Morgunblaðið - 04.09.2005, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 04.09.2005, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 41 HUGVEKJA Fyrir ekki löngu ritaðimaður nokkur grein-arkorn í Morgunblaðið,þar sem hann fann aðþví, að ekki mætti klappa fyrir tónlist í Skálholts- kirkju. Taldi hann þetta undar- legt, m.a. í ljósi þess að hægt væri að öðlast trú og gleði með því að hlusta á músík. Sagt hafi verið um Mozart að almættið talaði í gegnum hann, slíkar væru tón- smíðar hans, og Bach hefði auk- inheldur samið meistaraverk sín öll Guði til dýrðar. Þessi athugasemd var engin nýlunda, margir höfðu áður bent á þetta sama og ekki verið par ánægðir með þessar hömlur. Og áfram mun þetta sennilega heyr- ast, af og til. Ef litið er í Biblíuna, sést, að þar eru ritningarstaðir, sem tala á jákvæðum nótum um lófaklapp. Í Davíðssálmi 47:2 segir t.d.: „Klappið saman lófum, allar þjóð- ir, fagnið fyrir Guði með gleði- ópi.“ Og í Davíðssálmi 98:5–9 er þetta: „Leikið fyrir Drottni á gígju, á gígju með lofsöngshljómi, með lúðrum og básúnuhljómi, lát- ið gleðióp gjalla fyrir konung- inum Drottni. Hafið drynji og allt sem í því er, heimurinn og þeir sem í honum lifa. Fljótin skulu klappa lof í lófa, fjöllin fagna öll saman fyrir Drottni sem kemur til að dæma jörðina. Hann dæmir heiminn með réttlæti og þjóð- irnar með réttvísi.“ Og hjá Jesaja 55:12 er ritað: „Já, með gleði skuluð þér út fara, og í friði burt leiddir verða. Fjöll og hálsar skulu hefja upp fagnaðarsöng fyr- ir yður, og öll tré merkurinnar klappa lof í lófa.“ Í Síðari konungabókinni (11:12) má lesa, að þetta hafi einnig verið siður við krýningarathafnir: „Þá leiddi hann konungsson fram og setti á hann kórónuna og hring- ana. Tóku þeir hann til konungs og smurðu hann, klöppuðu lófum saman og hrópuðu: „Konung- urinn lifi!““ En í heilagri ritningu sjást einnig dæmi um hið gagnstæða, þ.e.a.s. að lófatak tjái háð eða spott. Í Jobsbók (27:23) segir t.d.: „[…] þá skella menn saman lófum yfir honum og blístra hann burt frá bústað hans.“ Og í Harm- ljóðunum (2:15): „Yfir þér skelltu lófum saman allir þeir er um veg- inn fóru, blístruðu og skóku höf- uðið yfir dótturinni Jerúsalem: Er þetta borgin, hin alfagra, unun allrar jarðarinnar?“ Og í Nahúm (3:19): „Engin svíun fæst við meini þínu, sár þitt er ólæknandi. Allir þeir sem heyra fregnina um þig, klappa lof í lófa, því að hver er sá, að eigi hafi vonska þín gengið yfir hann án afláts?“ Eflaust hefur þetta neikvæða birtingarform haft áhrif til þess að letja fremur en hvetja til brúk- unar lófataks í guðshúsum krist- inna síðar, og e.t.v. fleira lagst þar á árar, eins og hugmyndir eða fullyrðingar um að þess lags há- vaði fældi guðdóminn í burtu. Einnig er sennilegt, að drjúgur samsláttur handa í ýmsum frum- stæðum trúarbrögðum sem urðu á vegi kristninnar hafi lagt sitt á vogarskálina. Þessu fylgdi gjarn- an blístur, sem í þjóðtrúnni var tónlist hins illa. Nú er það reyndar svo, að víða er klapp leyft í söfnuðum um heim allan, og m.a. hér á landi. Í röðum baptista og hvítasunnu- manna er þetta