Morgunblaðið - 04.09.2005, Page 46

Morgunblaðið - 04.09.2005, Page 46
46 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Í dag kl. 16 nokkur sæti laus 13. sýn. fim. 8/9 kl. 19 nokkur sæti laus 14. sýn. laug. 10/9 kl. 16 nokkur sæti laus Pakkið á móti Örfáar aukasýningar: Fös 9.sept kl. 20 Lau 10. sept kl. 20 Fös 16. sept kl. 20 Lau 17. sept kl. 20 Áskriftar- kortasala stendur yfir Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is ENDURNÝJUN ÁSKRIFTARKORTA HAFIN Nýja svið / Litla svið HÖRÐUR TORFA LENGI LIFI Ýmsir listamenn leika lög eftir Hörð í tilefni 60 ára afmælis listamannsins Lau 10/9 kl. 21 REYKJAVIK DANCE FESTIVAL Nútímadanshátíð 1.-4. September Í dag kl 14 Heima er best - Barnasýning kr. 800 Í kvöld Kl 20 Who is the horse, Love story Almennt miðaverð kr 2000KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Í dag kl 14, Su 11/9 kl 14, Su 18/9 kl 14, Lau 24/9 kl. 14, Su 25/9 kl. 14 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 8/9 kl. 20, Fö 9/9 kl 20, Lau 10/9 kl 20, Su 11/9 kl 20 - UPPSELT, Fi 15/9 kl. 20 ENDURNÝJUN ÁSKRIFTARKORTA HAFIN! Sala nýrra áskriftarkorta hófst laugardaginn 3. september - Það borgar sig að vera áskrifandi - KYNNING LEIKÁRSINS Leikur, söngur, dans og léttar veigar Su 11/9 kl 20 - Opið hús og allir velkomnir STÓRA SVIÐIÐ KL. 20:00 Klaufar og kóngsdætur sun. 4/9 kl. 14:00, sun. 18/9 kl. 14:00, sun. 25/9 kl. 14:00. Edith Piaf sun. 18/9, fim. 22/9, fös. 23/9, lau. 24/9. Kirsuberjagarðurinn – gestasýning fim. 8/9, fös. 9/9. Að eilífu – gestasýning lau. 10/9, sun. 11/9. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ KL. 20:00 Rambó 7 fös. 11/9, lau. 12/9. LITLA SVIÐIÐ KL. 20:00 Koddamaðurinn fim. 8/9, fös. 9/9, lau. 10/9, sun. 11/9. Miðasalan er opin kl. 12:30-18:00 mánudaga og þriðjudaga. Aðra daga kl.12:30- 20:00. Símapantanir frá kl. 10:00 virka daga. midasala@leikhusid.is. Sími 551-1200. Miðasala á netinu: www.leikhusid.is Klaufar og kóngsdætur Edith PiafRambó 7 Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Rvík. www.lso.is - lso@lso.is Þriðjudagstónleikar 6. september kl. 20.30 Kvöldstund með Fritz Kreisler Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og Lincoln Mayorga píanóleikari flytja verk og útsetningar þessa ástsæla Vínarbúa. Síðustu tónleikar sumarsins. 1.-4. SEPTEMBER NÁNARI DAGSKRÁ: WWW.DANCEFESTIVAL.IS REYKJAVÍK DANCE FESTIVAL NÚTÍMADANSHÁTIÐ 2005 Who is the horse Höfundar: Nadia Banine og Fred Gehrig Dansarar: Nadia Banine og Fred Gehrig Lovestory Höfundur: Steinunn Ketilsdóttir Dansarar: Steinunn Ketilsd. og Brian Gerke Í BORGARLEIKHÚSINU SUNNUDAGUR 4. sept. BARNASÝNING Kl. 14.00 MIÐAVERÐ: 800 KR. Heima er best Danshöfundur: Ólöf Ingólfsdóttir Dansarar: Guðrún Óskarsdóttir, Lovísa Gunnarsdóttir og Ólöf Ingólfsdóttir SUNNUDAGUR 4. sept. TVÖ VERK Kl. 20.00 VERÐ: 2.000 KR. LOKADAGU R HÁTÍÐARIN NAR Bandaríski píanóleikarinnLincoln Mayorga er velþekktur vestan hafs. Hróð- ur hans hefur líka borist hingað til Evrópu, og þegar Fílharmóníu- sveitin í Moskvu hélt sína fyrstu al- amerísku tónleika í þíðunni árið 1988, var hann valinn til að vera einleikari með hljómsveitinni. Undanfarin ár hefur hann leikið víða um Evrópu og í Rússlandi og haldið tónleika í yfir 200 borgum í Norður-Ameríku. Lincoln hefur einnig sérstakan áhuga á að leika léttari tónlist og djass og var nýverið gestur þáttar- ins Piano Jazz í Bandaríska ríkis- útvarpinu, NPR. Hann var um ára- bil píanóleikari Walt Disney stúdíósins í Hollywood og lék meðal annars í bíómyndunum Rósinni, Harold & Maude og Splash, og í sjónvarpsþáttunum Húsinu á slétt- unni og Dallas. Hann var líka í hópi þeirra sem sömdu tónlist fyrir þætt- ina vinsælu, Fame. Hann hefur leik- ið með tónlistarmönnum á borð við Quincy Jones og Barböru Streis- and. En því er ég að rekja frægðar- feril þessa manns; jú, hann er nú hingað kominn og heldur tvenna tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Í dag kl. 17 efnir hann til tónleika sem hann kallar New York Gershwins, en þar ætlar hann að leika verk eftir Gershwin og samferðarmenn hans og vini í New York á árunum uppúr þarsíðustu aldamótum. Á þriðjudagskvöld kl. 20.30 leikur hann með Hlíf Sigur- jónsdóttur fiðluleikara í dagskrá sem tileinkuð er verkum fiðlusnill- ingsins Kreislers. „Við Hlíf ætlum að spila bæði orginal verk eftir Kreisler, og verk sem hann samdi í anda genginna meistara og svo út- setningar sem hann gerði fyrir fiðlu og píanó á verkum annarra, – til dæmis Brahms, Sarasate og Alb- eniz. Þessir tónleikar sýna því fjöl- breytnina í verkum Kreislers, og ég get sagt þér, að þótt verkin séu smá, þá eru þau gríðarlega erfið í flutningi.    Á tónleikunum í dag ætla ég hinsvegar að kynna Gershwin og tónlistina í kringum hann í New York á þriðja áratug tuttugustu aldarinnar. Gershwin átti marga góða vini í tónlistinni, og þeir urðu nú ekki allir jafnfrægir og hann, þótt þeir væru vissulega fínir tón- listarmenn. Margir þeirra höfðu áhrif á hann og til sumra þeirra má rekja ýmislegt í Gershwin-stílnum og því tónmáli sem varð svo vinsælt á þeim árum.“ Lincoln Mayorga ætlar ekki bara að spila, því milli verka ætlar hann að segja sögur af Gershwin, – bæði sögulegar frásagnir og skemmti- sögur af Gershwin og þessu áhuga- verða tímabili tónlistarsögunnar, sem oft er kennt við Tin Pan Alley. George Gershwin var eitt merk- asta tónskáld Tin Pan Alley hóps- ins, en nafngiftin á við um þá laga- smiði og nótnaútgefendur sem nutu hvað mestra vinsælda í New York í lok nítjándu aldar og í byrjun þeirr- ar tuttugustu, allt fram að krepp- unni miklu, þegar plötur og útvarp- ið leystu útgáfu stakra dægurlaga á nótum af hólmi. Hver kannast ekki við lög eins og Swanee og I got Rhythm, bæði eftir Gershwin, Alex- anders Ragtime Band eftir Irving Berlin, og Shine on Harvest Moon, eftir Noruh Bayes. Þetta eru senni- lega vinsælustu lög Tin Pan Alley tímans.    Lincoln Mayorgas ætlar að leikasyrpu af vinsælustu dægur- lögum Gershwins frá þessum tíma, en líka fleira, eins og Þrjár litlar prelúdíur, sem eru sannköluð gleði- verk, Impromtu í tveimur tónteg- undum, Göngutúr með hund í bandi, og Rialto Ripples; píanó- músík úr Porgy og Bess. Áhrif Gershwins á önnur tón- skáld voru mikil, ekki síður í Evr- ópu en vestan hafs. Á tónleikunum sýnir Lincoln Mayorgas dæmi um áhrif frá Gershwin og samtíma- mönnum hans á franska tónskáldið Debussy, og leikur bæði Claire de lune og Golliwoggs Cake Walk, en Debussy, Ravel og fleiri evrópsk tónskáld höfðu þó líka áhrif á stíl Gershwins. Tónleikarnir í dag verða því með sögulegu ívafi, sem ætti að vekja sérstakan áhuga þeirra sem hafa áhuga á því tíma- bili þegar dægurtónlistin var að fæðast austur í henni Ameríku. Gershwin og Kreisler í Sigurjónssafni ’Gershwin átti margagóða vini í tónlistinni, […] og til sumra þeirra má rekja ýmislegt í Gershwin-stílnum.‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Morgunblaðið/Ásdís Lincoln Mayorgas píanóleikari spilaði í Húsinu á sléttunni og Dallas. begga@mbl.is ÚT er komin hjá Máli og Menn- ingu bókin Krónprins- essan eftir danska rithöf- undinn Hanne- Vibeke Holst í þýðingu Hall- dóru Jóns- dóttur. Hanne- Vibeke er, eins og segir í tilkynningu, einn af vinsælli höfundum Danmerk- ur. Þekktust er hún fyrir bókaröð sína um blaðakonuna Theresu Skårup sem selst hefur í hundruðum þús- unda eintaka. Krónprinsessan er spennandi skáldsaga, segir í tilkynningu, og segir frá Charlotte Damgaard sem tekur við stöðu umhverfisráðherra. Fylgst er með níu mánaða tímabili í Lífi Charlotte og skyggnst á bakvið tjöldin í heimi stjórnmálanna þar sem launráð eru brugguð. Hanne-Vibeke Holst er væntanleg á Bókmenntahátíð sem fram fer í september. Spennusaga Fréttasíminn 904 1100 Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.