krukkuna hefði verið gull-fiska-lykt af honum – að eilífu! Muahahaha! En þetta tókst ekki alveg því að Íþrótta-skopparinn bjargaði honum á síðustu stundu,“ segir Glanni glæpur. Glanni glæpur, Solla stirða og Íþrótta-álfurinn. Lati-bær byrjaði í sjón-varpinu ÓTTAST er að þúsundir manna hafi farist af völdum felli-bylsins Katrínar á mánu-daginn var. Felli-bylurinn geisaði þá í ríkjunum Louisiana og Mississippi í Banda-ríkjunum. Ástandið var verst í borginni New Orleans vegna flóða sem fylgdu óveðrinu. Stór hluti borgarinnar er undir sjávar-máli og flóðvarnar-garðar hennar brustu. Um 80% borgarinnar voru undir vatni, allt að sex metra djúpu. Skortur var á mat og drykkjar-vatni í New Orleans. Borgin var rafmagns-laus. Vopnaðir glæpa-hópar rændu og rupluðu. Her-menn voru því sendir til borgarinnar. George W. Bush, forseti Banda-ríkjanna, var gagnrýndur fyrir að bregðast of seint við ástandinu. Forsetinn fór á hamfara-svæðið á föstudag. Hann sagði að fyrstu viðbrögð yfir-valda við ham-förunum hefðu ekki verið viðunandi. Forsetinn sagði að allt yrði gert til að bjarga nauð-stöddu fólki í New Orleans. Sameinuðu þjóðirnar buðu Banda-ríkjunum aðstoð við björgunar-starfið. Embættis-maður sam-takanna sagði að felli-bylurinn Katrín væri með skaðlegustu náttúru-hamförum í sögu mannkynsins. Mikil neyð í New Orleans AP Öldruðum íbúa New Orleans hjálpað á flóða-svæðinu. stoð-tækja. Hann segir verkina hafa minnkað mikið. Nú er verið að smíða á hann gervi-fætur. Björn segir allt of marga bíla í umferðinni og marga öku-menn afar tillits-lausa. Þá segir hann oft svínað á strætis-vagna-stjórum. André Bachmann, starfs-bróðir Björns, hélt í gærkvöld styrktar-tónleika fyrir Björn á Broadway, þar sem fram komu helstu tónlistar-menn landsins. BJÖRN Hafsteins-son, vagn-stjóri hjá Strætó bs., er mjög von-góður um framtíðina, þó hann hafi misst báða fætur sína þegar vöru-bíll ók á strætis-vagn hans. Björn var að keyra yfir á grænu ljósi þegar vöru-bíllinn keyrði inn í hliðina á strætis-vagninum. Björn kastaðist 20 metra út úr vagninum við áreksturinn. Hann segist heppinn að hafa ekki hlotið höfuð-högg þegar hann lenti. Hann var stór-slasaður og fólk kom til að aðstoða hann, en hann vildi enga aðstoð. Nú liggur Björn á bæklunar-deild Land-spítalans og mun bráðum fara í endur-hæfingu þar sem hann mun læra aftur að ganga með aðstoð Morgunblaðið/Árni Sæberg Björn Hafsteinsson strætó-bílstjóri tekur fóta-missinum af æðruleysi. Missti fætur í árekstri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.