t.d. mikilvægur partur helgihaldsins, en í öðrum trúfélögum sumum með öllu bannað. Sænska kirkjan var á móti þessu í eina tíð, en leyfir nú – aðallega ef um tónleika er að ræða, vel að merkja. Lítil ástæða er nefnilega til að vera að klappa fyrir messunum, enda eru þær sungnar Guði til dýrðar en ekki mönnum. Ekki er mér kunnugt um hvernig á þessu er tekið ann- ars staðar á Norðurlöndum. Í upphafi var minnst á Skál- holtskirkju. En hún er ekki ein á báti þar. Ástæðan fyrir þessu ósamræmi er sú, að yfirstjórn þjóðkirkjunnar hefur aldrei tekið af skarið með dómi af eða á, held- ur leyft þessu að fljóta dálítið. Í hirðisbréfi Péturs Sigurgeirs- sonar biskups til presta og safn- aða á Íslandi, frá árinu 1986, segir t.d. um þetta: Framkoma og umgengni fólks í kirkju verður að vera í fullu samræmi við frið- helgi hennar. Álitamál er, hvort við hæfi sé að klappa í kirkju […] Lengst af hefur sá siður ekki viðgengist, og kann því að særa trúartilfinningu þess fólks, sem best rækir kirkju sína. Verð- ur því að taka á því máli með allri gát. Bann við lófaklappi í kirkju getur ekki orðið algild regla, heldur verður að taka tillit til staðbundinna óska og veita leyfi, ef sóknarprestur og sóknar- nefnd verða á eitt sátt um það. Vera má, að þetta sé einmitt besta leiðin, að fara hinn gullna meðalveg, líta á aðstæður hverju sinni, í stað þess að loka alfarið á möguleikann á slíku. Þarfir og viðhorf okkar sem kristin heitum eru stundum gjör- ólík. Í Afríku t.d. og meðal blökkumanna í N-Ameríku fellur ríkjandi menning og sönghefð af- ar vel að lófataki, og það er vel. Annars staðar eru aðstæður aðr- ar og óhentugri, kannski á skjön við það sem fyrir er. Við þetta er einfaldlega ekkert að athuga. Enda sagði meistarinn okkur forðum að vera eitt, en hann bað okkur aldrei um að vera eins. Sjálfur er ég hlynntur því að klappað sé í ákveðnum athöfnum, einkum ef börn eiga hlut að máli. Það er fátt ömurlegra en köld þögnin og fálætið í laun, eftir að þau eru búin að syngja eða leika eitthvað í hinu mikla guðshúsi, hafandi æft vel og lengi og gert allt með prýði og sóma. En hinu má samt aldrei gleyma, að kyrrðin og friðurinn eiga líka að eiga heima í þessum musterum, og ríkja þar oftar en ekki. Enda eru þau fyrst og síðast heilagur griðastaður, vígð orð- unum dýrmætu: „Komið til mín öll þið sem erfiðið og þunga eruð hlaðin og ég mun veita yður hvíld.“ Má klappa? sigurdur.aegisson@kirkjan.is Eitt er það sem alltaf annað veifið er í um- ræðu fólks á meðal, og það er hvort lófaklapp í kirkju sé góður hlutur eða vondur, sæmandi eða hreint guðlast. Sigurður Ægisson velt- ir því máli fyrir sér í pistli dagsins. Ljósmynd/ Sigurður Ægisson Toyota Landcruiser '87. Ekinn 250 þús. km. Þarfnast smávægi- legrar lagfæringar. Tilboð óskast. Upplýsingar í s. 899 7415. Til sölu VW Passat station, árg. '99, ekinn 123 þús., álfelgur, nýjar bremsur, sk. '06. Góður bíl. Verð 850 þús. Áhv. 720 þús. Upplýsingar í síma 669 1195. Nissan árg. '94 ek. 125 þús. km. Nissan Micra ´94 silfurgrá 5 d.beinsk,ek. aðeins 125 þ, góður bíll,álfelgur, negld dekk á felgum fylgja,verð 190 þús. S. 898 7270. Góður bíll á góðu verði! Til sölu Skoda Felicia árg. '99. Ek- inn 66.000 km. Uppl. 868 4901. Einn splunkunýr Ford Mustang, Premium + aukahlutir, árgerð 2005. Verð áður 3.990 þús. Nú 3.500 þús., staðgreitt. Upplýsingar í síma 864 1202 á kvöldin. BÍLAR SEM BORGA SIG FLJÓTT! 