Morgunblaðið - 04.09.2005, Page 38

Morgunblaðið - 04.09.2005, Page 38
38 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Erlendur Krist-ján Vigfússon fæddist í Hrísnesi í Barðastrandar- hreppi 24. septem- ber 1926. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut að- faranótt 11. ágúst síðastliðins. For- eldrar hans voru hjónin í Hrísnesi, Vigfús Vigfússon, óðalsbóndi á ættar- jörð sinni, f. 5. apríl 1888, d. 13. maí 1940, og kona hans Guðbjörg Guð- mundsdóttir frá Hamri í sömu sveit, f. 31. júlí 1892, d. 23. júní 1974. Systkini Erlends eru Guð- mundur Björgvin, f. 14. september 1915, d. 12. janúar 1983, Vigfús, f. 23. mars 1917, d. 6. desember 1979, með Goðafossi), og Guðmunda Þórdís Ólafsdóttir frá Flateyri, f. 29. mars 1910, d. 9. ágúst 2004. Börn Erlends og Jóhönnu eru: 1) Vigfús, tæknifræðingur, f. 26. febrúar 1955. 2) Björk, námsráð- gjafi, f. 2. mars 1958. 3) Sigurður, kerfisfræðingur, f. 18. maí 1960. 4) Guðmundur, sjómaður, f. 22. októ- ber 1962. 5) Guðbjörg, forstöðu- maður, f. 20. mars 1965. Barna- börnin eru 14 og barnabarna- börnin eru orðin sex talsins. Erlendur starfaði í upphafi við sveitastörf og vegavinnu, síðar ýmsa verkamannavinnu og raf- lagnir í Reykjavík. Síðan starfaði hann sem verkstjóri hjá Garð- yrkjudeild Reykjavíkurborgar í mörg ár, allt til starfsloka sinna. Útför Erlends fór fram í kyrrþey skv. hans ósk hinn 22. ágúst síðast- liðinn. Þuríður Steinunn, f. 22. september 1918, Kristín Guðmunda, f. 21. mars 1920, d. 15. september 2000, Guðný Jóhanna, f. 11. ágúst 1922, d. 31. júlí 1997, Valgerður Helga, f. 3. október 1923, Hannes Ár- mann, f. 4. janúar 1928, Halldór Stefán, f. 11. september 1929, og Hilmar Sigurvin, f. 14. desember 1936. Erlendur kvæntist í Reykjavík hinn 8. janúar 1955 Jó- hönnu Soffíu Sigurðardóttur, f. 21. september 1929 á Flateyri við Ön- undarfjörð. Foreldrar hennar voru Sigurður Jóhann Oddsson (af Zoëgaætt), bryti, f. 4. nóvember 1903, d. 11. nóvember 1944 (fórst Faðir minn fæddist í Hrísnesi í Barðastrandarhreppi og var sjöunda barn í röð tíu systkina. Bærinn í Hrísnesi var þá torfbær en síðar byggði afi járnklætt timburhús í ná- grenninu. Pabbi nefndi oft að gamli bærinn hefði verið hlýrri en sá nýi, en hins vegar lak hann. Skólaganga pabba var í farskóla og ekki var hún löng. Vigfús afi fór í róður á bát sín- um, Haka, í maí 1940 og veiktist af lungnabólgu, en fór samt í ferð til Patreksfjarðar, m.a. til þess að sækja fermingarföt á pabba. Afi lagðist svo fárveikur þannig að Þuríður systir pabba þurfti að fara með hann í kirkju til þess að fermast. Afi dó svo aðeins 52 ára að aldri. Nokkrum ár- um síðar, þegar pabbi var 19 ára brá amma búi og flutti með nokkrum börnum sínum suður. Pabbi átti rauðbrúnt verkamanna- reiðhjól, sem var notað til ferða í og úr vinnu auk fleiri ferða. Ég veit að hann tók þátt í starfi róttæklinga á þessum árum, man óljóst eftir fund- um í MÍR í Tjarnargötu og aldrei mátti missa úr kröfugöngu. Við feðg- arnir gengum saman í Hvalfjarðar- göngu árið 1962. Þetta var tveggja daga ferð frá Hvítanesi í Hvalfirði. Áð var við réttir á Kjalarnesi og svo gengið síðasta spölinn. Birtist mynd í Þjóðviljanum heitnum af okkur, pabbi með mótmælaspjald með text- anum „Engar erlendar herstöðvar á Íslandi“ og kassamyndavél á magan- um. Helsta áhugamál pabba var stang- veiði. Oft var farið í Elliðavatn og eitt sinn þegar ég hef verið sjö til átta ára hjólaði hann með mig þangað upp- eftir til veiða og til baka aftur, ég sitj- andi á stýrinu. Vegir voru þá slæmir. Þetta lét pabbi sig hafa eftir fullan vinnudag. Einnig var farið í sjóbirt- ingsveiði í Ölfusinu. Berjaferðir til búbótar voru farnar síðsumars, stundum voru farnar nokkurra daga ferðir í nágrenni æskuslóðanna með vinum og venslafólki. Rjúpnaveiðar stundaði hann á haustin og var fyrsta skotvopnið eins skots riffill. Árið 1974 flutti fjölskyldan, þá sjö manna, í Rjúpufell og var því ein af frumbyggjum Fellahverfis. Skemmtilegast fannst pabba að