3 stk. "fjarska fallegar" 30 - 37 manna rútur. Í toppformi á frá- bæru verði. Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein. Uppl. í síma 894 6868. Árg. '98, ek. 115 þús. km. Niss- an Almera '98 árgerð, 5 dyra með álfelgum og CD. Í mjög góðu standi, algjör gullmoli! Ekinn 115 þús. Verð 500 þús. Upplýsingar í síma 864 5644. 18 fm bílskúr í Árbæ til sölu. Skúrinn ca 10 ára án rafmagns og hita. Tilvalinn sem geymsla fyrir húsvagninn o.fl. Verð 1.3 m. Sími 894 6868. Jeppar Chevrolet Trailblazer árg. 2004, ekinn 45 þús. Einn með öllu, V8. 7 manna. Uppl. í síma 825 6144. Fellihýsi Tilboð óskast í Palomino Must- ang, árg. 2003. Vel með farinn, sólarsella, loftnet, ísskápur, heitt vatn, wc, fortjald, utanáliggjandi sturta, góðar græjur. Upplýsingar í síma 869 2024. Húsviðhald Lyftuþjónusta Hágmarksþjónusta á lágmarksverði. Áratuga reynsla. Sérfræðiþjónusta fyrir LM og H&S lyftur, s. 588 8180, f. 588 9180, orms@simnet.is Heilsárshús Annað heimili norðanlands. Er draumurinn að eignast annað heimili norðanlands? Ef svo er skoðaðu þá heimasíðu mína simnet.is/swany því draumahúsið er til sölu með fallegum húsgögn- um. Kerrur Skoðaðu úrvalið hjá: Bæjardekk Mosfellsbæ, 566 8188 Hyrnan Borgarnesi, 430 5565 Gúmmíbátaþjónustan Ísafirði, 470 0836 Bílaþjónustan Vogum, 424 6664 Brenderup 3205 S. Öflug heimili- skerra. Pallmál: 204x142x35 cm, heildarþ. 750 kg. Verð kr. 130.000 m/vsk. Sími 421 4037 lyfta@lyfta.is www.lyfta.is Varahlutir Jeppapartasala Þórðar, Tangarhöfða 2, sími 587 5058 Nýlega rifnir Patrol '95. Legacy '90-'99, Grand Vitara '00, Kia Sportage '02, Pajero V6 92', Terr- ano II '99, Cherokee '93, Nissan P/up '93, Vitara '89-'97, Impreza '97, Isuzu pickup '91 o.fl. 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Nýlegar 15" flottar álfelgur með nýjum heilsársdekkjum, 215/80/ 15. Passar t.d undir Suzuki Vitara, Kia, Ferosa og Lödu Sport. Verð 65 þúsund kr. Upplýsingar í síma 868 0465. Hjólbarðar SAAB 95 til sölu Til sölu SAAB 95 station, árgerð 2000, ekinn 129.800 km. Reyklaus bíll. Einn eigandi. Þjónustubók. Engin skipti. Verð kr. 1.650.000. Upplýsingar í síma 893 6741. Bílar VW Passat, árg. '99, ek. 87 þús. km. Til sölu fallegur, góður og vel með farinn bíll. Ný tímareim o.fl. Vetrar- & sumardekk fylgja. Möguleg skipti á ódýrari. Verð 730 þús. Uppl. í s. 694 1883. Hjólhýsi/Sumarbústaður 40 fer- metrar. Rúmgóð stofa, eldhús, barnah., hjónah., snyrting og sér- bað. Hús með öllu á frábæru verði. Til afgreiðslu á höfuðborg- arsvæðinu. Myndir fáanlegar með tölvupósti. Sími 893 6020 milli kl. 13 og 17 alla daga. Hjólhýsi Námskeið Námskeið í tréskurði. Kennsla hefst í sept.-okt. Örfá pláss laus. Tréskurðarstofa Friðgeirs, sími 896 6775. Smáauglýsingar sími 569 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.