ferðast um landið sitt, en af útlöndum stóðu Noregur og Færeyjar uppúr. Síðustu árin sótti pabbi félagsstörf og spilamennsku í Gerðubergi og ýmsar ferðir voru líka farnar. Hann las bækur, helst þjóðlegan fróðleik og ævisögur. Pabbi undi sér ávallt vel í félagsskap venslafólks en heima hjá sér með fjölskyldu sinni virtist hann una sér best. Pabbi var mikill barna- kall og stundum var munnharpan tekin fram og spilað á hana og börn- um hossað. Einnig átti hann til að vera stríðinn og gat skellt fram göml- um gátum í röðum ef sá gállinn var á honum. Það var ánægjuleg stund, sem við nokkrir synir og tengdasynir áttum saman á Þjóðminjasafninu enduropnuðu síðastliðið haust, en þangað fórum við með pabba í tilefni 78 ára afmælis hans. Einnig var gam- an að upplifa hversu hress hann var í 50 ára afmæli mínu í febrúar sl. Í sumar fór hann svo aftur til veiða ERLENDUR KRISTJÁN VIGFÚSSON Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, systir og amma, UNNUR EINARSDÓTTIR, Nesbala 70, Seltjarnarnesi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 25. ágúst sl. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 6. september kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast Unnar, er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Sigurður K. Brynjólfsson, Einar Sigurðsson, Jarþrúður Guðnadóttir, Auður G. Sigurðardóttir, Tryggvi Svansson, Guðrún Einarsdóttir og barnabörn. Hjartans kveðjur og þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR HALLGRÍMSDÓTTUR frá Skálanesi, til heimilis á Suðurgötu 14, Keflavík. Hallgrímur Már Einarsson, Steinunn Eldjárnsdóttir, Guðmundur Örn Einarsson, Jóhanna Sv. Guðmundsdóttir, Einar Valur Einarsson, Mariena Margrét Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAREN NÍELSDÓTTIR KIERNAN, lést á dvalarheimilinu Hrafnistu Reykjavík föstu- daginn 26. ágúst. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 7. september kl. 15.00. Edward, Erla, Elsa, Stella, Jóhann, Victor Pétur, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Útför systur okkar, ÞYRI ÞORLÁKSDÓTTUR MYERS, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 6. septem- ber kl. 11.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrk, samtök krabbameinssjúklinga, í síma 540 1990. Ingi Sörensen, Nanna Þorláksdóttir, Helgi Þorláksson, Ragnheiður Kristjana Þorláksdóttir. Elskulegur sonur okkar, bróðir og barnabarn, SINDRI SNÆR SIGURJÓNSSON Þingási 7, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring- braut miðvikudaginn 31. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Lágafellskirkju í Mosfells- bæ fimmtudaginn 8. september kl. 11.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast Sindra Snæs, er bent á minningarsjóð sem stofnaður hefur verið í hans nafni og mun verða ráðstafað úr til Barnaspítala Hringsins. Reiknisnúmer 0115-05-070603 og kennitala 210204-2370. Sigurjón Ólafsson, Ingibjörg Betty Bustillo, Karen Erla Kristófersdóttir, Steinar Frank Sigurjónsson, Sigurður Ýmir Sigurjónsson, Ólafur Árnason, Arnfríður Helga Valdimarsdóttir, Friðbjörn Berg. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN LÚÐVÍK ÞORSTEINSSON, Hagatúni 12, Höfn, Hornafirði, lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Suð- Austurlands miðvikudaginn 31. ágúst. Innilegar þakkir fær starfsfólk HSSA fyrir góða umönnun og hlýhug. Útför hans verður gerð frá Kálfafellsstaðakirkju þriðjudaginn 6. september kl. 14.00. Olga Meckle, Emil Reynir Þorsteinsson, Lene Brouw Jörgensen, Ari Þorsteinn Þorsteinsson, María Gísladóttir, Anna Erla Þorsteinsdóttir, Ólafur Vilhjálmsson og barnabörn. Móðir okkar, systir og mágkona, HUGRÚN KRISTINSDÓTTIR, Hrafnistu Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi föstudaginn 2. sept- ember. Jarðarförin auglýst síðar. Þorsteinn Briem, Emil Kristinn Briem, Stefán Berg Rafnsson, Sigurður Hilmar Hansen, Jórunn Kristinsdóttir, Sigurlaug Kristinsdóttir, Einar Eggertsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.